Morgunblaðið - 24.04.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.04.2001, Blaðsíða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 19 Bílaland B&L Tilboðsbílar www.bilaland.is bíla land notaðir bílar B&L Grjóthálsi 1 sími 5751230 Honda Civic Si Nýskr. 7.1996, 1400cc vél, 5 dyra, 5 gíra, grænn, ekinn 82 þ. Hyundai Accent GSi Nýskr. 7.1998, 1500cc vél, 3 dyra, 5 gíra, gulur, ekinn 36 þ. Toyota 4Runner SR5 Nýskr. 1.1987, 3000cc vél, 3 dyra, sjálfskiptur, grár, ekinn 170 þ. BMW 318i Touring Nýskr. 3.1997, 1800cc vél, 5 dyra, sjálfskiptur, blár, ekinn 56 þ. Verð 1.470 þ. Hyundai Sonata Nýskr. 3.1995, 2000cc vél, 4 dyra, sjálfskiptur, hvítur, ekinn 115 þ. Tilboðsverð 580 þ. Tilboðsverð 690 þ. Tilboðsverð 150 þ. Tilboðsverð 480 þ. Renault Megane RN Nýskr. 6.1998, 1400cc vél, 4 dyra, 5 gíra, v+ínrauður, ekinn 80 þ. Verð 830 þ. Verð 920 þ. Verð 650 þ. MMC L-300 4WD Nýskr. 2.1988, 2000cc, 5 dyra, 5 gíra, grár, ekinn 165 þ. Suzuki Vitara Nýskr. 5.1993, 1600cc vél, 5 dyra, 5 gíra, blár, ekinn 105 þ. Tilboð 550 þ. Verð 750 þ. Verð 290 þ. Tilboðsverð 170 þ. Verð 820 þ. Verð 270 þ. KÓR Menntaskólans á Akureyri heldur vortónleika sína annað kvöld, miðvikudaginn, 25. apríl kl. 20:00 í Akureyrarkirkju. Stjórn- andi kórsins er Guðmundur Óli Gunnarsson. Á efnisskrá kórs MA að þessu sinni eru aðallega íslensk verk, bæði sönglög og þjóðlög og mörg þeirra í nýjum og nýlegum útsetningum. Þetta eru síðustu tónleikar kórs- ins áður en hann heldur í söngferð til Edinborgar á Skotlandi, en þangað verður haldið 27. apríl og sungið fyrir fólk þar á bæ sem og í Hálöndum Skotlands. Kórfélagar eru um 40 talsins, hálfur annar tugur drengja og hálfur þriðji tugur stúlkna. Æf- ingar hafa verið stífar eftir að skólastarf hófst að loknu verkfalli. Æft hefur verið tvisvar í viku, tvo tíma í senn, og auk þess farið í söngbúðir eina helgi. Þá hafa kór- félagar staðið fyrir söfnun far- areyris með ýmiss konar sölu auk þess að syngja í stofnunum og verslunum og halda söngmaraþon. Með kórnum í för verða kór- stjórinn Guðmundur Óli Gunnars- son og fararstjóri og skipu- leggjandi ferðarinnar, Jónas Helgason kennari. Í Edinborg taka á móti kórnum Bragi Guð- mundsson lektor við Háskólann á Akureyri, lengi kennari við MA, og Ragnheiður Sigurðardóttir yf- irbókavörður MA, en þau eru í ársleyfi við framhaldsnám í Ed- inborg. Ljósmynd/Sverrir Páll Erlendsson Kór MA á æfingu, stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Íslensk sönglög á vortón- leikum Kór Menntaskólans á Akureyri VEITINGAHÚSIÐ Brekka í Hrísey hefur verið auglýst til sölu en stað- urinn hefur verið rekinn í eynni frá árinu 1984. Smári Thorarensen, skipstjóri á Hríseyjarferjunni Sæv- ari, og kona hans Steinunn Sigur- jónsdóttir hafa rekið staðinn frá upp- hafi en fyrstu tvö árin ásamt öðrum hjónum. Veitingahúsið Brekka hefur löngum verið þekkt fyrir Galloway nautakjötið en Smári sagði að í seinni tíð hafi verið minna um slíkt kjöt á borðum en það væri þó enn fáanlegt. Hann sagði að reksturinn hafi gengið vel í gegnum tíðina en að nú teldu þau hjón að kominn væri tími til að breyta til. Smári sagði að nokkuð hafi verið um fyrirspurnir um staðinn. „Þessi rekstur er mjög bindandi og okkur finnst kominn tími til að komast í gott sumarfrí. Ég finn líka fyrir því að maður er farinn að dofna með aldrinum en hér er hægt að gera marga góða hluti. Það er kominn tími á nýtt blóð og helst vildi ég sjá kraft- mikinn heimamann taka við þessu.“ Smári sagði að hægt væri að fjölga ferðafólki til muna í Hrísey en til þess þyrfti að leggja í ákveðna mark- aðsvinnu. Hann sagði að staðurinn hafi verið rekin með föstu starfsfólki frá júní og fram í september en yfir vetrartímann sæju þau hjón og þá aðallega konan um reksturinn ásamt lausafólki. Þá er fastur opnunartími á laugardögum en einnig er hægt að hafa opið á öðrum tímum. Húsnæði Brekku er um 270 fer- metrar að stærð, sem skiptist í kjall- ara þar sem er m.a. salur fyrir 35 manns, á miðhæð er salur fyrir 65 manns, bar, snyrtingar og eldhús og á efstu hæð eru 3 gistiherbergi, snyrtingar og skrifstofa. Veitingahúsið Brekka í Hrísey til sölu „Kominn tími á nýtt blóð“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.