Morgunblaðið - 01.04.2001, Síða 1
MORGUNBLAÐIÐ 1. APRÍL 2001
77. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
Flugmálastjórn
mætti hafa
önnur úrræði
24
10
Íslenskar
snyrtivörur
út í heim
30
SUNNUDAGUR
. APRÍL BLAÐB
ÍSINN
og lífsbjörgin
Íslendingar settust að við
Winnipegvatn í Kanada
1875 og síðan hafa fisk-
veiðar í því verið ein helsta
lífsbjörgin. STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON blaða-
maður og KRISTINN
INGVARSSON ljósmyndari
fylgdust með veiðunum á
ísnum í fylgd Roberts T.
Kristjanson fiskimanns á
Gimli nú undir lok
vetrarvertíðar í mars./16
B
SLOBODAN Milosevic, fyrrverandi
forseti Júgóslavíu, virðist eiga sér
færri stuðningsmenn en hann taldi.
Umsátursástand var í gær við for-
setabústaðinn í Dodinje-hverfinu í
Belgrad, þar sem Milosevic heldur
sig, en sérsveit lögreglu gerði í fyrri-
nótt misheppnaða tilraun til inngöngu
í húsið.
Zoran Djindjic, forsætisráðherra
Serbíu, sagði í gær að ætlunin hefði
ekki verið að handtaka Milosevic,
heldur afhenda honum stefnu til að
mæta fyrir rannsóknardómara í
Serbíu, en hann er sakaður um glæpi
gegn þjóð sinni.
Nokkur fjöldi fólks safnaðist að for-
setabústaðnum til að sýna Milosevic
stuðning en lögregla sló í gærmorgun
hring um húsið og rak mótmælendur
á brott. Lítill hópur hélt að húsinu að
nýju um hádegi í gær og gerði hróp að
lögreglu.
Ekki gætir mikillar spennu í Bel-
grad þrátt fyrir atburði næturinnar
en áhlaupið á forsetabústaðinn var
gert um tvöleytið í fyrrinótt. Hópur
sérsveitar lögreglunnar réðst til inn-
göngu en var mætt með byssuskot-
um. Særðust tveir lögreglumenn og
ljósmyndari en ekki alvarlega.
Djindjic forsætisráðherra sagði í
gær að þrjár ástæður hefðu verið fyr-
ir áhlaupinu, ætlunin hefði ekki verið
að handtaka Milosevic. Átt hefði að
færa honum stefnu en serbneski rík-
issaksóknarinn hefur fallist á máls-
höfðun á hendur Milosevic fyrir glæpi
gegn þjóðinni. Þá hefði verið ætlunin
að fækka lífvörðum Milosevic en
þingið samþykkti á föstudag ný lög
sem minnka réttindi forsetans fyrr-
verandi. M.a. hefur hann nú aðeins
rétt á einum lífverði auk þess sem yf-
irstjórn þeirra færist frá her yfir til
lögreglu. Í þriðja lagi hugðust lög-
reglumenn kanna ásakanir þess efnis
að mikið magn vopna og sprengiefna
væri að finna innandyra.
Samkvæmt samþykkt þingsins býr
Milosevic í óleyfi í forsetabústaðnum
auk þess sem hann á ekki rétt á líf-
vörðunum 78 sem gæta hans. Mil-
osevic hefur hins vegar beðið um
fimmtán menn til að vera persónu-
legir lífverðir, auk hluta lífvarðahóps-
ins sem gætir hans.
Óljóst er hversu margir menn eru
innandyra en Mira Markovic, eigin-
kona Milosevic, og dóttir þeirra eru
með forsetanum. Aðspurður sagði
Dusan Mihhajlovic, innanríkisráðherra
Serbíu, að forsetinn fyrrverandi væri í
stofufangelsi. Engar sakir hafa hins
vegar verið bornar á eiginkonu hans.
Kveðst ekki fara
lifandi í fangelsi
Á milli 1:30 og 2 í fyrrinótt réðust
sérsveitir til árásar en hröktust frá
vegna skothríðar. Síðar komst einn
lögreglumaður inn en hann segir Mil-
osevic hafa neitað að taka við stefn-
unni og lýst því yfir að hann „færi
aldrei lifandi í fangelsi“. Þá var haft
eftir lögreglumanninum að hluti þess
hóps sem hefur öryggi Milosevic með
höndum hefði verið drukkinn og látið
ófriðlega.
Lögreglumaðurinn upplýsti Mil-
osevic um efni ákærunnar þar sem
fram er tekið að hann verði ekki fram-
seldur til stríðsglæpadómstólsins í
Haag. Sagði innanríkisráðherrann að
gæfi forsetinn fyrrverandi sig ekki
sjálfviljugur fram við rannsóknar-
dómara, yrði ráðist inn með valdi; um
leið og herinn teldi sig reiðubúinn til
þess.
Djindjic og Mihajlovic, lögðu báðir
á það áherslu í gær að um fullkomlega
löglega aðgerð hefði verið að ræða.
Sagði Djindjic að Vojislav Kostunica,
forseti Júgóslavíu, hefði verið látinn
vita af árásinni og að hann hefði ekki
lagst gegn henni.
Yfirmanni hersins vikið frá?
Mihajlovic sakaði einstaka foringja
í júgóslavneska hernum um að hafa
slegið vörð um Milosevic og Kost-
unica forseti skipaði þeim að fara þeg-
ar í stað út úr húsinu. Innanríkisráð-
herrann sagði að enn væri óljóst hver
hefði gefið út skipunina um að óhlýðn-
ast.
Er talið að mál þetta kunni að kosta
yfirmann hersins, Nebosja Pavkovic,
embættið. Þá ýjuðu forsætisráð-
herrann og innanríkisráðherrann að
því að fleiri kynnu að verða ákærðir
fyrir sömu brot og Milosevic.
Umsátursástand við hús fyrrverandi forseta Júgóslavíu í Belgrad
Slobodan Milosevic
haldið í stofufangelsi
Reuters
Sérsveit júgóslavnesku lögreglunnar ræðst inn í hús Slobodans Milosevic í Belgrad í fyrrinótt.
Belgrad. Morgunblaðið.
Stuðningsmenn Slobodans Milosevic rífast við lögreglumenn fyrir utan
hús hans í Belgrad í gærmorgun.
„Þetta
er harm-
leikur“
Belgrad. Morgunblaðið.
„ÞETTA er harmleikur, mikill
harmleikur,“ segir eldri maður, sem
staðið hefur alla nóttina fyrir utan
heimili Slobodans Milosevic, fyrr-
verandi forseta Júgóslavíu, í Bel-
grad. Hann er ekki einn á ferð, að
minnsta kosti 200 manns og fjöl-
mennt lögreglulið berja sér til hita
og ylja sér við elda í fínasta hverfi
borgarinnar, Dodinje. Það er farið
að birta af degi og enn er umsáturs-
ástand við húsið, sem sérsveitir lög-
reglu reyndu að ráðast til inngöngu
í um tvöleytið um nóttina.
Innandyra situr forsetinn fyrr-
verandi, eiginkona hans Mira og
dóttir, auk hóps lífvarða. Fyrir utan
standa stuðningsmenn hans, fólk
sem vill sýna honum stuðning á ör-
lagastundu.
Þegar blaðamann Morgunblaðs-
ins ber að síðla nætur er allt með
kyrrum kjörum. Stuðningsmenn-
irnir eru sumir hverjir ágengir og
lítt hrifnir af útlendingum á sveimi,
vilja að minnsta kosti vita hvaðan
þeir eru; enginn vafi leikur á því að
Bretar og Bandaríkjamenn eru ekki
velkomnir, þar sem þeir beri höf-
uðábyrgð á falli Milosevic.
Ung kona vindur sér að okkur og
vill vita hver við erum. Henni er
heitt í hamsi, hún er drukkin og lítið
hrifin af enskum hreim á rússnesk-
unni sem blaðamenn reyna að tala.
Hún er trúfastur stuðningsmaður
Milosevic, segist komin eins og aðrir
til að gæta hans.
Annars eru flestir karlmenn, sum-
ir vafalaust lögreglumenn í borg-
aralegum klæðum. Dragomir Matic
segist hins vegar kominn til að sýna
forsetanum fyrrverandi hollustu.
„Þetta er mikill harmleikur,“ segir
Matic, sem er varaformaður Sósíal-
istaflokks Milosevic í gamla hluta
Belgrad og fyrrverandi útvarps-
maður. Þrátt fyrir að hann sé hjart-
veikur, hefur hann staðið fyrir utan
heimili Milosevic sl. 45 daga, til að
sýna stuðning sinn. „Milosevic er
hetja og föðurlandsvinur, hann er
maðurinn sem stóð gegn NATO.“
„Fyrir okkur
er hann dauður“
Lögreglan hefur lítið hafst að,
heldur staðið og spjallað við þá sem
bíða. Þegar fer að birta af degi byrj-
ar hún hins vegar að stugga við
stuðningsmönnum og blaðamönn-
um. Ýtir hópnum hægt og rólega frá
húsinu við Usjiska stræti 11–15.
Engin hróp heyrast, engum er hrint
eða ógnað. Eldri kona hellir sér yfir
lögreglumenn, sakar þá um föður-
landssvik og að vera undirlægjur
Bandaríkjanna.
Ung kona, Vesna Nestoric, kveðst
hins vegar ekki hafa áhuga á mál-
inu. „Fyrir okkur er hann dauður,
hann skiptir ekki máli lengur. Mér
finnst þetta vera uppákoma sem var
sett á svið til að fólk hefði eitthvað
til að tala um.“
Málshöfðunum
gagnvart þriðja að-
ila gæti fjölgað