Morgunblaðið - 24.04.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.04.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ VW Passat 1800 Turbo, nýskráð- ur 07.01.2000, 4 dyra, leðurinn- rétting, sóllúga, 18 tommu felgur, spoiler, þjófavörn, samlitur. Ásett verð 2.520.000. Ath. skipti á ódýrari. GUÐJÓN Valur Sigurðsson var hetja KA-manna í handbolta á laugardag þegar hann tryggði liðinu sæti í úrslitum um Íslands- meistaratitilinn með vítakasti í bráðabana gegn Aftureldingu eft- ir tvíframlengdan leik. Áður hafði hann tryggt KA fyrri fram- lenginguna með ótrúlegu jöfn- unarmarki beint úr aukakasti. Guðjón Valur skoraði alls 13 af 29 mörkum KA og mun sennilega seint gleyma þessum leik, hvað þá aukakastinu. Þegar Morgunblaðið ræddi við Guðjón Val í gær var hann heima í rólegheitum í faðmi fjölskyld- unnar á Akureyri. Hann er að leika sitt þriðja tímabil með KA en haustið 1998 fluttist hann norður ásamt unnustu sinni, Guð- björgu Þóru Þorsteinsdóttur, og á Akureyri eignuðust þau barn sitt, hana Dagbjörtu Ínu sem ný- lega varð tveggja ára. Guðjón Valur og Guðbjörg Þóra kynntust í handboltanum hjá Gróttu svo hann segir að unnustan sýni góð- an skilning á handboltaiðkuninni í dag – og hann fái einnig harða gagnrýni þegar við á. Guðjón Valur fæddist í Reykja- vík 8. ágúst 1979 og er því á 22. aldursári. Hann ólst upp á Sel- tjarnarnesi frá tveggja ára aldri en það var samt hjá KR sem hann kynntist handbolta fyrst eða níu ára gamall. Þremur árum síðar skipti hann yfir í Gróttu og lék með félaginu upp í meistaraflokk. Fyrsti meistaraflokksleikur hans með Gróttu hefur skemmti- lega þýðingu í dag en hann var 16 ára þegar leikið var gegn KA á Akureyri. Búningar Gróttu gleymdust fyrir sunnan svo Guð- jón Valur og félagar urðu að fá varabúninga KA lánaða. Eftir að Guðjón Valur hafði leikið einn vetur með Gróttu/KR í 2. deild höfðu KA-menn samband við hann og fengu hann norður. „Ég sé ekki eftir því í dag að hafa flutt norður og skipt yfir í KA. Okkur hefur verið vel tekið og við lifum hérna þægilegu fjöl- skyldulífi. Hér er mjög gott að vera. Liðið hefur líka verið jafnt og þétt á uppleið. Fyrsta tímabil mitt með KA komumst við í 8 liða úrslit, annað tímabilið í undan- úrslit og núna erum við komnir í úrslitin. Næsta verkefni er bara að vinna titilinn. Eini titillinn sem ég hef unnið í handbolta var með Gróttu í 4. flokki þegar við urð- um bikarmeistarar." Hann sagði leikinn gegn Aftur- eldingu á laugardag líklega þann æsilegasta sem hann hefur spilað, þótt KA hefði tvisvar áður farið í bráðabana – og reyndar tapað í bæði skiptin. Nú var kærkomin tilbreyting að sigra í bráðabana og aukakastinu sagðist Guðjón Valur ekki gleyma svo létt í bráð. „Ég reyndi að horfa yfir varn- arvegginn en sá ekki markið. Þetta var í rauninni hið eina sem kom til greina, að stíga til hliðar og skjóta hægra megin framhjá veggnum, og sem betur fór tókst það svona vel með léttum snún- ingi. Eftir leikinn sögðu sumir mér að þetta hefði verið ólöglegt mark en dómararnir dæmdu markið gilt og ég læt mér það nægja.“ Gleymir auka- kastinu ekki í bráð Morgunblaðið/Rúnar Þór Guðjón Valur Sigurðsson ásamt unnustu sinni, Guðbjörgu Þóru Þor- steinsdóttur, og tveggja ára dóttur þeirra, Dagbjörtu Ínu. Sú litla er þegar farin að handleika knöttinn sem fer svo vel í hendi foreldranna en þau kynntust á sínum tíma í handboltanum hjá Gróttu á Seltjarnarnesi. MORGUNBLAÐIÐ er lesið eitt- hvað í viku hverri af 80,3% lands- manna samkvæmt nýrri fjölmiðla- könnun Gallup sem unnin var í mars fyrir samstarf Sambands ís- lenskra auglýsingastofa og helstu fjölmiðla landsins. Í síðustu könn- un í október var þetta hlutfall 81,65%. Meðallestur á hvert tölu- blað Morgunblaðsins er 60,3% en var í október 61,5%. Könnunin fór fram 16. til 22. mars meðal 1.500 manna úrtaks. Raunúrtak var 1.347 manns, fjöldi svara 790 og svarhlutfall 59%. Voru gögn send í pósti og hringt í stóran hluta úrtaksins á fyrsta degi til að hvetja fólk til að svara. Meðallestur á DV 35,1% Alls lesa 63,51% DV eitthvað í viku hverri en meðallestur á tölu- blað er 35,1%, sem er það lægsta sem mælst hefur. Meðallesturinn var 40,3% í október og þá lásu 64,9% DV eitthvað í viku hverri. Mest er Morgunblaðið lesið á föstudögum en þá lásu 66,2% svar- enda blaðið. Í öðru sæti er lestur á sunnudögum eða 64,7% og laug- ardagsblaðið lesa 61,6%. Minnst er blaðið lesið á miðvikudögum eða af 55,4% svarenda. Minnsti lestur á DV er einnig á miðvikudögum eða 31,1% en flestir svarenda lesa það á laugardögum, 43,5%. Á mánu- dögum lesa 35,6% svarenda DV. Sé litið á áskrifendur kemur í ljós að 61,5% eru áskrifendur að Morgunblaðinu og 21,8% að DV. Hlutfall áskrifenda Mbl. er 71,3% í Reykjavík og á Reykjanesi en 40,8% á landsbyggðinni. Þeir sem svöruðu heimsækja netmiðil Morgunblaðsins, mbl.is, að meðaltali 2,3 sinnum í viku hverri en heimsóknir voru 2,0 sinnum í síðustu könnun og visir.is er heimsóttur 2,0 sinnum að með- altali og fjölgaði heimsóknum úr 1,7 í síðustu könnun. Þá er leit.is heimsóttur 1,6 sinnum, strik.is 0,7 sinnum, torg.is 0,4 sinnum og ruv.- is 0,1 sinni. Spurt var einnig hversu vel net- miðlarnir höfða til fólks og kom leit.is þar best út með einkunnina 4,1. Næstur var mbl.is með 4,0 og síðan visir.is með 3,9. Fókus hefur vinninginn í lestri fjögurra vikublaða með 38,3% hlutfall, Viðskiptablaðið er lesið af 8,9% og Fiskifréttir lesa 7,8%. Skjár 1 sækir í sig veðrið Í könnuninni kemur einnig fram meðaltalshlutfall þeirra sem horfa á sjónvarp. Þannig horfa 60% á Ríkissjónvarpið en hlutfallið var 63% í október, 52% á Stöð 2, sem er það sama og í október, en Skjár 1 sækir í sig veðrið með aukningu úr 26% í 32%. Meðaláhorf á fréttir Ríkissjónvarpsins var 37,2% mánudaginn 19. mars og 27,5% á fréttir Stöðvar 2. Þá horfðu 10,9% á fréttir á Skjá einum og 23,8% á tíufréttir Ríkissjónvarpsins. Með- aláhorf á þátt Stöðvar 2, Í býtið, var 7,4% þann dag. Í tímaritaflokki var hlutfall þeirra sem lásu eða litu í síðasta tölublað hæst hjá Dagskrá vikunn- ar eða 46,6% og 44% hjá Sjón- varpshandbókinni. Sem dæmi um önnur tímarit má nefna að Séð og heyrt lásu 31,9%, Lifandi vísindi lásu 25,3%, Hús og hýbýli 23,3%, Nýtt líf 21,2% og Vikuna lásu 13,2%. Meðalhlustun á Rás 1 virka daga var 29,5%, 35,9% hlusta á Rás 2 og á Bylgjuna hlusta 24,8%. Morgunblaðið mest lesið á föstudögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup                                                             !  "#   $%                     80,3% lesa Morgunblaðið eitthvað í viku hverri MAÐURINN sem lést í vélsleðaslysi á Öxarfjarðar- heiði á laugardag hét Þorlák- ur Sigtryggsson, til heimilis að Svalbarði í Þistilfirði. Hann var 45 ára gamall, fæddur 18. júní 1955. Þorlák- ur lætur eftir sig eiginkonu og sex börn. Slysið varð skömmu fyrir hádegi. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni á Þór- höfn var Þorlákur þá ásamt öðrum á leið á björgunar- sveitaræfingu. Við Múlakvísl ók hann sleðanum ofan í þröngt gil þar sem hann kast- aðist af sleðanum og er talinn hafa látist samstundis. Lögreglan kallaði út þyrlu Landhelgisgæslunnar en eftir að læknir frá heilsugæslu- stöðinni á Þórshöfn hafði úr- skurðað hann látinn var þyrl- unni snúið við. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var lágskýjað og slæmt skyggni á Öxar- fjarðarheiði þegar slysið varð. Lést í vél- sleða- slysi Hetja KA-manna gegn Aftureldingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.