Vísir - 14.06.1979, Side 8

Vísir - 14.06.1979, Side 8
VÍSIR Fimmtudagur 14. júni 1979 Otgelandi: Reykjaprenth/f Framkvæmdastjóri: Davlö Guömundsson Ritstjórar: Olafur Ragnarsson Höröur Einarsson Jónsson. Fréttastiórj. er- gE^Baae3mwaiBiay4«fliiauaatig Tmmmmwmmm Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guömondssori/ Elías Snæland -lendra frétta: Gúómundur G. Péfursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Édda Andrésdóttir, Friðrik Indriöason, Gunnar Salvarsson, Halldór Rey.nissön, lllugi Jökulsson, ' Jónina Michaelsdóttir. Katrin Pálsdóttir, Kjartán Stefánsson, ÖÍi Tynes, Páfl Magnússon, Siguröur Sigurösson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. íþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 sími 86611. Ritstjórn: Sfðumúla 14 sfmi 86611 7 línur. I Áskrift er kr. 3000 á mánuöi innanlands. Verö I lausasölu kr. 1S0 eintakiö. ;°rentun Blaöaprent h/f Nú Darf að nota tímann Fagna ber ákvörðun sambandsstjórnar Vinnuveitendasambandsins um frestun samúOarverkbannsins. Þar meO skapast aukiO svigrúm til aO leysa farmannadeiluna án beinnar ihlutunar rikisvaldsins. Vinnuveitendasambandið hef- ur ákveðið að fresta boðuðu samúðarverkbanni, sem koma átti til framkvæmda á mánudag- inn kemur, um eina viku að beiðni ríkisstjórnarinnar. Þessari ákvörðun ber að f agna, því að með henni hefur skapast aukiðsvigrúm til þess að leysa þá kjaradeilu við farmenn, sem staðið hefur í 7 vikur. En tíminn er eftir sem áður naumur og ríð- ur á miklu, að hann verði nýttur vel. Vinnuveitendur hafa verið sak- aðir um harðdrægni með ákvörð- uninni um verkbann og jafn- framt, að fyrirhuguðum aðgerð- um þeirra sé frekar beitt til þess að koma ríkisstjórninni á kné en að ná þolanlegum samningum við launþega. Frestun verkbannsins stað- festir, að því er ekki beitt gegn ríkisstjórninni, þó að vinnu- veitendur telji sér ekki fært að verða við tilmælum ríkisstjórn- arinnar um að aflýsa því. Þessi ákvörðun vinnuveitenda er ekki síst mikilvæg í Ijósi þess, að þar með aukast líkur á því, að aðilar vinnumarkaðarins, laun- þegar og atvinnurekendur, út- kljái deilur um kaup og kjör án beinnar íhlutunar ríkisvaldsins. Ástandið í efnahagslífi þjóðar- innar er slíkt, að það má ekki við hatrömmum vinnudeilum, og víðtæk og langvinn verkbönn og verkföll mundu valda því óbæt- anlegum skaða. Það er því fyrirsjáanlegt, að lamist atvinnulíf þjóðarinnar til langframa vegna vinnudeilna muni ríkisvaldið grípa inn í þær með einum eða öðrum hætti. Þóaðá þessari stundu hilli ekki undir lausn farmannaverkfalls- ins, er engin ástæða til þess að þeir, sem vilja láta sverfa til stáls ráði ferðinni fyrr en full- reynt er hvort ekki sé hægt að ná samkomulagi milli deiluaðil- anna. Það er ekki réttlætanlegt, að ríkisvaldiðákveði frekaren orðið er laun og önnur atriði kjaramála í landinu, fyrr en neyðarástand hefur skapast, og menn vona í lengstu lög, að til slíks komi ekki. En rikisvaldið getur stuðlað að lausn kjaradeilna með margvís- legum aðgerðum, og er frestun á verkbanninu veittur í trausti þess aðósk um það sé borin fram í því skyni að hann verði nýttur af ríkisstjórn, sáttanefnd og við- semjendum vinnuveitenda til þess að leysa kjaradeiluna við farmenn. Þær raddir heyrast æ oftar meðal manna, að ekki sé til nein lausn, hvorki á þessum vanda né öðrum, sem steðjar að íslensku þjóðinni. Best sé að sigla þjóðar- skútunni í strand, að íslenskt efnahagslíf hrynji gjörsamlega til grunna áður en uppbyggingar- starf geti hafist. Nauðsynlegt er að vara við slíkum hugsunarhætti. Það verð- ur að takast á við lausn vandans en ekki f lýja af hólmi. Sú ábyrgð -hvílir nú á herðum Vinnu- veitendasambandsins og Far- manna- og f iskimannasam- bandsins að leysa farmannadeil- una á næstu dögum. Vinnuveitendur hafa sýnt ábyrgðartilfinningu með frestun verkbannsins. Til skamms tíma leit út fyrir, að íslendingar þyrftu að halda þjóðhátíðardag- inn hátíðlegan í skugga allsherj- ar vinnustöðvunar næsta dag. Svo verður sem betur f er ekki, og eru vandræðin þó nóg samt. En sú spurning brennur á vörum hvort unnt reynist að leysa farmannadeiluna á næstu 10 dög- um eða hvort verkbann skellur á 25. júní. Skattgreiðendur borga brúsann Enn þá einu sinni hafa sér- fræöingar Vegagerðarinnar gertmistök. Mistök sem loksins voru viðurkennd núna, mörgum mánuðum eftir verkið. Það er vegurinn milli Tiðarskarðs og Kiðafells sem var mistökin. Og hver er það sem borgar brús- ann? Skattgreiöendur þessa lands. Það urðu bæði mistök og óheppni, sagöi Jón Rögnvalds- son, yfirverkfræðingur Vega- gerðarinnar. „Vegagerðin lagði verktaka til efni sem notað var til afréttingar undir slitlagið og að sögn Jóns reyndist það ekki eins gott og skyldi og jafnframt hefði verið lagt I rigningaMaö- ur hélt nú að svona menn hefðu smá-ábyrgðartilfinningu. Eða eru til nógir peningar til að leika sér að hjá Vegagerðinni? Aö leggja oliumöl i rigningu nær engri átt. Til hvers eru verk- fræðingar? Nánari skýringu verður að fá á þessum mistök- um strax. Þjóðin sem borgar allan kostnað við þennan skripaleik krefst þess. Mistök I vegagerö, sem mynd, eru þjóðinni dýr. Jón hafði ekki handbærar töl- ur um tjón vegagerðarinnar vegna þessara skemmda en gert var við veginn strax i haust og gerði Jón ráð fyrir þvl að lagt yrði á hann annað oliumalarlag I sumar. Tjón sem varð af þessum framkvæmdum er ekki minna en' um 60 milljónir ef ekki meira. Mörgum sinnum hefur vegurinn verið holufylltur og það hefur kostað offjár. Ég er ansi hræddur um að það veröi aö skipta alveg um undirlag svo þetta komi ekki fyrir aftur. Eða á að endurtaka þetta? Það skásta úr þeim herbúðum Á þingskjali 156 á siöasta Alþingi flytja átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins úr öllum kjördæmum tillögu til þings- ályktunar um varanlega vega- gerð, þar sem lagt er til að Al- þingi álykti að fella að nýrri vegaáætlun sérstaka 15 ára áætlun um lagningu hringvegar og vega til allra þéttbýlisstaða i landinu með bundnu slitlagi. hafa afleiðingar eins og sjá má á þessari Það er i tillögunni tilgreint allnákvæmlega hvernig haga skuli framkvæmdum á árunum 15 frá árinu i ár til ársins 1994. Þessi tillaga var fram lögð á liðnu hausti og þvi er sýnt, að 11 — — mm tm ■ neöanmáls Gunnar Bender skrifar eitt ár framan af er glatað til framkvæmdanna nema Alþingi bregðist þeim mun fljótar við vegna þeirrar vegaáætlun- arinnar fyrir árið i ár. Þetta er það sem kom fram I framsögu Sverris Hermannssonar um til- lögu Sjálfstæðisþingmanna um fimmtán ára landsáætlun um slitlag á vegakerfið. Éitt það skásta sem komið hefur úr þeim herbúðum á árinu. Ekkert nema stórátak þarf I þessum málum strax. Menn þurfa að standa saman f þessum vegamálum. Þjóðin er orðin leið á þessu hálfkáki i þessum málum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.