Morgunblaðið - 01.04.2001, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
V i ð s k i p t a h u g b ú n a ð u r
á h e i m s m æ l i k v a r ð a
Borgar túni 37
Sími 569 7700W W W. N Y H E R J I . I S
KARLMAÐUR og kona létust í um-
ferðarslysi sem varð um klukkan 11 í
gærmorgun á Suðurlandsvegi við
Lögbergsbrekku. Fjórir voru í bíln-
um, allt fólk af erlendu bergi brotið,
og voru karlmaður og drengur fluttir
á slysadeild Landspítalans í Foss-
vogi, en þeir munu ekki vera alvar-
lega slasaðir.
Að sögn lögreglu lenti bifreiðin út
af veginum og valt. Talið er að hún
hafi verið að aka fram úr annarri bif-
reið og lent í lausamöl með fyrr-
greindum afleiðingum. Ásamt lög-
reglunni voru fimm sjúkrabílar
sendir á vettvang og tækjabíll. Lög-
reglan í Kópavogi ásamt tæknideild
lögreglunnar í Reykjavík vinnur að
rannsókn málsins, sem er á frum-
stigi.
Miklar tafir urðu á umferð um
Suðurlandsveg vegna slyssins en
lögreglan reyndi að beina umferð
framhjá slysstaðnum eftir föngum.
Morgunblaðið/Valdimar
Karl og kona létust
þegar bíll fór út af
Bíl var ekið útaf Suðurlandsvegi við Lögbergsbrekku um klukkan 11 í gærmorgun með þeim afleiðingum að karl og kona létust.
herra um rekstur Leiguflugs Ísleifs
Ottesen ehf., að það sé mat stofn-
unarinnar, að um alvarlega van-
rækslu hafi verið að ræða í rekstri
flugvélarinnar sem fórst í Skerja-
firði.
„Þetta tengist beinlínis því ákvæði
samningsins, sem vitnað er til í bréf-
inu, að um hafi verið að ræða fagleg-
an misbrest í flugrekstrinum, sem
getur verið tilefni uppsagnar. Hins
vegar hlýtur það að vera hlutverk
ráðuneytanna sem verkkaupa að
taka ákvörðun í þessu efni,“ segir
Þorgeir í viðtali sem birt er í Morg-
unblaðinu í dag. Þorgeir bendir einn-
ig á að við mat á því hvort þjónustu-
samningum samgöngu- og heilbrigð-
isráðuneytanna við LÍO skuli sagt
upp komi til skoðunar lögfræðileg
álitaefni, sem ekki tengist flugör-
yggi. „Það er hlutverk annarra en
ÞORGEIR Pálsson flugmálastjóri
segir að skýrt komi fram í bréfi
Flugmálastjórnar til samgönguráð-
Flugmálastjórnar að leggja mat á
þau,“ segir hann.
„Flugmálastjórn getur að sjálf-
sögðu svipt flugrekanda flugrekstr-
arleyfi ef hún hefur til þess gildar ör-
yggisástæður, sem hún getur stutt
rökum. Hins vegar mundi slíkri
ákvörðun að sjálfsögðu vera beint
þegar í stað til dómstóla. Hér verður
að hafa í huga, að atvinnuréttindi
njóta ríkrar lögverndar, þannig að
gerðar eru mjög miklar kröfur um
sönnun. Stofnunin mætti gjarnan
hafa fleiri úrræði en hún hefur nú
lögum samkvæmt,“ segir flugmála-
stjóri einnig í viðtalinu.
Ekki taldar forsendur til
uppsagnar að mati LÍO
Í yfirlýsingu, sem fjölmiðlum
barst í gær frá Leiguflugi Ísleifs
Ottesen, er vitnað í samninga félags-
ins um sjúkraflutninga og áætlun-
arflug og riftunarákvæði samn-
inganna. Þar segir að sam-
gönguráðherra hafi óskað eftir
umsögn Flugmálastjórnar um það
hvort uppsagnarheimild gæti verið
fyrir hendi. „Niðurstaða Flugmála-
stjórnar er sú að svo væri ekki og
heldur ekki forsendur til flugrekstr-
arleyfissviptingar á grundvelli flug-
öryggissjónarmiða,“ segir í yfirlýs-
ingunni.
Þar kemur einnig fram að for-
svarsmenn LÍO gerðu umtalsverðar
athugasemdir við gerð skýrslu rann-
sóknarnefndar flugslysa og telja að
hún hafi að geyma missagnir og jafn-
vel getsakir.
Flugmálastjóri um flugþjónustusamning ráðuneyta og LÍO
Faglegur misbrestur get-
ur verið tilefni uppsagnar
Flugmálastjórn/24 og 26
Yfirlýsing LÍO/34
OLÍUFÉLAGIÐ hf. og Olís hafa
ákveðið hækkun á eldsneytisverði í
dag, 1. apríl, og í gær var að vænta
svipaðra ákvarðana hjá Skeljungi.
Olíufélagið hf. segir ástæðu hækk-
unar nú vera mikla hækkun á gengi
Bandaríkjadollars gagnvart íslensku
krónunni á síðustu dögum marsmán-
aðar, þrátt fyrir að heimsmarkaðs-
verð á olíu hafi lækkað í mánuðinum.
Verð á lítra hækkar um 40 aura í
öllum tegundum hjá Olíufélaginu
nema svartolíu, sem hækkar um 1
krónu á lítra.
Eftir breytinguna kostar lítrinn af
95 oktana bensíni, miðað við fulla
þjónustu á bensínstöðvunum, 96,30
krónur, 98 oktana bensín fer í 101
krónu á lítra og dísilolíulítri frá dælu
kostar 46,70 krónur.
Verð á
bensíni
hækkar
í dag
SNJÓFLÓÐ, um 150 metra breitt,
féll Norðfjarðarmegin í ofanverðu
Oddsskarði skömmu fyrir hádegi í
gær. Fólksbíll með fjögurra manna
fjölskyldu frá Neskaupstað lenti í
jaðri flóðsins en fólkið sakaði ekki.
Hjónum ásamt tveimur börnum
sínum tókst að komast út um glugga
bílstjóramegin og forða sér í burtu.
Ljóst er að hefðu þau verið fyrr á
ferðinni hefði getað farið verr. Bíll-
inn skemmdist lítið sem ekkert. Veg-
urinn um Oddsskarð var lokaður
fram eftir degi á meðan Vegagerðin
ruddi leið í gegnum flóðið.
Ekki skemmtileg lífsreynsla
„Flóðið kom allt í einu beint fram-
an á bílinn og yfir hann. Bíllinn rann
lítillega aftur á bak en samt ekki út af
veginum, og pikkfestist. Okkur tókst
að komast út um gluggann bílstjór-
amegin. Þetta var alls ekki skemmti-
leg lífsreynsla. Fyrst héldum við að
við værum að mæta snjóblásara og
datt ekki snjóflóð strax í hug í þess-
ari sól og blíðu,“ sagði Sigríður Þór-
arinsdóttir í Neskaupstað, sem lenti í
flóðinu ásamt fjölskyldu sinni. Hún
var á leiðinni til Egilsstaða á nám-
skeið í hárgreiðslu ásamt nokkrum
starfssystrum sínum í Neskaupstað
en ekkert varð af þeim áformum.
Snjóflóð
féll á bíl
í Odds-
skarði
♦ ♦ ♦