Morgunblaðið - 01.04.2001, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 01.04.2001, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. V i ð s k i p t a h u g b ú n a ð u r á h e i m s m æ l i k v a r ð a Borgar túni 37 Sími 569 7700W W W. N Y H E R J I . I S KARLMAÐUR og kona létust í um- ferðarslysi sem varð um klukkan 11 í gærmorgun á Suðurlandsvegi við Lögbergsbrekku. Fjórir voru í bíln- um, allt fólk af erlendu bergi brotið, og voru karlmaður og drengur fluttir á slysadeild Landspítalans í Foss- vogi, en þeir munu ekki vera alvar- lega slasaðir. Að sögn lögreglu lenti bifreiðin út af veginum og valt. Talið er að hún hafi verið að aka fram úr annarri bif- reið og lent í lausamöl með fyrr- greindum afleiðingum. Ásamt lög- reglunni voru fimm sjúkrabílar sendir á vettvang og tækjabíll. Lög- reglan í Kópavogi ásamt tæknideild lögreglunnar í Reykjavík vinnur að rannsókn málsins, sem er á frum- stigi. Miklar tafir urðu á umferð um Suðurlandsveg vegna slyssins en lögreglan reyndi að beina umferð framhjá slysstaðnum eftir föngum. Morgunblaðið/Valdimar Karl og kona létust þegar bíll fór út af Bíl var ekið útaf Suðurlandsvegi við Lögbergsbrekku um klukkan 11 í gærmorgun með þeim afleiðingum að karl og kona létust. herra um rekstur Leiguflugs Ísleifs Ottesen ehf., að það sé mat stofn- unarinnar, að um alvarlega van- rækslu hafi verið að ræða í rekstri flugvélarinnar sem fórst í Skerja- firði. „Þetta tengist beinlínis því ákvæði samningsins, sem vitnað er til í bréf- inu, að um hafi verið að ræða fagleg- an misbrest í flugrekstrinum, sem getur verið tilefni uppsagnar. Hins vegar hlýtur það að vera hlutverk ráðuneytanna sem verkkaupa að taka ákvörðun í þessu efni,“ segir Þorgeir í viðtali sem birt er í Morg- unblaðinu í dag. Þorgeir bendir einn- ig á að við mat á því hvort þjónustu- samningum samgöngu- og heilbrigð- isráðuneytanna við LÍO skuli sagt upp komi til skoðunar lögfræðileg álitaefni, sem ekki tengist flugör- yggi. „Það er hlutverk annarra en ÞORGEIR Pálsson flugmálastjóri segir að skýrt komi fram í bréfi Flugmálastjórnar til samgönguráð- Flugmálastjórnar að leggja mat á þau,“ segir hann. „Flugmálastjórn getur að sjálf- sögðu svipt flugrekanda flugrekstr- arleyfi ef hún hefur til þess gildar ör- yggisástæður, sem hún getur stutt rökum. Hins vegar mundi slíkri ákvörðun að sjálfsögðu vera beint þegar í stað til dómstóla. Hér verður að hafa í huga, að atvinnuréttindi njóta ríkrar lögverndar, þannig að gerðar eru mjög miklar kröfur um sönnun. Stofnunin mætti gjarnan hafa fleiri úrræði en hún hefur nú lögum samkvæmt,“ segir flugmála- stjóri einnig í viðtalinu. Ekki taldar forsendur til uppsagnar að mati LÍO Í yfirlýsingu, sem fjölmiðlum barst í gær frá Leiguflugi Ísleifs Ottesen, er vitnað í samninga félags- ins um sjúkraflutninga og áætlun- arflug og riftunarákvæði samn- inganna. Þar segir að sam- gönguráðherra hafi óskað eftir umsögn Flugmálastjórnar um það hvort uppsagnarheimild gæti verið fyrir hendi. „Niðurstaða Flugmála- stjórnar er sú að svo væri ekki og heldur ekki forsendur til flugrekstr- arleyfissviptingar á grundvelli flug- öryggissjónarmiða,“ segir í yfirlýs- ingunni. Þar kemur einnig fram að for- svarsmenn LÍO gerðu umtalsverðar athugasemdir við gerð skýrslu rann- sóknarnefndar flugslysa og telja að hún hafi að geyma missagnir og jafn- vel getsakir. Flugmálastjóri um flugþjónustusamning ráðuneyta og LÍO Faglegur misbrestur get- ur verið tilefni uppsagnar  Flugmálastjórn/24 og 26 Yfirlýsing LÍO/34 OLÍUFÉLAGIÐ hf. og Olís hafa ákveðið hækkun á eldsneytisverði í dag, 1. apríl, og í gær var að vænta svipaðra ákvarðana hjá Skeljungi. Olíufélagið hf. segir ástæðu hækk- unar nú vera mikla hækkun á gengi Bandaríkjadollars gagnvart íslensku krónunni á síðustu dögum marsmán- aðar, þrátt fyrir að heimsmarkaðs- verð á olíu hafi lækkað í mánuðinum. Verð á lítra hækkar um 40 aura í öllum tegundum hjá Olíufélaginu nema svartolíu, sem hækkar um 1 krónu á lítra. Eftir breytinguna kostar lítrinn af 95 oktana bensíni, miðað við fulla þjónustu á bensínstöðvunum, 96,30 krónur, 98 oktana bensín fer í 101 krónu á lítra og dísilolíulítri frá dælu kostar 46,70 krónur. Verð á bensíni hækkar í dag SNJÓFLÓÐ, um 150 metra breitt, féll Norðfjarðarmegin í ofanverðu Oddsskarði skömmu fyrir hádegi í gær. Fólksbíll með fjögurra manna fjölskyldu frá Neskaupstað lenti í jaðri flóðsins en fólkið sakaði ekki. Hjónum ásamt tveimur börnum sínum tókst að komast út um glugga bílstjóramegin og forða sér í burtu. Ljóst er að hefðu þau verið fyrr á ferðinni hefði getað farið verr. Bíll- inn skemmdist lítið sem ekkert. Veg- urinn um Oddsskarð var lokaður fram eftir degi á meðan Vegagerðin ruddi leið í gegnum flóðið. Ekki skemmtileg lífsreynsla „Flóðið kom allt í einu beint fram- an á bílinn og yfir hann. Bíllinn rann lítillega aftur á bak en samt ekki út af veginum, og pikkfestist. Okkur tókst að komast út um gluggann bílstjór- amegin. Þetta var alls ekki skemmti- leg lífsreynsla. Fyrst héldum við að við værum að mæta snjóblásara og datt ekki snjóflóð strax í hug í þess- ari sól og blíðu,“ sagði Sigríður Þór- arinsdóttir í Neskaupstað, sem lenti í flóðinu ásamt fjölskyldu sinni. Hún var á leiðinni til Egilsstaða á nám- skeið í hárgreiðslu ásamt nokkrum starfssystrum sínum í Neskaupstað en ekkert varð af þeim áformum. Snjóflóð féll á bíl í Odds- skarði ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.