Morgunblaðið - 01.04.2001, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 01.04.2001, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2001 35 B andaríski rithöfund- urinn David Brooks sagði nýverið frá því þegar hann fór að kynna sér lífsviðhorf komandi kynslóða bandarísks úr- valsfólks – þeirra sem munu í framtíðinni ráða gangi mála í Bandaríkjunum og þar með öll- um heiminum. Skemmst er frá að segja að eru ekki horfur á byltingu. Þetta unga fólk dregur ekki í efa rétt- mæti yfirvalda, veltir ekki fyrir sér „stóru“ málunum og má ekki vera að því að fylgjast með frétt- um af gangi heimsmála. Þessir krakkar eru svo uppteknir við að laga sig að ríkjandi ástandi og læra að taka þátt í kerfinu að þeim dett- ur varla í hug að líta þetta kerfi gagnrýnum augum. Nú er rétt að árétta að Prince- ton er einn fínasti og virtasti há- skóli í heimi. Það er þar sem heimsljós á borð við Albert Ein- stein hafa hugsað upp nýjar myndir af heiminum. En núna er fólk lítið að fást við nýjungar, ef marka má frásögn Brooks sem birtist í nýjasta hefti bandaríska tímaritsins The Atlantic Monthly (www.theatlantic.com). Brooks nefnir að hann hafi heimsótt Princeton á meðan bar- áttan vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum stóð sem hæst á síðasta ári en hann hafi ekki séð eitt einasta auglýsingaplakat fyr- ir Bush eða Gore. „Ég spurði hverju þetta sætti og var tjáð að flestir nemendur hefðu engan tíma til að lesa dag- blöð, fylgjast með stjórnmálum eða taka þátt í baráttu- herferðum,“ skrifar Brooks. Hann hefur eftir ónafngreindri stúdínu í efri bekk að hún hafi verið áskrifandi að The New York Times en blaðið hafi bara safnast upp hjá henni ólesið svo að hún hafi hætt að kaupa það. Það er auðvitað ekki víst að krakkar í elítuskóla á borð við Princeton séu dæmigerðir fyrir krakka í vestrænum samfélögum yfirleitt. Kannski jafnvel síst við að búast gagnrýni frá þeim sem koma til með að erfa það besta í heiminum – þeir hafa síst hags- muni af því að hlutirnir breytist. En eins og Brooks bendir á, Princeton hefur alltaf verið elítu- skóli en nemendurnir þar hafa ekki alltaf verið svona spakir og áhugalausir um stóru málin. Af þessum forsendum má draga þá ályktun að þetta lífsviðhorf sé ekki einvörðungu að rekja til þess að þessir krakkar eru í þessum tiltekna skóla og tilheyra yfirstétt, heldur virðist sem for- sendurnar séu fleiri. Þess vegna má enn fremur ætla að þetta lífsviðhorf sé að finna víðar en í háskólahverfinu í Princeton. Jafnvel ekki ólíklegt að það verði sífellt útbreiddara á Íslandi. Því er viðeigandi að spyrja hverjar séu orsakir þessa lífsviðhorfsog hvort þetta sé æskilegt viðhorf. Orsakirnar geta verið fólgnar í breytingum í sálarlífinu – að fólk sé orðið sjálfhverfara og meira gefið fyrir sjálfþægingu. Og or- sakirnar geta líka verið fólgnar í breyttum tíðaranda – breyttum viðmiðunum, breyttu gildismati, nýjum skilningi á því í hverju hamingjan er fólgin. Brooks vitnar í bókina Mill- ennials Rising eftir Neil Howe og William Strauss þar sem bent er á þá fremur kaldhæðnislegu breytingu sem orðið hafi á til- ganginum með lyfjanotkun. Þeg- ar kynslóðin sem nú er að nálg- ast miðjan aldur var á sínum yngri árum voru lyf notuð til út- víkkunar á sjóndeildarhringnum, til að geta hugsað út fyrir litla kassann. En núna notar þetta sama fólk lyf á borð við Rítalín og Prozac til að gera börnum sínum og sjálfu sér auðveldara um vik að hugsa innan í kass- anum, fara eftir settum reglum og viðteknum venjum. Denni dæmalausi er kominn á Rítalín og Kalli Bjarna (Charlie Brown) á Prozac. Þannig má að minnsta kosti að hluta til rekja breytt lífsviðhorf til breytingar sem orðið hefur á ríkjandi skilningi á eðli manns- ins. Það er að segja, efnislegur skilningur á manneskjunni er orðinn ríkjandi. (Samkvæmt hon- um er hugur manns í raun það sama og heilinn). Eftir þessum nýja mannskilningi er lausn á vandamálum ekki fólgin í upp- reisn gegn ríkjandi valdhöfum og breytingu á þjóðfélagsástandinu, heldur breytingu á efnabúskapn- um í manns eigin heila þannig að það verði í samræmi við ríkjandi þjóðfélagsviðhorf. Aðra orsök breytinga á lífs- viðhorfi frá einni kynslóð til ann- arrar má rekja til stjórnmála- manna samtímans. Þeir leggja nú alla áherslu á að tekið sé eftir þeim og minni áherslu á að tekið sé mark á þeim. Það er að segja, þeir eru orðnir auglýsingamenn. Margeir Pétursson, stjórn- arformaður MP Verðbréfa, komst svo að orði í umræðum í tímaritinu Ský nýverið, að hlut- verk stjórnmálamanna nú á dög- um virðist helst vera það að sitja fyrir á myndum með stjórn- endum fyrirtækja. Ekki svo að skilja að þetta sé eitthvað slæmt, það þarf alls ekki að vera. Kannski mætti fremur segja að menn hafi einfaldlega gert sér grein fyrir því að hlut- verk stjórnmálamannanna hafi í rauninni breyst og sé ekki lengur stjórnunarhlutverk heldur þjón- ustuhlutverk. Og það er alls ekki slæmt hlutverk. Það er enda alls ekki víst að þessi breyting sem virðist vera orðin á lífsviðhorfi fólks – og lýs- ir sér í minnkandi áhuga á stjórnmálum og heimspólitík – sé breyting til hins verra. Ef nánar er að gáð kann jafnvel að koma í ljós að hún sé bæði eðlileg og já- kvæð. En eitt hefur ekki breyst, hvort sem menn þurfa daglegan skammt af pólitík eða af Prozac: það sem fólk sækist eftir í lífinu, umfram annað, er hamingja. Pólitík eða Prozac „Fólk er of upptekið til að láta sig stærri málefni varða. Þegar ég hugsa um allt sem ég þarf að gera er ég dauðfeginn að það skuli ekki vera nein stærri málefni sem krefjast athygli minnar.“ VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson kristjan@yor- ku.ca Ónefndur nemandi við Princeton-háskóla.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.