Vísir - 06.06.1979, Qupperneq 8
8
VÍSIR
Miðvikudagur 6, júni, 1979
j ""y
utgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjbri: Davfð Guömundsson
Rítstjórar: Olafur Ragnarsson
Hörður Einarsson
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er-
lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson.
Blaðamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Friðrik Indriðason, Gunnar
Salvarsson, Halldór Rpynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin
Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Páll Magnússon, Sigurður Sigurðsson,
Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjansson og
Kjartan L. Pálssori. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. utlit
og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingar og skrifstofur:
Sfðumúla 8. Simar 84611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611.
Ritstjórn: Sfðumúla 14 simi 86611 7 linur.
Askrift er kr. 3000 á mánuöi
innanlands. Verð i
lausasölu kr. ISO eintakið.
,prentun Blaöaprent h/f
A aö styrkja fiskiskipaflotann til veiöa á vannýttum fisktegundum, eins og ufsa og
karfa? Meöslikum aögeröum væri komiöút á varhugaveröa braut. Þaö er vissulega
fokiö i flest skjói, ef nú þarf aö fara aö styrkja fiskveiöarnar.
Þorskveiðitakmarkanirnar,
sem ákveðnar hafa verið á þessu
sumri, setja strik í reikninginn í
útgerðarmálum þjóðarinnar.
Vegna bannsins blasir það við, að
stórhluti f iskiskipaf lotans hlýtur
að verða aðgerðarlaus mikinn
hluta sumarsins, ef ekki finnast
möguleikar til að halda skipun-
um til annarra veiða en þorsk-
veiða. Og þetta segir ekki aðeins
til sín hjá útgerðunum og sjó-
mönnunum, heldur líka hjá fisk-
vinnslufyrirtækjunum og fisk-
vinnslufólki og raunar þjóðinni
allri.
Það er því að vonum, að stjórn-
völd og útgerðaraðilar hafa leitt
aðþvíhugann, hvort grundvöllur
sé fyrir þvi að beina þorskveiði-
skipunum aðöðrum veiðum. í því
sambandi hef ur mikið verið talað
um að auka sóknina í „vannýttar
f isktegundir", og þá helst ufsa oc
karfa. En sá galli er á þessu úr-
ræði, að veiði á þessum fiskteg-
undum til vinnslu hér innanlands
borgar sig engan veginn. Senni-
lega gera fyrirsjáanlegar olíu-
verðshækkanir það að verkum,
að það borgar sig ekki heldur að
veiða þessar tegundir og selja
aflann ferskan erlendis, þó að
hærra verð fáist f yrir hann þann
ig-
Til þess að koma í veg fyrir
stöðvun flotans yfir þorskveiði-
bannstimann hafa komið upp
hugmyndir um að styrkja út-
gerðina með einum eða öðrum
hætti til veiða á t.d. ufsa og
karfa. í efnahagsmálalögunum,
sem kennd eru við Ólaf Jóhann-
esson forsætisráðherra, er m.a.
ráðagerð um það, að lög um
Aflatryggingasjóð verði endur-
skoðuð á þessu ári og í þeim lög-
um verði „heimilað að beita f jár-
magni sjóðsins til þess að bæta
upp verð á þeim tegundum, sem
vannýttar kunna að vera, og
leggja i því skyni sérstakt gjald á
afla af þeim tegundum, sem
taldar eru ofnýttar", eins og það
er orðað í Ólafslögum. Nú að
undanförnu hefur Kjartan Jó-
hannsson sjávarútvegsráðherra
látið i Ijós skoðanir, sem ekki er
hægtað skilja öðru vísi en svo, að
ráðherrann telji æskilegt að
styrkja einhvern veginn veiðar á
ufsa og karfa.
Vísir varar útgerðarmenn og
stjórnvöld eindregið við þvi að
grípa til millifærslna milli ein-
stakra greina útgerðarinnar eða
að taka upp styrki til óarðbærra
veiða. Reynslan sýnir, að það er
ávallt erfitt að losna aftur við
millifærslukerfin, þótt þau séu í
upphaf i hugsuð til skamms tíma.
Og hvorki hefur nokkur grein at-
vinnulífsins né ríkissjóður fyrir
hönd skattborgaranna nú efni á
því að leggja f ram styrki til óarð-
bærrar framleiðslu. Á að sækja
fjármagn til þorskveiðanna eða
þorskvinnslunnar, sem ekki sér
fram úr sínum eigin vandamál-
um eftir síðustu olíuhækkanir?
Ætli landbúnaðurinn sé aflögu-
fær, eða stendur ekki styrr um
það, hvort eða hvernig útvega
eigi fjármagn til aukinna út-
flutningsbóta fyrir landbúnað-
arafurðir? Halda menn, að ein-
hverja sjóði sé að sækja til iðnað-
arins, sem nú síðast þurfti að fá
vernd gegn erlendri samkeppni
með sérstöku aðlögunargjaldi?
Hefur mönnum heyrst, að
verslunin í landinu sé líkleg til að
geta staðið undir hallarekstri í
öðrum atvinnugreinum? Eða
dettur nokkrum manni í hug, að
nú sé lag að leggja nýja skatta á
almenning í landinu?
Að sjálfsögðu kemur ekkert af
þessu til greina. Lausn á vanda-
málum íslenska þjóðfélagsins nú
felst ekki í því að veita styrki til
fleiri óarðbærra verkefna,
heldur miklu frekar hinu, að
menn snúi sér að þeim verkefn-
um, sem gefa af sér arð.
Ný rodd á öldur Dðsvakans:
- rætl vlð sðra Kristján Rðbertsson
Útvarpshlustendur hafa áreiðanlega tekið eftir
hinni nýju rödd sem er farin að heyrast úr þula-
stofu i „gamla gufuradióinu”. Þessi rödd er eign
Kristjáns Róbertssonar, prests i Frikirkjunni,
Visir ræddi við Kristján og spurði hann hvernig
honum likaði þetta starf.
Frikirkjupresturinn
útvarpspulur
orðinn
„Þetta er bara afleysinga-
starf, ég grip i þetta og um
framhaldið veit ég ekki, en ég
verð allavega i þessu fyrst um
sinn.
Mér likar þetta alveg ágæt-
lega. Ég er nú ekki alveg óvanur
þessu. Ég hef komið fram i út-
varpinu áður, fyrir mörgum ár-
um þegar ég var i skóla hérna i
Reykjavik. þá var ég lausráöinn
hjá CJtvarpinu við aö lesa aðsent
efni um tiina. Þá var ég i Há-
skólanum en þetta var á timum
Helga Hjörvar.”
Kristján er stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri og
útskrifaöur frá guðfræöideild-
inni i Háskólanum. Áður en
hann varð prestur viö Frikirkj-
una var hann m.a. prestur á
Akureyri og Siglufirði.
— Þú hefur sem prestur
væntanlega góöa reynslu i þvi
aö tala til fólks.
„Jú, jú mikil ósköp,” sagöi
Kristján. „Annars er það skylda
þeirra sem taka að sér svona
starf að ílana ekki að neinu og
fara áér rólega til þess að byrja
með. Ég les þvi frekar hægt og
satt best að segja eru ekki allir
sammála um þennan hraða sem
er á mæltu máli i útvarpinu. Já.
sérstaklega eldra fólk og mér
finnst að það þurfi aö koma til
móts við þetta fólk að einhverju
leyti."
— Nú leggja málvöndunar-
menn mikla áherslu á skýrt mál
og réttan framburð. Hafa þér
verið gefin einhver fyrirmæli i
þeim efnum?
„Málfræðilegur ráðunautur
Rikisútvarpsins, Baidur Jóns-
son, lektor, hefur samvinnu við
þulina og ég hef átt með honum
fundi. Þulirmr hafa alltaf að-
gang að honum með sin vanda-
mál og hann auðvitað alltaf að
þeim með sinar aðfinnslur.”
Kristján sagði aö hann myndi
ekki ganga fastar vaktir hjá út-
varpinu i fyrstu en hann mun
auðvitað halda áfram sem
prestur við Frikirkjuna.
- SOS.
Séra Kristján Róbertsson, I hinu nýja starfi sinu sem þulur I hljóövarpinu.