Morgunblaðið - 27.02.2001, Síða 46

Morgunblaðið - 27.02.2001, Síða 46
GREINARGERÐ 46 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi greinargerð um miðlæg- an gagnagrunn á heilbrigðissviði frá heilbrigðishópi gagnagrunnsdeildar Íslenskrar erfðagreiningar: „Að gefnu tilefni vill Heilbrigðishópur gagnagrunnsdeildar Íslenskrar erfðagreiningar ehf. (hér eftir ÍE) koma á framfæri nokkrum leiðrétt- ingum og athugasemdum við umfjall- anir í nýlegum greinum ýmissa greinaskrifara um málefni Miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviði. Um- fjöllun okkar varðar einkum eftirtalin atriði: Meðferð heilsufarsupplýsinga, aðgang að sjúkraskrám, nýtingu gagnagrunnsins og aðkomu ÍE að upplýsingatæknivæðingu í heilbrigð- iskerfinu. Meðferð heilsufarsupplýsinga. Vísindalegar rannsóknir sem tengjast nýrri upplýsingasöfn- un, sýnasöfnun eða meðferð Framkvæmd allra sjúkdómarann- sókna á vegum ÍE í samstarfi við ís- lenska lækna er í fullu samræmi við siðareglur vísindarannsókna. Þannig er engra upplýsinga eða lífsýna aflað fyrr en þátttakandi hefur verið upp- lýstur um alla þætti viðkomandi rannsóknar, mögulega áhættu og mögulegan ávinning, og veitt skrif- legt samþykki fyrir þátttöku sinni í rannsókninni. Þátttakandi á þess einnig kost að láta eyða bæði upplýs- ingunum sem safnað er og einnig lífs- ýninu að rannsókn lokinni. Upplýs- ingum um heilsufar sem safnað er í þessum rannsóknum fara ekki í Mið- lægan gagnagrunn á heilbrigðissviði (hér eftir MGH) nema að fengnu leyfi þátttakenda. Áðurnefndar sjúkdóma- rannsóknir hafa þegar skilað umtals- verðum árangri. Fundist hafa erfða- vísar sem tengjast þróun sjúkdóma sem eru læknavísindum enn töluverð ráðgáta, t.d. alzheimerssjúkdómi og geðklofa. Slíkar uppgötvanir geta í framtíðinni leitt til nýrra leiða til bættrar meðferðar og jafnvel til lækninga á sjúkdómum sem í dag eru ólæknanlegir. Þetta er höfuðmark- mið allra rannsókna ÍE. Vísindalegar rannsóknir byggðar á fyrirliggjandi sjúkraskrárgögnum Jafnframt rannsóknum á erfða- þáttum sjúkdóma er mikilvægt að leita frekari þekkingar um eðli, áhættuþætti, umhverfisþætti og þró- un sjúkdóma. Gögn um heilsufar ein- staklinga sem þegar hefur verið safn- að í sjúkraskrár geyma lykil að slíkri þekkingu. Til þess að auðvelda úr- vinnslu og þekkingarleit þarf að færa afrit slíkra gagna í einn safngrunn. MGH er þannig ætlað að verða safn- grunnur kóðaðra heilsufarsgagna til rannsókna og hefur þannig sama markmið og fyrrnefndar erfðarann- sóknir, þ.e. að afla nýrrar þekkingar til að bæta heilbrigði og líðan einstak- linga. Eðli gagnasöfnunarinnar í MGH er þannig að ýmsu leyti ólíkt þeim erfða- rannsóknum sem getið er um hér að framan. Heilsufarsgögn, sem ætlunin er að safna í MGH, voru ekki upp- haflega skráð í rannsóknarskyni, heldur var þeim safnað af læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru heil- brigðisstarfsfólki og fjalla um þá ein- staklinga sem fá heilbrigðisþjónustu. Enda þótt ekki hafi verið leitað upp- lýsts samþykkis einstaklinga við skráningu þessara gagna svo að nota mætti gögnin til vísindarannsókna síðar hafa læknar og aðrir vísinda- menn löngum unnið rannsóknir úr sjúkraskrárgögnum og hafa slíkar rannsóknir í gegnum tíðina verið ein meginforsenda aukinnar þekkingar og þar með framþróunar í heilbrigð- isvísindum. Helstu fagsamtök lækn- isfræðinnar og annarra heilbrigðis- stétta leggja áherslu á að herða beri reglur um meðferð persónugreinan- legra heilsufarsgagna í rannsóknum, en áfram verði heimilt að nota fyr- irliggjandi sjúkraskrárgögn í rann- sóknarskyni án upplýsts samþykkis einstaklinga ef skilyrði um persónu- vernd eru uppfyllt. Persónuvernd í úrvinnslu sjúkraskrárgagna til rannsókna Til að gæta að hagsmunum sjúk- linga í rannsóknum sem notast við sjúkrarskrárgögn hefur löngum verið gerð sú krafa að leitað sé samþykkis vísindasiðanefnda og persónuvernd- arnefnda. Vísindamönnum er gert skylt að sýna fram á að fyllsta öryggis persónugreinanlegra gagna verði einatt gætt, annars er þeim synjað um leyfi til að framkvæma rannsókn- ina. Ein helsta aðferð sem notuð hef- ur verið til persónuverndar í meðferð slíkra gagna er að afmá auðkenni ein- staklinga af rannsóknargögnunum, og birta ekki niðurstöður rannsókna með þeim hætti að unnt sé að rekja gögn eða niðurstöður til einstaklinga. Einnig er gerð sú krafa að sá sem vinnur rannsóknargögn úr persónu- greinanlegum gögnum í sjúkraskrám sé annaðhvort heilbrigðisstarfsmað- ur sem bundinn er trúnaðarskyldu við sjúklingana sem gögnin varða eða rannsóknaraðili sem unnið hefur þagnareið. Nútímaupplýsingatækni og rafræn skráning heilbrigðisupp- lýsinga gerir mögulegt að vinna gögn úr sjúkraskrám án þess að rannsókn- araðilar sjái eða geti greint á annan hátt persónuauðkenni einstaklinga. Þannig er ráðgert að í MGH verði að- eins flutt sjúkraskrárgögn sem hafa verið gerð ópersónugreinanleg áður en þau fara frá heilbrigðisstofnun, og aðeins fari sá kóðanlegi hluti sjúkra- skrárgagna sem ÍE hefur heimild til að afrita skv. lögum. Þetta þýðir að engar persónugreinanlegar eða textabundnar lýsingar á heilsufari einstaklinga fara í MGH. Heilsufarsupplýsingar gerðar ópersónugreinanlegar Í nýlegri umfjöllun um MGH er því haldið fram að ÍE lýsi einfaldlega yfir að brenglun á kennitölu sé nægjanleg ráðstöfun til að gera heilsufarsgögn ópersónugreinanleg. Hið rétta er að ÍE hefur við framkvæmd gagna- grunnslaga gert miklu meira en að brengla kennitölu til að gæta per- sónuverndar gagna. Mjög háþróaðar tæknilausnir hafa verið hannaðar og verða notaðar til að þrídulkóða kenni- tölu einstaklinga í eina átt. Hver dul- kóðun er gerð eftir sérstökum dul- kóðunarlykli sem stenst afar strangar tæknilegar öryggiskröfur. Til að afkóða kennitöluna og persónu- greina þannig heilsufarsupplýsingar sem einnig eru kóðaðar og dulkóðað- ar þyrfti að nota alla þrjá lyklana í réttri röð. Svo að slíkt geti ekki gerst er gert ráð fyrir að dulkóðunarlykl- arnir verði í höndum þriggja mismun- andi aðila (heilbrigðisstofnananna sjálfra, Persónuverndar og ÍE). Þessi sjálfvirka þrefalda dulkóðun brenglar kennitölur þannig að mögulegt verð- ur að uppfæra gögn einstaklinga þeg- ar þau koma í MGH, án þess þó að þau verði nokkurn tíma persónu- greinanleg eftir að þau eru afrituð úr sjúkraskýrslum. Þrátt fyrir slíkar ör- yggisráðstafanir sem fullyrða má að séu einstakar í sögu íslenskra vís- indarannsókna draga jafnvel aðilar, sem kunnugir eru vísindarannsókn- um af þessu tagi, í efa að gögnin verði í raun ópersónugreinanleg. Í nýlegri grein um HIPAA-lögin bandarísku (Health Insurance Portability and Accountability Act) („HIPPA-lögin“, Morgunblaðið 1. feb, 2001, Ólafur Steingrímsson) er í því sambandi vitnað í ummæli sem höfundar reglu- gerðarinnar láta fylgja athugasemd- um einstakra ákvæða hennar. Notk- un tilvitnunarinnar er því miður ábótavant þar sem hún er úr sam- hengi. Þar segir réttilega: „We agree with the comments that said that re- cords of information about individu- als cannot be truly de-identified, if that means that the probability of att- ribution to an individual must be ab- solutely zero.“ Hinsvegar segir í beinu framhaldi: „However, the statutory standard does not allow us to take such a position, but envisions a reasonable balance between risk of identification and usefulness of the information“ (http://www.hhs.gov/ ocr/part5.pdf, bls. 82708). Höfundar reglugerðarinnar leggja þannig í þessum ummælum, sem og í ákvæð- um reglugerðarinnar í heild, áherslu á að ábyrg notkun gagna til úrvinnslu og til rannsókna sé m.a. heimil, ef að- ferðir sem notaðar eru til þess að gera heilsufarsgögn ópersónugrein- anleg séu þannig úr garði gerðar að tæknilega og/eða tölfræðilega séu litl- ar líkur á að persónugreina megi ein- staklinga á grundvelli upplýsinga í stórum gagnasöfnunum (sjá m.a. grein 164.514 í texta reglugerðarinn- ar á http://www.hhs.gov/ocr/reg- text.html). Tölfræðilegir útreikning- ar um líkurnar á því að greina megi einstaklinga út frá ákveðnum gagna- flokkum í stórum gagnasöfnum er verkefni sérstakrar deildar innan ÍE. Þar starfa afburðastærðfræðingar og tölfræðingar við að þróa og innleiða stærðfræðilegar og tölfræðilegar að- ferðir sem notaðar verða til þess að gera persónugreinanlegar fyrir- spurnir í gagnagrunninn ómögu- legar. Það er síðan hlutverk Persónu- verndar og þess hlutlausa þriðja aðila sem mun gera öryggisúttekt á þess- um aðferðum svo og á tæknilegum aðbúnaði grunnsins að leggja blessun sína yfir hvernig að þeim málum er staðið. ÍE mun kappkosta að full- nægja þessum skilyrðum, enda eru í lögum um MGH ströng viðurlög ef svo er ekki. Aðgangur sjúklinga að eigin sjúkraskrárupplýsingum Söfnun heilsufarsgagna í MGH mun ekki hafa áhrif á aðgang einstak- linga að heilsufarsupplýsingum sín- um. Allar heilbrigðisupplýsingar ein- staklinga verða eftir sem áður aðgengilegar í sjúkraskrám þeirra. Vegna þess að gögn verða alfarið gerð ópersónugreinanleg áður en þau fara í MGH, og innbyggðar öryggis- ráðstafanir grunnsins gera rannsak- endum og/eða öðrum aldrei mögulegt að skoða gögn um einstaklinga, held- ur einungis um hópa, er ekki unnt af tæknilegum ástæðum að veita ein- staka sjúklingum aðgang að „sínum“ gögnum í MGH. Sjúklingar og aðrir þeir sem hafa áhuga geta hinsvegar á hverjum tíma fengið ítarlegar upplýs- ingar um þau gögn sem leyfi hefur fengist til að flytja í MGH, en þau eru skilgreind í rekstrarleyfi gagna- grunnsins, í viðauka B, sem aðgengi- legur er á vefsíðu heilbrigðisráðu- neytisins (sjá http://brunnur.stjr.is/interpro/htr/ htr.nsf/Files/rekstrarleyfi.pdf/$file/ rekstrarleyfi.pdf). Bandarísk HIPAA-lög og reglu- gerð um persónugreinanleg heilsufarsgögn Af ofangreindu má vera ljóst að gagnasöfnun sú sem fyrirhuguð er fyrir MGH er ekki einungis í fullu samræmi við alþjóðasamþykktir um mannhelgi, persónuvernd og siðferði í vísindarannsóknum, heldur er geng- ið enn lengra í persónuverndarmál- um en almennt þekkist varðandi gagnasöfnun úr sjúkraskrám til vís- indarannsókna. Hvað snertir sam- ræmi gagnagrunnslaga við áður- nefnda reglugerð HIPAA-laganna bandarísku, þá fjallar hún fyrst og fremst um persónugreinanleg gögn (sbr. heiti reglugerðarinnar „Stand- ards for Privacy of Individually Identifiable Health Information; Fin- al Rule“, sjá á http://www.hhs.gov/ ocr/part1.pdf). Samkvæmt texta reglugerðarinnar (sjá http:// www.hhs.gov/ocr/regtext.html) eru persónugreinanleg heilsufarsgögn skilgreind sem heilsufarsgögn sem eru auðkennd einstaklingi eða eru lík- leg til að þau megi nota til þess að auðkenna einstakling, eða eins og segir í frumtexta reglugerðarinnar: „Individually identifiable health in- formation is information … (i) That identifies the individual; or (ii) With respect to which there is a reasonable basis to believe the information can be used to identify the individual“ (sjá fulla skilgreiningu undir grein 164.501 í texta laganna). Ljóst er að gögn sem munu fara í MGH falla ekki undir þessa skilgreiningu þar sem búið verður að gera þau ópersónu- greinanleg áður en þau fara frá heil- brigðisstofnuninni. Bandarískum heilbrigðisstofnunum er skv. reglu- gerðinni heimilt að láta tilteknum að- ilum m.a. til rannsókna í té (disclose) heilsufarsgögn um einstaklinga, án þeirra samþykkis, ef þau eru gerð ópersónugreinanleg áður en þau fara frá heilbrigðisstofnuninni, og sé búið að fá leyfi vísindasiðanefnda og per- sónuverndarstofnana fyrir slíkri gagnasöfnun (sjá nánar m.a. í. grein- um 164.512 og 164.514). Ópersónu- greinanleg gögn (de-identified health information) eru skilgreind í grein 164.514 og eru gögnin sem munu af- rituð úr sjúkraskrám og flutt í MGH í fullu samræmi við þá skilgreiningu. Með reglugerð HIPAA-laganna bandarísku er þannig gert ráð fyrir áframhaldandi framþróun vísinda- rannsókna á heilbrigðissviði í Banda- ríkjunum á grundvelli ábyrgrar með- ferðar heilsufarsgagna. Hinsvegar er með HIPAA-lögunum og ákvæðum reglugerðarinnar með öðru verið að bregðast við áralangri hefð í notkun á persónugreinanlegum heilbrigðis- gögnum einstaklinga í Bandaríkjun- um sem þætti alls óviðunandi hér á landi, t.d. sölu á persónugreinanleg- um heilsufarsupplýsingum til fyrir- tækja vegna markaðssetningar vöru eða þjónustu. Samanburður á með- höndlun heilsufarsgagna í Bandaríkj- unum og á Íslandi, jafnvel undir HIPAA-lögunum, er íslenskum vís- indamönnum, innan ÍE eða utan, hvergi óhagstæður. Aðgangur að sjúkraskrám Aðgangsstýring að sjúkraskrám til vísindarannsókna heyrir m.a. undir lög um réttindi sjúklinga (lög nr. 74 1997). Samkvæmt þessum lögum hef- ur Persónuvernd leyfi til að veita rannsóknaraðila aðgang að sjúkra- skrám til vísindarannsókna. Rann- sóknir ÍE munu lúta sömu reglum og gilda um aðrar vísindalegar rann- sóknir. Hinsvegar mun ÍE eða starfs- menn fyrirtækisins aldrei hafa bein- an aðgang að sjúkraskrám eða persónugreinanlegum gögnum þar í. ÍE mun í samvinnu við heilbrigðis- stofnanir fá afrit af ákveðnum óper- sónugreinanlegum og kóðuðum upp- lýsingum úr sjúkraskrám til rannsókna í MGH. Persónuvernd segir endanlega til um að öryggis- kröfum og persónuverndarráðstöfun- um gagnasöfnunar og gagnaflutnings í MGH sé fullnægt. Aðeins á grund- velli fullnægjandi öryggisúttektar óháðs þriðja aðila á tæknilegri út- færslu þessa sjálfvirka gagnaferils í MGH veitir Persónuvernd ÍE heim- ild til afritunar gagna til flutnings úr sjúkraskrám í MGH. Nýting gagnagrunnsins Öryggisráðstafanir sem gerðar hafa verið á tæknilegri útfærslu MGH gera rannsakendum ekki kleift að rekja upplýsingar til einstaklinga eins og áður er lýst. Margir virðast telja að þessi persónuverndarráðstöf- un muni rýra gildi MGH til rann- sókna. Sérstaklega hefur verið nefnt að ef rannsóknir á gögnum MGH leiði í ljós niðurstöður sem gagnast gætu einstaklingi sé óheimilt að veita ein- staklingnum þær upplýsingar. Hér gætir nokkurs misskilnings. Vegna eðlis MGH verða eingöngu unnar þar faraldsfræðilegar rannsóknir. Vinnsla, túlkun og notkun faralds- fræðilegra niðurstaðna miðast ekki við einstaklinga. Almenningur, heil- brigðisyfirvöld og heilbrigðisstarfs- fólk mun geta notað slíkar niðurstöð- ur við að skipuleggja og veita heilbrigðisþjónustu og til breytinga á almennum lífstíl. Þannig hafa fyrri faraldsfræðilegar rannsóknir skil- greint hópa einstaklinga sem, vegna ákveðinna eiginleika eða lífshátta, eru í meiri áhættu að þróa t.d. ákveðna hjartasjúkdóma en aðrir. Þessar upplýsingar eru dýrmætar fyrir heilbrigðisþjónustu og almenn- ing þótt ekki sé unnt að rekja þær til þeirra einstaklinga er rannsóknar- gögnin vörðuðu upphaflega. Niður- stöður rannsókna á gögnum í MGH verða gerðar aðgengilegar bæði heil- brigðisstarfsfólki og öllum lands- mönnum sem geta nýtt þær í sínu daglega starfi og daglega lífi. Nýting upplýsinga og þekkingar úr fyrirhug- uðum rannsóknum á gögnum MGH er því í fullu samræmi við Helsinki- yfirlýsinguna sem segir: „Þegar könnuninni er lokið ætti að tryggja hverjum sjúklingi sem gengur inn í könnunina aðgengi að bestu sönnuðu forvarna-, greiningar- og lækninga- aðferðum, sem könnunin leiðir í ljós.“ Í þessu sambandi er rétt að nefna að niðurstöður rannsókna á gögnum MGH verða nothæfari í heilbrigðis- þjónustunni og fyrir almenning því fleiri sem leggja þessu rannsóknará- taki lið, en eins og alkunna er er unnt að segja sig úr þessari rannsókn með úrsögn úr gagnagrunninum. Stuðningur ÍE við upplýsingavæðingu heilbrigðisstofnana Árið 1995 markaði ríkisstjórnin stefnu um upplýsingaþjóðfélagið Ís- land, þar á meðal var lögð áhersla á upplýsingavæðingu heilbrigðiskerfis- ins (sjá http://brunnur.stjr.is/int- erpro/htr/htr.nsf/Files/Stefnum/$file/ Stefnum.pdf). Samkvæmt reynslu annarra þjóða mun felast í þessu hag- ræðing í rekstri heilbrigðiskerfisins í heild, sem og rekstri einstakra heil- brigðisstofnana. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið (HTR) hef- ur í þessu skyni gefið út rit sem inni- heldur almenna kröfulýsingu fyrir sjúkraskrárkerfi, þar sem fram koma lágmarkskröfur til rafræns sjúkra- skrárkerfis sem mun skrá og safna stöðluðum heilsufarsgögnum í stað- bundna gagnagrunna á hverri stofn- un. Jafnframt fyrirhugar HTR að koma á Heilbrigðisneti, öruggu tölvu- neti sem mun auðvelda miðlun heilsu- farsupplýsinga á milli stofnana til að tryggja greiðara upplýsingaflæði á milli meðferðaraðila (sjá http:// brunnur.stjr.is/interpro/htr/htr.nsf/ pages/gaedi_sky). Þannig hefur skýr stefna um upplýsingavæðingu heil- brigðiskerfisins verið mörkuð af heil- brigðisráðuneytinu í ljósi þarfa heil- brigðiskerfisins og sjúklinga en ekki þarfa einstakra fyrirtækja. Ljóst er einnig að kostnaðurinn við slíka upp- lýsingavæðingu verður töluverður. ÍE hefur markað þá stefnu að styðja við kostnaðarlið þessarar uppbygg- ingar. Við þessa stefnu hefur verið gerð sú athugasemd að það sé óskyn- samlegt að heilbrigðiskerfið og stofn- anir þess njóti stuðnings ÍE og hafa menn áhyggjur af því að upplýsinga- væðing í heilbrigðiskerfinu, studd af ÍE, verði í ósamræmi við þarfir heil- brigðisstofnana og starfsfólks þeirra. Vegna slíkra athugasemda er rétt að það komi fram að ÍE hefur hug á að taka þátt í þeim kostnaði sem fylgir upplýsingavæðingu heilbrigðisstofn- ana á eftirfarandi forsendum:  ÍE er annt um uppbyggingu og framþróun íslenska heilbrigðis- Ópersónugreinanleg gagnasöfnun til ábyrgra vísindarannsókna Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.