Morgunblaðið - 01.04.2001, Qupperneq 30
30 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
S
nyrtivörumerkið NO
NAME er alíslenskt og
vörur þess sérstaklega
sniðnar fyrir íslenskar
konur og íslenska húð. Nú
er verið að breikka litaúrvalið og
bæta við nýrri snyrtivörulínu fyrir
konur með dökkt litaraft, því NO
NAME er að hasla sér völl í útlönd-
um.
Þegar Kristín kom heim úr námi í
London stofnaði hún Snyrtistofuna
NN á Laugavegi 27 og hóf að láta
framleiða snyrtivörur undir vöru-
merkinu NO NAME fyrir stofuna.
Meðan Kristín var við nám í London
hafði hún komist í kynni við stóra
snyrtivöruverksmiðju í Bandaríkjun-
um, þá þriðju stærstu þar í landi, sem
framleiðir vörur fyrir mörg þekkt
vörumerki. Að sögn Kristínar er
þetta hágæðavara, án ilmefna, of-
næmisprófuð og engar dýratilraunir
gerðar við þróun vörunnar. Hún fór
til Bandaríkjanna og valdi vörur í NO
NAME-línuna.
„NO NAME er mitt eigið vöru-
merki og hefur eingöngu verið til sölu
hér á landi undanfarin 15 ár,“ sagði
Kristín. „Ég hef sjálf hannað förðun-
arlínuna. Litir hafa verið miðaðir við
íslenska húð, sem er ljós. Ég hef bæði
valið staðlaða liti frá framleiðandan-
um og látið sérframleiða liti inn í lín-
una.“ Kristín er mjög ánægð með
samstarfið við þennan framleiðanda
og segir vöruna hafa líkað vel.
Umbúðirnar, það er hylki, dósir og
baukar, eru framleiddar annars stað-
ar, til dæmis í Suðaustur-Asíu, og
hefur Kristín valið þær úr staðlaðri
framleiðslu eða látið hanna og fram-
leiða. Kristín leggur áherslu á að NO
NAME sé gæðavara sem standist
ýtrustu kröfur, þótt verðið liggi ná-
lægt miðju verðbilsins á markaðin-
um.
Jafn vöxtur
Vörurnar urðu fljótt vinsælar og
skapaðist töluverð eftirspurn. Bæði
vildu snyrti- og förðunarfræðingar
kaupa og eins verslanir. Árið 1988
var salan orðin svo mikil að Kristín
hætti rekstri snyrtistofunnar og ein-
beitti sér að heildsölu með NO
NAME-snyrtivörur.
„Ég byrjaði smátt, innréttaði bíl-
skúrinn þar sem ég bjó fyrir heild-
sölu og var með um tíu útsölustaði
hér í Reykjavík og úti á landi,“ segir
Kristín. Auk heildverslunarinnar var
hún iðin við að halda förðunarnám-
skeið og fyrirlestra um förðun og
snyrtingu. Þetta reyndist kjörinn
vettvangur til að kynna NO NAME-
snyrtivörurnar. Konur sem sóttu
námskeiðin urðu tryggir viðskipta-
vinir.
Þar kom að Kristín flutti fyrirtæk-
ið í Ármúla 38 þar sem það var til
húsa 1994–97. Hún segir að þá hafi
hjólin farið að snúast fyrir alvöru og
sölustöðum, bæði verslunum og
snyrtistofum, fjölgað til mikilla
muna. Í dag eru NO NAME-snyrti-
vörur seldar á um 45 stöðum hér á
landi, í snyrtistofum, snyrtivöru-
verslunum, hársnyrtistofum, helstu
Lyf og heilsu-apótekum, lyfjabúðum
og í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli.
Þegar Kristín stofnaði fyrirtækið
voru starfsmennirnir tveir. Helga
Jónsdóttir förðunarfræðingur starf-
aði með henni í átta ár. Nú eru starfs-
mennirnir níu talsins. Auk Kristínar
skrifstofustjóri, þrjár sölukonur og
fjórir kennarar í förðunarskólanum.
NO NAME-förðunarskólinn
Þegar húsnæðið í Ármúla var orðið
of lítið flutti Kristín fyrirtækið árið
1997 í mun stærra húsnæði á Hverf-
isgötu 76. Þá skapaðist grundvöllur
til að stofna NO NAME-förðunar-
skólann sem hlotið hefur góðar við-
tökur.
Í fyrra flutti fyrirtækið í Bolholt 6
þar sem heildverslunin og förðunar-
skólinn eru til húsa. Kristín keypti
þar 600 m2 húsnæði í félagi við Ingu
Þyrí Kjartansdóttur. Inga rekur
heildverslun með hárskraut og húð-
vörur ásamt naglaskóla í sama hús-
næði.
Að sögn Kristínar er mikil aðsókn
að NO NAME-förðunarskólanum.
„Ég byrjaði með 14 nemendur en nú
eru haldin sex námskeið á ári.
Kennslunni er skipt í þrjár annir og
komast 40 nemendur að á hverri önn.
Við höfum útskrifað um 120 nema á
ári og nú er verið að skrá nemendur
fyrir næsta haust,“ segir Kristín.
Nemendur eru á ýmsum aldri, allt frá
18 ára upp í um fimmtugt.
Grunnnámið í NO NAME-förðun-
arskólanum felst í þriggja mánaða
námskeiði í tísku- og ljósmyndaförð-
un. Hægt er að velja um dagskóla eða
kvöldskóla og er kennt í fjórar
klukkustundir á dag, fjórum sinnum í
viku, alls 240 klukkustundir. Í fram-
haldi af því er hægt að nema leikhús-
og kvikmyndaförðun sem kennd er
með sama fyrirkomulagi, fjórar
klukkustundir á dag, fjóra daga í viku
í 13 vikur.
Kristín segir að förðunarfræði sé
ekki lögvernduð iðngrein og því sé
þetta nám með námskeiðssniði.
„Þetta er stutt nám og gefur góða at-
vinnumöguleika fyrir þær sem vilja.
Langflestir nemenda, eða nálægt
80%, eru að læra þetta fyrir sjálfa sig,
enda er það mottó skólans að skapa
lífsstíl fyrir konur. Þær sem hafa vilj-
að leita sér vinnu að loknu námi hafa
átt auðvelt með að fá hana.“
Íslensk fegurð
Kristín segir að hér á landi sé ótrú-
lega mikill áhugi á förðun og snyrt-
ingu. Það sjáist vel á því að hér eru
starfræktir þrír förðunarskólar en
fjórir í heimsborginni Lundúnum.
Aðspurð segir Kristín að á Íslandi
sé góður markaður fyrir snyrtivörur
og salan mun meiri en ætla mætti af
höfðafjölda landsmanna.
„Íslenskar konur hugsa mikið um
útlitið. Þær nota mikið af kremum og
öðrum snyrtivörum. Fylgjast vel með
því sem er að gerast í tískuheiminum
og eru mjög framarlega varðandi
tísku. Þær eru einnig mjög nýjunga-
gjarnar. Þetta á ekkert síður við um
konur úti á landi en hér á höfuðborg-
arsvæðinu.“
Auk förðunarskólans hefur Kristín
verið dugleg við að halda námskeið
fyrir smáa og stóra hópa, eins koma
margar konur til hennar á einkanám-
skeið og læra að farða sig sjálfar.
„Þær koma líka til að fylgjast með því
sem er að gerast, endurnýja snyrti-
budduna og útlitið. Það er áberandi
hvað íslenskar konur fara mikið á
snyrtistofur og hugsa vel um útlitið.
Það er ekki að ástæðulausu að það er
talað um að íslenskar konur séu þær
fallegustu í heiminum.“
Andlit ársins
Undanfarin tíu ár hefur NO
NAME valið Andlit ársins, konu sem
hefur verið snyrt með NO NAME-
snyrtivörum og prýtt auglýsingar
fyrirtækisins það árið. Stefnt er að
því að kynna 16. Andlit ársins hér á
landi hinn 30. apríl næstkomandi.
Þetta val hefur ævinlega vakið
mikla athygli, að sögn Kristínar, ekki
síst það að konurnar eru ekki valdar
úr hópi kornungra fyrirsætna eins og
snyrtivörufyrirtæki gera gjarnan.
„Við höfum valið þroskaðar konur
sem hafa sterkan persónuleika. Kon-
ur með jákvæða ímynd og innri feg-
urð. Þetta hefur fengið mjög góðar
viðtökur. Mér varð ekki ljóst, fyrr en
ég fór að vinna að útflutningi á NO
NAME-snyrtivörum, að við erum lík-
lega fyrsta snyrtivörufyrirtæki í
heiminum til að velja andlit tengd af-
mörkuðu markaðssvæði til að kynna
vöruna.“ Ætlunin er að nota mark-
aðssetningu af þessu tagi hvar sem
NO NAME nemur land.
Á markað erlendis
Kristín segir að sér hafi verið ljóst
Morgunblaðið/ÞorkellKristín Stefánsdóttir við vörustand með NO NAME vörum.
ÍSLENSKAR SNYRTI-
VÖRUR ÚT Í HEIM
Kristín Stefánsdóttir, snyrti- og förðunarmeistari, er eig-
andi Cosmic ehf. sem á NO NAME-snyrtivörumerkið og NO
NAME-förðunarskólann. Kristín fæddist í Vesturbænum í
Reykjavík 1964 og ólst þar upp. Hún hóf nám í snyrtifræði
árið 1980 hjá Maríu Dalberg á Snyrtistofunni Maju í Banka-
stræti. Einnig nam hún tísku- og ljósmyndaförðun við
Complection London School of Make-up. Hún opnaði Snyrti-
stofuna NN á Laugavegi 27 árið 1982 og hóf um leið inn-
flutning á NO NAME-snyrtivörum fyrir stofuna. Hún seldi
stofuna og setti upp heildverslun með NO NAME-snyrtivör-
ur 1988 og stofnaði síðan NO NAME-förðunarskólann 1997.
Kristín hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um
förðun og snyrtingu. Hún kenndi förðun á snyrtibraut Fjöl-
brautaskólans í Breiðholti í sex ár og kennir við NO NAME-
förðunarskólann jafnframt því að stýra fyrirtækinu.
„Íslenskar konur nota
mikið af kremum og
öðrum snyrtivörum,
fylgjast vel með því
sem er að gerast í
tískuheiminum og eru
mjög framarlega varð-
andi tísku. Þær eru
einnig mjög nýjunga-
gjarnar.“
eftir Guðna Einarsson.
Morgunblaðið/Þorkell
Lagerinn kannaður, f.v.: Sölukonurnar Sigríður Guðsteinsdóttir, Bryn-
dís Ólafsdóttir og framkvæmdastjórinn Kristín Stefánsdóttir.