Morgunblaðið - 01.04.2001, Qupperneq 39
ins eina. Guð geymi hann og ástvini
hans.
Helga Mattína Björnsdóttir,
Grímsey.
„Effervescent“ var eitt af þessum
vandmeðförnu ensku orðum sem við
Ríkharð Hördal forvörður köstuðum
á milli okkar í ærslafullum orðaleikj-
um forðum, hann í krafti uppruna síns
í Íslendingabyggðunum í Winnipeg,
ég í krafti háskólanáms í Bretlandi.
„Freyðandi“ segir orðabókin og vísar
meðal annars til kampavíns. Nú þeg-
ar Ríkharð er allur kemur þetta orð
ítrekað upp í huga mér.
Nærvera hans var ævinlega á við
kampavín af bestu sort. Alls staðar
þar sem hann birtist var eins og nær-
staddir yrðu kátari, fyndnari og gáf-
aðri. Allt virtist mögulegt. „Af hverju
ekki?“ var viðkvæðið á þeim samkom-
um.
Og alls staðar þar sem hann birtist
eignaðist Ríkharð vini, jafnvel óafvit-
andi. Í hvert sinn sem hann kom
„heim“ til Íslands beið hans stærri
hópur manna sem vildi hitta hann að
máli, ráðfæra sig við hann eða bara
vera einhvers staðar í námunda við
hann. Stundum íhugaði hann jafnvel
að fara huldu höfði til að geta verið í
friði með Álfheiði konu sinni og dótt-
urinni Láru. Sem var erfitt fyrir há-
vaxinn mann með mikla útgeislun.
Skýringin á vinsældum Ríkharðs lá
að hluta í fordómaleysi hans, viðleitni
hans til að skilja fremur en að dæma.
Hann hafði fengið í arf áhuga Íslend-
ingsins á sérkennilegu fólki og hafði
yndi af því að segja af því sögur á
sinni eilítið gloppóttu íslensku – ég
held að hann hafi aldrei náð fullu valdi
á beygingum persónufornafna – en
frásagnir hans voru alltaf græsku-
lausar og uppfullar með góðlátlega
undrun yfir uppátækjum mann-
skepnunnar. „Hugsaðu þér bara,“
sagði hann stundum, alveg dolfallinn
yfir einhverju sem kaldhæðnari menn
hefðu látið sér í léttu rúmi liggja.
Ég minnist sprenghlægilegra
uppákoma sem snerust um banda-
rísku skáldkonuna Geirþrúði Stein,
sem var firna sérvitur manneskja og
höfundur. Ríkharð og nokkrir vinir
hans stofnuðu auðvitað aðdáenda-
klúbb um hana og á góðri stund leik-
lásu þeir verk eftir hana af hæfilegu
alvöruleysi. Mig hefði aldrei órað fyr-
ir að hægt væri að gera gömlu klisj-
una A rose is a rose is a rose svona
óstjórnlega fyndna í flutningi.
Ríkharður fékk hugljómun um þrí-
tugt, uppgötvaði þá að hann langaði
umfram allt að helga sig viðgerðum
listaverka. Þar var fagurkeri sannar-
lega á réttri hillu. Morkinskinna, fyr-
irtæki Ríkharðs og félaga hans, varð
brautryðjandi hér á landi í faglegri
umönnun myndverka af ýmsu tagi.
Þar reyndi á smekkvísi viðgerðar-
mannsins, þolgæði og hæfileikann til
að umgangast fólk með lasburða lista-
verk. Og ekki síst á „gott auga“. Við
Ríkharð vorum ekki alltaf sammála
um þetta sérstaka líffæri; hann hafði
öllu meiri trú á því en ég. En þegar á
hólminn kom vorum við ótrúlega sam-
mála um eðlisþætti góðrar myndlist-
ar. Sjálfur eignaðist hann fjölda lista-
verka sem segja talsvert um helstu
eðlisþætti hans sjálfs: viðkvæmni,
kímnigáfu, skáldlega innsýn og prúð-
mennsku.
Ríkharð fékk aðra hugljómun á
fimmtugsaldri, ákvað þá að taka boði
sem hann hafði fengið um að byggja
upp forvörslunám á akademískum
grunni í Finnlandi. Sem segir sitt um
álit sérfróðra á hæfileikum hans. Í
Finnlandi tók hann sér bólfestu en
vísiteraði Ísland um hver jól. Hann
hafði nýlokið einni slíkri heimsókn
stuttu áður en hann varð fyrir bíl. Á
leiðinni út á flugvöll guðaði hann á
glugga hjá þeim sem þetta skrifar.
Eins og fyrri daginn var hann upp-
örvandi, ráðhollur og brennandi í
andanum. Nokkrar skýjaborgir voru
byggðar sem snöggvast. „Af hverju
ekki?“ sögðum við hvor við annan og
hétum því að hittast í Helsinki við
fyrsta tækifæri og ræða málin til hlít-
ar.
Ástvinum Ríkharðs á Íslandi, í
Kanada og í Finnlandi sendum við
hugheilar samúðarkveðjur.
Aðalsteinn Ingólfsson
og fjölskylda.
Ríkharð Hördal kynntist ég að ráði
fyrir rúmum tuttugu árum. Það var í
Kaupmannahöfn, við vorum bæði í
námi og þurftum að vinna með nám-
inu. Það var auðvitað Rikki, eins og
vinir hans kölluðu hann, sem benti
mér á vinnustað þar sem unnið var ut-
an hins venjulega vinnutíma. Þá
kynntist ég því hve úrræðagóður
hann var og hve sjálfsagt honum þótti
að benda öðrum á leiðir í þeim efnum.
Það var oft glatt á hjalla hjá okkur í
kaffinu á þessum ágæta vinnustað
þar sem við hittumst, nokkrir íslensk-
ir námsmenn og ræddum um margt
sem þá var efst á baugi í danskri um-
ræðu. Ekki vorum við Rikki alltaf
sammála og hvorugu tókst að sann-
færa hitt, en aldrei slettist upp á vin-
skapinn. Við höfðum frekar gaman af
stífninni í okkur og litum á karpið sem
eins konar selskapsleik. Það var ekki
síst umburðarlyndi Rikka sem ég
kynntist þá og var svo ríkur þáttur í
fari hans. Ég held að næm tilfinning
hans fyrir fólki, breyskleika þess og
styrk, hafi ráðið því að hann gat um-
gengist alls konar fólk, enda þekkti
hann marga. Og mörgum kynntist
maður fyrir hans tilstilli. Ef hann vissi
af einhverjum, sem einhver annar
hefði gaman af að kynnast, var hann
ekki lengi að leiða fólk saman. Það var
einhver hreyfanleiki í fari hans sem
var bæði hrífandi og örvandi eða jafn-
vel ögrandi.
Rikki var Vestur-Íslendingur, sem
hafði sest hér að, og var því Íslend-
ingur og útlendingur í senn. Það kom
manni því ekki á óvart, þegar hann
fann sér starfsvettvang annars staðar
en hér á landi. Hann fluttist til Finn-
lands fyrir um það bil átta árum og
tók þátt í að byggja upp akademískt
nám í forvörslu listaverka við lista- og
hönnunarskólann í bænum Vantaa í
nágrenni Helsinki. Hann var farinn
að sjá árangur af því starfi og framtíð-
arhorfur voru góðar. Eftir að hann
fluttist til Finnlands sáumst við
sjaldnar, en alltaf mátti ég búast við
að rekast á hann á förnum vegi, þegar
hann skrapp heim í jólafrí. Oft var
hann á hraðferð, enda lifði hann hratt
og var yfirleitt með mörg járn í eld-
inum. Alltaf hitti maður þó gamlan og
góðan vin þar sem hann var. Rikki var
tryggur vinur vina sinna, þótt hann
væri sestur að annars staðar, og þeir
eru margir sem notið hafa gestrisni
hans og rausnar, jafnt á finnskri
grund sem hér heima. Því er ljúft að
minnast hans og þakka honum marg-
ar góðar og skemmtilegar stundir. Ég
sendi ástvinum hans innilegar sam-
úðarkveðjur.
Júlíana Gottskálksdóttir.
Rikki eins og hann var jafnan kall-
aður var mikill heiðursmaður. Ég sá
hann fyrst fyrir rúmlega tuttugu ár-
um í miðbænum svo myndarlegan og
glaðlegan með fallegan svip og hann
brosti til mín. Hann var greinilega
nýtt andlit í miðbænum og fór flestra
sinna ferða gangandi. Síðar þegar ég
kynntist honum fann ég hversu mikill
mannkostamaður hann var, bráð-
skemmtilegur, áhugasamur um flesta
hluti og smitaði frá sér gleði og hlýju.
Hann átti fjölda vina og kunningja og
það var alltaf mikið líf í kringum hann
og var hann alltaf hrókur alls fagn-
aðar. Hann var mjög fjölhæfur fag-
urkeri og gerði allt vel sem hann kom
nálægt.
Að heimsækja hann til Helsinki var
stórkostlegt og gaf hann sér alltaf
góðan tíma til að sýna okkur alla
uppáhaldsstaðina sína sem báru
smekk hans gott vitni. Hann fór með
okkur til Tallin þar sem við hittum
Tano og fleiri vini hans sem fóru með
okkur um alla borgina. Í Tallin er
fjöldi gamalla og illa viðhaldinna húsa
sem smám saman er verið að gera
upp og er borgin að breytast í eina fal-
legustu borg Evrópu. Rikki hefur
alltaf látið sér annt um gömul hús og
barðist ötullega á sínum tíma með
Torfusamtökunum og því var þessi
ferð ógleymanleg í fylgd hans.
Síðast þegar ég hitti hann fyrir ári
sýndi hann okkur stoltur forvarðar-
deild Listaháskólans í Helsinki, sem
hann veitti forstöðu. Hann hafði
byggt hana upp af mikilli fagmennsku
og röggsemi úr því að vera lítil deild í
eftirsótta fjölbreytta deild með nem-
endum frá öllum heiminum. Hann var
mjög kröfuharður og vildi bara það
besta frá nemendum sínum sem
sýndu honum mikla virðingu. Þetta
var mjög fróðleg og lærdómsrík
heimsókn sem gaf góða innsýn inn í
þetta mikilvæga fag. Hans sérsvið
voru málverk og var einn nemenda
hans að æfa sig á gömlu mjög illa
förnu málverki sem Rikki hafði fund-
ið fyrir tilviljun upprúllað á markaði.
Manni féllust hendur að sjá alla vinn-
una sem beið þessa vesalings nem-
anda en Rikki var sannfærður um að
þetta tækist þótt það tæki nokkur ár!
Rikka á eftir að verða sárt saknað
af öllum sem kynntumst honum og
votta ég fjöldskyldu hans og aðstand-
endum mínu dýpstu samúð.
Hann er kvaddur með virðingu og
þökk.
Anna Geirsdóttir.
Á þeim tíma þegar gömul hús þóttu
ófín, nánast óværa í borginni við
sundin, gekk Rikki til liðs við Torfu-
samtökin og gerðist þar öflugur liðs-
og síðar stjórnarmaður. Þá var það
ekki líklegt til vinsælda eða vænlegt
til frama að taka þátt í baráttunni fyr-
ir verndun byggingararfs þjóðarinn-
ar. Sannfæring hans sagði honum
hins vegar að hér væri verk að vinna
og hans krafta væri þörf.
Fullur af hugmyndum, ráðagóður
og velviljaður hellti hann sér út í
starfið. Hann átti mjög auðvelt með
að ná sambandi við fólk, hrífa það með
sér og margan manninn sannfærði
hann með rökvísi sinni og glöðu við-
móti.
Í bók Halldórs Laxness Yfir-
skyggðir staðir, útg. 1971, sem er safn
ýmissa athugana höfundar um fjöl-
breytileg mál, er grein sem ber heitið
Brauð Reykjavíkur. Þar er fjallað um
húsin á Bernhöftstorfu og veika stöðu
þeirra á þessum tíma. Þar segir höf-
undur m.a.: „Þegar menn heimta að
þessi látlausu hús endurminninganna
á Bernhöftstorfu verði afmáð og bera
fyrir sig að þau séu úr sér gengin, þá
er það ónóg röksemd. Þessi gömlu
SJÁ SÍÐU 40
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2001 39
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Ólafur Ö. Pétursson,
útfararstjóri,
s. 896 6544
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
S. 551 7080
Vönduð og persónuleg þjónusta.
!
"#$ %#&
% '($)' % '($)' *' ' +& , - ''
.& % '($)' *'
/ '' % '($)' *'
* ( ' ()'&
!" # # ! $ ! "#
$%&
" &
! ' "#
' "#
$% (&)
!"! #!"$ %& '((
#!")& $ %& '(( #!" !&'! +& !&' &
$ %& & , && - .& '((
.- $ %& '(( ./ -0! 12(! 3 0 (4&
(5& $ %& '((
& $ %& & #!"$ %
&& #!" !&' '((
$ & $%& $ & $ & $ &
!
"#$% & ! '()
* $
+$&
! $$ &
)$
% $ %, $ & % $ % $ % $
!"#$
%& ' & ")
*$' ' +! "#$
!" *$ '
, - !
" " - !