Morgunblaðið - 01.04.2001, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 01.04.2001, Qupperneq 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2001 57 Í KVÖLD leikur kvartett Ólafs Jóns- sonar á Ozio og hefjast tónleikarnir kl. 21.30. Kvartettinn skipa Ólafur sjálfur á saxófón, Gunnar Hrafnsson á kontrabassa og Erik Qvick á tromm- unum, auk sérstaks gests sem er „Jón Páll Bjarnason hin lifandi goð- sögn og gítarhetja frá Los Angeles“ eins og Ólafur orðar það, en Jón Páll hefur einmitt starfað þar ytra til langs tíma þar til hann kom heim fyr- ir rúmu ári. „Okkur Jón Pál hefur lengi langað að spila saman og það var upplagt að grípa það tækifæri þegar við vorum beðnir að spila á Ozio,“ segir Ólafur. Ætlun þeirra félaga er að leika bi- bop-lög og standardar í eigin útsetn- ingum og eru þær „í hefðbundnari kantinum. Þetta eru línur sem gít- arinn og saxófónninn spila saman. Það er ekkert endilega nýtt, en það er eins og við gerum það,“ segir Ólaf- ur sem vill lítið fara út í hvaða lög eða eftir hvern þeir muni leika, menn verða bara að mæta til að komast að því. „Þessi tónlist er í anda Jóns Páls en er einnig hluti af mínum upp- áhaldsdjassi.“ – En verða sóló gömlu snilling- anna tekin eins og þau leggja sig? „Nei, nei, þetta eru allt okkar snarstefjanir.“ Ozio hefur frekar ver- ið ungmennaklúbbur og blaðamaður velti því fyrir sér hvort þeir félagar væru ekki fullgamlir til að troða þar upp. „Ja... hefur ekki unga fólkið gott af því að heyra hvað þeir eldri hafa að segja?“ spyr Ólafur að lokum. Kvartett Ólafs Jónssonar leikur á Ozio Morgunblaðið/Árni Sæberg Ólafur, Erik og Jón Páll í „bibop“ stellingum fyrir kvöldið. Eins og við spilum það Afmeyjun í beinni (Live Virgin) G a m a n m y n d Leikstjórn Jean Pierre Marios. Handrit Jean Pierre Marios, Ira Israel. Aðalhlutverk Bob Hoskins, Mena Suvari. (89 mín.) Bandaríkin 2000. Háskólabíó. Bönnuð innan 12 ára. Í AFMEYJUN í beinni er gert miskunnarlaust og farsakennt grín af þeirri öfgafullu hnýsni sem hefur rutt sér til rúms á Netinu og er þá oftast ekki framsett á kynferðisleg- um nótum. Myndin snýst um klámiðnað- armógúlana Ronny (Robert Loggia) og Joey (Hoskins) sem lengi hafa eld- að saman grátt silf- ur. Ronny er íhaldssamur og hefur haldið sig við gerð blárra mynda en Joey hefur fært sér tækifæri Netsins algjörlega í nyt og bryddar í sífellu upp á nýrri og öfgafyllri „þjónustu“. Nýjasta trompið sem hann hefur upp í erm- inni er að bjóða öfuguggum um heim allan að upplifa afmeyjun ungrar stúlku af eigin raun. Ung stúlka hef- ur boðist til að láta afmeyja sig í beinni útsendingu og Ronny selur í gríð og erg í sjónvarpskringlu nýja uppfinningu sem hann heldur fram að geri mönnum kleift að upplifa af- meyjunina og allar þær nautnir sem henni fylgja. Hængurinn er bara sá að jómfrúin sem boðið hefur fram krafta sinna er dóttir erkifjandans Joey... Vissulega nettúrkynjaður sögu- þráður en svo sem ekkert út í hróa ef tekið er mið af öllu ruglinu sem fyr- irfinnst í netheimum. Hefði því átt að geta orðið prýðis satíra en er því miður sjóðandi vitlaus farsi án nokk- urs inntaks eða innihalds. Skarphéðinn Guðmundsson MYNDBÖND Hámark hnýsninnar Þegar nær dregur (The Closer You Get) G a m a n  Leikstjóri: Aileen Ritchie. Handrit: William Ivory. Aðalhlutverk: Ian Hart, Sean McGinley o.fl. Bretland, 1999. (93 mín.) Skífan. Öllum leyfð. HÉR er á ferðinni bráðskemmti- leg gamanmynd um hóp karlmanna í afskekktu þorpi á Írlandi og sífelld kvennavandræði þeirra. Í hálfgerðri örvæntingu ákveða karlarnir að aug- lýsa í bandarísku dagblaði eftir kyn- þokkafullum tví- tugum konum sem ekki eru mótfallnar bústörfum. Eftir því sem biðin leng- ist magnast spennan og þorpslífið fer á annan endann. Hlýlegar en skarpar myndir eru dregnar upp af persónunum sem allar hafa sín sér- kenni, kosti og galla og í raun er myndin ekki síður persónustúdía en gamanleikur. Þegar nær dregur er þó meinfyndin á köflum og sannar- lega ein af perlunum sem finnast á myndbandamarkaðnum. Heiða Jóhannsdótt ir Misskilin kyntröll
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.