Morgunblaðið - 24.04.2001, Blaðsíða 39
MENNTUN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 39
HARRIET Oglethorpe er fimmtánára nemandi við Queenswood School, sem er einkarekinn skólifyrir stúlkur í úthverfi Lundúna.
Hún er í heimsókn á Íslandi ásamt 14 stúlkum
úr þessum skóla og ferðalag þeirra hér á landi
er liður í jarðfræðinámi þeirra í skólanum.
Jarðfræðikennari stúlknanna er Helen Hoyle
og segir hún hugmyndina um að sækja Ísland
heim hafa kviknað í haust. „Landið Ísland er
óþrjótandi uppspretta fróðleiks um eldvirkni
og jökla,“ segir Helen.
Hópurinn dvaldi fjóra daga á Suðurlandi og
naut leiðsagnar Andy Jones, jarðfræðings sem
býr á Hjarðarbóli í Ölfusi, en Andy og konan
hans, Guðrún Andrésdóttir, reka ferðaþjón-
ustu og hafa margoft veitt leiðsögn og hýst
nemendur úr breskum skólum. Stúlkurnar
skoðuðu Gullfoss og Geysi, heimsóttu Sólheima
og skoðuðu Dyrhólaey. Þær fóru til Þingvalla
og kynntu sér jarðsöguna þar. Þær höfðu í fór-
um sínum gögn og fyrirmæli til þess að vinna
eftir, en ljúka svo við þegar heim er komið. Síð-
ustu tvo dagana dvöldu stúlkurnar í Reykjavík
og skoðuðu m.a. Hallgrímskirkju, litu í versl-
anir í Kringlunni og luku svo ferðalaginu á að
baða sig í Bláa lóninu áður en þær héldu heim á
ný.
Helen sagði áhugann á ferðalaginu hafa ver-
ið mikinn frá byrjun og að veturinn hefði verið
notaður til þess að fara yfir bækur og fræðslu-
efni um jarðvirkni, eldfjöll og jökla á Íslandi.
Harriet segir það vera mikla upplifun að
koma og skoða hvernig landið lítið raunveru-
lega út. „Við vorum búnar að skoða svo margar
myndir af landinu, en samt bjuggumst við ekki
við hvílíkri víðáttu sem við sjáum nú með eigin
augum,“ segir Harriet. Henni finnst sundlaug-
arnar á Íslandi frábærar og yndislegt að geta
farið, hvernig sem viðrar, út í heita sundlaug.
Helen sagði áhuga á Íslandi vera almennan
meðal Englendinga. „Marga langar að heim-
sækja Ísland, en finnst dýrt að koma,“ sagði
Helen. Þær voru sammála um að þessi ferð ýtti
enn frekar undir áhuga á að koma aftur og
skoða landið frekar.
Helen sagði að það væri gott að koma hingað
og hvíla sig á mikilli bílaumferð (utan Reykja-
víkur), og yndislegt að finna víðáttuna. Hún
sagðist vilja koma á ný og fara þá í gönguferðir
um ósnortið landið. Þá muni hún m.a. njóta þess
að finna kyrrðina sem erfitt er að finna innan
um milljónir manna. Harriet sagði ferðina hafa
ýtt við foreldrum sínum um að koma hingað, og
nú sé ákveðið að fjölskyldan takist á hendur
ferð til Íslands í sumar, bæði til að skoða landið
og eins til að heimsækja íslenska vini sem þau
hafa kynnst í Englandi.
Breskar unglingsstúlkur
voru hér nýlega með jarð-
fræðikennaranum sínum.
Ákveðið var að kynna sér
landið betur en það birtist
í skólabókunum.
Morgunblaðið/Þorkell
Helen og Harriet ásamt bekkjarsystrum hennar yfirgáfu kennslustofuna til að öðlast betri
innsýn í jarðsögu Íslands og dvöldu t.d í 4 daga á Suðurlandi.
Bjuggumst ekki
við hvílíkri víðáttu
Á UNDANFÖRNUM áratug hefur Evrópu-
sambandið unnið að því opna markaðinn fyrir
opinber innkaup í Evrópu.
Á þessum tíma hefur orðið talsverð þróun í
framkvæmd opinberra innkaupa sem m.a. hef-
ur orðið stórfyrirtækjum og stjórnvöldum til
góðs. Sú breyting hefur einn-
ig orðið að allar upplýsingar
um opinber útboð og inn-
kaup eru orðnar aðgengi-
legri, m.a. á netinu. Litlum
og meðalstórum fyrir-
tækjum hefur þó ekki tekist
að nýta sér þessar breyt-
ingar, og til þess að auka möguleika þeirra í
þessari samkeppni hefur Evrópubandalagið
gefið út leiðbeiningarit sem nefnist „Selling to
the public sector in Europe – A practical guide
for small and medium-sized companies.“ Þar er
gengið út frá þeirri staðreynd að þótt löggjöf
hafi verið samræmd hefur ekki orðið til neinn
samræmdur markaður fyrir opinber innkaup
og því sé lykillinn að árangri að höfða til sér-
kenna hvers markaðar. Í ritinu er að finna:
aðferðir við markaðssetningu til hins
opinbera
almennar leiðbeiningar um hvernig gera
eigi tilboð og hvað beri að varast
dæmi um vandamál sem upp geta komið
og hvernig megi sigrast á þeim
lista yfir aðila/stofnanir sem gefið geta
upplýsingar
upplýsingar um löggjöf ESB um efnið
Ritið má nálgast á bókasafni Euro Info
skrifstofunnar.
Menning 2000
Menningaráætlun ESB: Menningararfleifð,
bókmenntir, leiklist, tónlist, myndlist, dans,
ljósmyndun, byggingalist, margmiðlun ...
Skilafrestur umsókna fyrir 2 – 3 ára sam-
starfsverkefni/samstarfssamninga fimm Evr-
ópuþjóða á ofangreindum sviðum er til 15. maí.
Nánari upplýsingar hjá Upplýsingaþjónustu
menningaráætlunar ESBí síma 562 6388 pg á
www.centrum.is/ccp.
Upplýsingaskrifstofur
um Evrópumál