Morgunblaðið - 01.04.2001, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2001 51
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
ef t i r Frances Drake
HRÚTUR
Afmælisbarn dagsins:Þú
lætur einskis ófreistað til að
koma málum þínum
í höfn og það vita þeir
sem til þín leita.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Það er engu líkara en annar
hver maður í veröldinni vilji
ná tali af þér. Reyndu að tak-
marka aðgengið svo þú getir
sinnt því sem máli skiptir.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú þarft ekki að gala upp á
hæstum hól til þess að koma
skilaboðum til fólks. Innihald
þess sem þú segir skiptir
meira máli en hávær fram-
setning.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú verður að skipuleggja
starf þitt betur ef þú átt að
koma einhverju í verk. Byrj-
aðu á því að loka á heimsóknir
málglaðra vinnufélaga.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þótt þú hafir í mörg horn að
líta máttu ekki gleyma vinum
þínum. Gefðu þeim tíma og
ræktaðu sambandið við þá;
þú þarft á því að halda.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Hættu að velta þér upp úr
mistökunum. Reyndu heldur
að læra af þeim og halda svo
ótrauður áfram. Batnandi
manni er bezt að lifa.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Gættu þess að hlaupa ekki
langt yfir skammt í dag!\Þótt
þér líði vel í sviðsljósinu er af
og frá að þú eigir að gera
hvað sem er til að það skíni á
þig.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú átt að setjast niður og
gera þér grein fyrir því, hvað
það er sem þú raunverulega
sækist eftir í lífinu. Má vera
að þú horfir fram hjá sumu
nú.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Nú þegar árangur erfiðis þíns
er innan seilingar skaltu
muna eftir öllum þeim, sem
réttu þér hjálparhönd.
Leyfðu þeim að gleðjast með
þér.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Öllu gamni fylgir alvara og
vandinn er að finna gullna
meðalveginn. Góðlátlegt grín
er í lagi, en ekki að niður-
lægja einhvern með gaman-
seminni
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Það hjálpar ekkert að gefa
sér ekki tíma til þess að fást
við vandamálin. Þau hverfa
ekki, heldur verða bara erf-
iðari og erfiðari viðfangs.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Gerðu þér grein fyrir því
hvaða verkefni geta beðið og
hver þú þarft að inna af hendi
einn, tveir og þrír.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Reyndu ekki að slá ryki í
augu vina þinna. Þeir þekkja
þig og látalæti verða bara
vandræðaleg og geta orðið til
að spilla annars góðu samb-
andi.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
ÁRIÐ 1975 unnu Ítalir sinn
sætasta sigur á Bandaríkja-
mönnum í úrlitaleik HM.
Bandaríkjamenn tóku
snemma forystu í leiknum
og höfðu á tímabili 72ja
IMPa forskot. En þá fór
ítalska stuðvélin í gang og
þunnar slemmur voru sagð-
ar og unnar trekk í trekk.
Hér er ein þeirra:
Austur gefur; AV á
hættu.
Norður
♠ G732
♥ ÁD10
♦ G8
♣ ÁK72
Vestur Austur
♠ 9 ♠ Á65
♥ K7642 ♥ G8
♦ 943 ♦ D107652
♣ G1054 ♣ 86
Suður
♠ KD1084
♥ 953
♦ ÁK
♣ D93
Vestur Norður Austur Suður
Swanson Pittala Soloway Franco
-- -- Pass 1 spaði
Pass 2 lauf Pass 2 spaðar
Pass 3 hjörtu Pass 3 grönd
Pass 4 spaðar Pass 4 grönd
Pass 6 spaðar Allir pass
Fjögur grönd Francos er
almenn slemmuáskorun, en
ekki ásaspurning. Pittala
hafði þegar sagt frá öllu
sínu, en eitthvað varð að
gera til að saxa á þessa 72
IMPa svo hann skaut á
slemmu.
Útspil vesturs var smátt
hjarta. Tvísvíning kemur til
greina, en Franco ákvað að
láta drottninguna og treysta
á hagstæða lauflegu. Síðan
sótti hann spaðaásinn. Sol-
oway gaf einu sinni, en drap
svo og spilaði hjartagosa.
Þetta var hagstæð þróun
fyrir Franco. Hann tók öll
trompin og ÁK í tígli og
þvingaði vestur í lokastöð-
unni með hjartakóng og
fjórlitinn í laufi. Tólf slagir,
980 og 11 IMPar til Ítala,
þar eð Hamman og Wolff
létu geim duga á hinu borð-
inu.
Leikinn unnu Ítalir á
endanum með 25 IMPa
mun.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
Í íslenzku hefur sú verið
aðalreglan, að kvk.no.,
sem enda á -a i nf. et.í svo-
nefndri veikri beyingu,
endi á -na i ef. ft. Þar má
nefna no. eins og stúlka –
stúlkna, perla – perlna
o.s.frv. Vissulega eru á
þessu undantekningar, og
fer það m. a. eftir hljóða-
samböndum. Á þetta hef-
ur áður verið minnzt í
þessum pistlum. Þetta er
aftur rifjað hér upp, þar
sem í Mbl. 29. marz sl.
segir frá merku starfi
félags kvenna, sem nefnir
sig Svölurnar. No. svala
fellur undir ofangreindan
beygingarflokk. Sam-
kvæmt því er ef. ft. þessa
orðs svalna. Þetta eignar-
fall kemur svo nokkrum
sinnum fyrir í ofan-
greindri frásögn, en alltaf
n-laust. „Stjórn Svalanna
kynnti sér starfsemi deild-
arinnar.“ „sótti deildin um
styrk til Svalanna“.
„Helsta fjármögnunarleið
Svalanna er jólakorta-
sala.“ Ef málfræðireglum
er fylgt, hefði átt að tala
um stjórn Svalnanna
o.s.frv.
Snemma hefur hins veg-
ar borið á tvískinnungi í
beygingu þessara orða og
tilhneigingin verið sú að
fella n-ið niður. Vera má,
að mönnum þyki óþægi-
legt að tala um stjórn
Svalnanna og þægilegra
að segja hér Svalanna.
En samt hefur n-ið
haldið velli í sambærilegu
orði, no. tala. Þar segja
menn hiklaust talna, ekki
tala. Maður er talinn
talnafróður, talnaglöggur,
þ.e. n-ið helzt. Mörg önnur
dæmi mætti nefna í þessu
sambandi, en þetta nægir
að sinni. - J.A.J.
ORÐABÓKIN
Svala – svalna
LJÓÐABROT
ÞAÐAN
Innst í því öllu sem gerist
öllu sem tekst þú í fang
heyrir þú stundirnar hverfa
heyrir þú klukkunnar gang.
Og þaðan mun þögnin koma –
þögnin og gleymskan öll
er hinzta mínútan hnígur
á hvarma þér, eins og mjöll.
Hannes Pétursson.
Árnað heilla
80ÁRA afmæli. Á morg-un mánudaginn 2.
apríl verður áttræð Hulda
Agnarsdóttir, Kirkjuteigi 7,
Keflavík. Eiginmaður henn-
ar var Gunnar Örn Helga-
son, sem lést 1971. Hulda
verður að heiman.
70 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 1. apríl,
verður sjötug Hulda Björns-
dóttir til heimilis að Víkur-
braut 30, Grindavík. Eigin-
maður hennar er Tómas
Þorvaldsson. Þau eyða deg-
inum í faðmi fjölskyldunnar.
50 ÁRA afmæli. Nk.þriðjudag 3. apríl
verður fimmtug Steinunn
Sigurðardóttir, hjúkrunar-
forstjóri, Jörundarholti 43,
Akranesi. Eiginmaður
hennar er Bjarni Vésteins-
son. Þau taka á móti gestum
í sal Íþróttamiðstöðvarinnar
á Jarðarsbökkum á afmæl-
isdaginn kl. 20–23.
Staðan kom upp í annarri
deild Íslandsmóts skák-
félaga. Ingvar Þór Jó-
hannesson (1935) er hér
aftur í essinu sínu og tókst
honum að leika Tómas
Björnsson (2250) grátt. Sá
fyrrnefndi hafði hvítt og
fékk stórhættuleg sóknar-
færi eftir: 19. Hxf5! gxf5
20. Dh4 Hg8 Einnig kom
til greina að leika 20... f6
en eftir 21. Bd3 virðist
sókn hvíts ekkert lamb að
leika við. Framhaldið
varð: 21. Bd3 Kg7 22.
Bxf5 Dd8 23. Dxh5 Df6
24. Be6! Dd4+ 25. Kh1
Hgf8 26. Bxf7 Dxd2 27.
Dg6+ Kh8 28. h3 Hae8 29.
Hf5 og svartur gafst upp,
enda fátt um fína drætti.
Skákin tefldist í heild
sinni: 1. e4 c5 2. b3 Rc6 3.
Bb2 d6 4. Rc3 Rf6 5. Rge2
e5 6. Rg3 g6 7. Bc4 Bg7 8.
O-O O-O 9. Rd5 Rxd5 10.
exd5 Re7 11. f4 a6 12. a4
exf4 13. Bxg7 Kxg7 14.
Hxf4 Rf5 15. Rxf5+ Bxf5
16. Df3 h5 17. Hf1 Dd7 18.
Dg3 Kh8.
Páskaeggjaskákmót
Taflfélagsins Hellis verð-
ur haldið 2. apríl kl. 17.00 í
húsakynnum félagsins,
Þönglabakka 1 í Mjódd.
Klukkan 20.00, sama dag
og stað, verður mánaðar-
legt atkvöld félagsins
haldið.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Fólk getur
hringt í síma 569-1100, sent
í bréfsíma 569-1329, eða
sent á netfangið ritstj
@mbl.is. Einnig er hægt að
skrifa :
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík
Nudd
Hinn þekkti finnski nuddari, Lauri
Piiporinen frá Helsinki, hefur hafið störf
í Heilsubrunninum ehf., Kirkjuteigi 21.
Tímapantanir í síma 568 7110.
Verið velkomin.
Vinsamlega staðfestið eldri pantanir.
Luleådagur
í Norræna húsinu sunnudaginn 1. apríl
Skerjagarðssýning í anddyri með verkum eftir listamanninn Ole
Taube. Einnig verður sýndur listiðnaður og hönnun frá Norðurbotni
og munir verða til sölu í anddyri.
13:00-14:00 Undir regnhlíf ævintýrisins. Hittið persónur úr heimi
hugarflugs og ævintýra. Barnadagskrá með Kotten fyrir
börn 0-99 ára. Ókeypis aðgangur.
14:00-14:45 Göran Wallin, deildarstjóri við Skärgard/Friluftsliv í Luleå,
heldur fyrirlestur um völundarhúsaleikinn, fornar minjar
um hann og segir sögu hans í skerjagarðinum í Norður-
botni. Ókeypis aðgangur
15:00-16:00 Undir regnhlíf ævintýrisins. Barnadagskrá með Kotten.
Ókeypis aðgangur.
16:00-17:00 Heimildarmynd um kirkjuhverfið í Gammelstad. Hið
sérstaka kirkjustæði með smáhýsum bændanna í
héraðinu sem mynda lítið þorp í kringum kirkjuna er á
skrá UNESCO yfir sameiginleg menningarverðmæti
mannkyns. Myndin verður sýnd á ca 15 mínútna fresti.
18:00 Þjóðlagasveit J. P. Nyströms flytur þjóðlagatónlist frá Norð-
urbotni og einnig eigin tónverk og söngva.
Aðgangur 1.000 kr.
Verið velkomin!