Morgunblaðið - 24.04.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR
12 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
JÓN Ingibergur Guð-
mundsson, fyrrverandi
yfirlögregluþjónn á
Selfossi, er látinn á 78.
aldursári.
Jón fæddist 20. októ-
ber 1923 í Breiðamýr-
arholti í Stokkseyrar-
hreppi í Árnessýslu,
sonur Guðmundar Ei-
ríkssonar, bónda í
Breiðamýrarholti og
síðar Keldnakoti, og
Ingveldar Þóru Jóns-
dóttur húsfreyju. Eftir-
lifandi eiginkona Jóns
er Bryndís Sveinsdóttir
og eignuðust þau fimm
syni, þá Ingvar, Þóri,
Pálma, Guðmund og Hauk.
Jón vann í foreldrahúsum fram að
18 ára aldri en haustið 1941 eign-
aðist hann vörubíl sem hann starfaði
á, m.a. við flugvallargerð í Kaldr-
ananesi þar sem Englendingar voru
með herstöð. Ökumaður var hann
hjá Kaupfélagi Árnesinga frá miðju
ári 1943 til 20. febrúar 1958 og fram
í nóvember sama ár starfaði hann
sem rafsuðumaður í smiðju kaup-
félagsins.
Í september árið 1944 bjargaðist
Jón á undraverðan hátt úr Ölfusá
þegar einn aðalstrengur brúarinnar
slitnaði. Jón var þá bílstjóri á öðrum
tveggja vörubíla á brúnni sem ultu
út í ána þegar strengurinn slitnaði. Í
lýsingu af atburðinum í Öldinni okk-
ar 1931–1950 segir að Jón hafi farið
á kaf með bílnum í aðalálnum og
reynt að komast út
með því að brjóta
framrúðuna en án ár-
angurs. Tókst honum
loks að komast út um
annan gluggann og
fljóta upp á yfirborðið.
Þar hélt hann sér á
floti á mjólkurbrúsa
en missti tak á honum
í straumiðunni. Fljót-
lega náði hann taki á
varadekki bílsins og
barst þannig niður
með Ölfusá um 1.200
metra leið eða þar til
hann komst af sjálfs-
dáðum upp á árbakk-
ann.
Hinn 8. nóvember 1958 var Jón
ráðinn lögreglumaður í Árnessýslu,
sá eini í sýslunni framan af. Áður
hafði Jón verið héraðslögreglumað-
ur árin 1948–1950. Jón starfaði við
löggæslu samfleytt í 35 ár á Selfossi
eða þar til hann lét af störfum fyrir
aldurs sakir árið 1993. Jón var dug-
legur að kynna sér störf lögreglu-
manna í öðrum löndum, bæði á
Norðurlöndum og Englandi, einkum
varðandi fíkniefnamál. Dvaldi hann
um skeið hjá Scotland Yard í Lond-
on.
Jón hlaut gullmerki lögreglunnar
og var sæmdur fálkaorðunni árið
1993. Hann hlaut einnig gullmerki
Flugmálafélags Íslands en hann var
meðal forgöngumanna um stofnun
flugklúbbs og gerð flugvallar á Sel-
fossi.
Andlát
JÓN I.
GUÐMUNDSSON
Jón
Guðmundsson
GRÆNMETI hefur hækkað tvöfalt
meira en önnur matvæli á árabilinu
frá 1995–2000. Á þessu árabili
hækkuðu matvæli um 17,5%, en
grænmeti hækkaði á sama tíma um
tæp 35%, samkvæmt útreikningum
sem Þjóðhagsstofnun hefur gert
fyrir Samfylkinguna. Samkvæmt út-
reikningunum hefðu neytendur
greitt tveimur milljörðum kr. minna
fyrir grænmeti á ofangreindu tíma-
bili ef verðlag á grænmeti hefði
breyst eins og verðlag á öðrum mat-
vælum.
Þessar upplýsingar komu fram í
fyrirspurnatíma á Alþingi í gær er
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, beindi fyrir-
spurn til landbúnaðarráðherra
vegna tollahækkana á grænmeti, en
tæplega 200 kr. magntollur lagðist á
græna papriku í gær og hækkar
hann upp í tæpar 300 kr. um næstu
mánaðamót.
Össur vísaði til þess að kaupmenn
segðu að þessar breytingar á tollum
myndu nær óhjákvæmilega leiða til
hækkana á grænmetisverði til neyt-
enda. Þessar hækkanir gerðust á
sama tíma og neytendur hefðu
vænst þess að grænmeti myndi
frekar lækka en hitt. Ástæðan fyrir
því hefði verið augljós. Stjórnvöld og
Alþingi hefðu lýst yfir eindregnum
vilja til að lækka innflutningstolla á
grænmeti. Samt héldu tollarnir
áfram að hækka og grænmetisverð
væri áfram hátt, þrátt fyrir að hæst-
virtur landbúnaðarráðherra hefði
lýst því yfir að hann myndi af snar-
ræði eins og hann hefði sagt beita
sér fyrir því að lækka tollana.
Spurði Össur landbúnaðarráð-
herra hvenær hann ætlaði að standa
við stóru orðin og hvenær neytend-
ur mættu búast við því að verð á
grænmeti lækkaði eða hvort hann
væri kannski hættur við að lækka
tollana.
Guðni Ágústsson landbúnaðarráð-
herra sagði að það væri vilji rík-
isstjórnarinnar að leita nýrra leiða
til að lækka verð á grænmeti. Hann
tryði því að á allra næstu vikum
kæmu fram tillögur sem leiddu til
þess að svo yrði. Hann hefði óskað
eftir því við Samkeppnisstofnun að
hún skilaði af sér tillögum um verð-
myndun á grænmeti þar sem yrði
sundurliðað hvað bóndinn fengi í
sinn hlut, svo og kaupmaðurinn og
heildsalan, og hvað ríkið tæki, til
þess að hægt væri að marka stefnu
um þetta og hann biði auðvitað
þeirrar niðurstöðu. Guðni sagði að í
Morgunblaðinu hefði komið fram að
stóru verslunarkeðjurnar taka 60–
80% og stundum yfir 100% af verð-
mæti grænmetis. Þetta væru nýjar
upplýsingar sem sjaldan kæmu fram
hér í umræðunni og skýrðu kannski
að hluta til þá hækkun sem þing-
maðurinn hefði vitnað til. Lauk
Guðni lofsorði á rannsóknarblaða-
mennsku Morgunblaðsins í þessum
efnum.
Guðni sagði að það væri vilji þings
og þjóðar að standa vörð um ís-
lenska garðyrkju og spurði hvort
samstaða væri um það í Samfylking-
unni að fella tollana burtu.
39–58% hækkun
á grænmeti
Í útreikningum Þjóðhagsstofnun-
ar fyrir Samfylkinguna kemur einn-
ig fram að niðursoðið grænmeti
hækkaði minnst á árabilinu 1995 til
2000 eða um 5,1% og vörur fram-
leiddar úr kartöflum hækkuðu um
14%. Annað grænmeti hækkaði um
39–58% á þessu árabili eða um 6,9–
9,6% á ári að meðaltali. Vísitala
neysluverðs hækkaði um 3,5% að
meðaltali á ári á sama tímabili.
Grænmeti hefur hækkað um 2,6%
umfram almenna verðlagsþróun á
ári hverju og þar af hafa kartöflur
hækkað um 4,7% á ári hverju um-
fram almenna verðlagsþróun.
Þjóðhagsstofnun reiknar út hækkun á matvörum frá árinu 1995
Grænmeti hækkaði tvöfalt
meira en önnur matvæli
!! "
# $
. /
0
# ,
#$1 $
-"
.
NÝTT dagblað, Fréttablaðið, hóf
göngu sína í gær. Helstu eigendur
blaðsins eru hinir sömu og eiga
m.a. DV og er Eyjólfur Sveinsson
útgáfustjóri. Ritstjóri er Einar
Karl Haraldsson, fulltrúi útgef-
enda er Gunnar Smári Egilsson og
Pétur Gunnarsson er fréttastjóri.
Fréttablaðið er prentað í 75 þús-
und eintökum og er ætlað að
byggja afkomu sína eingöngu á
auglýsingatekjum. Útkomutíðni er
frá mánudegi til föstudags.
Tæknivandamál töfðu
prentun og dreifingu
Einar Karl sagði tæknilega örð-
ugleika í tölvum og prentvél Ísa-
foldarprentsmiðju hafa valdið því
að prentun á fyrsta tölublaðinu
hófst ekki fyrr um þrjúleytið í
fyrrinótt. Dreifingin fór því úr
skorðum í gær.
„Þegar menn fara hina íslensku
leið er kannski ekki allt þraut-
reynt og prófað sem stendur til að
gera. Við lentum í vanda með
tölvusamskipti, sem tafði okkur,
og prentvélin var dálitla stund að
komast í gang. Þess vegna tafðist
útburðurinn sums staðar en ann-
ars staðar gekk dreifingin vel. Við
gerum okkur vonir um að þetta
gangi betur hér eftir,“ sagði Einar
Karl.
Þegar hann var spurður um við-
brögð við fyrsta tölublaðinu sagði
ritstjórinn það hafa komið mörg-
um þægilega á óvart að fólk segði
það vera meira fréttablað en aug-
lýsingablað. „Þetta er komið í
gang og hugur í mönnum er mikill.
Ritstjórnin er þó varla skriðin
saman og hér er fólk að tínast inn
sem hefur verið ráðið að undan-
förnu,“ sagði Einar Karl.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fyrstu eintök Fréttablaðsins skoðuð í nýju húsnæði Ísafoldarprent-
smiðju í Garðabæ í fyrrinótt af þeim Einari Karli Haraldssyni ritstjóra,
Gunnari Smára Egilssyni, fulltrúa útgefenda, og Sveini R. Eyjólfssyni,
einum eigenda blaðsins.
Fréttablaðið hóf
göngu sína í gær
LÖGREGLULIÐIN á Suðvestur-
landi munu standa fyrir umferðar-
átaki dagana 24. til 30. apríl.
Í fréttatilkynningu frá lögreglunni
segir að lögregluliðin muni að þessu
sinni beina athyglinni að notkun ör-
yggisbelta, öryggisbúnaði barna og
loftpúðum. Ekki þurfi að fara mörg-
um orðum um mikilvægi þess að
nota öryggisbelti í bifreiðum. Því
miður virðist sem nokkuð hafi dregið
úr notkun þeirra og því mun lögregl-
an á næstunni beita sér fyrir því að
snúa þeirri óheillaþróun við, segir í
frétt frá lögreglunni.
Umferðarátak á
Suðvesturlandi
GENGI íslensku krónunnar
hélt áfram að lækka í gær og
fór gengisvísitala krónunnar í
130 stig í fyrsta skipti, en
hækkun gengisvísitölunnar
þýðir að krónan lækkar í verði.
Gengisvísitalan hækkaði um 39
punkta í gær og hefur gengi
krónunnar nú lækkað um rúm-
lega 7,5% frá áramótum.
Birgir Ísleifur Gunnarsson,
seðlabankastjóri, sagði að
þessi gengisþróun væri
áhyggjuefni og hefði valdið
vonbrigðum, því eins og komið
hefði fram teldi Seðlabankinn
ekki efnahagslegar forsendur
fyrir þessum lækkunum geng-
isins.
Birgir sagði að það væri
kannski tvennt sem réði mestu
um þróun gengisins. Annars
vegar væru það væntingar á
markaðnum og það gæti vel
verið að sjómannaverkfall og
viss stöðvun í þessari mikil-
vægu útflutningsgrein okkar
hefði þess áhrif á væntingarn-
ar. Hitt atriðið sem miklu réði
væri framboð og eftirspurn á
markaðnum og þeim sýndist
að undanfarna daga væri meiri
eftirspurn eftir gjaldeyri en
framboð. Það gæti auðvitað
tengst að einhverju leyti sjó-
mannaverkfallinu því eftir því
sem það drægist meira á lang-
inn væri ljóst að útflutnings-
tekjurnar minnkuðu, þótt hann
hefði ekki beinar tölur um það
hvaða áhrif verkfallið væri far-
ið að hafa.
Gengisvísitalan
upp í 130 stig
7,5%
lækkun
gengisins
frá ára-
mótum
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing:
Undirrituð samtök leggjast alfarið
gegn frekari miðlunarframkvæmdum
á vegum Landsvirkjunar í Þjórsár-
verum. Niðurstöður áralangra vís-
indarannsókna sýna að áform Lands-
virkjunar um Norðlingaöldulón og 6.
áfanga Kvíslaveitu muni valda óbæt-
anlegum skaða á lífríki Þjórsárvera.
Þjórsáver eru einstætt vistkerfi á
heimsvísu. Þau eru mikilvægasta
varpland heiðagæsa í heiminum og
stærsta gróðurvin á miðhálendi Ís-
lands. Þau njóta verndar sem friðland
skv. íslenskum lögum og eru alþjóð-
legt verndarsvæði samkvæmt Rams-
ar-sáttmálanum um verndun votlend-
is.
Samtökin skora á stjórnvöld að
hafna hugmyndum Landsvirkjunar
um frekari vatnsmiðlun í Þjórsárver-
um.
Félag um verndun hálendis
Austurlands,
Fuglaverndarfélag Íslands,
NAUST (Náttúruverndarsamtök
Austurlands),
Náttúruverndarsamtök Íslands,
Náttúruverndarsamtök
Vesturlands,
SUNN (Samtök um náttúruvernd
á Norðurlandi),
SÓL (Samtök um óspillt land í
Hvalfirði),
Umhverfisverndarsamtök Íslands.
Leggjast gegn
miðlunarlóni í
Þjórsárverum
♦ ♦ ♦