Morgunblaðið - 01.04.2001, Síða 50

Morgunblaðið - 01.04.2001, Síða 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Hegranes SK og Freyja fara í dag. Latana fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Vit- jaz kemur í dag, Selfoss kemur á morgun til Straumsvíkur. Mannamót: Félagsstarfið Norð- urbrún 1 og Furugerði 1. Þriðjud. 3. apríl verð- ur farið í Fljótshlíðina. Skráning á Norðurbrún í s. 568-6960 og í Furu- gerði í s. 553-6040. Aflagrandi 40. Á morg- un kl. 8.45 leikfimi, kl. 10 boccia, kl. 14 félagsvist, Miðvikud. 4. apríl verður farin verslunarferð í Hagkaup, Skeifunni, kl. 10. Kaffi í boði Hag- kaups. Síðasta versl- unarferð fyrir páska. Skráning í Aflagranda í s. 562-2572. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 opin handa- vinnustofan, penna- saumur og perlusaumur, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30 félags- vist, kl. 13 opin smíða- stofan, kl. 13.30 félags- vist, kl. 16 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–12 og kl. 13 bútasaumur, kl. 10 sam- verustund. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Á morgun kl. 9 myndlist, kl. 9.30 hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10–13 versl- unin opin, kl. 11.10 leik- fimi, kl. 13 handavinna og föndur, kl. 13.30 enska, framhald. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Á morgun kl. 9 böðun, kl. 9.45 leikfimi, kl. 9 hár- greiðslustofan opin. Félagsstarfið, Sléttu- vegi 11–13. Félagsvist á morgun kl. 14. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Á morgun, mánudag, verða púttæfingar í Bæjarútgerðinni kl. 10– 11.30. Tréútskurður í Flensborg kl. 13, félags- vist kl. 13.30. Þriðjud. brids og saumur kl. 13.30. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Spilað í Kirkjulundi á þriðjudög- um kl. 13.30. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Sunnudagur: Félagsvist kl. 13.30. Dansleikur kl. 20, Caprí- tríó leikur fyrir dansi. Dagsferð verður farin í Grindavík–Bláa lónið– Reykjanes mánudaginn 2. apríl. Brottför kl. 10 frá Ásgarði, Glæsibæ, nokkur sæti laus. Leið- sögumaður: Pálína Jóns- dóttir. Mánudagur: Brids kl. 13.30. Dans- kennsla kl. 19 og kl. 20.30 fyrir byrjendur. Söngvaka kl. 20.30. Stjórnandi: Anna María Daníelsen. Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 13.30 bankaþjónusta, kl. 15.30 dans hjá Sig- valda. Félagsstarf aldraðra, Háteigskirkju. Spilað í Setrinu mánudaga kl. 13–15, kaffi. Miðviku- dagar kl. 11–16 bæna- stund, súpa í hádeginu, spilað frá kl. 13–15, kaffi. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Á morgun kl. 9–16.30 opin vinnustofa, handavinna og föndur, kl. 14 félagsvist. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun er handa- vinnustofan opin, kl. 9.30 gler og postulíns- málun, kl. 13.30 lomber og skák, kl. 14.30 enska. Hraunbær 105. Á morg- un kl. 9 postulínsmálun, perlusaumur og korta- gerð, kl. 10.30 bæna- stund, kl. 14 sögustund og spjall. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 keramik, tau- og silkimálun og klippimyndir, kl. 10 boccia, kl. 13 spilað. Norðurbrún 1. Á morg- un bókasafnið opið kl. 12–15, ganga kl. 10. Vesturgata 7. Á morgun kl. 9.15 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13 kóræf- ing, kl. 12.15 dans- kennsla, framhald, kl. 13.30 danskennsla, byrj- endur, kl. 13. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smiðjan, kl. 9.30 bók- band, bútasaumur og morgunstund, kl. 13 handmennt, kl. 13 leik- fimi, kl. 13 spilað. Gullsmárabrids. Brids- deild FEBK í Gullsmára kl. 13 á mánudögum og fimmtudögum. Mæting og skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Á morgun kl. 19 brids. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis eru með fundi alla mánu- daga kl. 20 á Sól- vallagötu 12, Reykjavík. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Kirkjustarf aldraðra, Digraneskirkju. Opið hús þriðjudag frá kl. 11. Leikfimi, matur, helgi- stund og fræðsla. Félag austfirskra kvenna heldur fund í safnaðarheimili Grens- áskirkju mánud. 2. apríl kl. 20. Kristniboðsfélag karla. Fundur verður í Kristni- boðssalnum Háaleit- isbraut 58–60 mánud. 2. apríl kl. 20. Leifur Sig- fússon kristniboði og William Lopeda, predik- ari frá Kenýa, tala á fundinum. Allir karl- menn velkomnir. Kvenfélagið Fjallkon- urnar, fundur í Safn- aðarheimili Fella- og Hólakirkju þriðjudaginn 3. apríl kl. 20. Kínversk- ur matur. Konur, látið vita um þátttöku í síma 557-3240, Birna. Félag breiðfirskra kvenna. Páskabingó verður mánudaginn 2. apríl kl. 20. Margt eigu- legra muna. Rætt verð- ur um vorferðina á Njáluslóðir. Kvenfélag Háteigs- kirkju. Aðalfundurinn verður þriðjudaginn 3. apríl kl. 20 í safn- aðarheimilinu. Venjuleg aðalfundarstörf. Óvænt uppákoma. Kvenfélag Óháða safn- aðarins. Aðalfundurinn verður haldinn í Kirkjubæ þriðjudaginn 3. apríl kl. 20.30. Orlofsnefnd húsmæðra í Kópavogi. Helgarferð um Snæfellsnes 26. til 27. maí, upppantað í þá ferð. Hressingardvöl á Laugarvatni 10.–15. júní og ferð til Prag 5.–11. ágúst, upppantað í þá ferð. Allar konur sem veita eða hafa veitt heimili forstöðu án launa eiga rétt á orlofi. Þær konur sem ekki hafa áður farið í orlof ganga fyrir með rými. Uppl. og innritun hjá Ólöfu, s. 554-0388, og Birnu, s. 554-2199. Ath. Innritun lýkur 30. apríl. Kvenfélag Seljasóknar, fundur þriðjudaginn 3. apríl kl. 20. Gestur fund- arins: Kolbrún Björns- dóttir grasalæknir. Félagskonur mætið og takið með ykkur gesti. Kvenfélag Garðabæjar heldur mars-fund sinn á Garðaholti þriðjudaginn 3. apríl kl. 20.30. Kvenfélag Laug- arnessóknar. Afmæl- isfundur félagsins verð- ur á morgun, 2. apríl, kl. 20 í safnaðarheimilinu. Konur í Kvenfélagi Ár- bæjarsóknar koma í heimsókn. Kvenfélag Lágafells- sóknar. Fundur verður haldinn í Hlégarði mánudaginn 2. apríl kl. 20.30. Gestir verða kon- ur úr kvenfélagi Garða- bæjar. Tilkynna þarf þátttöku í síma 566- 7835. Hana-nú, Kópavogi. Spjallstund verður kl. 14 mánudaginn 2. apríl á lesstofu Bókasafns Kópavogs. Fundarefni: Svipleiftur úr sögu Hana-nú. Kl. 15 verður byrjað að skrá frásagnir í tölvutæku formi. Í dag er sunnudagur 1. apríl, 91. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Takið á móti ögun minni fremur en á móti silfri og fræðslu fremur en úrvals gulli. (Orðskv. 8, 10.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 birgðir, 4 búkur, 7 dáni, 8 vegurinn, 9 spil, 11 hægfara, 13 skjóla, 14 kirtil, 15 fum, 17 döpur, 20 poka, 22 venja, 23 húð- poki, 24 vagn, 25 fleina. LÓÐRÉTT: 1 loðskinns, 2 afhenti, 3 líkamshlutinn, 4 vísa, 5 skrá, 6 vitlausa, 10 bumba, 12 læri, 13 skordýr, 15 snauð, 16 ber, 18 tunna, 19 geta neytt, 20 klína, 21 ófögur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 gasalegur, 8 járni, 9 sunna, 10 nía, 11 mðrin, 13 nárar, 15 svans, 18 sauðs, 21 tak, 22 fálka, 23 agnar, 24 ótuktinni. Lóðrétt: 2 akrar, 3 arinn, 4 eisan, 5 unnur, 6 hjóm, 7 barr, 12 inn, 14 ása, 15 sefa, 16 atlot, 17 stakk, 18 skari, 19 unnin, 20 séra. K r o s s g á t a Víkverji skrifar... STUÐNINGSMANNAKLÚBB-AR íþróttaliða hafa hlotið skemmtileg nöfn, sumir hverjir. Vík- verja er kunnugt um Hauka í horni, sem eru vitaskuld áhangendur Hauka í Hafnarfirði, og nýverið rakst Víkverji á miða frá áhangendum handboltaliðs Fram. Þeir kallast, að sjálfsögðu, Framstuðarar! x x x FYRIR svörum í dálkinum Maðurvikunnar í Víkurfréttum, sem gefið er út í Keflavík, sat nýlega Sverrir Vilbergsson, hafnarstjóri í Grindavík. Víkverja fannst skemmti- leg tilbreyting að sjá, sérstaklega í einu svari Sverris, að ekki setja sig allir í stellingar vegna jafnréttis sem svo mikið er rætt um þessi misserin. Meðal þess sem Sverrir er spurður um er: Uppáhaldsilmur? Og hann svarar: Þegar konan kallar matur. x x x VÍKVERJI brá sér í kvikmynda-hús á dögunum, nánar tiltekið í Regnbogann og sá frönsku myndina Chocolat, sem reyndar er leikin á ensku. Skemmst er frá því að segja að Víkverji skemmti sér afbragðsvel, en hann er einmitt sérlega hrifinn af myndum eins og þessari, þar sem ekki er að finna neinar byssur, engan hávaða eða læti. Óhætt er að mæla með myndinni þótt vissulega sé hún ekki óaðfinnanleg. Víkverji var einnig afskaplega hrif- inn af rúmensku kvikmyndinni Galni gesturinn (Gadjo dilo) frá 1999 á RÚV síðastliðið sunnudagskvöld. Þar sagði frá ungum Frakka sem var á ferð um Rúmeníu í leit að söngkonu sem pabbi hans hélt upp á, eins og sagði í dagskrárkynningu. Þetta var frábær mynd; reyndar engir byssu- hvellir, engir eltingaleikir á bílum – en nóg af „daglegu lífi“; venjulegu fólki við leik og störf. Víkverji gæti þegið meira af mynd- um sem þessari, um venjulegt fólk. Myndir frá Norðurlöndunum, Frakk- landi, Ítalíu, Spáni eða Austur-Evr- ópulöndum. Að ekki sé talað um Suð- ur-Ameríku. Það er auðvitað margtuggin klisja, en engu síður staðreynd, að heimsbyggðinni er boð- ið upp á allt of mikið af bandarískum kvikmyndum. x x x VÍKVERJI hlustar talsvert á Rás1 ríkisútvarpsins. Þar er boðið upp á margvíslegt úrvalsefni, starfs- fólkið er ekkert sérstaklega að flýta sér eins og virðist stundum raunin á öðrum stöðvum, hlustandinn er ekki truflaður með neinum pítsutilboðum eða leikjum, heldur getur gengið að góðri dagskrá vísri. Dagskráin er að mestu leyti frábær, að mati Víkverja; þar er að finna góða tónlistarþætti, fróðleik og ýmislegt fleira. En sumt virðist engu að síður hálfpartinn barn síns tíma. Úrelt eða jafnvel gagns- laust. Eins og til dæmis þetta, sem Víkverji heyrði einhvern morguninn: Lagarfoss fer í dag frá Vestmanna- eyjum til Immingham og Rotter- dam … Er einhver að hlusta á út- varpið kl. 10.15 árdegis sérstaklega til að fylgjast með ferðum vöruflutn- ingaskipa? Þetta eru eflaust leifar frá þeim tíma þegar enginn hafði aðgang að textavarpi eða Netinu en Víkverji er næsta viss um að þessi þjónusta út- varpsins þjónar litlum tilgangi í dag. Og strax í kjölfarið var svo lesið gengi gjaldmiðla. „… sterlingspund 131 króna og 88 aurar, japanskt jen 0,758 krónur …“ Hefur einhver gagn af því þegar upplýsingar af þessu tagi eru lesnar upp jafn hratt og raun ber vitni? x x x VÍKVERJI fór á dögunum íSkólavörubúðina, sem nú er til húsa á Skemmuvegi í Kópavogi. Langt er síðan komið var síðast í verslunina og þá var hún annars stað- ar, en Víkverji verður að segja að bæði honum og börnum hans fannst hálfgert ævintýri að koma á staðinn. Vöruúrval er svo fjölbreytt í verslun- inni að hrein unun er að ganga þar um, skoða og grúska. ÞAÐ er ekki ofsögum sagt af því, hvernig við íslenskar húsmæður skörum framúr á flestum sviðum og styðj- um þá sem leggja land und- ir fót. Hér á ég við Bónus- feðga, sem ætla nú að gera garðinn frægan beggja vegna Atlantshafsins, í Bandaríkjunum og í Evr- ópu. Bónus-dollar verslanir fyrir vestan ganga svo vel að þeir reikna með að kaupa yfir 400 verslanir. Vil ég þess vegna skora á íslenskar húsmæður að herða nú róðurinn og sam- einast um að kaupa nú bet- ur í Bónus og styðja við bakið á þeim feðgum. Hvernig gætu þeir öðruvísi verið samkeppnisfærir í Bandaríkjunum, en þar er matvara 30-50% ódýrari en hér á Fróni. Getur verið að úr pyngju okkar séu komn- ir möguleikar þeirra til þessa að stórgræða? Við verðum að vænta þess að verð lækki á okkar nauð- synjum þegar vel fer að ganga hjá þeim utanlands. Þess vegna vil ég leyfa mér, meðan ég og aðrir bíða þess að sá tími renni upp, að kalla þá „geisla-baugs- feðga“ og um hugann fer að „bráðum komi betri tíð með blóm í haga“. Húsmóðir. Eignarskattur og fasteignagjöld MIKIL hækkun hefur átt sér stað á eignarskatti og fasteignagjöldum. Þessi gjöld hafa hækkað um 40% á síðustu tveimur árum og kemur hart niður á eldra fólkinu og gerir því ókleift að búa í eigin húsnæði. Ráðamenn þjóðarinnar tala um að gera fólki kleift að búa sem lengst heima, en með þessum hækkunum er það ekki hægt. Eldri borgari. Þakkir fyrir grein RÖGNVALDUR hafði samband við Velvakanda og vildi þakka fyrir grein í Umræðunni í Morgun- blaðinu 20. mars sl. Þessi grein er eftir Halldór Þor- steinsson og kemst hann vel að orði í sambandi við Davíð Oddsson og Halldór Blöndal. Vill hann benda fólki á að lesa þessa grein. Kannast einhver við vísuna? KANNAST einhver við þessa vísu, hver orti hana og hvort hún sé lengri? Nú liggur þú dropi í lófa mín- um/ og lát mig heyra af ferðum þínum./ Þú hafðir áður vökvað blómin við bæ- inn/ svo breyttirðu þér í lækinn sem rann út í sæinn. Ef einhver getur gefið ein- hverjar upplýsingar vin- samlega hafið samband í síma 487-8262. Byggð í Vatnsmýrinni KONA hafði samband við Velvakanda og vildi benda á það, að ef það yrði byggt í Vatnsmýrinni 10.000 manna byggð þyrfti að leggja nýjan, breiðan og góðan veg því Hringbraut- in taki ekki við allri þeirri umferð, sem fer um hana daglega, hvað þá ef fleiri þúsund bílar bættust við á dag. Strætisvagnamiðar fyrir öryrkja ÖRYRKI hafði samband við Velvakanda og vildi lýsa yfir óánægju sinni með strætisvagnamiða fyrir ör- yrkja. Vill hann hafa þá ljósari á lit og þykkari því það sé mjög erfitt að ná þeim í sundur og þeir séu of dökkir. Dagskrá sjónvarpsins ÁSRÚN hafði samband við Velvakanda og vildi koma því á framfæri að hún væri óánægð með dagskrána í sjónvarpinu. Henni finnst að þeir mættu bæta sig og sýna betri myndir á föstu- dagskvöldum, t.d. dýralífs- myndir eða náttúrulífs- myndir. Of mikið sé af endurtekningum. Tapað/fundið Gullarmband tapaðist á Akureyri TAPAST hefur gullarm- band með múrsteins- mynstri á Akureyri. Fund- arlaun. Uppl. í síma 462-3777. Dýrahald Kalí vantar heimili KALÍ er verðlauna síamsk- isa og vantar gott heimili af sérstökum ástæðum. Vin- samlega hafið samband í síma 565-9722. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Íslenskar húsmæður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.