Morgunblaðið - 01.04.2001, Page 8
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Útkoman getur ekki verið betri, Árni minn, þjóðin fékk að sjá hvað R-listinn og strútar
eiga sameiginlegt þegar á bjátar.
Almannatengsl og samskiptatækni
Hvers virði
er ímynd?
Ráðstefnan Hversvirði er ímynd?Ráðstefna um al-
mannatengsl, samskipta-
tækni, ímynd og ásjónu
verður haldin í tilefni af
fimmtán ára afmæli
Kynningar og markaðar
að Grand Hótel í Reykja-
vík og hefst kl. 13 þriðju-
daginn 3. apríl. Árdís Sig-
urðardóttir hefur haft
umsjón með undirbúningi
þessarar ráðstefnu.
„Markmiðið er að vekja
athygli á mikilvægi al-
mannatengsla, upplýsinga
og kynningarmála fyrir
fyrirtæki, stofnanir og
samtök og það má segja
að þetta mikilvægi hafi
aukist í takt við hraða
þróun upplýsingasam-
félagsins. Við erum með fyrirles-
ara sem benda á mikilvægi þess
að rétt sé sagt frá ef eitthvað
kemur fyrir því erfitt er upplýs-
ingasamfélagi samtímans að
halda staðreyndum leyndum.“
– Hverjir eru þessir fyrirlesar-
ar?
„Jón Hákon Magnússon mun
halda erindi sem hann nefnir
Þegar vonda fréttin dynur yfir.
Ritstjórinn Styrmir Gunnarsson
mun halda erindi sem hann kallar
Fjölmiðlar í breyttu umhverfi.
Þeir sem munu tala frekar um
ímyndir eru Anton Stockwell frá
Cohn & Wolfe sem segir frá
hvernig tókst að byggja upp
ímynd lágfargjaldaflugfélagsins
Go, hvernig tókst að skapa ímynd
þess félags með almannatengls-
um án þess að farið væri út í stór-
vægilega auglýsingaherferð. Þór-
anna Jónsdóttir sem er aðjúnkt
við Háskólann í Reykjavík heldur
fyrirlestur sem hún nefnir Hvað
er ímynd – hvers vegna þurfum
við ímynd? Þorlákur Karlsson
framkvæmdastjóri Gallup mun
fjalla um mælanlega ímynd fyr-
irtækja og mikilvægi hennar. Páll
Magnússon framkvæmdastjóri
samskipta- og upplýsingasviðs Ís-
lenskrar erfðagreiningar flytur
erindið Ímynd og ásjóna – ásköp-
uð eða áunnin. Einar Solheim
framkvæmdastjóri Vefsýnar
fjallar um Ímynd og Netið. Elín
Hirst stýrir hringborðsumræðum
að loknum þessum erindum.“
– Er mikil þörf á umræðum um
þetta efni?
„Já, það hefur ítrekað komið í
ljós að undanförnu að fyrirtæki
og stofnanir geta hreinlega „rúst-
að sinni ímynd“ með því að segja
ekki rétt og satt frá og halda að
þeim leyfist slíkt í krafti sterkrar
ímyndar. Þessum málum ætlum
við að velta fyrir okkur.“
– En hvar liggja mörkin – er
ástæða hjá fyrirtækjum og stofn-
unum að segja frá öllu sem ger-
ist?
„Ég er ekki að segja að fyr-
irtæki eigi að leggja allt sem ger-
ist innan þeirra á borðið en svara
hins vegar sannleikanum sam-
kvæmt þeim spurning-
um sem vakna og
snerta almenning. Ella
geta farið af stað alls
konar sögusagnir sem
erfitt getur að leið-
rétta og að endurvinna þá ímynd
sem fyrirtækið hafði skapað sér
en lætur undan síga þegar svona
aðstæður koma upp.“
– Er vaxandi þrýstingur frá al-
menningi að fá skýr svör og upp-
lýsingar strax?
„Ég tel að svo sé. Fréttir eru
komnar inn á Netið nokkrum
mínútum eftir að atburðir eiga
sér stað. Tölvupóstur berst
manna á milli á svipstundu. Ef
vilji er fyrir hendi að skaða
ímynd fyrirtækja þá er það til-
tölulega auðvelt. Það er hægt að
koma af stað fjöldasendingum og
sögusögnum á Netinu áður en við
er litið, þess vegna þarf að svara
fljótt og vera meðvitaður um
þetta breytta umhverfi sem við
búum í.“
– Hver er markhópur ráðstefn-
unnar?
„Það eru stjórnendur fyrir-
tækja, upplýsinga- og markaðs-
fulltrúar og aðrir áhugasamir
jafnt meðal almennings sem inn-
an fyrirtækja. Fólk getur skráð
sig á netfangið ardis@kom.is og
einnig fengið upplýsingar á
heimasíðu www.kom.is um kostn-
að og fleira.“
– Eru fyrirtæki almennt með-
vituð um mikilvægi ímyndar sinn-
ar?
„Ég held að það sé æði mis-
jafnt. Sumar halda að góð ímynd
nægi og telja að ekki þurfi að
hlúa að henni og hugsa meira um
hana. Þeir átta sig ekki á hvað ut-
anaðkomandi áreiti hefur aukist.
Segja má að í vissum skilningi
séu fyrirtæki og jafnvel einstak-
lingar ekki óhultir lengur. Fjöl-
mörg dæmi eru um að myndir
eru settar inn á Netið sem fara
heimshorna á milli og skaða
ímynd fyrirtæka og fólks, mjög
erfitt getur orðið að bæta þann
skaða – stundum jafnvel ómögu-
legt.“
– Gróa á Leiti hefur sem sagt
fengið öflugt vopn í hendurnar?
„Það má segja það.
Menn geta hins vegar
varast þessi vopn með
því að vera meðvitaður
um mikilvægi ímyndar
fyrir rekstur sinn og
fyrirtæki. Okkur hér hjá Kynn-
ingu og markaði fannst vera brýn
þörf á að halda ráðstefnu af
þessu tagi og ákváðum að standa
fyrir einni slíkri í stað þess að
halda samkvæmi í tilefni 15 ára
afmælis fyrirtækisins. Á ráð-
stefnuna bjóðum við viðskiptavin-
um og hún er auk þess opin
áhugasömum almenningi sem
fyrr sagði.
Árdís Sigurðardóttir
Árdís Sigurðardóttir fæddist
5. ágúst 1966 í Reykjavík. Hún
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1986 og
BA-prófi í sænsku og stjórn-
málafræði frá Háskóla Íslands
1995. Hún hefur starfað að
mestu við norrænt samstarf, m.a.
sem verkefnastjóri hjá Norræna
húsinu og hjá Norræna félaginu í
Svíþjóð og ritstjóri Ozon sem var
norrænt unglingablað. Nú er hún
ráðgjafi hjá Kynningu og mark-
aði.
Það þarf að
hlúa að góðri
ímynd
JÓNAS Kristjánsson, fyrrverandi
forstöðumaður Árnastofnunar, telur
að seint verði ofmetið framlag norska
rithöfundarins og landkönnuðarins
Helge Ingstad, til fornleifarannsókna
í því skyni að sanna Ameríkuferðir
norrænna manna mörgum öldum á
undan Kólumbusi. Fornleifarann-
sóknir Ingstad og konu hans, Anne
Stine Ingstad, nyrst á Nýfundna-
landi, þar sem nú heitir L’Anse aux
Meadows, leiddu í ljós norrænar
mannvistarleifar frá því um 1000 e.
Kr. Var það talið sannað að norrænir
menn hefðu siglt til Ameríku um 500
árum á undan Kólumbusi. Helge
Ingstad lést í vikunni, 101 árs að
aldri.
Ingstad-hjónin fundu rústir af um
átta húsum og einnig fundust munir
af norrænum uppruna, s.s. snældu-
snúður, næla auk kolagjalls. Kolefn-
isgreiningar leiddu í ljós að minjarn-
ar væru frá því um 1000 e. Kr. „Þetta
voru einu ótvíræðu minjarnar sem
fundist hafa um norræna menn í Am-
eríku,“ segir Jónas Kristjánsson.
„Þetta er alveg öruggt og svæðið er
friðlýst sem náttúrufjársjóður. Upp-
götvun Ingstad-hjónanna er stór-
merkileg fyrir þær sakir að það þykir
fullkomlega sannað að þarna voru
norrænir menn á ferðinni.“
Jónas kynntist Ingstad og konu
hans lítillega á árum áður og þótti
mikið til beggja koma. „Hann var
stórmerkilegur maður og við stönd-
um sannarlega í þakkarskuld við
hann fyrir að hafa fundið þessar
minjar. Rannsóknir hans eru einnig
uppörvandi fyrir allar Íslendinga-
sagnarannsóknir og hafa haft mikla
þýðingu fyrir kynningu sagnanna er-
lendis enda staðfesta rannsóknir
hans frásagnir þeirra af ferðum
manna til Vesturheims.“
Gekk skipulega til verks
Þór Magnússon, fyrrverandi þjóð-
minjavörður, segir Ingstad hafa
fengið mikinn áhuga á frásögnum Ís-
lendingasagna um landnám Græn-
lands norænna manna og fund Am-
eríku úr norðri. „Síðan fékk hann þá
hugmynd að leita beinlínis að minjum
um norræna menn á Nýfundnalandi,“
segir Þór. „Margir höfðu reynt slíkt
hið sama en Ingstad gekk mjög
skipulega til verks og leitaði m.a.
upplýsinga hjá fólki sem bjó á þess-
um slóðum. Rannsóknarvinnan leiddi
hann til norðurodda Nýfundnalands
þar sem hann hitti mann sem kann-
aðist við að hafa séð fornar rústir í
grenndinni. Þegar Ingstad athugaði
þær ásamt konu sinni komu í ljós nor-
rænar rústir. Fundi þeirra var fyrst í
stað tekið með fyrirvara en við nánari
rannsóknir sannfærðist umheimur-
inn um að þarna væru komnar fram
óyggjandi sannanir fyrir veru nor-
rænna manna frá því um 1000 og fyr-
ir uppgötvun sína uppskáru Ingstad-
hjónin heimsfrægð.“
Framlag Helge Ingstad
verður seint ofmetið
Í MORGUNBLAÐINU í gær, laug-
ardag, var birt dagskrá kvik-
myndahátíðarinnar Kvikar myndir,
sem nú stendur yfir. Í frétt blaðsins
kom ekki fram, að kvikmyndahátíðin
er haldin í Nýlistasafninu, Vatnsstíg
3b. Safnið er opið frá kl. 12–17 alla
daga meðan á hátíðinni stendur.
Kvikmyndahátíð
í Nýlistasafni
♦ ♦ ♦