Morgunblaðið - 01.04.2001, Síða 29

Morgunblaðið - 01.04.2001, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2001 29 efni og vinnu þannig að þau óttist ekki að takast á við flókin verkefni. Það er mikli vinna sem lögð er á nemendur og þeir eru mikið í skól- anum. Að launum geta þeir átt spennandi framtíðarmöguleika.“ Strax á fyrstu önn fá nemendur í tölvunarfræði að spreyta sig á hug- búnaðargerð. Námið miðast við að setja þau á fyrstu vikunum inn í fræðin. Nemendur vinna saman í hópum og er valið í þá eftir getu hvers og eins. „Við byggjum námið þannig upp að þau fá strax að vinna verkefni á tölvunum þannig að sam- hengi milli námsgreina verður ljós- ara og skilningur betri,“ sagði Guð- finna. „Þegar líður á námið þyngist það og kröfur verða sífellt meiri. Þegar þau svo ljúka BS-prófi eru þau sannanlega búin að spreyta sig.“ Fyrirmyndin að uppbyggingu námsins er sótt til ACM (Associa- tion for Computing Machinery) sem er bandarískt fyrirtæki og svarar til Skýrslutæknifélags Íslands en fyr- irtækið hefur unnið að greiningu á þeim þáttum sem kenna beri til BS- náms í tölvunarfræði. „Sú vinna hefur staðið yfir í mörg ár og skólar í Bandríkjunum auk annarra skóla víða um heim sækja í þessa fyrirmynd,“ sagði Guðfinna. „Kennarar frá okkur hafa farið á ráðstefnur hjá þeim og nýtum við þeirra viðmið í uppbyggingu náms- ins og reynum að gera betur. Ég er mjög stolt af tölvunarfræðideildinni, bæði faglega og fræðilega, og af starfsfólkinu. Þetta er góður hópur og andinn er góður.“ Leiðtogar í viðskiptalífinu Þegar skólinn tók til starfa var stofnuð viðskiptadeild og hefur henni verið stýrt á svipaðan hátt og tölvunarfræðideildinni. „Við erum alltaf að kenna fræðin og samþætta námsgreinar með flóknum verkefn- um,“ sagði Guðfinna. „Á fyrsta ári þegar nemendur hafa lært fjár- haldsbókhald, markaðsfræði, stjórn- un og fjármál og nokkur undirstöðu- fög spreyta þeir sig á að búa til fullkomna viðskiptaáætlun. Það er námskeið sem við höfum sótt í smiðju til Íra, sem hafa verið fram- arlega í nýsköpunarfræðum. Þetta er nýsköpunarnámskeið og fjallar um hvernig nemendur samþætta öll námskeið fyrsta námsársins og full- vinna viðskiptaáætlun. Við höfum fengið leiðtoga í viðskiptalífinu til liðs við okkur sem þjálfara. Nem- endur fara til þeirra með sínar hug- myndir og þeir segja til um hvernig þeim lýst á. Það eru dæmi um að þeim hefur ekki litist á blikuna í fyrstu en eftir frekari vinnu nem- enda hefur þjálfarinn dæmt hana hæfa. Þessi deild hefur farið langt fram úr mínum vonum.“ Í samvinnu við níu háskóla Um síðustu áramót var tekið upp MBA-nám við Háskólann í Reykja- vík og sagði Guðfinna að námið væri unnið í samvinnu við níu erlenda há- skóla í Evrópu og í Ameríku og hafa Erasmus-háskólinn og Verslunarhá- skólinn í Kaupmannahöfn lýst mikl- um áhuga á frekari samvinnu við uppbyggingu náms á meistarastigi. „Við sækjum þekkingu þangað sem hún er í stað þess að endur- hanna hjólið,“ sagði hún. „Það sem mér finnst merkilegt er að tveggja ára gamall skóli, eins og okkar, skuli vera kominn í samstarf við Köln- arháskóla sem stofnaður var fyrir 600 árum. Við erum að vinna og þróa þetta nám með þessum skólum. Þannig hefur einn af okkar kenn- urum, Árelía Eydís Guðmundsdótt- ir, tekið að sér að þróa stjórnenda- námskeið sem kennt verður í samstarfsháskólum okkar erlendis. Það er okkar framlag. Við erum því að flytja út þekkingu. Við getum ekki einangrað okkur. Við verðum að sækja út og vinna með fræði- mönnum um allan heim. Það er hluti alþjóðavæðingarinnar.“ Unnið með fyrirtækjum og stofnunum Þriðja deild skólans er símennt og sagði Guðfinna að hún væri þegar orðin öflug. Tekið hefur verið upp samstarf við erlenda háskóla og hafa meðal annars komið hingað prófess- orar við Harvard til starfa á vegum deildarinnar. „Símennt hefur byggst á kennslufræðilegri nálgun með fyr- irtækjum og boðið þeim lengri tíma sérsniðnar lausnir og nám, sem þró- að er í samvinnu við þau,“ sagði hún. Gerðir hafa verið samvinnusamning- ar við fjölda fyrirtækja svo sem Ís- landsbanka, Marel, Toyota og spari- sjóðina auk þess sem unnið hefur verið með Fræðslumiðstöð Reykja- víkurborgar og skólastjórum grunn- skólanna. „Við tökum að okkur þjón- ustusamninga og byggjum markvisst upp þeirra nám,“ sagði Guðfinna. „Fyrirtækin skynja eins og við að mannauðurinn er það sem skiptir máli. Ég er mjög stolt af þessari deild sem tók til starfa í byrjun ágúst 1999. Þessi deild sér einnig um auðarverkefnið sem er mikið og skemmtilegt. Þar er því mikið að gerast.“ Símenntun hefur þegar teygt sig út fyrir landsteinana en á hennar vegum var haldið námskeið í raf- rænum viðskiptum í samvinnu við IESE í Barselóna. Námskeiðið sóttu nemendur frá 15 þjóðlöndum og sagði Guðfinna að gaman hefði verið að taka á móti þeim. Skólinn býður einng nemendum að stunda fjarnám í tölvunarfræði. Fjarnámstæknin var þróuð með rannsóknarstyrk frá LEONARDO og stunda 80 nemendur nú fjarnám við skólann. „Í raun og veru hef ég allt frá byrjun séð fyrir mér að Reykjavík á að verða þekkt sem fræðaborg, borg mennta og menningar,“ sagði Guð- finna. „Einn drauma minna, sem ef til vill er fjarlægur, er að fá útflutn- ingsverðlaun. Þar á ég við að við munum flytja út nám. Vera má að það taki langan tíma en við erum þegar farin að byggja upp grundvöll að fjarnámi. Til þess að þetta takist verðum við að styrkja okkar mennt- un en hugsaðu þér hvað það væri gaman ef Reykjavík yrði þekkt sem menningar- og menntaborg. Þetta er minn æðsti draumur. Við höfum alla möguleika í hendi okkar. Við er- um lítil og saklaus þjóð, við erum Norðurlandabúar og evrópsk, við erum mennta- og menningarland, við stöndum framarlega á tækni- sviðinu og við höfum ekki staðið í neinum útistöðum við aðrar þjóðir. Við höfum því meðbyr. Ísland er í tísku og við eigum að nýta okkur það.“         !"  ) ."#$    / 0  ) ."#$    ( # 1.   ( $  / 0   /  0  ) # 1.   / 0  ) # 1.   ( ."#$    ( $  / 0  (23 ( 4.  %$     # 1. 2 5 6 (  )  (.   # 7 6.% 8#.+ 9 :;99(;  $3 <  =9>%  $ ;%993 ? ("$3 : ($ 8#.+3 *9.. (3 9  : 6?:3 ;9 3 13 <9 . . 8#.+3  ),$$( 59.+ !;%3 5@)3 A9B  ;%99 9 :;99(;  63 3 A9 8#.+ 9 ?#3  ),$$( 4    $ C1 ( :.  (.  #  ! $%&!' (")  krgu@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.