Morgunblaðið - 01.04.2001, Síða 49

Morgunblaðið - 01.04.2001, Síða 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2001 49 í dag, sunnudag, frá kl. 13-19 RAÐGREIÐSLUR Síðasti söludagur fyrir páska á nýjum og gömlum, handhnýttum, austurlenskum gæðateppum á Grand Hótel í Sigtúni 10% staðgreiðslu- afsláttur sími 861 4883 NÝ SENDING af persneskum teppum Fjölskylduþjónustan - Skipholti 50c Meðferðar- og ráðgjafarstofa Viðtöl fyrir einstaklinga, pör og fjölskyldur. Skilnaðarráðgjöf •sálfræðipróf • greining á vanda barna og unglinga • uppeldisráðgjöf • handleiðsla • fræðsla • dáleiðsla. Tímapantanir í stofusíma 551 6530 og í símum meðferðaraðila. Brynjólfur G. Brynjólfsson, sálfræðingur/ fjölskyldufræðingur, sími 867 4135 Rannveig Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi/ fjölskyldufræðingur, sími 698 9356. Kolbrún Ragnarsdóttir, iðjuþjálfi/ fjölskyldufræðingur, sími 863 8933 Thomas Attlee DO, RCST, skólastjóri CCST í London, virtasta skóla Evrópu í Cranio Sacral Therapy. Íslenskur túlkur Margeir Guðrún s. 897 7469 s. 692 3611 www.simnet.is/cranio Félag höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnara Grunnnám á Akureyri 28. apríl til 3. maí 2001 ÉG ÆTLA að byrja á því að óska andstæðingum Reykjavíkurflugvall- ar innilega til hamingju með þenn- an stórkostlega bindandi kosninga- sigur sem þeir unnu á dögunum. Þessi stórkostlegi sigur vannst örugglega vegna málefnalegs rök- stuðnings hlutaðeigandi og geisl- andi framgöngu og hafði auðvitað ekkert að gera með hvernig kjör- staðir voru staðsettir, hve margir sátu heima eða neitt annað. Það er alveg ljóst. Nú þurfum við hin sem sagt að fara að huga að annarri lausn. Sext- án eru ekki langur tími og því þarf að bregðast við nú þegar. Sturla Böðvarsson hefur sagt að ef flug- völlurinn verði ekki í Reykjavík verði hann í Keflavík. Eftir þetta afhroð í kosningum er ég alveg orð- in sammála Sturlu, auðvitað flytjum við flugvöllinn til Keflavíkur. Að vísu fékk ég reyndar ekki að tjá mig um völlinn þar sem ég er landsbyggðarlýður, sennilega með heilmikla minnimáttarkennd, eftir kenningum borgarstjóra Reykjavík- ur. En það þarf að flytja fleira, við þurfum að byggja nýtt hátækni- sjúkrahús sem þjónar landsbyggð- inni, auðvitað þarf svo að flytja alla stjórnsýsluna suðureftir, bæði al- þingi og aðstöðu alla í kring um það og stjórnarráðið ítem allar aðrar opinberar stofnanir. Svo þarf fleiri gistimöguleika og vert væri að efla list og menningu þarna og ekki sak- aði ein kringla eða svo og síðan kæmi hitt svona af sjálfu sér. Þá er stutt í Bláa lónið og Keflavík er mjög snyrtilegur bær og svo er skemmtileg byggð í kring, Sand- gerði, Njarðvíkur og Vogar, þetta heitir víst Reykjanesbær í dag. Þegar flugvöllurinn væri kominn þarna suðureftir myndi allt þetta aukast og stækka og þá munu byggjast upp veitingastaðir og skemmtanabransi allskonar. Maður þyrfti þá ekkert að sækja til Reykjavíkur. Mér leiðist borgin hvort sem er og myndi ekki eiga neina leið þangað nema til að heim- sækja vini og vandamenn, en þeim heimsóknum myndi sennilega fækka, því ekki nenni ég að þvælast alla leið frá Keflavík til Reykjavík- ur bara til að skreppa í heimsóknir. Sérstaklega þegar maður finnur andann í Reykvíkingum í dag. Landsbyggðarlýðurinn er bara til óþurftar. Maður fer hvort sem er mest suður til að fara utan og þá þarf ekki lengur að koma sér langa leið út á Keflavíkurvöll. Þá er allt á sama stað. Ég á líka þó nokkuð marga erlenda vini sem gjarnan koma í heimsókn, það yrði miklu auðveldara fyrir þá að koma beint til Ísafjarðar frá Keflavík, enda finnst þeim flestum lítið til Reykja- víkur koma, hún er alltof stór til að vera spennandi fyrir fólk sem kem- ur frá útlandinu og alltof lítil til að vera neitt sérstök. Þarna væri líka hægt að spara breikkun Reykjanes- brautar. Ég legg svo til að Keflavík verði lýst höfuðborg landsins, þar sem breytt fyrirkomulag krefst þess að öll opinber stjórnsýsla verði stað- sett þar. Þetta myndi líka leysa vandamál og misskilning útlendra gesta sem koma í heimsókn því þeir lesa á skiltum flugvalla heimsins orðið „Keflavík“. Kæru Reykvíkingar, ég vona svo að þið njótið háhýsanna sem rísa munu í Vatnsmýrinni og njótið hvors annars. Óska ykkur reyndar alls hins besta og mikið held ég að þið getið andað léttar að losna við áganginn af þessum hokurkörlum og -kerlingum sem endilega vilja hanga þarna úti í eyðimörkinni, Guð má vita hvers vegna, þegar það getur flutt í alsæluna fyrir sunnan. Og svo eitt að lokum; af hverju að bíða með að flytja völlinn þangað til 2016 og eyða fleiri peningum í flugvöll sem á að fara hvort eð er? Af hverju ekki að byrja strax á að byggja upp þjónustuna suðurfrá og vera með allt á hreinu það herrans ár 2016. ÁSTHILDUR CESIL ÞÓRÐARDÓTTIR, Seljalandsvegi 100, Ísafirði. Keflavík verði höfuðborg landsins Frá Ásthildi Cesil Þórðardóttur: MENNINGARMÁL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.