Morgunblaðið - 01.04.2001, Page 21

Morgunblaðið - 01.04.2001, Page 21
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2001 21 Nýr sýningarsalur Opið hús í dag kl. 11-16 Við erum á horni Brautarholts og Mjölnisholts, rétt fyrir ofan Hlemm. - persónulega eldhúsið Eldaskálinn Brautarholti 3, 105 Reykjavík S: 562 1420, www.invita.com Invita á Íslandi í 20 ár Ýmis afmælistilboð ARI Þór Vilhjálmsson fiðluleikari heldur einleikaraprófstónleika frá Tónlistarskólanum í Reykjavík í Salnum í Kópavogi í dag, sunnu- dag, kl. 14. Með honum á píanó leikur Víkingur Heiðar Ólafsson. Tónleikarnir eru seinni hluti ein- leikaraprófs Ara frá skólanum. „Ég hlakka mjög mikið til,“ seg- ir Ari og kveðst tilbúinn í slaginn. Á efnisskránni eru Rómansa í F- dúr op. 50 eftir Ludwig van Beethoven, Einleikssónata nr. 3 í C-dúr S. 1005 eftir Johann Seb- astian Bach, Sónata fyrir fiðlu og píanó eftir Jón Nordal og Sónata í D-dúr op. 94a fyrir fiðlu og píanó eftir Sergei Prókofieff. Hljómar miklu betur á fiðlu Rómansan eftir Beethoven sem Ari hefur leikinn á er að hans sögn „fallegt og rólegt verk“. Són- atan eftir Bach er úr safni sex són- atna sem Bach samdi í kringum 1720 þegar hann var tónlistar- stjóri við hirðina í Köthen. „Þá gat hann samið veraldlega tónlist, með öðru, og á þeim tíma þótti það mikil nýjungagirni að semja fyrir einleikshljóðfæri – annars var allt- af undirleikur með. Þessar són- ötur eru mjög vel skrifaðar fyrir fiðluna og hann notar möguleika hljóðfærisins mjög vel. Fyrsti kafl- inn í þessari sónötu er hægur inn- gangskafli, sá næsti er fúga, þriðji kaflinn er eins og tríósónata þess tíma, ein laglína og tveir undir- hljómar, og sá fjórði er hraður virtúósakafli,“ segir Ari. „Við nemendur Guðnýjar Guðmunds- dóttur erum alltaf að spila Bach og mér þykir sérstaklega vænt um þessa sónötu,“ bætir hann við. „Svo spila ég sónötu eftir Jón Nordal. Ég held að hann hafi verið um 24 ára aldurinn þegar hann samdi hana,“ segir Ari og við- urkennir að honum hafi ekki þótt sónatan sérlega árennileg í upp- hafi en svo hafi hún unnið á og nú þyki honum hún mjög skemmtileg. „Mér þykir orðið mjög vænt um hana núna,“ segir hann. Sónatan eftir Prókofieff sem er síðust á efnisskrá tónleikanna var að sögn Ara upphaflega samin fyrir flautu og píanó. „En David Oistrakh, einn frægasti fiðluleik- ari 20. aldar, fékk Prókofieff til að umskrifa hana fyrir fiðlu. Hún hljómar náttúrulega miklu betur á fiðlu,“ segir Ari. Stefnan tekin á Bandaríkin Eins og áður sagði hefur Ari fengið til liðs við sig félaga sinn úr Tónlistarskólanum, Víking Heiðar Ólafsson, sem nýverið hélt einleik- araprófstónleika sína í Salnum. „Það er auðvitað frábært að spila með honum,“ segir Ari. Aðspurður um framtíðaráform kveðst Ari taka stefnuna á frekara nám í Bandaríkjunum. Hann hefur sótt um skólavist á nokkrum stöð- um og er að bíða eftir svörum. Hann hefur mikinn hug á að kom- ast til kennara í Chicago, hjónanna Almitu og Roland Vam- os, sem eru mörgum íslenskum fiðluleikurum að góðu kunn. „Ef ég kemst ekki inn í skóla í haust myndi ég bara vera í einkatímum hjá þeim fyrsta veturinn,“ segir hann. Sala aðgöngumiða í Salnum hefst klukkustund fyrir tón- leikana eða kl. 13.00. Þykir sérstaklega vænt um sónötu Bachs Morgunblaðið/Árni Sæberg Ari Þór Vilhjálmsson NORRÆN djasshljómsveit hefur ekki leikið í Reykjavík síðan á djasshátíðinni í september. Norræni kvartettinn, sem nefnir sig uppá ensku The Nordic Quartet, var á tónleikaför um Norður-Atlantshafið með viðkomu í Færeyjum og á Ís- landi og hér hljóðrituðu þeir félagar geisladisk auk þess að halda tón- leika. Á diskinum verður íslenskur andblær því þar má finna verk eftir Sigurð Flosason auk þess sem Hilm- ar Jensson og Óskar Guðjónsson leika í tveimur ópusanna. Þeir félagar koma frá Danmörku, utan píanistinn Jacob Karlzon sem er sænskur og hefur m.a. leikið með Tolvan-stórsveitinni og kvartetti Fredriks Lundin og Peters Danemo. Svíar hafa ungað út djasspíanistum einsog Danir bassaleikurum. Allir djassunnendur þekkja Bengt Hall- berg og Bobo Stenson og flestir Lars Janson og Esbjörn Svensson. Margir muna eftir Claes Crona sem kom á djasshátíð með Putte Wick- man og Daniel Karlsson sem hér lék með Fredrik Norén og nú bætist Jacob Karlzon í safnið. Hann óf voldugan hljómavef í ópus Sigurðar, Gengið á lagið, og greinilegt að hann er af skóla McCoys Tyners frekar en Bills Evans. Flutningur þessa ópus var í stjörnumerki Coltranekvart- ettsins fræga, en strax í næsta verki, sem var eftir Carlzon, ríkti hin nor- ræna djassheiðríkja með örlítilli klassískri slikju. Christian Vuurst er pottþéttur saxófónleikari þótt hann búi ekki yfir töfrum Karlzons og hann blés fallega ballöður Sigurðar: Vatn undir brúna og Liðin tíð, en Karlzon lék langan og ljóðrænan inngang að þeirri síðarnefndu. Verst að hann drukknaði að mestu í skvaldrinu frá neðri hæðinni í Húsi Málarans og er ekki vansalaust í hví- líkum ólestri hljóðmál Múlans eru. Nokkur þekkt djasslög voru á efn- isskránni inná milli frumsamdra laga þeirra félaga og verka Sigurð- ar. Best þótti mér tríóhljómsetning Karlzons á All blues úr Kind of Blue-svítu Miles Davis, þarsem Morten Lund sló kraftmikinn trommusóló, en Monkdúó þeirra Karlzons og Vuurst, Pannonica, var heldur daufur. Bassaleikarinn trausti, Morten Ramsbøl, kom til Ís- lands fyrir nokkrum árum og heill- aðist svo af Gullfossi að hann samdi lag undir fosshrifunum. Að sjálf- sögðu nefnist það Gullfoss og ríkti fossniðurinn í rýþmanum. Aukalagið var blús með frjálsu sniði og ekki er annað hægt að segja en að þessi heimsókn frænda okkar hafi frískað íslenskt djasslíf og gaman verður að heyra disk þeirra. Ég man ekki til þess að verk eftir íslenskan djass- leikara hafi fyrr verið á diskum er- lendra. Norrænn djassfossaniður DJASS M ú l i n n í H ú s i M á l a r a n s Christian Vuurst tenór- og sópr- ansaxófóna, Jacob Karlzon píanó, Morten Ramsbøl bassa og Morten Lund trommur. Fimmtudags- kvöldið 29. mars 2001. THE NORDIC QUARTET Vernharður Linnet

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.