Morgunblaðið - 01.04.2001, Qupperneq 41
að raunverulegum gæðum lífsins – og
maður var aftur með, þar sem þægi-
legt var að vera.
Ég þakka innilega fyrir að hafa
fengið að kynnast Rikka og notið
þeirra forréttinda að hafa átt hann að
vini.
Lisa von Schmalensee Burgess.
Kveðja frá Félagi norrænna
forvarða – Íslandsdeild
Á morgun kveðjum við einn félaga
okkar, Ríkharð H. Hördal.
Þegar hann kom heim frá námi í
Kaupmannahöfn var hann einn þeirra
sem hleypti nýju lífi í félag forvarða.
Hann sat í stjórn þess í nokkur ár. Á
þeim tíma efldist samvinnan við deild-
ir annarra landa, lög félagsins voru
samin svo og siðareglur forvarða.
Undanfarin ár var hann virkur í al-
þjóðlegu samstarfi forvarða, þar sem
hæfileikar hans til að kynnast fólki og
hrífa með sér nutu sín til fulls.
Við sendum aðstandendum hans
samúðarkveðjur.
Halldóra Ásgeirsdóttir,
formaður.
September 1968. Laugarvatn.
Kynningarnámskeið á vegum
menntamálaráðuneytisins fyrir er-
lenda nemendur og kennara við Há-
skóla Íslands 1968–69. Þá kynntist ég
fólki frá ýmsum löndum sem ég sá oft
þennan vetur, og meðal þeirra var
einn sem reyndist vera sannur vinur í
rúm 30 ár. Í september 1968 var
Rikki Hördal 21 árs, nýkominn frá
Vesturheimi, frá bænum Lundar í
Manitoba, til að kanna rætur sínar og
læra móðurmálið. Eitt fallegt síðdegi
gengum við tveir saman upp á Laug-
arvatnsfjall, nutum útsýnisins og veð-
ursins, eftirvæntingarfullir þess sem
beið okkar hér á Íslandi.
Rikki stóð sig vel: Hann tók
B.Phil.-próf í íslensku fyrir erlenda
stúdenta, MA-próf í ensku, kvæntist
góðri konu (ég þykist eiga heiðurinn
af því að hafa kynnt hann og Álfheiði,
enda var hún nemandi minn); þau
eignuðust dótturina Láru; hann starf-
aði fyrir Loftleiðir í nokkur ár; síðar
tók kennsla við, en hann kenndi við
Flensborgarskóla í Hafnarfirði. En
þetta var ekki nóg fyrir mann með
sterkan vilja og næmar tilfinningar
fyrir alls konar listum: hann fór til
Kaupmannahafnar, skráði sig í Kon-
unglegu listaakademíuna og lauk
prófi í forvörslu málverka árið 1982.
Ári síðar stofnaði hann, ásamt Hilm-
ari Einarssyni, fyrirtækið Morkin-
skinnu, til þess að annast viðgerðir
listaverka. Morkinskinna gekk vel frá
upphafi og skiptir miklu máli í ís-
lenskum listaheimi.
En eins og fyrr þurfti Rikki að
spreyta sig á nýju viðfangsefni. Árið
1993 flutti hann til Finnlands, þar
sem hann kenndi forvörslu og tók
mikinn þátt í uppbyggingu forvörslu-
deildar Espoo-Vantaa Institute of
Technology, og ég er viss um að hon-
um vegnaði þar mjög vel. Við hjónin
vorum svo heppin að vera boðið heim
til þeirra Álfheiðar þegar hann var
hér um jólin, og það var mjög ánægju-
legt að sjá að hér var maður sem var
sáttur við lífið og þá stefnu sem hann
hafði tekið.
Af lífshlaupi Rikka sést að hann
var ákveðinn, duglegur, djarfur og
metnaðargjarn maður. En það sem
mér finnst mest um vert var að hann
átti samtímis aðra hlið. Hann var,
ólíkt mörgum sem hafa náð frama,
ljúfur, þægilegur, hlýr, tilfinninga-
næmur maður, sem bar mikla um-
hyggju fyrir öðru fólki. Bros hans
gleymist ekki þeim sem kynntust
honum – það minnir á bros Gatsbys í
bók eftir F. Scott Fitzgerald: „Þetta
var eitt af þessum sjaldgæfu brosum
sem hafa eiginleika ævarandi hugg-
unar, bros sem maður rekst á kannski
fjórum eða fimm sinnum á ævinni.
Það sneri að – eða virtist snúa að – öll-
um ævarandi heiminum í eitt augna-
blik, og svo beindist það að þér með
ómótstæðilegum fordómum þér í
hag.“ Og þar að auki, eins og ég
komst að strax þennan septemberdag
1968 á Laugarvatni, var Rikki maður
sem var auðvelt að eiga skemmtilegar
og um leið innihaldsríkar samræður
við.
Robert Cook.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2001 41
Asparfell 10
- opið hús!
Mjög rúmgóð 3ja herbergja íbúð á 6. hæð í góðu fjölbýlishúsi -
húsvörður. Komið er inn í rúmgott hol með filtteppi á gólfi og
ágætis skápum. Til hægri er eldhús með korki á gólfi, viðarinn-
réttingu á tveimur veggjum og ágætis borðkrók með stórum
suðurglugga. Stofan er mjög stór. Góðar suðursvalir Annað her-
bergið er með skáp og parket-dúk á gólfi. Hitt herbergið er stórt
með parket-dúk á gólfi og fataherbergi með góðum hillum. Bað-
herbergið er með baðkari og ljósri innréttingu, dúkur á gólfi og
flísar á veggjum. Á hæðinni er þvottahús, en fjórar íbúðir hafa
sameiginleg afnot af því og eiga saman þvottavél og þurrkara.
Sérgeymsla er í kjallara og sameiginleg hjólageymsla. Haustið
2000 voru settir Danfosskranar og -lokar á alla ofna í húsinu.
Verið velkomin í opið hús í dag, sunnudag, kl. 13-17
Kristinn tekur vel á móti ykkur
Suðurlandsbraut 20,
sími 533 6050,
www.hofdi.is
VERSLUNARHÚS ÓSKAST !
Erum að leita að vel staðsettu 2.000 til 3.000 fermetra verslun-
arhúsi á höfuðborgarsvæðinu fyrir fjársterkan aðila. Húsnæðið
þarf að vera aðgengilegt og með nægum bílastæðum. Æskilegt
er að húsnæðið sé að mestu á einni hæð. Bæði kaup og sala
koma til greina. Áhugasamir hafi samband sem fyrst við Ásmund
Skeggjason á Höfða fasteignasölu í síma 533 6050 eða 895 3000.
Þuríður Halldórsdóttir, hdl., lögg. fasteigna- og skipasali. Aðalsteinn Torfason, sölust
t
jóri. Þórður
Kr. Guðmundsson, sölustjóri, Reykjanesi, sími 893 0007.
Símar 551 7270 og 893 3985 - Fasteignavefur www. hreidrid.is
Nú er að koma vor og hækkandi sól á lofti.
Það er líf og fjör í Hreiðrinu. Vegna mikillar
sölu vantar allar stærðir og gerðir eigna á skrá.
Fasteignaeigendur í söluhugleiðingum, hafið
samband, og leitið eftir hvaða kjör og þjónustu
við veitum þér.
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14 - 16
Flétturimi 16 - 1. hæð t.v.
Sérlega glæsilega innréttuð 3ja
herb. íb. á 1. hæð til vinstri. Fal-
legar sérsmiðaðar mahóní-inn-
réttingar. Parket og flísar. Hús
og sameign í góðu ástandi.
Verð 11,9 millj.
Árni Þór og Ingigerður bjóða
ykkur velkomin milli
kl. 14 - 16 í dag.
Borgartúni 22
105 Reykjavík
Sími 5-900-800
Opið hús í dag, sunnudag milli kl. 14 - 17
Falleg efri hæð og ris í tvíbýlis-
húsi á frábærum stað. Fallegt
útsýni. 3 góð herb., 2 stofur,
aukaherb. í kjallara, sérþvotta-
hús og sérgeymsla. Raflagnir
yfirfarnar. Gler og gluggar yfir-
farnir. Alno-eldhúsinnr. Nýlegt
þak. Suðursvalir. Bílskúrsrétt-
ur. Áhv. 4 millj. Verð 17,5 millj.
Guðrúnargata 10 - Reykjavík
Stefán og Kristín taka á móti
gestum í dag milli kl. 14 og 16
SUNNUDAGUR OPIÐ HÚS
Arnarhraun 4-6 - Hafnarfirði Í sölu mikið endurnýjuð 109 fm íbúð
á 1. hæð í góðu fjölbýli. Þrjú svefnherb. og stofa. Suðursvalir. Nýleg
eldhúsinnrétting með nýjum tækjum. Parket og dúkur á gólfum. Tengi
fyrir þvottavél á baði. Verðtilboð! Þau Sölvi og Margrét bjóða ykkur
velkomin til sín í dag á milli kl. 14-16.
BÚJÖRÐ TIL SÖLU
Á jörðinni er rekið kúabú með
104 þúsund lítra fullvirðisrétti.
Ræktað land er 35 hektarar. Á
jörðinni er 165 fermetra
steinsteypt íbúðarhús, byggt
1980 og 30 kúa fjós með
plássi fyrir 20 geldneyti, byggt
1979. Á jörðinni er jafnframt
nýtt kálfafjós er rúmar 50 gripi. Hlaða er 350 fermetrar að stærð, byggð
1983, með súgþurrkun og dreifikerfi.
Tilboð óskast í jörðina.
Upplýsingar veitir Sigurður Pétur Guðjónsson, Vogi. Sími 434-1440.
Til sölu er jörðin Vogur, Fellsströnd,
Dalabyggð, ásamt bústofni, vélum og kvóta.
Haukalind 32
Opið hús í dag frá kl. 14:00 - 17:00
Frábærlega staðsett nýtt 207 fm
raðhús á tveimur hæðum með inn-
byggðum bílskúr og frábæru út-
sýni. Eignin skiptist í anddyri,
snyrtingu, eldhús, rúmgóða stofu
með útsýni, fjögur svefnherbergi,
sjónvarpshol, baðherbergi, stóra
geymslu, þvottahús og bílskúr.
Eignin er ekki fullkláruð. Verð 19,8 millj. (522) Erla og Skúli taka vel á móti
gestum frá kl. 14:00 til 17:00. Teikningar á staðnum.
Fasteignasalan Hóll, sími 595 9000
Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030.
Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar
EIGNABORG
FASTEIGNASALA
564 1500
20 ára
Foldasmári 20, Kópavogi
195 fm fullbúið raðhús á tveim-
ur hæðum, 5 svefnherb., suður-
garður. Glæsilegar innréttingar,
parket og flísar. 28 fm bílskúr.
V. 22,2 m. (874).
Verið velkomin. Olga tekur á
móti ykkur frá
kl. 15.00—18.00 í dag.