Morgunblaðið - 01.04.2001, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 01.04.2001, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2001 51 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake HRÚTUR Afmælisbarn dagsins:Þú lætur einskis ófreistað til að koma málum þínum í höfn og það vita þeir sem til þín leita. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er engu líkara en annar hver maður í veröldinni vilji ná tali af þér. Reyndu að tak- marka aðgengið svo þú getir sinnt því sem máli skiptir. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú þarft ekki að gala upp á hæstum hól til þess að koma skilaboðum til fólks. Innihald þess sem þú segir skiptir meira máli en hávær fram- setning. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú verður að skipuleggja starf þitt betur ef þú átt að koma einhverju í verk. Byrj- aðu á því að loka á heimsóknir málglaðra vinnufélaga. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þótt þú hafir í mörg horn að líta máttu ekki gleyma vinum þínum. Gefðu þeim tíma og ræktaðu sambandið við þá; þú þarft á því að halda. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Hættu að velta þér upp úr mistökunum. Reyndu heldur að læra af þeim og halda svo ótrauður áfram. Batnandi manni er bezt að lifa. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Gættu þess að hlaupa ekki langt yfir skammt í dag!\Þótt þér líði vel í sviðsljósinu er af og frá að þú eigir að gera hvað sem er til að það skíni á þig. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú átt að setjast niður og gera þér grein fyrir því, hvað það er sem þú raunverulega sækist eftir í lífinu. Má vera að þú horfir fram hjá sumu nú. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Nú þegar árangur erfiðis þíns er innan seilingar skaltu muna eftir öllum þeim, sem réttu þér hjálparhönd. Leyfðu þeim að gleðjast með þér. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Öllu gamni fylgir alvara og vandinn er að finna gullna meðalveginn. Góðlátlegt grín er í lagi, en ekki að niður- lægja einhvern með gaman- seminni Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það hjálpar ekkert að gefa sér ekki tíma til þess að fást við vandamálin. Þau hverfa ekki, heldur verða bara erf- iðari og erfiðari viðfangs. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Gerðu þér grein fyrir því hvaða verkefni geta beðið og hver þú þarft að inna af hendi einn, tveir og þrír. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Reyndu ekki að slá ryki í augu vina þinna. Þeir þekkja þig og látalæti verða bara vandræðaleg og geta orðið til að spilla annars góðu samb- andi. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁRIÐ 1975 unnu Ítalir sinn sætasta sigur á Bandaríkja- mönnum í úrlitaleik HM. Bandaríkjamenn tóku snemma forystu í leiknum og höfðu á tímabili 72ja IMPa forskot. En þá fór ítalska stuðvélin í gang og þunnar slemmur voru sagð- ar og unnar trekk í trekk. Hér er ein þeirra: Austur gefur; AV á hættu. Norður ♠ G732 ♥ ÁD10 ♦ G8 ♣ ÁK72 Vestur Austur ♠ 9 ♠ Á65 ♥ K7642 ♥ G8 ♦ 943 ♦ D107652 ♣ G1054 ♣ 86 Suður ♠ KD1084 ♥ 953 ♦ ÁK ♣ D93 Vestur Norður Austur Suður Swanson Pittala Soloway Franco -- -- Pass 1 spaði Pass 2 lauf Pass 2 spaðar Pass 3 hjörtu Pass 3 grönd Pass 4 spaðar Pass 4 grönd Pass 6 spaðar Allir pass Fjögur grönd Francos er almenn slemmuáskorun, en ekki ásaspurning. Pittala hafði þegar sagt frá öllu sínu, en eitthvað varð að gera til að saxa á þessa 72 IMPa svo hann skaut á slemmu. Útspil vesturs var smátt hjarta. Tvísvíning kemur til greina, en Franco ákvað að láta drottninguna og treysta á hagstæða lauflegu. Síðan sótti hann spaðaásinn. Sol- oway gaf einu sinni, en drap svo og spilaði hjartagosa. Þetta var hagstæð þróun fyrir Franco. Hann tók öll trompin og ÁK í tígli og þvingaði vestur í lokastöð- unni með hjartakóng og fjórlitinn í laufi. Tólf slagir, 980 og 11 IMPar til Ítala, þar eð Hamman og Wolff létu geim duga á hinu borð- inu. Leikinn unnu Ítalir á endanum með 25 IMPa mun. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Í íslenzku hefur sú verið aðalreglan, að kvk.no., sem enda á -a i nf. et.í svo- nefndri veikri beyingu, endi á -na i ef. ft. Þar má nefna no. eins og stúlka – stúlkna, perla – perlna o.s.frv. Vissulega eru á þessu undantekningar, og fer það m. a. eftir hljóða- samböndum. Á þetta hef- ur áður verið minnzt í þessum pistlum. Þetta er aftur rifjað hér upp, þar sem í Mbl. 29. marz sl. segir frá merku starfi félags kvenna, sem nefnir sig Svölurnar. No. svala fellur undir ofangreindan beygingarflokk. Sam- kvæmt því er ef. ft. þessa orðs svalna. Þetta eignar- fall kemur svo nokkrum sinnum fyrir í ofan- greindri frásögn, en alltaf n-laust. „Stjórn Svalanna kynnti sér starfsemi deild- arinnar.“ „sótti deildin um styrk til Svalanna“. „Helsta fjármögnunarleið Svalanna er jólakorta- sala.“ Ef málfræðireglum er fylgt, hefði átt að tala um stjórn Svalnanna o.s.frv. Snemma hefur hins veg- ar borið á tvískinnungi í beygingu þessara orða og tilhneigingin verið sú að fella n-ið niður. Vera má, að mönnum þyki óþægi- legt að tala um stjórn Svalnanna og þægilegra að segja hér Svalanna. En samt hefur n-ið haldið velli í sambærilegu orði, no. tala. Þar segja menn hiklaust talna, ekki tala. Maður er talinn talnafróður, talnaglöggur, þ.e. n-ið helzt. Mörg önnur dæmi mætti nefna í þessu sambandi, en þetta nægir að sinni. - J.A.J. ORÐABÓKIN Svala – svalna LJÓÐABROT ÞAÐAN Innst í því öllu sem gerist öllu sem tekst þú í fang heyrir þú stundirnar hverfa heyrir þú klukkunnar gang. Og þaðan mun þögnin koma – þögnin og gleymskan öll er hinzta mínútan hnígur á hvarma þér, eins og mjöll. Hannes Pétursson. Árnað heilla 80ÁRA afmæli. Á morg-un mánudaginn 2. apríl verður áttræð Hulda Agnarsdóttir, Kirkjuteigi 7, Keflavík. Eiginmaður henn- ar var Gunnar Örn Helga- son, sem lést 1971. Hulda verður að heiman. 70 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 1. apríl, verður sjötug Hulda Björns- dóttir til heimilis að Víkur- braut 30, Grindavík. Eigin- maður hennar er Tómas Þorvaldsson. Þau eyða deg- inum í faðmi fjölskyldunnar. 50 ÁRA afmæli. Nk.þriðjudag 3. apríl verður fimmtug Steinunn Sigurðardóttir, hjúkrunar- forstjóri, Jörundarholti 43, Akranesi. Eiginmaður hennar er Bjarni Vésteins- son. Þau taka á móti gestum í sal Íþróttamiðstöðvarinnar á Jarðarsbökkum á afmæl- isdaginn kl. 20–23. Staðan kom upp í annarri deild Íslandsmóts skák- félaga. Ingvar Þór Jó- hannesson (1935) er hér aftur í essinu sínu og tókst honum að leika Tómas Björnsson (2250) grátt. Sá fyrrnefndi hafði hvítt og fékk stórhættuleg sóknar- færi eftir: 19. Hxf5! gxf5 20. Dh4 Hg8 Einnig kom til greina að leika 20... f6 en eftir 21. Bd3 virðist sókn hvíts ekkert lamb að leika við. Framhaldið varð: 21. Bd3 Kg7 22. Bxf5 Dd8 23. Dxh5 Df6 24. Be6! Dd4+ 25. Kh1 Hgf8 26. Bxf7 Dxd2 27. Dg6+ Kh8 28. h3 Hae8 29. Hf5 og svartur gafst upp, enda fátt um fína drætti. Skákin tefldist í heild sinni: 1. e4 c5 2. b3 Rc6 3. Bb2 d6 4. Rc3 Rf6 5. Rge2 e5 6. Rg3 g6 7. Bc4 Bg7 8. O-O O-O 9. Rd5 Rxd5 10. exd5 Re7 11. f4 a6 12. a4 exf4 13. Bxg7 Kxg7 14. Hxf4 Rf5 15. Rxf5+ Bxf5 16. Df3 h5 17. Hf1 Dd7 18. Dg3 Kh8. Páskaeggjaskákmót Taflfélagsins Hellis verð- ur haldið 2. apríl kl. 17.00 í húsakynnum félagsins, Þönglabakka 1 í Mjódd. Klukkan 20.00, sama dag og stað, verður mánaðar- legt atkvöld félagsins haldið. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Nudd Hinn þekkti finnski nuddari, Lauri Piiporinen frá Helsinki, hefur hafið störf í Heilsubrunninum ehf., Kirkjuteigi 21. Tímapantanir í síma 568 7110. Verið velkomin. Vinsamlega staðfestið eldri pantanir. Luleådagur í Norræna húsinu sunnudaginn 1. apríl Skerjagarðssýning í anddyri með verkum eftir listamanninn Ole Taube. Einnig verður sýndur listiðnaður og hönnun frá Norðurbotni og munir verða til sölu í anddyri. 13:00-14:00 Undir regnhlíf ævintýrisins. Hittið persónur úr heimi hugarflugs og ævintýra. Barnadagskrá með Kotten fyrir börn 0-99 ára. Ókeypis aðgangur. 14:00-14:45 Göran Wallin, deildarstjóri við Skärgard/Friluftsliv í Luleå, heldur fyrirlestur um völundarhúsaleikinn, fornar minjar um hann og segir sögu hans í skerjagarðinum í Norður- botni. Ókeypis aðgangur 15:00-16:00 Undir regnhlíf ævintýrisins. Barnadagskrá með Kotten. Ókeypis aðgangur. 16:00-17:00 Heimildarmynd um kirkjuhverfið í Gammelstad. Hið sérstaka kirkjustæði með smáhýsum bændanna í héraðinu sem mynda lítið þorp í kringum kirkjuna er á skrá UNESCO yfir sameiginleg menningarverðmæti mannkyns. Myndin verður sýnd á ca 15 mínútna fresti. 18:00 Þjóðlagasveit J. P. Nyströms flytur þjóðlagatónlist frá Norð- urbotni og einnig eigin tónverk og söngva. Aðgangur 1.000 kr. Verið velkomin!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.