Morgunblaðið - 27.02.2001, Side 64
FÓLK Í FRÉTTUM
64 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
afgreiðslunni hjá
Universal. Þar vann
hann sig markvisst
upp næstu árin og
fékk tækifæri til að
leikstýra við sjón-
varpsdeildina við
upphaf áttunda ára-
tugarins. Gat sér
gott orð með tím-
anum sem sjón-
varpsleikstjóri við
þáttaraðir einsog
The Streets Of San
Francisco, Kung
Fu, Night Gallery
og The Senator,
sem færði honum
Emmy-tilnefningu. Hlaut aðra fyrir
The Law með Judd Hirsch.
Traust og fagmannleg meðferð
hans á efni og leikurum í sjónvarps-
myndinni The Gun (’74), færði Bad-
ham hans fyrsta verkefni fyrir hvíta
tjaldið. Universal bauð honum að
leikstýra hafnaboltamyndinni The
Bingo Long Travelling All Stars
and Motor Kings, 1975. Myndin var
dágóð skemmtun, prýdd m.a. gæða-
leikurunum Billy Dee Williams,
James Earl Jones og Richard Pry-
or. Badham var fenginn til verksins
þegar annar, efnilegur ungur kvik-
myndagerðarmaður, sem hafði fet-
að sig upp metorðastigann hjá Uni-
versal, valdi að leikstýra Jaws. Þarf
ÞEIM fer fækkandi sem muna
blómatíma Johns Badham. Hann
var, líkt og hjá mörgum öðrum,
stuttur, en skilaði af sér eft-
irminnilegum verkum. Þau voru
vissulega börn síns tíma en settu
ótrúlega mikið mark á umhverfið.
Badham er maður sem á ekki að
gleymast, hann á sinn stall í sög-
unni. Sýndi sig að því að vera fjöl-
hæfur listamaður sem var óhrædd-
ur við að taka sér fyrir hendur hin
ólíklegustu verkefni og skila þeim
með árangri sem gladdi gagnrýn-
endur og áhorfendur þyrptust á um
allan heim. Einhver gæti álitið að
Badham væri látinn, því fer fjarri,
hann er rétt liðlega sextugur, en
þetta fortíðarfjas stafar af því að
það hefur ekki margt merkilegt frá
honum komið í heilan áratug. Hann
á því enn möguleika á að rétta aftur
úr kútnum.
Bréfberi í Hollywood
John Badham er fæddur 1939 á
Bretlandi; móðirin ensk leikkona,
fósturfaðir hans háttsettur Banda-
ríkjamaður, hershöfðingi í land-
hernum sem þjónaði í Evrópu á
stríðsárunum seinni. Flutti með
þeim vestur um haf þegar fóstri
hans var færður til Alabama í
stríðslok og Badham fékk banda-
rískan ríkisborgarrétt.
Leiklistin var í blóðinu, Mary
systir hans varð fyrst systkinanna
til að geta sér nafn í kvikmynda-
heiminum, er hún var tilnefnd til
Óskarsverðlaunanna fyrir leik í To
Kill a Mockingbird (’62). John nam
heimspeki við Yale en flutti sig um
deild og settist í dramatískt nám,
þaðan sem hann útskrifaðist sem
leikstjóri. Elti systur sína til Hol-
lywood og fékk vinnu á póst-
nokkuð að nafngreina
hann?
Diskó og Drakúla
Badham sló í gegn með
næstu mynd, sem er sögu-
fræg og stórmerkileg og
ein besta föngun á tíð-
aranda sem gerð hefur
verið. Þetta er vitaskuld
tímamótamyndin Sat-
urday Night Fever (’77).
Hún var um nokkurt skeið
mest sótta mynd kvik-
myndasögunnar. Næsta
mynd sýndi vel þá breidd í
verkefnavali sem lengi var
aðalsmerki Badhams. Það
var kvikmyndagerð vinsællar leik-
húsuppfærslu á Dracula (’79), með
Frank Langella og Sir Laurence
Olivier. Einna minnisstæðust fyrir
það rómantíska ljós sem varpað var
á frægustu blóðsugu allra tíma.
Nú er komið að árinu 1981, og
Badham orðinn einn af virtustu og
eftirsóttustu leikstjórum tímabils-
ins. Bætti enn við hróður sinn þetta
ár með glæsilegri kvikmyndagerð
Whose Life Is It Anyway?, annars
magnaðs leikhúsverks. 1983 var
jafnvel enn betra, þá voru sýndar
tvær Badham myndir; WarGames
og Blue Thunder. Báðar frábærar
spennumyndir sem sópuðu að sér
áhorfendum og Óskarsverðlauna-
tilnefningum. Þá kom American
Flyers (’85), dálítið sérstök mynd
með Kevin Costner í hlutverki ann-
ars tveggja bræðra sem bítast um
sigur í hjólreiðakeppni. Talsvert
fjarri þyrluhasarnum mikla í Blue
Thunder. Þá var komið að Short
Circuit (’86), gamanmynd sem fékk
góða dóma og aðsókn. Með þeim
vafasömu leikurum, Steve Gutten-
berg og Ally Sheedy, sem reyndar
voru feykivinsæl á þessum árum –
sem er rannsóknarefni, út af fyrir
sig. Badham bætti um betur, í kjöl-
farið fylgdi Stakeout (’87), hans
langbesta gamanmynd sem olli
nokkrum tímamótum.
Þunnur þrettándi
Áfram hélt leikstjórinn að fást við
gamanmálin og nú varð fyrir valinu
Bird on a Wire (’89), ein vinsælasta
mynd hans frá upphafi, með Mel
Gibson og Goldie Hawn í aðalhlut-
verkum. Hún þótti þunnur þrett-
ándi á þessum bæ og það eina
minnisstæða er lagið góða eftir
Leonard Cohen og tónlistin hans
Hans Zimmer.
Enn var Badham í góðum málum
og í hópi eftirsóttustu leikstjóra.
Það breyttist ekki með Point of No
Return (’92), bandarískri end-
urgerð Besson-tryllisins góða, La
Femme Nikita. Bridget Fonda
komst á stjörnuhimininn í titilhlut-
verki eldhressrar myndar sem er
nokkuð eftirminnileg, ekki síst fyrir
magnaðan leikhópinn (Anne Ban-
croft, Harvey Keitel, Gabriel Byrne,
Miguel Ferrer). Framhaldsmyndin
Another Stakeout (’93), markar
greinilegt upphaf á hnignun glæsi-
legs og litríks ferils. Ekki tók betra
við; Drop Zone (’94), íburðarmikil
spennudella með flottum atriðum í
háloftunum og enn sá Zimmer um
tónlistina. En með slökum sögu-
þræði, Wesley Snipes og Yancy
nokkurri Butler, íðilfagurri undir-
málsmannesku á leiklistarsviðinu.
Svo virtist sem Badham væri
heillum horfinn. Nick of Time (’95),
státaði af Johnny Depp, flottri kvik-
myndagerð en andlausri leikstjórn,
sem reyndar stafaði að talsverðu
leyti af ládauðu handriti og enn ein-
um flónslegum ofleik Christophers
Walken í fólshlutverkinu. Incognito
(’97), var jafnvel verri, með Jason
Patrick í aðalhlutverkinu – leikara
sem er í svipuðum gæðaflokki og
fröken Yancy, sem áður hefur verið
getið. Hinsvegar sáu menn greini-
leg batamerki hjá Badham í sjón-
varpsmyndinni frá HBO, The Jack
Bull (’99), með gæðaleikurunum
John Cusack, John Goodman og
gamla, góða L.Q. Jones. Við skulum
vona að þessi skínandi fagmaður sé
að rétta úr kútnum.
Spennumyndin Nick of Time með Johnny Depp olli vonbrigðum. Laugardagsfárið er langþekktasta og -vinsælasta mynd Badhams.
JOHN
BADHAM
John Badham
WHOSE LIFE IS IT ANYWAY?
(1981) Ungur maður (Richard Dreyfuss)
lamast í bílslysi. Þegar honum verður
ljóst að hann á aldrei eftir að ná sér
vill hann fá að deyja en verður að
kljást við þá grundvallarspurningu
hvort hann ráði yfir eigin lífi eða ekki,
fyrir dómstólum. Velheppnuð bíóút-
gáfa á vinsælu leikriti sem var m.a.
sýnt hér í Iðnó og óvenjulegt bragð af
hasarleikstjóranum Badham. Drey-
fuss er stórkostlegur og aukaleikar-
arnir John Cassavetes, Christine
Lahti, jafnvel sá annars oftast illþol-
andi Bob Balaban, hver öðrum betri.
Hugvitsamlega gerð mynd í alla
staði, tilfinningaþrungin og nær að
snerta mann ólíkt svo mörgum mynd-
um sem fást við vandmeðfarið efni.
SATURDAY NIGHT FEVER
(1977) Myndin sem gerði John Travolta
að heimsfrægri stjörnu (í fyrsta sinn).
Ber aldurinn einkar persónulega,
með áttunda áratugar tísku og Bee
Gees á fóninum. Það er frumkraftur í
henni og dansatriðin góð, þrátt fyrir
stælingu og skrumskælingu í gegn-
um árin.
Travolta er þekkilegur Brook-
lynstrákur sem lifir fyrir dansinn og
sannar sig á dansgólfinu. Þessi alt-
aristafla diskósafnaðarins vakti
geysihrifningu hvar sem var og olli
dansæði. Í dag er hún sannkallaður
minnisvarði um undarlega tíma sem
hún átti þátt í að skapa og varðinn er
afar vel gerður á sinn hátt og myndin
nánast klassík.
STAKEOUT
(1987) Lögreglumaður (Richard Dreyf-
uss) verður ástfanginn af konunni
sem hann njósnar um (Madeleine
Stowe), í von um að grípa kærasta
hennar (Aidan Quinn), sem er morð-
ingi. Sérstaklega góð afþreying, fynd-
in og spennandi og ein besta mynd
Badhams. Stórskemmtilegur rómans
á milli Dreyfuss og hinnar undur-
fögru og fínlegu Stowe, en Dreyfuss
stelur senunni. Vissulega önnur tíma-
mótamynd frá Badham. Myndin þyk-
ir sjálfsagt ekkert sérlega merkileg í
dag. En ástæðan er einfaldlega sú að
það er búið að margeftirapa þessa
spennandi og fyndnu mynd.
Sígild myndbönd
Sæbjörn Valdimarsson
Veröld ný og vond
(New World Disorder)
S p e n n u m y n d
Leikstjóri: Richard Spence. Hand-
rit: Jeffrey Smith, Ehren Kruger.
Aðalhlutverk: Rutger Hauer, Tara
Fitzgerald, Andrew McCarthy. (90
mín.) Bandaríkin, 1999. Háskólabíó.
Bönnuð innan 16 ára.
RUTGER Hauer er unnendum
góðra spennumynda vel kunnur.
Hann lék í nokkrum lykilmyndum á
níunda áratugnum,
þ. á m. Blade Run-
ner og puttaferða-
langinn óhugnan-
lega í The Hitcher.
Minna hefur þó
farið fyrir leikar-
anum á liðnum ár-
um og eftir því sem
kvikmyndahlut-
verkunum hefur
fækkað hefur umgjörð leikarans
sjálfs stækkað og er hann farinn að
minna á Marlon Brando að því leyti.
Sú staðreynd að Hauer er orðinn
mikill að vöxtum og hreyfir sig ekki
ýkja hratt kemur reyndar ekki að
sök í Veröld ný og vond. Þar gefur
Hauer rannsóknarmanninum lífs-
reynda David Marx alvöruþrungið
yfirbragð í anda gamaldags lög-
reglugilda, og gerir það einkar vel.
Marx er á slóð hugbúnaðarþjófa en
það háir honum þó við rannsókn
málsins að hann er tölvuhræddur
með afbrigðum. Brösulegt samstarf
hans og ungrar alríkiskonu sem er
sérfræðingur í tölvuglæpum er á
köflum skondið og verður til þess að
lyfta myndinni upp úr hasarkenndri
meðalmennskunni.
Heiða Jóhannsdótt ir
Harðsvíraðir
hugbúnaðar-
þjófar
Með lausa skrúfu
(Screwloose)
G a m a n m y n d
½
Leikstjórn Ezio Greggio. Handrit
Rudy De Luca og Steve Haberman.
Aðalhlutverk Mel Brooks, Ezio
Greggio. (90 mín.) Ítalía 1999.
Skífan. Öllum leyfð.
MEL BROOKS er einn af merk-
ustu gamanmyndahöfundum liðinn-
ar aldar og myndir sem hann hefur
gert á borð við The
Producer, Blazing
Saddle, Young
Frankenstein og
Screwballs eiga eft-
ir að lifa þennan
hálfáttræða ærsla-
belg og gott lengur.
Sérstaklega með
þessi fyrri afrek í
huga á ég seint eftir
að skilja hvers vegna hann lét plata
sig út í að leika í þessari ítölsku dellu.
Karlinn leikur snarklikkaðan hælis-
mat sem er rænt og fluttur til Ítalíu.
Ræninginn er ítalskur matvælajöf-
ur, lítið gáfaðri, sem var þar að upp-
fylla hinstu ósk föður síns um að
finna gamlan stríðsfélaga og hugsa
um hann í ellinni. Oft getur della orð-
ið svo mikil della að maður getur
ekki annað en hlegið eins og bjálfi að
öllu saman. En ekki þessi della. Hún
er bara della og ekkert annað og það
hlýtur bara að vera eitthvað meira að
en nokkrar lausar skrúfur hjá
Brooks fyrst hann lét til leiðast.
Skarphéðinn Guðmundsson
MYNDBÖND
Meira en
laus skrúfa
♦ ♦ ♦