Morgunblaðið - 27.02.2001, Side 48
HESTAR
48 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FREMSTIR FYRIR GÆÐI
Milli manns og hests...
... er
arhnakkur
MÁNAMENN frestuðu móti sem
þeir hugðust halda helgina 17. febr-
úar en þar eins og á hinum mótunum
var firmakeppnisfyrirkomulagið við-
haft. Þrátt fyrir prýðisveður var
þátttaka í lakara lagi, sérstaklega í
yngstu flokkunum tveimur og vekur
það athygli því mikil gróska hefur
verið í yngri flokkunum þar á bæ síð-
ustu árin. Dómarar voru þeir frænd-
ur Sigurður V. Matthíasson og Krist-
inn Skúlason en sá síðarnefndi er
raunar félagi í Mána en stundar
hestamennsku í Reykjavík. Camilla
P. Sigurðardóttir keppti að þessu
sinni upp fyrir sig í unglingaflokki en
er ennþá á barnaflokksaldri. Gekk
henni prýðilega og hafnaði í öðru
sæti.
Gauksmýrartölt hið fyrsta af
þremur var haldið á föstudagskvöldið
í reiðskemmunni á Gauksmýri en auk
keppni komu fram sex af þeim börn-
um sem æfa hestaíþróttir reglulega
hjá hestamiðstöðinni. Sextán tóku
þátt í opnum flokki og var keppt þar í
bæði A- og B-úrslitum. Mótið var op-
ið og verður svo um þau tvö mót sem
eftir er að halda en hið næst verður
haldið þann 17. mars.
Á Varmárbökkum í Mosfellsbæ
héldu Harðarmenn hið árlega árshá-
tíðarmót og var þátttaka með minna
móti en venja er til. Náðist ekki einu
sinni að fylla í verðlaunasæti í sum-
um flokkum og þykja það tíðindi hjá
Herði þar sem mikil gróska hefur
verið hvað þátttöku á mótum varðar.
Stóðhestar voru nokkuð áberandi á
mótinu, í bæði karla- og kvennaflokki
voru knapar á stóðhestum í tveimur
efstu sætum. Mótið gekk vel fyrir sig
og búið að afgreiða allar keppnis-
greinar mjög tímanlega en hætt var
við skeiðið enda er skeiðbrautin á
Varmárbökkum tæplega nothæf um
þessar mundir vegna viðhalds og
endurnýjunar.
Á Björgum í Eyjafirði var nýtt
vallarsvæði vígt en þessu móti var
einnig frestað eins og móti þeirra í
Mána. Á mótinu var att saman alhliða
hestum og klárhestum með tölti en
auk þess var keppt í 100 metra skeiði
með fljúgandi ræsingu. Mótið fór
fram í fögru veðri og gerður góður
rómur að þessu nýja vallarsvæði sem
er í eigu þeirra bænda að Björgum.
Á Hvanneyri hélt Faxi í Borgar-
firði sitt fyrsta mót og var keppt í
fjórum flokkum í tölti og einnig í 150
metra skeiði.
Þá hélt Andvari í Garðabæ mót á
Andvaravöllum um helgina en
mótinu var frestað vegna veðurs. En
þar sem ekki var getið fæðingarstað-
ar hrossanna verða þau úrslit ekki
birt, samanber þá margkynntu
vinnureglu hestasíðunnar að birta
ekki úrslit ef slíkt vantar.
Í hestaþætti í síðustu viku leyndist
smá villa í úrslitum frá Fáki. Í polla-
flokki varð í öðru sæti Edda Hrund
Hinriksdóttir á Rúm.
Úrslit mótanna urðu annars sem
hér segir:
Karlaflokkur
1. Hallgrímur Jóhannesson á Amal frá
Húsavík
2. Sigurður Kolbeinsson á Glampa frá Fjalli
3. Unnar Ragnarsson á Braga frá Þúfu
Kvennaflokkur
1. Harpa Guðmundsdóttir á Halifax frá
Breiðabólstað
2. Eygló Einarsdóttir á Lokki frá
Hamraendum
3. Helena Guðjónsdóttir á Hrafni frá
Reynifelli
Ungmenni
1. Sveinbjörn Bragason á Tóni frá Torfunesi
2. Sigurbjörn G. Sigurðarsson á Takti frá
Stóra Hofi
3. Arnadór Hannesson á Grámanni frá
Miðengi
4. Guðmundur Ó. Unnarsson á Rey frá
Ketilsstöðum
5. Sóley Margeirsdóttir á Prúði frá
Kotströnd
Unglingar
1. Rut Skúladóttir á Klerki frá Laufási
2. Camilla P. Sigurðardóttir á Fróða frá
Miðsitju
3. Auður S. Ólafsdóttir á Sóllilju frá Feti
4. Heiða R. Guðmundsdóttir á Hugi frá Feti
5. Elva Margeirsdóttir á Hyli frá Sandgerði
Börn
1. Kristján F. Hlynsson á Fjalari frá Feti
2. Margrét L. Margeirsdóttir á Svarti frá
Sólheimagerði
Pollaflokkur
1. Ásmundur E. Snorrason á Glóð frá
Keflavík
2. Ólöf R. Guðmundsdóttir á Yljari frá
Grundarfirði
Vetrarmót Harðar á Varmárbökkum
Pollar
1. Leó Hauksson á Þrótti frá Borgarhóli
2. Arnar L. Lúthersson á Gamla-Brún frá
Flugumýri
3. Ingibjörg Þorsteinsdóttir á Asíu
4. Páll H. Guðlaugsson á Hersi
5. Olgeir Gunnarsson á Gyðju
6. Sigurður Elíasson á Gretti frá
Syðra-Skörðugili
7. Arnór Hauksson á Nasa
8. Sebastian Sævarsson á Birtu
Börn
1. Linda R. Pétursdóttir á Val frá Ólafsvík
2. Viðar Hauksson á Klakki frá Laxárnesi
3. Jóhanna Jónsdóttir á Söndru frá
Varmadal
4. Hreiðar Hauksson á Viðari frá
Hrafnhólum
5. Þorvaldur Hauksson á Drífu frá
Grímsstöðum
Unglingar
1. Daði Erlingsson á Nökkva frá Sauðárkróki
2. Kristján Magnússon á Hlökk frá
Brautarholti
3. Guðmundur Kristjánsson á Eldrúnu frá
Hvítárholti
4. Íris F. Eggertsdóttir á Roðadís
5. Ragnhildur Haraldsdóttir á Frey frá
Tóftum
Ungmenni
1. Játvarður J. Ingvarsson á Spóa frá
Blesastöðum
2. Sigurður S. Pálsson á Nökkva frá
Búðarhóli
3. Hrafnhildur Jóhannesdóttir á Kviku frá
Hamraborg
Kvennaflokkur
1. Berglind Árnadóttir á Galsa frá
Ytri-Skógum
2. Guðríður Gunnarsdóttir á Lykli frá
Skipanesi
3. Súsanna Ólafsdóttir Garpi frá
Torfastöðum
4. Friðdóra Friðriksdóttir á Trostan frá
Sandhólaferju
5. Magnea R. Axelsdóttir á Tinnu frá
Tröllagili
Karlaflokkur
1. Sigurður Sigurðarson á Óliver frá
Austurkoti
2. Elías Þórhallsson á Frama frá
Ragnheiðarstöðum
3. Þorvaður Friðbjörnsson á Magna frá
Reykjavík
4. Dagur Benónýsson á Stiklu Ýr frá
Gunnarsholti
5. Valdimar Kristinsson á Ilmi frá
Reynisvatni
Vetrarmót Faxa, haldið á Hvanneyri
Karlar
1. Þorvaldur Kristjánsson á Góðu-Nótt frá
Ytra-Vallholti
2. Sigursteinn Sigursteinsson á Dagrún frá
Skjólbrekku
3. Haukur Bjarnason á Nútíð frá Skáney
4. Ingimar Sveinsson á Pílatusi frá
Eyjólfsstöðum
5. Jóhannes Kristleifsson á Elliða frá
Litla-Bergi
Konur
1. Rósa Emilsdóttir á Frostrós frá Fagradal
2. Mille Khull á Unu frá Skjólbrekku
3. Christine Arndt á Nasa frá Mel
4. Kristine A. Rasmussen á Litla-Ljóti frá
Víðidalstungu II
5. Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir á Væng frá
Hólmahjáleigu
Unglingar
1. Sóley B. Baldursdóttir á Heyki frá
Múlakoti
2. Pétur Jónsson á Seríu frá Kópareykjum
Börn
1. Anna H. Baldursdóttir á Glitrúnu frá Fjalli
2. Sigurborg H. Sigurðardóttir á Odda frá
Oddsstöðum
3. Kristrún Sveinbjörnsdóttir á Hreggviður
frá Þingnesi
4. Helga Jónsdóttir á Kleópötru frá
Rauðsgili
5. Arnar F. Ingvarsson á Stjörnu frá
Höfðabakka
150 metra skeið
1. Haukur Bjarnason á Reyni frá Skáney
2. Ingvar Þ. Jóhannsson á Fléttu frá
Borgarnesi
Gauksmýrartölt
Unglingar
1. Fanney D. Indriðadóttir á Ásjónu 7v frá
Grafarkoti.
2. Helga R. Níelsdóttir á Geisla 13v frá
Fremri-Fitjum
3. Hrund Jóhannsdóttir á Léttingi 7v frá
Gauksmýri
4. Katrín S. Rúnarsdóttir á Snældu 11v frá
Neðra-Vatnshorni
5. Gerður R. Sigurðardóttir á Hind 12v frá
Árbakka
Áhugamenn
1. Magnús Á. Elíasson á Heði 7v frá
Stóru-Ásgeirsá
2. Fjóla Viktorsdóttir á Spólu 6v frá
Syðra-Skörðugili
3. Stína Stacy á Kúnst 8v frá Bergsstöðum
4. Sissel Ludvigsen á Blesa 7v frá Hörgshóli
5. Guðlaug Sigurðardóttir á Flikku 7v frá
Bergsstöðum
Opinn flokkur
1. Jón K. Sigmarsson á Freydísi 6v frá
Glæsibæ
2. Magnús Lárusson á Össu 8v frá
Gauksmýri
3. Svanhildur Hall á Kráku 6v frá Gauksmýri
4. Tryggvi Björnsson á Kantötu 5v frá
Víðivöllum fremri
5. Herdís Einarsdóttir á Kvitti 5v frá
Grafarkoti
6. Eydís Ó. Indriðadóttir á Kæti 7v frá
Grafarkoti
7. Elvar Einarsson á Nökkva 6v frá
Syðra-Skörðugili
8. Sverrir Sigurðsson á Þyrli 7v frá
Höfðabakka
9. Garðar V. Gíslason á Dropa 6v frá
Sauðárkróki
Gæðingamót á Björgum, Hörgárdal
Gæðingar
(A&B kepptu saman)
1. Erlendur A. Óskarsson á Ofsa frá
Engimýri, 9v. brúnum
2. Þorbjörn H. Matthíasson á Galsa frá Brún,
8v. móálóttum
3. Ríkharður G. Hafdal á Þraut frá Glæsibæ
II, 8v. móálóttri
4. Ragnar Ingólfsson á Galgopa frá Hóli II,
8v. brúnskjóttum
5. Heimir Gunnarsson á Neista frá Akureyri,
12v. rauðtvístj.
100 metra fljúgandi skeið
1. Þorbjörn H. Matthíasson á Bleikju 7v.
bleikálóttri
2. Sveinbjörn Hjörleifsson á Jódísi 6v. mós-
óttri
3. Reynir Hjartarson á Strák 9v. jörpum
Stóðhestarnir aðsóps-
miklir á Varmárbökkum
Mikið líf var í mótahaldi
hestamanna um helgina
víða um land. Tvö mót
voru haldin á Norður-
og Vesturlandi og ein
þrjú mót á suðvest-
urhorninu. Valdimar
Kristinsson brá sér á
eitt mótanna og tók auk
þess saman úrslitin á
hinum mótunum.
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Karlarnir kampakátir, í það minnsta þeir sem kræktu sér í verðlaun, frá vinstri talið Sigurður á , Elías á Frama,
Þorri á Magna og Dagur á Stiklu Ýr.
Það styttist óðum í fimikeppni Morg-
unblaðsins og Gusts í Glaðheimum
en skráningu í keppnina mun ljúka á
fimmtudagskvöldið klukkan 20.
Hægt er að skrá í síma 896 6753
eða á vakr@mbl.is.
Svo ekkert fari milli mála þá er
rétt að endurtaka ýmsar upplýsing-
ar varðandi mótið.
Keppt er í þremur styrktarflokk-
um og er þeirra efstur „Meistarar“.
Þar heitir verkefnið frjáls fimi í
reglum Landsambands hestamanna-
félaga og er hægt að nálgast það á
heimasíðu samtakanna. Væntanlegir
keppendur í þessum flokki verða að
skila verkefninu í síðasta lagi 1. mars
á fimmtudag þar sem dómarar þurfa
að yfirfara verkefnin og gefa ein-
kunnir fyrir þau.
Miðflokkurinn heitir „Keppnis-
fólk“ en þar er verkefnið fimi B sem
er gamalt verkefni sem keppt var
mikið í hér fyrr á árum. Verkefnið er
hægt að nálgast í bók Eyjólfs Ísólfs-
sonar „Á hestbaki“. Það sem bætist
við er að keppendur verða að velja
sér tónlist með verkefninu.
B verkefnið þótti nokkuð vanda-
samt á sínum tíma en með stórstíg-
um framförum í reiðmennskunni má
segja að styrkleikinn sé nokkuð hóf-
legur.
Síðasti flokkurinn er svo frí-
stundaflokkurinn þar sem verkefnið
heitir A 2 og er aðgengilegt eins og
frjálsa fimin á heimasíðu LH. Þetta
er verkefni sem meðal annars ung-
menni keppa í á íþróttamótum. Er
þar um að ræða mjög létt verkefni
sem býsna margir ættu að geta ráðið
við. Þar þurfa keppendur einnig að
hafa tónlist með verkefninu.
Veitt verða fimm verðlaun í hverj-
um flokki en auk þess verða veitt
sérstök verðlaun fyrir snyrti-
mennsku hests og knapa, ein verð-
laun í hverjum flokki. Sömuleiðis er
fyrirhugað að veita verðlaun fyrir
tónlist og það hversu vel hún fellur
að verkefninu sem knapi og hestar
leysa af hendi.
Ekkert þátttökugjald verður inn-
heimt en allir keppendur þurfa að
greiða 3000 króna staðfestingargjald
sem verður endurgreitt þegar kepp-
andi hefur lokið keppni.
Dagskrá mótsins verður birt mjög
fljótlega eftir að skráningu lýkur en
gert er ráð fyrir að um kvöldið verði
sérstök úrslit í flokki meistaranna og
sigurvegara í hinum tveimur flokk-
um mæta og sýna verkefnin sem þeir
riðu í keppninni. Að úrslitum loknum
verða síðan öll verðlaun mótsins af-
hent.
Fimimót Morgunblaðsins og Gusts
Skráningu lýkur á fimmtudag