Morgunblaðið - 01.04.2001, Síða 28

Morgunblaðið - 01.04.2001, Síða 28
28 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÚTSÖLUMARKAÐUR Fálkahúsinu, Suðurlandsbraut 8, opinn fram að páskum. M IKIL uppbygging hefur átt sér stað í rekstri Háskólans í Reykjavík,“ sagði Guðfinna S. Bjarna- dóttir, rektor skólans. „Þessi upp- bygging gerir það að verkum að við erum nú tilbúin að taka á móti bestu nemendum í hverjum árgangi. Við viljum laða að góða og hæfa nem- endur og vera með bestu kennarana. Hingað til höfum við fengið til liðs við okkur frábæra einstaklinga. Það er ekki síst náið og krefjandi sam- starf nemenda og kennara sem gerir deildir skólans fremstar í sinni röð. Við erum farin að leiða hugann að nýjum deildum sem taka munu til starfa haustið 2002 og verða þær kynntar sérstaklega í haust. Auk þess verður boðið upp á aukið fjar- nám.“ Nýbygging Háskólinn í Reykjavík tók til starfa árið 1998 og hefur því starfað í tvö ár og sjö mánuði. Næsta haust verður tekin í notkun ný viðbygging við skólann og mun húsnæðið þá tvöfaldast og verða átta þúsund fer- metrar. Nemendum mun fjölga og verða þeir um 750 en þeir voru rúm- lega 300 á fyrstu önninni. „Við stóðum vel að vígi í upphafi því við fengum í vöggugjöf deild, sem áður hét Tölvuháskóli Verzlun- arskóla Íslands,“ sagði Guðfinna. „Deildin varð tölvunarfræðideild HR. Áður var þetta tveggja ára kerfisfræðinám, en nú útskrifuðum við síðastliðið vor í fyrsta sinn nem- endur með BS-gráðu í tölvunar- fræði. Í vor er áætlað að um 80 kerf- isfræðingar og 40 BS-nemar útskrifist frá tölvunarfræðideild HR. Þrátt fyrir mikla eftirspurn eft- ir fólki með þessa menntun hefur Háskóli Íslands einungis útskrifað 23 BS-tölvunarfræðinga að meðal- tali á ári síðastliðin 10 ár. Fram- leiðnin hefur því verið lítil en við viljum bæta gæði námsins og auka framleiðni. Við Íslendingar þurfum að hugsa meira um framleiðni en við gerum. Við viljum útskrifa fleiri með BS-gráðu í tölvunarfræði. Einstak- linga sem eru sterkir fræðilega en eru jafnframt góðir fagmenn. Ég trúi því að skilyrði fyrir búsetu hér á landi, hagvexti, lífsskilyrðum og menningu byggist á góðri menntun. Í því sambandi skiptir framleiðni í menntamálum einnig miklu máli.“ Bandamenn Skólinn hefur fengið sex fyrirtæki til liðs við sig, Bandamenn, sem munu leggja til fjármagn auk að- stoðar við að efla enn frekar rann- sóknir og kennslu við skólann. Fyr- irtækin sem mynda bandamannahópinn eru Íslandssími, Íslandsbanki FBA, Baugur, Opin kerfi hf. (í samvinnu við Teymi og Skýrr), Íslensk erfðagreining og Eimskip. „Fyrirtækin sex koma hvert úr sínum geira í atvinnulífinu og munu þau styrkja okkur með samtals 70 milljóna króna framlagi til ársins 2002. Í Bandamannaverk- efninu felst að bandamenn fá að- gang að verkefnum nemenda og sér- stakir bandamannadagar verða árlegur viðburður í HR. Einnig fel- ur samningurinn í sér endurmennt- un fyrir starfsmenn bandamanna- fyrirtækjanna. Framlag bandamanna til skólans gerir okkur kleift að efla deildir skólans og þróa og jafnframt gera okkur samkeppn- ishæfari. Ég vil geta greitt kenn- urunum há laun. Það skiptir miklu máli og ég vil að við getum stundað rannsóknir. Við höfum komið upp rannsóknarmiðstöð innan skólans en það er nýmæli. Við höfum sagt að háskóli væri ekki háskóli nema þar væru stundaðar rannsóknir. Þetta er mikill styrkur fyrir skólann að fá svona öfluga liðsmenn.“ Leiðarljós Grunninn að hugmyndafræðinni sem skólinn byggist á hefur Guð- finna m.a. sótt til Bandaríkjanna, þar sem hún var í námi og starfi um nokkurra ára skeið. Sjálfseignar- stofnun Verslunarráðs Íslands um verslunarmenntun, SVÍV, setur HR skipulagsskrá. Verslunarráð Íslands er bakhjarlinn. „Í skipulagsskrá skólans kemur fram að hlutverk skólans sé að efla samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs,“ sagði Guð- finna. „Við höfum alltaf tekið það hlutverk alvarlega. Strax voru sett fram þrjú leiðarljós fyrir skólann, sem eru nýsköpun en í því felst að við viljum kenna nemendum okkar nýsköpun og vera í sífelldri endur- nýjun og nýsköpun í skólastarfinu. Annað er tölvu- og tækniþróun og að fylgjast vel með á því sviði og vera helst á undan öðrum bæði í kennslu og í starfsemi skólans. Síð- asta er alþjóðavæðing en í því felst að sækja hugmyndir til útlanda og hafa samstarf við erlenda háskóla og menntastofnanir. Einnig að kenna nemendum okkar að fóta sig í hinum síbreytilega og alþjóðavædda heimi sem verður starfsvettvangur fram- sækinna Íslendinga á næstu áratug- um.“ Valið úr umsóknum Á vorin er auglýst eftir umsókn- um um skólavist og hafa borist allt að þrisvar sinnum fleiri umsóknir en sá fjöldi nemenda sem hægt er að taka við. Skólinn getur því valið úr nemendum og er almennt miðað við frammistöðu á stúdentsprófi auk annarra viðmiða. Sagði Guðfinna að eftir að nemendur hefðu fengið skólavist væri brýnt fyrir þeim að hver og einn væri sinnar gæfu smið- ur. Þau yrðu að leggja mikið af mörkum, nýta tímann eins vel og þau gætu og jafnframt að skólinn væri reiðubúinn til að aðstoða þau við að byggja sterkar stoðir fyrir framtíðina. Menntun væri besta fjárfestingin sem þau gætu valið. Skólinn gerir þjónustusamning við menntamálaráðuneytið eins og aðrir skólar en að auki greiða nem- endur skólagjöld, sem hafa verið 69 þús. á önn en verða 79 þús. á næsta ári. Fyrir MBA-nám greiða nem- endur 1,5 milljónir. Góður starfsandi Guðfinna leggur áherslu á að starfsandi meðal kennara og nem- enda sé sérlega góður. „Við gerum ansi miklar kröfur til nýnema og þeim er veitt gott aðhald og þeir fá góða þjónustu,“ sagði hún. „Mér finnst skipta máli að tekið sé á móti þeim sem einstaklingum og mann- eskjum. Þau eiga ekki að koma í kaldan skóla heldur í umhverfi, þar sem þau fá að þroskast og vinna með félögum sínum í hópvinnu, sem við leggjum mikið upp úr. Aðstaðan er mjög góð og andinn góður. Nem- andinn finnur að við viljum að hann standi sig, nái þessu og verði sterk- ur. Við segjum að verið sé að byggja tvær sterkar stoðir undir framtíð- ina. Önnur stoðin er fræðileg og ger- ir nemendur að öflugum greinend- um. Hin er hagnýt, sem gerir þeim mögulegt að nýta sér fræðin í verk- Mannauðurinn skiptir máli Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík.                                       !"#$% &''    $( ) *+, #)      * -," Ákveðið hefur verið að styrkja fjóra framúrskarandi nýnema með 400 þúsund króna styrk og niðurfellingu skóla- gjalda við Háskólann í Reykjavík í haust. Aðrir sex nýnemar verða styrktir með niðurfellingu skólagjalda og að auki verða tveir nemar á öðru og þriðja ári styrktir með fjárstyrk og niðurfellingu skólagjalda. Guðfinna S. Bjarnadóttir rektor kynnti Kristínu Gunnarsdóttur skólastarfið og þær nýjungar sem í boði eru.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.