Morgunblaðið - 01.04.2001, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 01.04.2001, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Útkoman getur ekki verið betri, Árni minn, þjóðin fékk að sjá hvað R-listinn og strútar eiga sameiginlegt þegar á bjátar. Almannatengsl og samskiptatækni Hvers virði er ímynd? Ráðstefnan Hversvirði er ímynd?Ráðstefna um al- mannatengsl, samskipta- tækni, ímynd og ásjónu verður haldin í tilefni af fimmtán ára afmæli Kynningar og markaðar að Grand Hótel í Reykja- vík og hefst kl. 13 þriðju- daginn 3. apríl. Árdís Sig- urðardóttir hefur haft umsjón með undirbúningi þessarar ráðstefnu. „Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi al- mannatengsla, upplýsinga og kynningarmála fyrir fyrirtæki, stofnanir og samtök og það má segja að þetta mikilvægi hafi aukist í takt við hraða þróun upplýsingasam- félagsins. Við erum með fyrirles- ara sem benda á mikilvægi þess að rétt sé sagt frá ef eitthvað kemur fyrir því erfitt er upplýs- ingasamfélagi samtímans að halda staðreyndum leyndum.“ – Hverjir eru þessir fyrirlesar- ar? „Jón Hákon Magnússon mun halda erindi sem hann nefnir Þegar vonda fréttin dynur yfir. Ritstjórinn Styrmir Gunnarsson mun halda erindi sem hann kallar Fjölmiðlar í breyttu umhverfi. Þeir sem munu tala frekar um ímyndir eru Anton Stockwell frá Cohn & Wolfe sem segir frá hvernig tókst að byggja upp ímynd lágfargjaldaflugfélagsins Go, hvernig tókst að skapa ímynd þess félags með almannatengls- um án þess að farið væri út í stór- vægilega auglýsingaherferð. Þór- anna Jónsdóttir sem er aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík heldur fyrirlestur sem hún nefnir Hvað er ímynd – hvers vegna þurfum við ímynd? Þorlákur Karlsson framkvæmdastjóri Gallup mun fjalla um mælanlega ímynd fyr- irtækja og mikilvægi hennar. Páll Magnússon framkvæmdastjóri samskipta- og upplýsingasviðs Ís- lenskrar erfðagreiningar flytur erindið Ímynd og ásjóna – ásköp- uð eða áunnin. Einar Solheim framkvæmdastjóri Vefsýnar fjallar um Ímynd og Netið. Elín Hirst stýrir hringborðsumræðum að loknum þessum erindum.“ – Er mikil þörf á umræðum um þetta efni? „Já, það hefur ítrekað komið í ljós að undanförnu að fyrirtæki og stofnanir geta hreinlega „rúst- að sinni ímynd“ með því að segja ekki rétt og satt frá og halda að þeim leyfist slíkt í krafti sterkrar ímyndar. Þessum málum ætlum við að velta fyrir okkur.“ – En hvar liggja mörkin – er ástæða hjá fyrirtækjum og stofn- unum að segja frá öllu sem ger- ist? „Ég er ekki að segja að fyr- irtæki eigi að leggja allt sem ger- ist innan þeirra á borðið en svara hins vegar sannleikanum sam- kvæmt þeim spurning- um sem vakna og snerta almenning. Ella geta farið af stað alls konar sögusagnir sem erfitt getur að leið- rétta og að endurvinna þá ímynd sem fyrirtækið hafði skapað sér en lætur undan síga þegar svona aðstæður koma upp.“ – Er vaxandi þrýstingur frá al- menningi að fá skýr svör og upp- lýsingar strax? „Ég tel að svo sé. Fréttir eru komnar inn á Netið nokkrum mínútum eftir að atburðir eiga sér stað. Tölvupóstur berst manna á milli á svipstundu. Ef vilji er fyrir hendi að skaða ímynd fyrirtækja þá er það til- tölulega auðvelt. Það er hægt að koma af stað fjöldasendingum og sögusögnum á Netinu áður en við er litið, þess vegna þarf að svara fljótt og vera meðvitaður um þetta breytta umhverfi sem við búum í.“ – Hver er markhópur ráðstefn- unnar? „Það eru stjórnendur fyrir- tækja, upplýsinga- og markaðs- fulltrúar og aðrir áhugasamir jafnt meðal almennings sem inn- an fyrirtækja. Fólk getur skráð sig á netfangið ardis@kom.is og einnig fengið upplýsingar á heimasíðu www.kom.is um kostn- að og fleira.“ – Eru fyrirtæki almennt með- vituð um mikilvægi ímyndar sinn- ar? „Ég held að það sé æði mis- jafnt. Sumar halda að góð ímynd nægi og telja að ekki þurfi að hlúa að henni og hugsa meira um hana. Þeir átta sig ekki á hvað ut- anaðkomandi áreiti hefur aukist. Segja má að í vissum skilningi séu fyrirtæki og jafnvel einstak- lingar ekki óhultir lengur. Fjöl- mörg dæmi eru um að myndir eru settar inn á Netið sem fara heimshorna á milli og skaða ímynd fyrirtæka og fólks, mjög erfitt getur orðið að bæta þann skaða – stundum jafnvel ómögu- legt.“ – Gróa á Leiti hefur sem sagt fengið öflugt vopn í hendurnar? „Það má segja það. Menn geta hins vegar varast þessi vopn með því að vera meðvitaður um mikilvægi ímyndar fyrir rekstur sinn og fyrirtæki. Okkur hér hjá Kynn- ingu og markaði fannst vera brýn þörf á að halda ráðstefnu af þessu tagi og ákváðum að standa fyrir einni slíkri í stað þess að halda samkvæmi í tilefni 15 ára afmælis fyrirtækisins. Á ráð- stefnuna bjóðum við viðskiptavin- um og hún er auk þess opin áhugasömum almenningi sem fyrr sagði. Árdís Sigurðardóttir  Árdís Sigurðardóttir fæddist 5. ágúst 1966 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1986 og BA-prófi í sænsku og stjórn- málafræði frá Háskóla Íslands 1995. Hún hefur starfað að mestu við norrænt samstarf, m.a. sem verkefnastjóri hjá Norræna húsinu og hjá Norræna félaginu í Svíþjóð og ritstjóri Ozon sem var norrænt unglingablað. Nú er hún ráðgjafi hjá Kynningu og mark- aði. Það þarf að hlúa að góðri ímynd JÓNAS Kristjánsson, fyrrverandi forstöðumaður Árnastofnunar, telur að seint verði ofmetið framlag norska rithöfundarins og landkönnuðarins Helge Ingstad, til fornleifarannsókna í því skyni að sanna Ameríkuferðir norrænna manna mörgum öldum á undan Kólumbusi. Fornleifarann- sóknir Ingstad og konu hans, Anne Stine Ingstad, nyrst á Nýfundna- landi, þar sem nú heitir L’Anse aux Meadows, leiddu í ljós norrænar mannvistarleifar frá því um 1000 e. Kr. Var það talið sannað að norrænir menn hefðu siglt til Ameríku um 500 árum á undan Kólumbusi. Helge Ingstad lést í vikunni, 101 árs að aldri. Ingstad-hjónin fundu rústir af um átta húsum og einnig fundust munir af norrænum uppruna, s.s. snældu- snúður, næla auk kolagjalls. Kolefn- isgreiningar leiddu í ljós að minjarn- ar væru frá því um 1000 e. Kr. „Þetta voru einu ótvíræðu minjarnar sem fundist hafa um norræna menn í Am- eríku,“ segir Jónas Kristjánsson. „Þetta er alveg öruggt og svæðið er friðlýst sem náttúrufjársjóður. Upp- götvun Ingstad-hjónanna er stór- merkileg fyrir þær sakir að það þykir fullkomlega sannað að þarna voru norrænir menn á ferðinni.“ Jónas kynntist Ingstad og konu hans lítillega á árum áður og þótti mikið til beggja koma. „Hann var stórmerkilegur maður og við stönd- um sannarlega í þakkarskuld við hann fyrir að hafa fundið þessar minjar. Rannsóknir hans eru einnig uppörvandi fyrir allar Íslendinga- sagnarannsóknir og hafa haft mikla þýðingu fyrir kynningu sagnanna er- lendis enda staðfesta rannsóknir hans frásagnir þeirra af ferðum manna til Vesturheims.“ Gekk skipulega til verks Þór Magnússon, fyrrverandi þjóð- minjavörður, segir Ingstad hafa fengið mikinn áhuga á frásögnum Ís- lendingasagna um landnám Græn- lands norænna manna og fund Am- eríku úr norðri. „Síðan fékk hann þá hugmynd að leita beinlínis að minjum um norræna menn á Nýfundnalandi,“ segir Þór. „Margir höfðu reynt slíkt hið sama en Ingstad gekk mjög skipulega til verks og leitaði m.a. upplýsinga hjá fólki sem bjó á þess- um slóðum. Rannsóknarvinnan leiddi hann til norðurodda Nýfundnalands þar sem hann hitti mann sem kann- aðist við að hafa séð fornar rústir í grenndinni. Þegar Ingstad athugaði þær ásamt konu sinni komu í ljós nor- rænar rústir. Fundi þeirra var fyrst í stað tekið með fyrirvara en við nánari rannsóknir sannfærðist umheimur- inn um að þarna væru komnar fram óyggjandi sannanir fyrir veru nor- rænna manna frá því um 1000 og fyr- ir uppgötvun sína uppskáru Ingstad- hjónin heimsfrægð.“ Framlag Helge Ingstad verður seint ofmetið Í MORGUNBLAÐINU í gær, laug- ardag, var birt dagskrá kvik- myndahátíðarinnar Kvikar myndir, sem nú stendur yfir. Í frétt blaðsins kom ekki fram, að kvikmyndahátíðin er haldin í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b. Safnið er opið frá kl. 12–17 alla daga meðan á hátíðinni stendur. Kvikmyndahátíð í Nýlistasafni ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.