Morgunblaðið - 01.04.2001, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2001 11
EÐLILEGT er að mati Sólveigar
Pétursdóttur dómsmálaráðherra að
líta til löggjafar á hinum Norð-
urlöndunum í tengslum við hugs-
anlegar breytingar á íslenskum lög-
um í því skyni að stemma stigu við
vændi í landinu. Þrennt þykir sér-
staklega koma til greina, þ.e. nið-
urfelling refsingar við því að stunda
vændi sér til framfærslu, hækkun
kynferðislegs lögaldurs úr 14 ára
aldri og afdráttarlaust bann við
kaupum á vændi af 14 til 18 ára ung-
mennum.
Þegar Sólveig var spurð að því
hvort skýrsla Rannsóknar & grein-
ingar um vændi á Ís-
landi og félagslegt um-
hverfi þess hefði
komið henni á óvart
svaraði hún því til að
sér hefði í sjálfu sér
ekki komið á óvart að
vændi væri stundað á
Íslandi enda væri eng-
in ástæða til að ætla að
Íslendingar skæru sig
frá öðrum þjóðum að
þessu leyti. „Mér kom
heldur ekki á óvart sú
dökka mynd sem dreg-
in er upp af vændi á Ís-
landi í skýrslunni,
þetta er ekki fallegur
heimur sem þarna er
lýst, en ég hef verið
formaður barnaverndarnefndar í
Reykjavík og séð ýmislegt sem þrífst
undir yfirborðinu á okkar samfélagi.
En það er þó ýmislegt sem vekur
sérstaka athygli mína, t.d. ungur
aldur og hve áberandi tengsl svo-
kallaðs neyðarvændis ungmenna
eru við misnotkun fíkniefna; m.a. er
bent á í skýrslunni að ein af aðferð-
um milligönguaðilanna eða vænd-
issalanna sé að fara í meðferð gagn-
gert til að komast í kynni við ungar
stúlkur sem eru í meðferð vegna
vímuefnaneyslu.“
Þverfaglegt mat
Hvað framhaldið varðaði minnti
Sólveig á að ákveðið hefði verið að
koma á fót nefnd til að gera tillögur
um viðbrögð við niðurstöðum
skýrslnanna tveggja um lagalegt og
félagslegt umhverfi vændis á Ís-
landi. Nú hefði verið ákveðið að Sig-
ríður Ingvarsdóttir héraðsdómari
myndi leiða starf nefndarinnar. Pró-
fessor Þórólfur Þórlindsson, for-
maður Áfengis- og vímuvarnarráðs,
hefði fallist á að taka sæti í nefnd-
inni, Karl Steinar Valsson yfirlög-
regluþjónn hefði verið tilnefndur af
lögreglunni í Reykjavík, Sigurður
Guðmundsson landlæknir af heil-
brigðisráðherra, Erna Hauksdóttir
framkvæmdastjóri Samtaka ferða-
þjónustunnar af samgönguráðherra,
Bragi Guðbrandsson forstjóri
Barnastofu af félagsmálaráðherra
og Lára Björnsdóttir félags-
málastjóri af Reykjavíkurborg.
Sólveig tók fram að nefndinni yrði
falið að meta vandann frá þverfag-
legum sjónarhóli. „Meðal annars
verði farið yfir gildandi refsilög sem
varða vændi og kynferðislega mis-
notkun, rannsókn og meðferð slíkra
mála, þ.m.t. hjálparúrræði við þol-
endur og hvort unnt sé að veita
börnum og unglingum ríkari refsi-
vernd á þessu sviði. Einnig verði
kannað hvort ástæða sé til að setja
reglur um rekstur og starfsemi
nektardansstaða til þess að sporna
við vændi. Að öðru leyti hafa verk-
efni nefndarinnar ekki verið tak-
mörkuð,“ sagði hún og tók fram að
eitt af því sem blasti við væri að
skoða hvernig best væri að koma
upp ráðgjöf og félagslegri aðstoð
fyrir þá einstaklinga sem stunda
vændi. „Í skýrslunni um félagslegt
umhverfi vændis kemur fram að
ekki sé til nein sérsniðin þjónusta
fyrir einstaklinga í vændi á Íslandi.
Slík þjónusta er til í nágrannalönd-
unum, bæði ráðgjöf, s.s. opnar síma-
línur, og félagsleg aðstoð. Nefndin
verður að fjalla um hvernig megi
auka aðstoð og stuðning við þá sem
leiðast út í vændi og efla sérþekk-
ingu á viðfangsefninu í félags- og
heilbrigðiskerfinu, og hjá lögreglu. Í
þessu samhengi er mikilvægt að
hafa samráð og samstarf við aðila
utan stjórnkerfisins, eins og Rauða
krossinn, Kvennaathvarfið, Stíga-
mót og fleiri aðila sem fást við ráð-
gjöf og aðstoð við einstaklinga.“
Hugað að
lagarammanum
Um lagaumhverfið tók Sólveig
fram að mismunur á lagaramma á
Íslandi og annars staðar á Norð-
urlöndum væri til þess fallinn að
vekja upp spurningar um þörf á
lagabreytingu hér á landi. Hún
nefndi fyrst ákvæði ís-
lenskra hegningarlaga
um að refsivert væri að
hafa framfærslu af
vændi. „Í öðrum ríkjum
Norðurlandanna hafa
verið numin úr gildi
ákvæði sem lögðu refs-
ingu við því að veita
vændisþjónustu. Slíkt
ákvæði er enn að finna í
íslenskum lögum þótt
það sé aðeins bundið
við þá sem hafa við-
urværi sitt af vændi.
Breytingarnar voru
studdar þeim rökum að
vændi væri fyrst og
fremst félagslegt
vandamál, sem bregð-
ast ætti við með félagslegum úrræð-
um en ekki því að refsa þeim ógæfu-
sömu einstaklingum sem leiðast út á
þessa braut.
Skýrsla um vændi á Íslandi og
félagslegt umhverfi þess sýnir napr-
an veruleika þeirra sem stunda
vændi. Vændið tengist iðulega fíkni-
efnanotkun, einstaklingarnir eiga
oft að baki sögu um misnotkun eða
bágar heimilisaðstæður, og vændið
sjálft skilur eftir djúp sár. Ýmislegt
sem kemur fram í skýrslunni bendir
jafnframt til þess að gildandi löggjöf
vinni gegn því að þessir ein-
staklingar leiti sér aðstoðar vegna
vanda síns, jafnvel í heilbrigðiskerf-
inu. Sú spurning hlýtur því eðlilega
að vakna hvort ekki sé rétt að færa
íslenska löggjöf til samræmis við
Norðurlöndin að þessu leyti.“
Sólveig minnti á að á Íslandi mið-
aðist svokallaður kynferðislegur
lögaldur við 14 ár sem þýddi að
refsivert væri að hafa kynmök við
einstakling yngri en 14 ára. „Þetta
viðmið er hærra annars staðar á
Norðurlöndum og tel ég að mik-
ilvæg rök hnigi að því að hækka
þetta aldursviðmið hér á landi.
Hækkun kynferðislegs lögaldurs
myndi því stuðla að ríkari vernd fyr-
ir þennan aldurshóp gegn eldri ein-
staklingum sem hyggjast notfæra
sér þroskaleysi hans í kynferð-
islegum tilgangi,“ sagði hún og tók
að lokum fram að í öðrum ríkjum
Norðurlandanna væri að finna sér-
stök ákvæði sem legðu refsingu við
kaupum á vændisþjónustu barna og
ungmenna. „Engin ákvæði í íslensk-
um lögum gera hins vegar afdrátt-
arlaust refsivert að kaupa vænd-
isþjónustu af börnum eldri en 14 ára.
Ég tel eðlilegt og sjálfsagt að lögð sé
refsing við slíku þegar börn eiga í
hlut og ég tel að skýrslan um félags-
legt umhverfi vændis bendi til þess
að þörf sé á lagabreytingum í þá
veru. Slík breyting fæli í sér að refsi-
vert yrði að kaupa vændisþjónustu
af einstaklingi yngri en 18 ára.“
„Sænska leiðin“
umdeild
Sólveig var innt álits á frumvarpi
þriggja þingmanna Vinstri grænna
til breytingar á kynferðisbrotakafla
almennra hegningarlaga. „Þau
leggja til að farin verði svokölluð
„sænsk leið“, þar sem kaup á vænd-
isþjónustu hafa nýlega verið gerð
refsiverð í öllum tilvikum. Ég er
ekki reiðubúin að styðja slíkar
breytingar að svo stöddu. Lítil
reynsla er komin á þessar breyt-
ingar og hafa þær verið afar um-
deildar þar í landi. Meðal annars
hefur verið bent á að slíkar breyt-
ingar geti haft þveröfug áhrif við
það sem til er ætlast; gert vændið
enn duldara og vændiskonurnar enn
háðari milliliðum sem ráðskast með
líf þeirra,“ sagði Sólveig og tók fram
að sjónarmiðið um að færa refsi-
ábyrgð yfir á kaupendur vænd-
isþjónustu væri að vissu leyti skilj-
anlegt. „En menn verða að skoða
málið heildstætt og meta allar afleið-
ingar slíkrar löggjafar fyrir þjóðfé-
lagið.“
Alþjóðasamþykktir
ekki brotnar
Spurt var hvort Íslendingar væru
að brjóta alþjóðasamþykktir eins og
samþykkt Sameinuðu þjóðanna um
réttindi barnsins með því að hafa
ekki sérstakt ákvæði í hegning-
arlögum um að bannað væri að
kaupa vændi af börnum undir 18 ára
aldri. Sólveig sagði óhætt að full-
yrða að enginn sáttmáli væri brot-
inn. „Það er ljóst að íslensk lög
tryggja að meginstefnu ríka vernd
fyrir börn og ungmenni og barna-
verndarstarf hér á landi er skilvirkt
og gott. Einnig eru mörg ákvæði
sem vernda börn gegn kynferð-
islegri misnotkun í almennum hegn-
ingarlögum og sérstök ákvæði í
barnaverndarlögum.
Hins vegar er ljóst að breyting í
þessa veru væri í anda Barnasátt-
málans, þar sem kveðið er á um að
aðildarríkin skuldbindi sig til að
vernda börn gegn hvers kyns kyn-
ferðislegri notkun eða misnotkun í
kynferðislegum tilgangi og er vændi
sérstaklega tilgreint í því samhengi.
Barnasáttmálinn áskilur hins vegar
ekki lagasetningu af þessum toga.“
Lagabreyting auðveldaði
leið að þriðja aðila
Sólveig var spurð hvernig stæði á
því að rannsóknir á brotum á lögum
um vændi leiddu jafn sjaldan og
raun bæri vitni til málshöfðunar og
hvað væri hægt að gera til að bæta
úr því. „Árið 1999 gerði dóms-
málaráðuneytið könnun á fjölda
kæra á fimm ára tímabili, 1994–
1999, að beiðni þingsins. Lög-
reglustjórum utan Reykjavíkur
höfðu engar kærur borist á þessu
tímabili en 17 til lögreglunnar í
Reykjavík en ekkert af málunum
leiddi til ákæru,“ sagði Sólveig og
bætti við að augljós ástæða væri
sönnunarskortur. „Það liggur í hlut-
arins eðli að afar erfitt er að fá ein-
staklinga til þess að bera vitni um
málsatvik í slíkum málum, hvort sem
um er að ræða kaupanda eða selj-
anda vændisþjónustu. Það sem kem-
ur auðvitað einnig í veg fyrir að þeir
sem stunda vændi upplýsi lögreglu
um mál er sú staðreynd að vændi til
framfærslu er refsivert samkvæmt
núgildandi lögum. Ég vil hins vegar
láta skoða þessi mál hvað lögregluna
varðar nánar og verður það gert í
tengslum við starf nefndarinnar.“
Sólveig tók í beinu framhaldi fram
að lög sem fælu í sér þá breytingu að
þeim sem neyddust til þess að stunda
vændi yrði ekki refsað gætu aukið
líkur á því að fleiri mál upplýstust,
þ.e.a.s. að hægt væri að ná til fleiri
milligönguaðila – þeirra sem skipu-
legðu og högnuðust á vændi án þess
að stunda það sjálfir.
Sólveig var að lokum spurð hvort
búast mætti við að gripið yrði til sér-
stakra ráðstafana vegna skipulegs
ólöglegs vændis á nektardans-
stöðum. Hún byrjaði á því að taka
fram að þegar hefði verið gripið til
aðgerða, m.a. með breytingum á lög-
um um atvinnuleyfi og reglum um
flokkun skemmtistaða. Með tilkomu
þeirra reglna mætti ætla að eftirlit
hefði aukist og réttarstaða dansara
skánað. „En eitt af því sem nefndinni
er falið að fjalla um er hvort ástæða
sé til þess að setja frekari reglur um
starfsemi nektardansstaða til þess
að sporna við vændi. Ég hef ekki
lagt til að þessir staðir væru bann-
aðir, en mjög algengt er í nágranna-
löndum okkar að þeim séu settar
skorður af einhverju tagi, ann-
aðhvort af ríkisvaldinu eða sveit-
arfélaginu sem starfsemin fer fram
í.“
Eðlilegt að líta til
hinna Norðurlandanna
Sólveig
Pétursdóttir
Einna mesta athygli hefur vakið að
frumvarpið gerir ráð fyrir því að í
staðinn fyrir að refsivert verði að
ástunda vændi sér til framfærslu
verði refsivert að kaupa vændi með
líkum hætti og verið hefur í Svíþjóð
frá árinu 1998.
Um ákvæðið sagði Kolbrún í sam-
tali við Morgunblaðið að með því opn-
aðist fólki í vændi leið til að leita sér
aðstoðar til að koma lífi sínu á réttan
kjöl án þess að þurfa að óttast refs-
ingu. „Sumir hafa haldið því fram að
með því að refsa fyrir kaup á vændi
væri verið að færa vændi undir yf-
irborðið. Sú staðhæfing á alls ekki við
því starfsemin er eins og stendur
undir yfirborðinu og fer varla dýpra,“
sagði hún. Kolbrún var spurð að því
hvort hún hefði vitneskju um hvernig
gengið hefði að ná til kaupenda í Sví-
þjóð. „Fram hefur komið að 12 manns
hlutu dóm á grundvelli laganna fyrsta
árið og auðvelt er að afla upplýsinga
um reynsluna seinni árin. Við þurfum
heldur ekki alltaf að ganga á eftir öðr-
um þjóðum og getum auðveldlega
fylkt okkur í framvarðasveitina með
Svíum. Meðferðaraðilar hafa mælt
með löggjöfinni og full ástæða er auð-
vitað til að láta reyna á að draga
kaupendur þjónstunnar til ábyrgð-
ar.“
Önnur meginbreytingin snýst um
flutning fólks til og frá landinu í því
skyni að það taki þátt í hvers kyns
klámiðnaði. Gildandi lög gera ráð fyr-
ir því, eins og komið hefur fram, að
þess konar flutningur sé löglegur ef
fólk er yfir 21 aldri og hefur veitt
samþykki sitt. Frumvarpið felur í sér
mun strangara ákvæði, því blátt bann
er lagt við því að stuðla að því að fólk
sé flutt úr landi eða til landsins í því
skyni að það taki þátt í hvers kyns
klám- eða kynlífsiðnaði hvort sem við-
komandi sé kunnugt um þennan til-
gang fararinnar eða ekki og hvort
sem samþykki viðkomandi liggur fyr-
ir eða ekki. „Gildandi lög ná alls ekki
nægilega langt,“ segir Kolbrún í
þessu sambandi, „því slíkt samþykki
kann að hafa verið þvingað fram á
einhvern hátt eða fólk alls ekki verið í
ástandi til þess að taka ákvarðanir um
sína eigin hagi. Enginn þarf að segja
mér að uppdópuð kínversk stúlka hafi
verið í ástandi til að taka ákvörðun
um að láta flytja sig í vændishús í
Bandaríkjunum,“ bætti hún við og
vísaði þar til nýlegra frétta af meintu
„mansali“ um Keflavíkurflugvöll.
Að síðustu skal tekið fram að frum-
varpið gerir ráð fyrir að hver sá sem
bjóði upp á kynferðislegar nektarsýn-
ingar og hafi þar með nekt annarra
sér að féþúfu og til sölu skuli sæta allt
að 4 ára fangelsi. Sömu refsingu varði
að skipuleggja og reka kerfisbundna
klámþjónustu gegnum síma og tölvu.
Hvorugt hið síðastnefnda er sérstak-
lega tekið fram í gildandi lögum.
Styður vitneskju lögreglu
Karl Steinar Valsson, aðstoðaryf-
irlögregluþjónn, sagði að skýrslan um
vændi á Íslandi hefði ekki komið á
óvart. Miklu fremur stutt við vitn-
eskju lögreglunnar um eðli starfsem-
innar hér á landi. „Hins vegar er erf-
itt að komast að því hvert raun-
verulegt umfang vændis er en sé litið
til upplýsinga lögreglu er það ekki
umtalsvert. Engu að síður er vert að
hafa í huga hvers konar leynd hvílir
yfir starfseminni. Venjulega leitar
brotaþoli til lögreglu. Lagaumgjörðin
veldur því að fólk í vændi leitar
sjaldnast eftir aðstoð lögreglunnar,
þ.e. af ótta við refsingu,“ sagði hann
og vísaði þar til þess að lögum sam-
kvæmt er refsivert að stunda vændi
sér til framfærslu. „Fólk í vændi leit-
ar fremur aðstoðar hjá Kvennaat-
hvarfi og Stígamótum. Vegna eðlis
starfseminnar leita kaupendur heldur
ekki til lögreglu. Lögreglan byggir
því nær eingöngu á upplýsingum frá
almennum borgurum. Samt er ekki
einfalt að setja upp lögregluaðgerð til
komast að því hvort ólöglegt vændi er
stundað á ákveðnum stað eða ekki,
enda vill yfirleitt hvorugur aðilinn
segja frá. Fyrir utan að vændi án
þriðja aðila er aðeins refisvert ef um
er að ræða vændi til framfærslu.“
Karl Steinar sagðist fagna því að
skýrslan yrði til að vekja upp umræðu
um eðli vandans í þjóðfélaginu. „Ég
tel að fyrstu viðbrögð ráðuneytisins
eftir skýrsluna, þ.e. að setja saman
hóp sem skoðar vandamálið heild-
rænt og kannar hvaða leiða gripið
hefur verið til á Norðurlöndunum í
þessu sambandi, séu mjög skynsam-
legar. Lögreglan mun eiga fulltrúa í
því starfi þannig að þau sjónarmið
verða í umræðunni,“ sagði hann og
var spurður að því hvort hann sæi fyr-
ir sér að ákveðin lagabreyting myndi
auðveld baráttu lögreglunnar gegn
vændi. „Væntanlega yrði auðveldara
að ráðast gegn vandanum ef ekki yrði
lengur refsivert fyrir einstaklinga að
ástunda vændi sér til framfærslu.
Annars höfum við mestan áhuga á því
að ná til svokallaðra þriðju aðila, þ.e.
þeirra sem hafa atvinnu af vændi ann-
arra. Með almennari umræðu gæti
náðst betri árangur á því sviði.“
Aðstoð verði aðgengilegri
Áhyggjur manna af vændi hafa
vaxið í tengslum við uppgang svokall-
aðrar kynlífsvæðingar á Íslandi á
allra síðustu árum.
„Kynlífsvæðing er hluti af ákveð-
inni þróun,“ segir Aðalbjörg Trausta-
dóttir, hjá Félagsþjónustunni í
Reykjavík. „Aðalástæðurnar eru
væntanlega af tvennum toga. Annars
vegar er Reykjavík orðin stórborg
með helstu einkennum stórborgar-
menningar. Hins vegar höfum við
ekki farið varhluta af hinni svokölluðu
alþjóðavæðingu, þ.e. því að heimurinn
er í senn að minnka og leiðir milli
landa að verða opnari. Hvort tveggja
virðist hafa ýtt undir kynlífsvæð-
inguna. Hvers vegna þessi iðnaður
þrífst jafnvel og raun ber vitni er auð-
vitað önnur spurning. Ætli nærtæk-
asta svarið felist ekki í því að nægir
neytendur séu fyrir hendi. Starfsem-
in skilar því peningalegum hagnaði og
vindur upp á sig eins og raunin hefur
líka orðið um svokallað „mansal“, þ.e.
verslun með konur og börn á milli
landa.“
Aðalbjörg segir að afleiðingarnar
af því að konur séu skilgreindar sem
söluvara úti í samfélaginu séu marg-
víslegar, bæði af andlegum og líkam-
legum toga fyrir konurnar sjálfar svo
og óæskileg huglæg áhrif og alveg
sérstaklega á börn. „Neikvæð félags-
mótun vinnur gegn jákvæðum ímynd-
um og hugmyndum um jafnrétti
kynjanna. Sterkar fyrirmyndir geta
auðvitað dregið úr áhrifunum með
umræðum inni á heimilunum. Veikari
fyrirmyndir eiga erfiðara með að
vinna gegn neikvæðu áhrifunum.“
Aðalbjörg segir að ekki hafi verið
leitað beint til Félagsþjónustunnar
vegna vændis „Hins vegar hefur
komið fyrir að grunur hefur vaknað
um að vændi hafi verið stundað í
tengslum við annars konar vanda.
Dæmi eru um að grunur hafi vaknað
um að ungmenni hafi stundað vændi í
tengslum við eiturlyfjaneyslu og jafn-
vel húsnæðisvanda. Annars skil-
greina ungmennin athæfið sjaldnast
sem vændi heldur leið til að ná sér í
fíkniefni eða koma til móts við aðrar
þarfir. Við höfum komið til móts við
þennan hóp með því að bjóða upp á
stuðning, m.a. í kjölfar vímuefnameð-
ferðar og er bæði boðið upp á stuðn-
ing innan Félagsþjónustunnar og
hjálp við að leita aðstoðar annars
staðar í kerfinu,“ sagði hún og tók
fram að um afar fá dæmi um grun um
vændi væri að ræða. „Hvað úrbætur
varðar virðist nærtækast að reyna að
stuðla enn frekar að því að gera að-
stoðina aðgengilegri eins og reyndar
unnið hefur verið að almennt innan
Félagsþjónustunnar.“
Aðalbjörg sagðist ekki hafa velt
lagarammanum sérstaklega fyrir sér.
„Þó finnst mér eðlilegt að ef gert er
ráð fyrir því að sala á vændi sé refsi-
verð að kaup á vændi séu refsiverð
með sama hætti. Hvort vændi sé hins
vegar almennt refsivert er auðvitað
löggjafans að dæma um.“
’ Enginn þarf aðsegja mér að upp-
dópuð kínversk
stúlka hafi verið í
ástandi til að taka
ákvörðun um að láta
flytja sig í vændis-
hús í Bandaríkj-
unum. ‘
ago@mbl.is