Morgunblaðið - 01.04.2001, Page 24
24 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
A
f hverju telur Flug-
málastjórn ekki til-
efni til uppsagnar
áætlunarsamninga
eða leyfissviptingar
Leiguflugs Ísleifs
Ottesen (LÍO) í ljósi
þess að stofnunin hefur komist að
þeirri niðurstöðu að flugfélagið hafi
sýnt af sér alvarlega vanrækslu á
faglegum grundvallarþætti í flug
rekstri?
„Flugmálastjórn getur ekki svipt
aðila flugrekstrarleyfi í refsingar-
skyni. Það er hlutverk dómstóla, sem
hugsanlega munu fá umrætt slys til
meðferðar. Eftir slysið var gengið úr
skugga um að flugrekstur félagsins
væri í samræmi við öryggisreglur.
Ítrekaðar úttektir og skoðanir á
starfsemi félagsins, nú síðast 27. og
28. mars sl., staðfestu að ekki væri
tilefni til sviptingar á grundvelli ör-
yggissjónarmiða. Í bréfi stofnunar-
innar er bent á atriði, sem kynnu að
varða uppsögn þjónustusamninga
ráðuneytanna við LÍO. Við mat á því
hvort samningunum skuli sagt upp
koma til skoðunar lögfræðileg álita-
efni, sem ekki tengjast flugöryggi.
Það er hlutverk annarra en Flug-
málastjórnar að leggja mat á þau,“
segir Þorgeir Pálsson flugmálastjóri.
– Þú segir að Flugmálastjórn geti
ekki svipt flugrekendur flugrek-
endaskírteini eða öðrum heimildum í
refsiskyni, það sé hlutverk dómstóla.
Hvaða úrræði hefur Flugmála-
stjórn?
„Flugmálastjórn getur að sjálf-
sögðu svipt flugrekanda flugrekstr-
arleyfi ef hún hefur til þess gildar ör-
yggisástæður, sem hún getur stutt
rökum. Hins vegar mundi slíkri
ákvörðun að sjálfsögðu vera beint
þegar í stað til dómstóla. Hér verður
að hafa í huga, að atvinnuréttindi
njóta ríkrar lögverndar, þannig að
gerðar eru mjög miklar kröfur um
sönnun. Stofnunin mætti gjarnan
hafa fleiri úrræði en hún hefur nú
lögum samkvæmt,“ segir Þorgeir.
– Hefur þú krafist þess að flug-
rekstrarstjóra Leiguflugs Ísleifs
Ottesen (LÍO) verði vikið úr starfi
sökum vanhæfis og hvaða afleiðingar
getur það haft varðandi flugrekstr-
arleyfi félagsins?
„Málið er í rannsókn, sem er á því
stigi, að ég tel ekki rétt að ræða það.“
Frávik gáfu ekki ástæðu til
að stöðva rekstur félagsins
– Í bréfi þínu til samgönguráð-
herra kemur fram að í ítarlegri út-
tekt á LÍO 27. og 28. mars hafi orðið
vart nokkurra frávika en ekkert
þeirra er sagt alvarlegt. Um hvaða
frávik er þarna að ræða?
„Frávik koma fram í öllum úttekt-
um. Spurningin er eingöngu hvers
eðlis þau eru og hvort þau teljast al-
varleg. Í flestum tilvikum er um að
ræða atriði, sem viðkomandi flugrek-
andi fær allt upp í þrjá mánuði til að
lagfæra. Þau frávik, sem fram komu
í umræddum úttektum voru þess eðl-
is, að engin ástæða var til að stöðva
rekstur félagsins eða svipta það
rekstrarleyfi á grundvelli þeirra.“
– Bent hefur verið á að hætta sé á
trúnaðarbresti á milli almennings og
flugmálayfirvalda eins og mál hafa
þróast eftir að rannsóknarnefnd
flugslysa gaf út skýrslu sína. Ert þú
sammála þessu? „Þú ert hér vænt-
anlega að vitna til leiðara Morgun-
blaðisins í gær (laugardag). Ég get
verið sammála því að slík hætta sé
alltaf til staðar, sérstaklega þegar
válegir atburðir verða eins og hið
hörmulega flugslys í Skerjafirði. Það
sem ég get sagt í þessu sambandi er
að Flugmálastjórn mun gera allt,
sem í valdi stofnunarinnar er, til að
koma í veg fyrir að slíkt slys verði
aftur. Þótt það hafi ekki verið aug-
lýst var gripið til sérstaks eftirlits
með rekstri LÍO þegar eftir slysið
eins og fram kemur í bréfi stofnunar-
innar til ráðherra. Þetta eftirlit hefur
einnig verið útvíkkað til annarra
flugfélaga, sem enn eru ekki að fullu
komin inn í rekstrarumhverfið, sem
kennt er við Flugöryggissamtök
Evrópu. Ég get tekið heilshugar
undir þau orð ritstjóra Morgun-
blaðsins, að flugfarþegi verði að geta
treyst því, þegar hann sest upp í
flugvél, að öryggi í flugrekstrinum sé
tryggt eins og kostur er. Hins vegar
getur ekkert kerfi tryggt það að ekki
geti orðið flugslys, þótt vissulega sé
það markmiðið. Hjá stofnuninni
starfar mjög hæf sveit einstaklinga
að því að viðhalda og treysta það
flugöryggiskerfi, sem komið hefur
verið upp á undanförnum áratugum
og gert það að verkum að íslenskur
flugrekstur nýtur trausts um allan
heim. Ég er þess fullviss, að íslenskir
flugfarþegar geta treyst þessu kerfi
og við munum vinna að því hörðum
höndum að sýna fram á að stofnunin
sé traustsins verð,“ segir Þorgeir.
– Hvers vegna er fyrirspurn ráðu-
neytisins um hvort tilefni sé til upp-
sagnar samninga við LÍÓ um áætl-
unar- og sjúkraflug í samræmi við
uppsagnarákvæði samninganna
raunverulega ekki svarað, heldur er í
staðinn fjallað um þá spurningu
hvort skilyrði séu til sviptingar flug-
rekstrarleyfis. Er ekki þarna um tvö
ólík mál að ræða?
„Í reynd er þessu atriði svarað í
bréfi Flugmálstjórnar til samgöngu-
ráðherra. Ljóst er, að skýrt kemur
fram í bréfinu, að mat stofnunarinn-
ar er, að um alvarlega vanrækslu
hafi verið að ræða í rekstri flugvél-
arinnar sem fórst. Þetta tengist
beinlínis því ákvæði samningsins,
sem vitnað er til í bréfinu, að um hafi
verið að ræða faglegan misbrest í
flugrekstrinum, sem getur verið til-
efni til uppsagnar. Hins vegar hlýtur
það að vera hlutverk ráðuneytanna
sem verkkaupa að taka ákvörðun í
þessu efni.“
Eftirlit ekki óbrigðult
– Fyrir liggur af lestri skýrslu
rannsóknarnefndar flugslysa um
flugslysið í Skerjafirði að vinnu-
brögðum flugrekandans, hafi verið
verulega ábótavant og að eftirlit
Flugmálastjórnar með flugrekend-
um hafi ekki verið sem skyldi. Hvert
er þitt svar við þessu?
„Þarna kemur í ljós að eftirlitið
með þeim aðferðum sem við notum
er ekki óbrigðult og ekki er tryggt að
allir hlutir komi í ljós í tæka tíð. Nið-
urstöður úttektar, sem við gerðum
hjá þessu flugfélagi mjög stuttu eftir
slysið, eru hins vegar ekki þess eðlis
að þær gæfu tilefni til þess að taka af
honum flugrekendaskírteinið,“ segir
Þorgeir.
– Skv. 84. grein loftferðalaga segir
að brjóti leyfishafi í mikilvægum at-
riðum lagaboð, önnur fyrirmæli um
starfsemina, skilyrði leyfis eða hann
reynist ófær um að reka starfsemina
skuli svipta hann leyfi. Hversu alvar-
leg atvik eða vanræksla gefa tilefni
til þess að flugrekandi verði sviptur
flugrekstrarleyfi?
„Leyfissviptingar eru af tvennum
toga. Annars vegar er um að ræða
flugöryggislegar ástæður, þar sem
flugrekandi er stöðvaður, þar til
hann hefur bætt úr ágöllum. Hins
vegar er um að ræða réttindasvipt-
ingu í refsiskyni sem er viðfangsefni
dómskerfisins. Ef slíkar brotalamir
koma fram í rekstrinum að flugör-
yggi sé ógnað með áframhaldi hans
mundi reksturinn verða stöðvaður.
Misbrestur, sem orðið hefur í fortíð-
inni en er ekki viðvarandi, er ekki
endilega ógn við flugöryggi til fram-
tíðar. Hafi verið framið brot kann
það að verða tilefni til að flugrekand-
inn sé sviptur réttindum í refsiskyni.
Í rauninni vantar okkur fleiri úrræði,
t.d. heimild til að beita stuttum tíma-
bundnum leyfissviptingum, sem
væru ekki áfrýjanlegar, en slíkt er
ekki mögulegt í dag. Eða þá að við
gætum beitt fjársektum eins og tíð-
kast í sumum löndum,“ segir Þor-
geir.
– Hefur þessi skortur á úrræðum
hamlað starfi flugmálastjórnar?
,,Yfirleitt er það ekki svo. Í lang-
flestum tilvikum taka flugrekendur
ábendingum og fyrirmælum okkar
vel. En þess eru einnig dæmi að
menn hafa brugðist öðruvísi við og
jafnvel haldið því fram að við værum
leggja þá í einelti, sem er auðvitað af
og frá. Við leggjum mikla áherslu á
að gætt sé jafnræðis og að viðhaft sé
meðalhóf í þeim aðgerðum sem við
þurfum að grípa til.“
Aðspurður segir Þorgeir dæmi um
að ákvarðanir Flugmálastjórnar um
leyfissviptingu hafi verið ógiltar af
dómstólum. „Við höfum upplifað það,
þar sem við töldum um skýrt brot á
flugreglum vera að ræða og beittum
heimildum til bráðabirgðasviptingar,
að héraðsdómur felldi ákvarðanir
okkar úr gildi. Í öðru tilviki kvað hér-
aðsdómur upp þann dóm að um hefði
verið að ræða eðlilegt flug, þar sem
við vorum sannfærð um að góft brot
hefði verið framið. Fyrir nokkrum
árum, fyrir mína tíð sem flugmála-
stjóri, kom einnig upp tilvik þar sem
Flugmálastjórn greip til aðgerða
vegna flugvélar sem hafði verið of-
hlaðin. Ákæruvaldið sá hins vegar
ekki ástæðu til að fylgja því máli eft-
ir.“
Þorgeir var einnig spurður hvort
dæmi væru þess að stjórnmálamenn
reyndu að beita áhrifum sínum á
starfsemi stofnunarinnar. „Það hef-
ur sem betur fer minnkað mjög í
seinni tíð en það verður að segjast
eins og er að stjórnmálamenn hafa
stundum látið þessi mál til sín taka
ÞORGEIR PÁLSSON FLUGMÁLASTJÓRI SEGIR ÍSLAND Í HÓPI ÞEIRRA
ÞJÓÐA SEM FYLGJA STRÖNGUSTU ÖRYGGISKRÖFUM Í FLUGI
Morgunblaðið/Ásdís
Rannsókn flugslyssins í Skerjafirði
7. ágúst sl. hefur leitt í ljós alvarlega
misbresti í flugrekstri og að úrbóta
er þörf í flugöryggismálum hér á
landi. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri
segist þess fullviss í samtali við
Ómar Friðriksson að íslenskir flug-
farþegar geti treyst flugöryggiskerf-
inu og Flugmálastjórn muni vinna að
því hörðum höndum að sýna fram á
að stofnunin sé traustsins verð.
FLUGMÁLASTJÓRN
MÆTTI HAFA
ÖNNUR
ÚRRÆÐI