Morgunblaðið - 27.02.2001, Síða 53

Morgunblaðið - 27.02.2001, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 53 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I ATVINNA ÓSKAST Atvinna óskast Kona með Samvinnuskólapróf óskar eftir starfi. Hef langa reynslu af skrifstofustörfum, einkum ritarastörfum. Margt kemur til greina en eink- um þó störf sem tengjast íslensku og gera kröfu til íslenskukunnáttu. Upplýsingar í síma 567 4054. Víðines, hjúkrunarheimili aldraðra, Kjalarnesi, 116 Reykjavík. Sjúkraliðar Sjúkraliði óskast til starfa. Starfshlutfall sam- komulag. Ennfremur óskast sjúkraliðar til starfa í afleysingar vegna vetrarfría. Starfsfólk í aðhlynningu Starfsfólk óskast til starfa í afleysingar til að- hlynningar aldraðra. Starfshlutfall samkomulag. Víðines er nýtt hjúkrunarheimili. Á heimil- inu eru 2 hjúkrunardeildir, 19 og 18 rúma. Við viljum leggja áherslu á heimilislegt umhverfi fyrir íbúa og starfsfólk. Víðines er staðsett á fallegum og friðsæl- um stað ca 10 km fyrir utan Mosfellsbæ. Bifreiðastyrkur er greiddur samkvæmt reglum þar um. Allar nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri, Borghildur Ragnarsdóttir, í síma 563 8803. Rafmagns- verkfræðingur — Rafmagns- tæknifræðingur Staða tæknimanns á umdæmisskrifstofu RARIK á Blönduósi er laus til umsóknar. Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkom- andi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru sam- kvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna. Starfssvið: ● Áætlanagerð. ● Hönnun raforkukerfa. ● Kerfisskráningar. ● Viðhald tölvuteikninga. Menntunar- og hæfniskröfur: ● Tæknifræði- eða verkfræðimenntun af sterk- straumssviði. ● Æskilegt er að umsækjendur hafi sveinspróf í rafvirkjun eða reynslu af rafveitustörfum. ● Góð þekking á CAD-vinnslu. ● Góðir samstarfshæfileikar og skipulögð vinnu- brögð. ● Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt. Nánari upplýsingar veitir umdæmisstjóri, Haukur Ásgeirsson, í síma 452 4600 og einnig starfsmannastjóri í síma 560 5500. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir fyrir 9. mars nk. Rauðarárstíg 10, 105 Reykjavík. Mógilsá — Rannsóknastöð skógræktar Icelandic Forest Research Tvær stöður sérfræðinga við skógræktarrannsóknir Eftirfarandi stöður við Rannsóknastöð Skóg- ræktar ríkisins á Mógilsá eru lausar til umsókn- ar. Um er að ræða fjölbreytt framtíðarstörf við rannsóknir og þróun í þágu skógræktar. Störfin verða unnin í nánu samstarfi við aðra sérfræð- inga á stofnuninni og á systurstofnunum. 1. Sérfræðingur á sviði viðar- og árhringjafræði Starfssvið: Starfið felst í rannsóknum á trjá- vexti og áhrifum umhverfis (einkum veðurfars) á vöxt trjáa. Sérfræðingur skal hafa umsjón með árhringjamælingastofu á Mógilsá. Einnig felst starfið í þátttöku í og ábyrgð á fjölþjóðleg- um rannsóknaverkefnum í tengslum við hnatt- rænar umhverfisbreytingar á norðurslóðum. Jafnframt þátttaka í verkefnum sem tengjast viðargæðum og nýtingarmöguleikum íslensks trjáviðar. Hæfniskröfur: ● Doktorspróf í náttúruvísindum. ● Reynsla af stjórnun rannsóknaverkefna, þ.m.t. fjölþjóðlegum rannsóknaverkefnum. ● Þekking á viðarfræði og árhringjatímatals- fræði. ● Haldgóð þekking á tölfræðilegri úrvinnslu rannsóknagagna. ● Frumkvæði, hæfni til samvinnu og skipulags- hæfileikar. ● Hæfni til þess að tjá sig munnlega og skrif- lega á a.m.k. íslensku, ensku og einu Norður- landamálanna. 2. Sérfræðingur/ráðunautur í skógar- plöntuframleiðslu Starfssvið: ● Rannsóknir sem tengjast bættri framleiðslu skógarplantna. ● Ráðgjöf og fræðsla til þeirra sem stunda uppeldi skógarplantna á Íslandi. ● Skipulag gæðaeftirlits með skógarplöntum. ● Þátttaka í fjölþjóðlegu rannsókna- og fræðslusamstarfi um framleiðslu skógar- plantna. Hæfniskröfur: ● M.Sc. í skógfræði eða garðyrkju, eða sam- bærilegt rannsóknanám sem nýtist í starfi. ● Starfsreynsla og haldgóð þekking á sviði trjáplöntuuppeldis. ● Frumkvæði, hæfni til samvinnu og skipulags- hæfileikar. ● Hæfni til þess að tjá sig munnlega og skrif- lega á a.m.k. íslensku, ensku og einu Norður- landamálanna. Umsóknum skulu fylgja nákvæmar ferilsskýrsl- ur sem greina frá vísindastörfum, ritsmíðum, störfum og námi umsækjanda. Ráðningarstaður: Mógilsá á Kjalarnesi, en aðrir ráðningarstaðir geta komið til greina, eftir nán- ara samkomulagi. Umsækjandi verður að geta hafið störf sem fyrst. Laun samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna. Skriflegar umsóknir sendist fyrir 15. mars til: Aðalsteins Sigurgeirssonar, forstöðumanns, Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins, Mógilsá, 116 Reykjavík, s. 515 4500 og 898 7862, fax 515 4501, netfang: adalrsr@simnet.is . Gleraugnaverslun á Stór-Reykjavíkursvæðinu auglýsir eftir starfsfólki hálfan daginn til af- greiðslustarfa. Ath. reyklaust fyrirtæki. Umsókn með mynd sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 1. mars nk., merkt: „Gleraugu — 2001“. Sjálfboðavinna í Afríku Sjálfboða vantar til þróunarhjálpar í Angóla og Guinea Bissau. Barnahjálp Úthlutun neyðarhjálpar AIDS forvarnarstarf Fræðsla fyrir götubörn 14 mán. þjálfun með alþjóðlegum hópi, þar af 6 mán. þjálfun hjá Den rejsende Højskole í Danmörku. Hringdu núna í síma : 0045 56 72 61 00. lotte@humana.org www.lindersvold.dk Sex mánaða herra- maður í Vogunum óskar eftir að kynnast sérlega ljúfri og yndislegri manneskju. Ég er meðalmaður á hæð, óvenju brosmildur og dásamlegur í alla staði. Helstu áhugamál eru að kúra, hjala og hlæja … og nú vantar mig bara manneskju til að dást að mér og brosa til baka milli klukkan 8.30 og 14.30 á daginn á meðan mamma er í vinnunni. Einnig væri gott ef hún væri til í að taka á móti 7 ára systur minni þegar hún kemur heim úr skólanum. Síminn hjá mér er 553 5791 … svo nú er bara að taka upp tólið og slá á þráðinn. Rekstrarstjóri heilbrigðisstofnunarinnar á Egilsstöðum Um er að ræða rekstrarstjórn heilbrigðisstofn- unarinnar á Egilsstöðum, en hún er deild í Heil- brigðisstofnun Austurlands. Starf rekstrarstjóra felst m.a í starfsmanna- haldi, áætlanagerð, þróunar- og samræmingar- starfi, viðhaldi eigna og öðru því er honum er falið. Rekstrarstjóri þarf að hafa góða almenna menntun, góða samskiptahæfni, þekkingu á bókhaldi og góða tölvukunnáttu. Æskilegt er að viðkomandi hefji störf 1. apríl 2001 eða fyrr. Umsóknarfrestur er til 12. mars nk. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri Heil- brigðisstofnunar Austurlands, Einar R. Haralds- son, í síma 861 1999. Heilbrigðisstofnun Austurlands, Strandgötu 31, 735 Eskifirði, s. 470 1404, bréfs. 470 1409. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI    Til leigu 530 fm jarðhæð á besta stað við Ármúla. Leigutími frá 1. maí nk. Upplýsingar í síma 848 4847 eftir kl. 18.00. ÝMISLEGT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.