Morgunblaðið - 01.04.2001, Síða 2
FRÉTTIR
2 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
RAGNAR Axelsson, ljósmyndari Morg-
unblaðsins, hlýtur í ár heiðursviður-
kenningu sem kennd er við Oskar
Barnack, höfund Leica-myndavélanna.
Franskur ljósmyndari, Bertrand
Meunir, hlýtur Oskar Barnac-verð-
launin fyrir árið 2001, fyrir ljósmyndir
sem hann tók í Kína.
Dómnefndin veitir jafnframt Ragn-
ari heiðursviðurkenningu fyrir viða-
mikið verkefni með myndum sem
sýna lífshætti sem eru að breytast á
Grænlandi, í Færeyjum og á Íslandi.
Ragnar hefur unnið að þessu verki sl.
fimmtán ár.
Verðlaunin verða afhent á ljós-
myndahátíðinni í Arles í Frakklandi í
sumar, og þar verða ljósmyndir þeirra
Ragnars og Meunir sýndar. Sýningin
verður í kjölfarið sett upp á fleiri
stöðum, þar á meðal í Tókýó og New
York.
Vetrargjöf. Ein af myndum Ragnars Axelssonar frá Íslandi.
Heiðursviðurkenning
fyrir ljósmyndir
Ragnar Axelsson
NÝR snjótroðari var tekinn í notk-
un í gær á skíðasvæði Akureyringa
í Hlíðarfjalli. Troðarinn, sem er
glænýr og ónotaður, er fenginn að
láni í þrjár vikur frá Reykjavík-
urborg og hefur staðið verkefna-
laus í Skálafelli í vetur. Þar hefur
snjóleysi gert það að verkum að
svæðið hefur aldrei verið opnað.
Guðmundur Karl Jónsson, um-
sjónarmaður skíðasvæðisins í Hlíð-
arfjalli, sagði við Morgunblaðið að
snjótroðarinn muni koma sér vel
því miklar annir verða í fjallinu
næstu vikur í tengslum við lands-
mót skíðamanna, páskahátíðina og
loks Andrésar Andar-leikana. Mik-
ið álag verði á þau tæki sem fyrir
eru.
„Við ákváðum að slá tvær flugur
í einu höggi þannig að þeir í Skála-
felli fái reynslu á troðarann sem
fjárfest var í og við getum skoðað
aðrar tegundir en við höfum verið
að nota,“ sagði Guðmundur Karl.
Verkefnalaus
troðari lán-
aður norður
Hlíðarfjall á Akureyri
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í
gærmorgun tillögu Halldórs Ás-
grímssonar utanríkisráðherra um að
leggja fyrir Alþingi tillögu til
þingsályktunar um fullgildingu svo-
kallaðs Árósasamnings um aðgang
að upplýsingum, þátttöku almenn-
ings í ákvarðanatöku og réttláta
málsmeðferð í umhverfismálum. Að
mati umhverfisráðuneytisins kallar
fullgilding samningsins ekki á laga-
breytingar hér á landi.
Markmið samningsins er að
stuðla að verndun réttinda hvers
einstaklings af núverandi og kom-
andi kynslóðum til að lifa í umhverfi
sem er fullnægjandi fyrir heilsu og
velferð hans.
Árósasamningurinn var sam-
þykktur á fjórða ráðherrafundinum
um umhverfi Evrópu í Árósum 25.
júní 1998. Sama dag undirrituðu 35
ríki, þ.á m. Ísland, og Evrópubanda-
lagið samninginn og fjögur ríki und-
irrituðu hann til viðbótar áður en
frestur til þess rann út 21. desember
1998. Aðild að samningnum er opin
aðildarríkjum Efnahagsráðs Evr-
ópu, Evrópubandalaginu og þeim
ríkjum sem hafa stöðu samráðsaðila
í Efnahagsráði Evrópu. Tíu ríki hafa
fullgilt samninginn, en hann öðlast
gildi 90 dögum eftir að sextánda
fullgildingarskjalið er afhent til
vörslu.
Samkvæmt upplýsingum frá ut-
anríkisráðuneytinu er Árósasamn-
ingurinn ný tegund samnings um
umhverfismál. Hann tengir saman
umhverfisrétt og mannréttindi og
viðurkennir að menn hafa skyldum
að gegna gagnvart komandi kyn-
slóðum. Samningurinn staðfestir að
sjálfbærri þróun verður ekki náð án
aðildar allra hagsmunaaðila og teng-
ir saman ábyrgð stjórnvalda og um-
hverfisvernd. Hann beinir athygl-
inni að gagnverkandi áhrifum
almennings og stjórnvalda í lýðræð-
islegu samhengi og kveður á um ný
ferli varðandi þátttöku almennings í
viðræðum um alþjóðlega samninga
og framkvæmd þeirra.
Borgarar verða að hafa rétt
til þátttöku í ákvarðanatöku
Í formála samningsins er gerð
grein fyrir þeim væntingum og
markmiðum sem voru hvatinn að
samningnum. Hugmyndin er sú að
fullnægjandi umhverfisvernd sé
undirstaða þess að menn geti notið
grundvallarmannréttinda tengd
þeirri hugmynd að hver einstakling-
ur eigi rétt á að lifa í heilbrigðu um-
hverfi og beri skylda til að vernda
umhverfið. Í formálanum er dregin
sú ályktun að til þess að geta krafist
þessa réttar og sinnt þessari skyldu
verði borgarar að hafa aðgang að
upplýsingum, hafa rétt til þátttöku í
ákvarðanatöku og njóta réttlátrar
málsmeðferðar í umhverfismálum.
Þar er enn fremur viðurkennt að
sjálfbær og vistvæn þróun byggist á
virkri ákvarðanatöku stjórnvalda
sem grundvallist bæði á umhverf-
islegum sjónarmiðum og framlagi
almennings. Þegar stjórnvöld veiti
almenningi aðgang að upplýsingum
um umhverfismál og geri honum
kleift að eiga aðild að ákvarðana-
töku stuðli þau að markmiðum sam-
félagsins um sjálfbæra þróun.
Tillaga um fullgildingu Árósasamningsins lögð fyrir Alþingi
Stuðlað að réttlátari máls-
meðferð í umhverfismálum
SILUNGSVEIÐI í ám hefst í dag, 1.
apríl. Mörg veiðileyfi eru þegar upp-
seld fyrstu dagana enda mikil eftir-
vænting í veiðimönnum að byrja
tímabilið. Ástand helstu veiðiáa er al-
mennt talið gott og t.d. lítið um ísi-
lagðar ár á Vestur- og Suðurlandi, líkt
og í fyrra þegar veiðimenn þurftu
víða að byrja á því að dorga niður í
gegnum vakirnar.
Bergur Steingrímsson, fram-
kvæmdastjóri Stangaveiðifélags
Reykjavíkur, sagði við Morgunblaðið
að veiðimenn væru bjartsýnir fyrir
þetta tímabil en þeir hefðu reyndar
verið enn kátari fyrir um tveimur vik-
um þegar sannkallað vor var í lofti.
Síðan hefði kólnað og útlit væri fyrir
áframhaldandi kuldatíð. Veiðimenn á
Norður- og Austurlandi þurfa að
minnsta kosti að klæða sig vel og vera
vel tækjum búnir í mörgum ám fyrir
dorgveiðar.
Menn orðnir spenntir
„Nú hefur verið frost á nóttunni og
veiðin gæti orðið erfið fyrri part dags.
Það getur frosið í lykkjum og línum
en allar aðrar aðstæður eru eins og
best verður á kosið. Þannig að það
ætti að vera silungur og vonandi nóg
af honum. Það er sama hvaða dag ber
upp á 1. apríl. Margir geta ekki beðið
og eru orðnir það spenntir að þeir
verða að ná strax úr sér fiðringnum.
Sumir eru bara í silungnum en hjá
öðrum er þetta upphitun fyrir lax-
veiðina sem byrjar ekki fyrr en 1.
júní,“ sagði Bergur.
Á vegum Stangaveiðifélags
Reykjavíkur byrjar silungsveiðin í
dag í Hítará á Mýrum, Soginu, Eld-
vatni á Brunasandi, Hörgsá, Þorleifs-
læk í Hveragerði og fleiri stöðum.
Mörg veiðileyfi
seldust upp
fyrstu dagana
Silungsveiði í ám hefst í dag, 1. apríl
FRAMTÍÐ Þjóðhagsstofnunar
mun skýrast eftir helgi en þá verð-
ur farið yfir málin með starfs-
mönnum stofnunarinnar, að sögn
Ólafs Davíðssonar, ráðuneytis-
stjóra í forsætisráðuneytinu. Hann
sagði að fulltrúar Seðlabankans,
fjármálaráðuneytisins og Hagstof-
unnar hefðu ekki átt formlegan
fund um framtíð Þjóðhagsstofnun-
ar án forstjóra hennar enda hefði
aldrei verið ákveðið að stofna
formlega nefnd eða starfshóp um
málið.
Í Morgunblaðinu í gær fullyrti
Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar, að það hefði verið
gert. Hann sagðist jafnframt hafa
fengið það staðfest að hún hefði
komið saman án hans vitneskju, þó
hann hafi átt að eiga sæti í henni.
Ólafur sagði að það hefði ein-
faldlega verið talað um það að haft
yrði samband við þær stofnanir
sem kæmu að málinu. Það hefði
verið gert og Þjóðhagsstofnun og
forstjóri hennar hefðu sett fram
sín sjónarmið líkt og aðrir.
„Þetta hefur síðan verið í
vinnslu í ráðuneytinu og haft hefur
verið samband við menn til að fá
nánari útskýringar og átta sig bet-
ur á því hvernig best væri að
standa að endurskipulagningunni.
Það hefur því enginn hópur komið
sérstaklega saman án forstjóra
Þjóðhagsstofnunar.“
Ólafur sagði að starfsmönnum
Þjóðhagsstofnunar yrði öllum boð-
ið starf annars staðar, ef stofnunin
yrði lögð niður.
Rætt við starfsfólk
Þjóðhagsstofnun-
ar eftir helgina
Segir enga formlega fundi hafa farið fram um Þjóðhagsstofnun
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ
hefur í tilraunaskyni opnað tvö
„vefsendiráð“, þ.e. vefsetur fyr-
ir sendiráð Íslands í Ástralíu og
Nýja-Sjálandi, þótt þar séu
engar sendiráðsskrifstofur. Ut-
anríkisráðuneytið segir að vef-
notkun sé mikil í þessum lönd-
um og þess sé að vænta að
þetta sé hagkvæm leið til þess
að vekja athygli á landi og þjóð.
Þessi vefsendiráð tengjast
því að Halldór Ásgrímsson ut-
anríkisráðherra opnaði nýja
vefi fyrir íslensk sendiráð,
fastanefndir og sendiráðsskrif-
stofur. Nokkur sendiráð hafa
um langt árabil rekið eigin
vefsetur, m.a. sendiráðin í
Washington, Helsinki, Brussel,
Berlín og Moskvu. Útlit flestra
vefsetranna hefur nú verið
samræmt og bætt hefur verið
við miklu af upplýsingum um
Ísland og íslensk málefni.
Á vefsetrunum eru einnig
hlekkir í vefsetur stofnana,
samtaka og fyrirtækja sem
tengjast Íslandi. Veffang al-
mennrar inngangssíðu fyrir ut-
anríkisþjónustuna er www.ice-
land.org og er vísað til hennar á
nýju vefsetri Stjórnarráðs Ís-
lands, sem var opnað 22. mars.
Meginkaflar vefjanna eru
þessir: Land og náttúra, þjóð
og saga, menning og vísindi,
ferðamenn og frístundir, við-
skipta- og efnahagsmál og ut-
anríkismál.
Vefsendi-
ráð opnuð
á Netinu