Morgunblaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN
40 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Á
Hannibal og Lömbin
þagna er bæði bita-
munur og fjár.
Bitarnir eru bæði
stærri og ógeðslegri
en í fyrri myndinni. Leikstjórinn
Ridley Scott gengur greinilega
út frá því að áhorfendur vilji sjá
meira svo að þeir þurfi ekki að
reyna jafnmikið á ímyndunar-
aflið og í mynd Demme. Þeir
sem fara á Hannibal til þess að
sjá kannibalisma Hannibals
verða hins vegar fyrir von-
brigðum því hann sést varla fá
sér bita, nema í einu atriði sem
er endurtekið úr fyrri myndinni
og sýnir skrýmslið stökkva á
hjúkrunarkonu og glefsa í andlit
hennar (en þetta er vel að
merkja besta atriðið í slakri
mynd Scotts
sem hefur
ekki sömu til-
finningu fyrir
tímasetn-
ingum og
uppbyggingu
spennu og Demme). Hins vegar
er eitt af fórnarlömbum Hanni-
bals í meginhlutverki, markað
dýrslegum hvötum hans (svo að
fjármarkslíkingunni sé haldið),
raunar svo afmyndað að leik-
arinn, Gary Oldman, baðst und-
an því að verða getið sem leik-
ara í myndinni. Söguþráðurinn
gengur út á að fórnarlambið leit-
ar hefnda og hyggst fæða svín
sín á Hannibal. Og þar liggur
fjármunurinn: Hér er sem sé
ekki alið á saklausum lömbum
heldur mannætusvínum.
En þessi uppskrift virkar ekki
þótt Scott leggi sig allan fram
um að matreiða hana á sæt-
hollývúdskan hátt. Myndin er
bragðlaus þótt grísaveislan sé
krydduð með holdmiklum auka-
leikurum.
Auðvitað er búið þannig um
hnútana að það geti orðið fram-
hald á veisluhöldum Hannibals
en sjálfsagt verða það líka tóm
vonbrigði. Og þannig er það iðu-
lega þegar farið er í íslenskt
kvikmyndahús, tóm vonbrigði.
Hollývúddframleiðslan stendur
sjaldnast undir væntingum en
hún er jú nánast það eina sem
kvikmyndahúsin bjóða upp á.
Ein og ein mynd sem gleður
slæðist með. Þessa dagana má
til dæmis benda á myndir eins
og Undradrengina (Wonder
Boys), ágæt saga um samband
bókmenntaprófessors og nem-
anda hans sem þó hefur sig aldr-
ei almennilega upp úr klisjunni,
og Sei sei, bróðir (O Brother)
eftir hina kostulegu Coen-
bræður.
En tölurnar tala sínu máli.
Samkvæmt auglýsingum í Morg-
unblaðinu á sunnudaginn voru
allar myndirnar sem nú eru
sýndar í íslensku kvikmyndahús-
unum frá Hollývúdd eða Hollý-
vúddtengdar nema þrjár, Billy
Elliot, sem er bresk, og Ikingut
og Villiljós sem eru íslenskar.
Samkvæmt aðsóknartölum
sem birtar voru í Bíóblaðinu fyr-
ir skömmu voru 7 af tíu mest
sóttu myndum íslensku bíóhús-
anna á síðasta ári frá Hollývúdd.
Englar alheimsins eftir Friðrik
Þór Friðriksson var langvinsæl-
asta myndin sem segir sína sögu
um það hvað íslenskir kvik-
myndahúsagestir vilja. 101
Reykjavík var þriðja vinsælasta
myndin og Íslenski draumurinn
sú áttunda.
Kannski segja vinsældir
Hollývúddmyndanna sjö eitthvað
um smekk íslenskra kvikmynda-
húsagesta en sennilega segja
þær meira um einlitt framboðið
á kvikmyndum. Ef það er ekkert
annað að hafa fara íslenskir bíó-
fíklar frekar á Hollývúddmynd
en að fara ekki neitt.
Og það er yfirleitt ekkert ann-
að að hafa, ekki einu sinni í öðr-
um miðlum. Allir eru þeir að
sýna sömu myndirnar. Fyrst eru
þær sýndar í kvikmyndahús-
unum, síðan á Bíórásinni, um
svipað leyti eru þær fáanlegar á
myndbandaleigunum, síðan sýnir
Stöð tvö þær og á endanum sýn-
ir Ríkissjónvarpið þessar sömu
myndir. Þetta er íslenska kvik-
myndahringekjan (og sjálfsagt
eiga fleiri þjóðir eina slíka).
Svo virðist sem kvikmynda-
húsin stjórni því ekki aðeins
hvað er að sjá í þeim, heldur
einnig hvað hægt er að sjá í
sjónvarpi og leigja á myndbandi.
Það er engu líkara en það sé
eitthvert samkomulag á milli
kvikmyndahúsanna, mynd-
bandaleiganna og sjónvarps-
stöðvanna um að hafa lítið annað
á boðstólum en Hollývúdd-
myndir. Þetta lítur út eins og
stórhættulegt samsæri um
menningarlega einsleitni, nánast
eins og tilræði við íslenskt vits-
munalíf. En sennilega er þetta
fyrst og fremst hugsunarleysi í
bland við metnaðarleysi og dá-
góðan skammt af gróðahyggju.
Augljóslega eru ekki allir seld-
ir undir sömu sök. Sum kvik-
myndahús bjóða einstaka sinn-
um upp á eitthvað annað en
Hollývúddjukk. Háskólabíó er
nú til dæmis í samstarfi við
Filmund(rið) sem býður tvisvar í
viku upp á kvikmyndaklassík og
svokallaðar kvikmyndahátíða-
myndir sem annars koma ekki
til Íslands, ekki einu sinni á of
sjaldgæfar kvikmyndahátíðarnar
sem þó eru miklar veislur.
Regnboginn sýnir líka einstaka
sinnum „eitthvað annað“. Sam-
bíóin, sem eiga flesta salina,
sýna hins vegar nánast aldrei
neitt annað en iðnaðarframleiðsl-
una frá Hollývúdd. Það myndi
þó varla skaða fyrirtækið mikið
að nota einn af sölum sínum
undir aðrar myndir. Feitu gelt-
irnir frá Hollývúdd, þessar enda-
lausu „stórmyndir“, hljóta að
standa undir því. Markaðsmönn-
unum mætti auk þess benda á
að þetta er óplægður akur.
Sjónvarpsstöðvarnar og mynd-
bandaleigurnar bjóða enn frem-
ur upp á einstaka myndir sem
ekki tilheyra hringekjunni. Í
þeim efnum hefur Ríkissjón-
varpið tekið sig eilítið á und-
anfarna mánuði. Ríkissjónvarpið
á vitanlega ekki að taka þátt í
hringavitleysunni. Ríkissjón-
varpið á ekki að vera endastöð
eða ruslakista, það á að hafa
frumkvæði, það á að bjóða upp á
hluti sem annars eru ekki fyrir
hendi, öðruvísi getur það ekki
sinnt meintu hlutverki sínu sem
lifandi menningarstofnun.
Tilræði við
vitsmunalíf?
Það er engu líkara en það sé eitthvert
samkomulag á milli kvikmyndahús-
anna, myndbandaleiganna og sjón-
varpsstöðvanna um að hafa lítið annað
á boðstólum en Hollývúddmyndir.
VIÐHORF
Eftir Þröst
Helgason
trhe@mbl.is
ALLIR samhljóðar
íslenska stafrófsins
geta orðið óraddaðir.
Það er eitt af sterk-
ustu séreinkennum
tungumálsins okkar
og sennilega leifar
frá því á víkingaöld.
Meira að segja staf-
urinn j (sem er í ætt
við sérhljóðann í)
getur misst röddina,
td. í orðum eins og
hjón.
Rödduð og órödd-
uð hljóð
Þeir sem fást eitt-
hvað að ráði við söng
vita að sungið er á sérhljóðunum
því venjulega heyrist ekkert í
flestum samhljóðanna. Stundum
heyrist að vísu í stöfunum ð, g, l,
m, n og r – en ekki alltaf. Og aldr-
ei heyrist neitt í stöfunum b, d, f,
h, k, s, t og þ. Stafurinn h hefur
þann eiginleika að þagga niður í
næsta samhljóða sem kemur á eft-
ir honum (hj, hl, hn, hr og hv) og
svo hafa raddaðir samhljóðar til-
hneigingu, a.m.k. sunnanlands, til
að missa röddina ef þeir standa
tveir eða fleiri saman.
Þannig hljómar íslenska orðið
„hryllilegt“ svo skelfilega í eyrum
útlendinga að þeir geta engan veg-
inn borið það fram (hrriddlileg-
hht).
Prófið bara sjálf að láta ein-
hvern útlending segja
þetta orð eða sam-
bærileg orð eins og
„birta“, „hneyksli“ eða
setningarhluta á borð
við „hratt á gervi-
hnattaöld“. Tveir sam-
hljóðar geta að vísu
verið sönghæfir ef
báðir eru raddaðir (td.
ð og l í kaðlar) en ef
annar er óraddaður,
þá missir hinn röddina
(t.d. maðkur sem
hljómar eins og
maþkur, a.m.k. sunn-
anlands). Ef við tökum
orðið „birta“, þá byrj-
ar það á stuttum
órödduðum samhljóða (b), þá kem-
ur örstuttur sérhljóði sem ber þó
uppi áherslu orðsins (i), þá rt
(raddlaus samstöfun) og loksins
áherslulaus samhljóði (a). Hér er
semsé komið gott dæmi um orð
sem ætti að varast eins og heitan
eldinn í íslenskum söngtextum.
Finnska og meiri
finnska
Það getur reynst erfitt að
syngja á íslensku ef mikið er af
órödduðum bókstöfum í því sem
sungið er. Það segir sig eiginlega
sjálft. Hins vegar er til fjöldi
söngva sem jafnvel Danir og Bret-
ar geta sungið á íslensku, t.d.
þessar fleygu setningar: „Sofðu
unga ástin mín.
Úti regnið grætur.“ Hér er fullt
af löngum sérhljóðum sem njóta
sín vel í söng. Við getum tekið
annað dæmi: „Hamraborgin rís há
og fögur...“ Einhverntíma umskrif-
aði ég textann við Heim í Búðardal
þannig að enskumælandi fólk geti
sungið hann. Þá byrjar hann ein-
hvernveginn svona:
„Air, yeah, chem - hey, me Boot-
her-doll.
Be there mean broo there val.
Aw, yeah. Vait! Tharruh vair
there svaca parruh tea...“
Í fljótu bragði virðast sum
tungumál vera sönghæfari en önn-
ur. Ítalskan er sérlega hljómfögur,
enda laus við erfið hljóð. Það er
ekki nema 21 stafur í ítalska staf-
rófinu. Á hinn bóginn virkar
finnskan annarlega í eyrum
margra sem ekkert kunna í því
tungumáli. Þó er ég viss um að til
eru ljúfar finnskar barnagælur
sem allir geta sungið. Á sama hátt
er vel hægt að láta íslenskuna
hljóma vel í söng. Þegar Sverrir
Stormsker setti saman textann um
Sókrates fyrir Eurovision hér um
árið, vissi hann nákvæmlega hvað
hann var að gera.
Ekki hef ég neitt á móti því að
Íslendingar syngi á útlensku er-
lendis. Það er heldur ekkert at-
hugavert við að þeir syngi á móð-
urmáli sínu í útlöndum.
En ef þeir gera það, ættu þeir í
það minnsta að notast við texta
sem eru sönghæfir.
Að syngja
á íslensku
Þorsteinn
Eggertsson
Söngvakeppnin
Það getur reynst erfitt
að syngja á íslensku,
segir Þorsteinn
Eggertsson, ef mikið
er af órödduðum
bókstöfum í því sem
sungið er.
Höfundur er rithöfundur og
söngvaskáld í Reykjavík.
ÞAÐ ER lítt fýsilegt
að leggja orð í belg í
þeirri umræðu sem
spunnist hefur út af
þátttöku okkar í Söng-
lagakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva, Evr-
óvisjón, – hún heitir
ekki Júróvisjón nema í
munni enskumælandi
fólks. Eftir að útvarps-
ráð tók þá eðlilegu
ákvörðun að framlag
Íslendinga skyldi flutt
á íslensku, eins og til
skamms tíma var regla
í keppni þessari, lögð-
ust hagsmunasamtök
poppsins í harðan áróð-
ur og voru furðumörg heimskuleg
orð látin falla. Ólíklegasta fólk tók
þátt í þessu. Sem starfsmanni Rík-
isútvarpsins þótti mér þó með mest-
um ólíkindum framganga eins dag-
skrárgerðarmanns Sjónvarps,
stjórnanda þáttarins Milli himins og
jarðar, Steinunnar Ólínu Þorsteins-
dóttur, sem opinskátt hvatti þátttak-
endur til að hafa ákvarðanir yfir-
stjórnar Ríkisútvarpsins að engu.
Þegar þetta er ritað eru mestar
líkur á að ákvörðun útvarpsráðs
verði breytt og poppframleiðendur
nái vilja sínum fram, enda hefur til-
lögumaðurinn Mörður Árnason boð-
að að hann muni nú leggja til að leyft
verði að syngja á ensku. Vitaskuld er
Merði vorkunn þótt hann reyni að
kaupa sér frið í málinu. En það
hálmstrá sem hann greip til er samt
það aumasta sem ég hef séð. Þar er
um að ræða dæmalausa ályktun
stjórnar Bandalags ís-
lenskra listamanna að
það teljist skerðing á
tjáningarfrelsi lista-
manna að Íslendingum
sé gert að syngja á ís-
lensku í keppninni!
Þrátt fyrir nokkra
leit hefur mér ekki tek-
ist að finna þessa álykt-
un í blöðum. Líklega
skammast stjórnin sín
fyrir hana sem engan
skyldi undra.
Það er sjaldgæft að
stjórn BÍL álykti um
tjáningarfrelsi lista-
manna, ég minnist þess
raunar ekki í seinni tíð,
svo hér liggur greinilega mikið við.
Aðilar að Bandalaginu munu vafa-
laust spyrja sína forustumenn um
málið, en það sem kemur frá heildar-
samtökum íslenskra listamanna
hlýtur líka að varða allan almenning.
Því spyr ég:
Hvernig er háttað aðild Banda-
lagsins að þessu máli? Er höfundur
lagsins og væntanlegir flytjendur í
Bandalaginu? Mér heyrðist Einar
Bárðarson í sjónvarpsviðtali ekki
telja sjálfan sig listamann og popp-
framleiðsla af því tagi sem fram er
borin í Evróvisjón hefur hingað til
naumlega verið talin til listar.
Látum það þó liggja á milli hluta,
enda skiptir önnur spurning hér
meginmáli: Hvernig getur það flokk-
ast undir skerðingu á tjáningarfrelsi
að taka þátt í samkeppni með þeim
skilyrðum sem samkeppnishaldari
setur?
Maður hlýtur líka að spyrja í
framhaldinu: Hvernig ætlar Banda-
lag íslenskra listamanna að láta taka
mark á sér undir núverandi forustu
Tinnu Gunnlaugsdóttur, eftir að hafa
látið frá sér fara ályktun sem er eins
hróplegt bull og þessi? Það dylst
engum að hún er aðeins þjónkun við
hagsmuni sem koma stöðu lista-
manna í þjóðfélaginu ekkert við.
Og svo að lokum spurning til
Marðar Árnasonar: Úr því hann
hörfaði til að ná friði við þá sem hafa
kallað hann fasista og öðrum illum
nöfnum í blöðum, gat hann þá ekki
viðurkennt að hann gerði það vegna
þrýstings hagsmunaaðila í stað þess
að hengja hatt sinn á þessa endem-
isályktun stjórnar Bandalags ís-
lenskra listamanna?
Spurningar út af
sönglagakeppninni
Gunnar
Stefánsson
Keppni
Hvernig getur það
flokkast undir skerð-
ingu á tjáningarfrelsi,
spyr Gunnar Stef-
ánsson, að taka þátt í
samkeppni með þeim
skilyrðum sem sam-
keppnishaldari setur?
Höfundur er útvarpsmaður.
Málþing um sykur!
Fyrirlestra frá málþingi NLFÍ 23. okt. sl.
um SYKUR má finna á heimasíðu okkar:
www.heilsuvernd.is
Á heimasíðu NLFÍ er einnig gagnabanki
með innihaldslýsingum á heilsuvörum
Berum
ábyrgð á
eigin heilsu