Morgunblaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 45
Í DAG er fyrri
kjördagur í kosning-
um til Stúdentaráðs
Háskóla Íslands og
háskólafundar. Kjör-
staðir verða opnir í
dag frá níu til eitt og
á morgun verður
kosið frá níu til sex.
Þetta breytta fyrir-
komulag, að kjósa á
tveimur dögum, er
Vöku mikið fagnaðar-
efni því við teljum að
aukin þátttaka í
kosningum til Stúd-
entaráðs sé einn af
hornsteinum trúverð-
ugleika þess. Þátt-
takan hefur dregist saman á und-
anförnum áratug. Það er til marks
um þann doða sem einkennt hefur
Stúdentaráð en við teljum að til
þess að hleypa lífi í Stúdentaráð
þurfi að breyta um hugsunarhátt
og aðferðir. Eina leiðin til þess að
tryggja það er að núverandi meiri-
hluti fá hvíld og Vaka fái tækifæri
til að koma málefnum sínum í
framkvæmd. Þess vegna þarf Vaka
á stuðningi stúdenta að halda í dag
og á morgun.
Fullmótuð starfs-
áætlun Vöku
Kjósendur í Háskólanum í ár
hafa úr sérlega skýrum kostum að
velja. Vaka leggur fram starfs-
áætlun næsta árs og býður stúd-
entum að kjósa á þeim forsendum.
Við teljum að kosningar eigi að
snúast um framtíðina, ekki fortíð-
ina og um aðgerðir en ekki óljós
loforð. Við höfum lagt mikla
áherslu á að kynna aðgerðaráætl-
un okkar og afstöðu til hinna ýmsu
mála m.a. á Netinu, með málefna-
bæklingi og í blaði sem Vökufólk
dreifði til stúdenta nú um helgina.
Við erum stolt af því að geta lagt
svo mótaðar hugmyndir fyrir stúd-
enta og vonumst til þess að sem
flestir kynni sér málefnin áður en
þeir gera upp hug sinn.
Meiri kraft í Stúdentaráð
Röskva hefur verið í meirihluta í
tíu ár. Rétt er að á hverju ári kem-
ur nýtt fólk inn í Stúdentaráð en
við teljum að það sé ekki nóg að
skipta um fólk, heldur þurfi að
skipta um hugarfar. Í haust kom
berlega í ljós hversu hikandi og
huglaust Stúdentaráð er orðið
þegar meirihluti Röskvu neitaði að
mótmæla komu kínverska stúd-
entamorðingjans Li Peng til lands-
ins. Vaka tók hins vegar fullan
þátt í mótmælunum enda teljum
við það hlutverk stúdentahreyf-
inga um heim allan að standa sam-
an gegn harðræði og kúgun. Ekk-
ert réttlætir hlutleysi í slíkum
málum. Ef Stúdentaráð á að vera
trúverðugur fulltrúi stúdenta verð-
ur að sýna djörfung og samstöðu í
málum sem þessum. Vaka mun
vinna ötullega að því að endur-
heimta trúverðugleika Stúdenta-
ráðs ef við fáum tækifæri til.
Vaka vill framtíðarlausnir
í málefnum HÍ
Háskóli Íslands er um margt
mjög góður skóli þótt ýmislegt
megi vissulega bæta. Stúdentaráð
Háskóla Íslands hefur að okkar
mat einblínt um of á neikvæða
þætti og smám saman komið þeim
skilaboðum til þjóðarinnar að HÍ
sé annars flokks skóli með annars
flokks fólk. Þetta teljum við í Vöku
vera fjarstæðu. Við lítum svo á að
Háskóli Íslands sé samfélag og að
í því samfélagi geti kennarar og
nemendur unnið saman að því að
gera Háskólann betri.
Vaka hefur lengi fjallað um að
auka beri verulega tengsl Háskól-
ans og þjóðlífsins. Þeim tengslum
verður þó ekki komið á í einni
sviphendingu heldur með mark-
vissri vinnu. Vaka hafnar því að
halda þurfi sérstakt þjóðarátak til
handa Háskóla Íslands. Þjóðarátak
er nokkuð sem stofnað er til þegar
miklar hörmungar ríða yfir þjóð-
ina en ekki til þess að kaupa skjá-
varpa í fyrirlestrasali. Vaka leggur
áherslu á að forysta stúdenta
hætti að stinga upp á skammtíma-
lausnum sem hljóma vel í kosn-
ingabaráttu en stuðli heldur að því
að Háskólinn leiti raunverulega
leiða til þess að styrkja stöðu sína
og samkeppnishæfni.
Merkið við A –
og kjósið Vöku
Við hvetjum stúdenta til þess að
mæta á kjörstað í dag og á morg-
un og ljá Vöku atkvæði sitt og
hjálpa okkur þannig að komast yf-
ir hjallann. Í fyrra var munurinn
lítill og í ár getur Vaka náð meiri-
hluta með samstilltu átaki stúd-
enta. Við þökkum fyrir að hafa
fengið tækifæri til að kynna mál-
efni okkar á síðustu vikum og
hlökkum til að hefjast handa við að
vinna að hagsmunum stúdenta eft-
ir kosningar. Að gefnu tilefni vilj-
um við ítreka að fólk skoði kjör-
seðilinn vandlega áður en það kýs
þar sem val andstæðinga okkar á
listabókstafnum V hefur valdið
mörgum ruglingi. Munið því að
setja X við A ef þið ætlið að styðja
Vöku í ár.
Kjósum Vöku og stuðlum
að betri Háskóla
Þorbjörg Sigríður
Gunnlaugsdóttir
Þorbjörg Sigríður skipar fyrsta sæti
á lista Vöku til háskólafundar.
Guðfinnur skipar fyrsta sæti á lista
Vöku til Stúdentaráðs.
Stúdentar
Þorbjörg Sigríður
Gunnlaugsdóttir og
Guðfinnur Sigurvins-
son vilja koma nýju hug-
arfari að í Stúdentaráði
Háskóla Íslands
og hvetja fólk til
að kjósa Vöku.
Guðfinnur
Sigurvinsson
NÝTT
TANNLÍMBetra hald - Aukin vellíðan
Fæst í flestum apótekum
Innflytjandi: Pharmaco hf.
Bragðlaust og ofnæmisprófað
A
U
K
IN
VE
LLÍÐAN
BETRA
H
A
L
D
K
O
R
T
E
R
B I K A R I N N
Náttúruleg lausn fyrir konur
www.eddaborg.is - Sími 896 4662
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
flísar
Flísar
og
parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri