Morgunblaðið - 24.04.2001, Blaðsíða 53
Listmunir
Erum að taka á móti verkum fyrir næsta list-
munauppboð sem verður haldið á Hótel Sögu
fimmtudagskvöldið 10. maí.
Vinsamlegast hafið samband tímalega.
Gallerí Fold,
Rauðarárstíg 14—16,
sími 551 0400.
KENNSLA
Reiðskólinn Geldingaholti
Reiðskóli Rosemarie
þar sem fagmennskan er í fyrirrúmi.
Námskeið fyrir börn og fullorðna, byrjendur,
sem lengra komna. Einnig námskeið fyrir
óöruggar konur og karla. Kennsla er verkleg
og bókleg fyrir alla hópa.
Á staðnum er góð gistiaðstaða, heitur pottur,
kennslugerði og hringvöllur. Þar er hægt ásamt
kennslunni að njóta; fyrir börnin dýralíf, sveita-
líf fyrir fullorðna, kyrrð og slökun.
Námskeið, 7 dagar fyrir börn og 2ja—3ja daga
námskeið fyrir fullorðna.
Dæmi 1.—7. júní almennt námskeið fyrir börn
og 8.—14. júní framhald fyrir börn með eigin
hesta.
Ýmiss konar námskeið allt sumarið.
Leitið nánari upplýsinga í síma 486 6055 og
894 1855.
Lengi býr að fyrstu gerð.
Reiðskólinn Geldingaholti.
TIL SÖLU
TIL SÖLU
Til sölu eru ýmis tæki og áhöld úr þrotabúi
Hífis-Kjarnaborunar ehf., svo sem beltagröfur
og hjólagröfur, stór kerra, fleygar, steinsagir
og kjarnaborar, generatorar, rennibekkur,
logsuðutæki, kolsýrusuðutæki, bílalyfta (3500
kg), tjakkar, margvísleg handverkfæri o.fl.
Munirnir verða til sýnis að Funahöfða 17,
Reykjavík, þriðjudaginn 24. apríl og miðviku-
daginn 25. apríl n.k., frá kl. 9:00 til 18:30.
Marteinn Másson, hdl.,
skiptastjóri þb. Hífis-
Kjarnaborunar ehf.
FÉLAGSSTARF
Fundur um fjölskyldu- og
skólamál í Garðabæ
í kvöld, þriðjudaginn 24. apríl kl. 20.30
í húsnæði félagsins á Garðatorgi 7
Framsögumenn:
Erling Ásgeirsson formaður skólanefndar
og Ingibjörg Hauksdóttir formaður fjöl-
skylduráðs, sem mun ræða um fjölskyldu-
stefnu Garðabæjar.
Hvetjum alla Garðbæinga til að koma og taka
þátt í umræðum um málefni er varða bæjarfé-
lagið okkar.
VERUM BLÁTT — ÁFRAM
Stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Garðabæ.
TILKYNNINGAR
ATVINNUHÚSNÆÐI
Til leigu strax
gott 125 fm iðnaðar- eða geymsluhúsnæði með
góðri lofthæð í Skipholti.
Upplýsingar í síma 893 7342 eða 560 0900
Sigurður G.
Málþing í Hafnarfirði
um sjálfbæra þróun á nýrri öld
Stýrihópur Staðardagskrár 21 í Hafnarfirði
stendur fyrir málþingi í Setbergsskóla,
fimmtudaginn 26. apríl, kl. 18.00—21.00
um stefnumörkun sjálfbærrar, vistvænnar
þróunar 2001—2020.
Rætt verður um og unnið með framsetningu
markmiða og mælikvarða íslenskra stjórnvalda
á sviði umhverfismála og auðlindanýtingar.
Til umræðu verða málefni sem varða okkur
öll og því hvetjum við allan almenning til
þess að sækja þetta málþing og stuðla að
lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku varð-
andi umhverfismál og þjóðfélagsþróun á
Íslandi.
Til frekari glöggvunar á umfjöllunarefnum má
benda á heimasíðu umhverfisráðuneytis
(http://www.stjr.is/umh, smella á
„Umhverfisþing — Stefnumörkun um sjálfbæ-
ra þróun“). Enn frekari upplýsingar veitir verk-
efnisstjóri Staðardagskrár 21 í Hafnarfirði í
síma 585 5525.
Ársfundur
Samvinnulífeyrissjóðsins
verður haldinn á Grand Hótel, miðvikudaginn
25. apríl 2001 kl. 14.00.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins.
Önnur mál.
Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum sjóðs-
ins. Þeir, sem hyggjast sækja fundinn, eru vin-
samlegast beðnir að tilkynna þátttöku
í síma 520 5500.
Stjórnin.
Aðalfundur SPOEX 2001
Aðalfundur Samtaka psoriasis- og exemsjúkl-
inga verður haldinn fimmtudaginn 26. apríl
nk. á Grand Hóteli Reykjavík v/Sigtún og hefst
kl. 20.00.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Baldur Tumi Baldursson húðlæknir ræðir um
meðferðarúrræði.
Önnur mál.
Mætið öll og fræðist um málefni samtakanna.
Stjórnin.
SMÁAUGLÝSINGAR
KENNSLA
■ www.nudd.is
FÉLAGSLÍF
EDDA 6001042419 I Lf.
Hamar 6001042419 I L.f.
AD KFUK
Holtavegi 28
Í kvöld er afmælis- og inntöku-
fundur og hefst hann með borð-
haldi kl. 19. Nýjar konur teknar
inn í félagið. Hjónin Einar Sig-
urbjörnsson og Guðrún Edda
Gunnarsdóttir segja frá ferð
sinni til Kenýja sumarið 2000.
Ástríður Haraldsdóttir leikur ein-
leik á píanó. Verð kr. 2500.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 53
LENKA Ptacnikova gæti orðið
fyrsta konan sem teflir í landsliðs-
flokki á Skákþingi Íslands. Hún sigr-
aði í fyrstu tveimur skákunum í ein-
vígi við Pál Agnar Þórarinsson um
sæti í landsliðsflokki og þarf einungis
hálfan vinning úr tveimur síðustu
skákunum til að sigra, en tefldar
verða fjórar skákir.
Páll hafði hvítt í fyrstu skákinni og
fljótlega vék skákin út af þekktum
slóðum. Páll gaf peð á b2 í 13. leik en
fékk ekki umtalsverðar bætur í stað-
inn. Lenka vann síðan a2-peðið í 20.
leik og þá virtust úrslitin ráðin. Hún
gaf Páli ekki gagnfæri og hann gafst
upp eftir 30 leiki þegar hann lék af sér
hrók í afar erfiðri stöðu þar sem hann
var enn tveimur peðum undir.
Lenka hafði hvítt í síðari skákinni.
Páll svaraði með Sikileyjarvörn og að
þessu sinni fylgdi skákin þekktum
leiðum fram undir 20 leik. Í 22. leik
missti Lenka af vænlegri leið en hélt
engu að síður þægilegri stöðu. Henni
tókst síðan að bæta stöðu sína og í 34.
leik yfirsást Páli lítil flétta sem Lenka
átti sem vann taflið samstundis. Hann
gaf því í 36. leik.
Það sem einkennir þessar tvær
skákir er að Páll hefur teflt undir getu
og ekki tekist að skapa sér umtals-
verð mótfæri. Lenka hefur á hinn
bóginn teflt ágætlega og náð að halda
uppi pressu á stöðu andstæðingsins.
Afleiðingin er sú að Páll er nú í mjög
erfiðri stöðu og verður að vinna tvær
síðustu skákirnar til þess að missa
ekki af lestinni. Þriðja skákin í einvíg-
inu verður tefld næsta föstudag og
hefst taflið klukkan 18 í húsnæði
Skáksambands Íslands í Faxafeni.
Hannes efstur í Egyptalandi
Hannes Hlífar Stefánsson er í efsta
sæti á alþjóðlegu skákmóti, opna
Tanta-skákmótinu, sem nú fer fram í
Egyptalandi. Hann deilir efsta sætinu
með andstæðingi sínum úr fjórðu um-
ferð, alþjóðlega meistaranum Azer
Mirzoev (2.488) frá Azerbadjan. Þeir
Hannes hafa 3½ vinning en þeir
gerðu jafntefli í fjórðu umferð sem
fram fór á laugardag.
Frammistaða Hannesar í fyrstu
umferðunum lofar góðu þótt enn eigi
hann eftir að mæta stigahæstu kepp-
endunum á mótinu. Reyndar var allur
undirbúningur Hannesar fyrir mótið
með þeim hætti að það þarf ekki að
koma á óvart þótt hann vermi að lok-
um eitt af efstu sætunum. Hannes
mætti stighæsta keppanda mótsins,
Alexander Fominyh (2571), í fimmtu
umferð sem fram fór á sunnudag. Í
gær var frídagur á mótinu.
Heiðrún sigraði
í klúbbakeppni Hellis
A-sveit Heiðrúnar sigraði örugg-
lega í hinni árlegu klúbbakeppni
Hellis sem haldin var sl. föstudag.
Heiðrún fékk 39½ vinning af 44
mögulegum. Í öðru sæti varð A-sveit
Dýónýsus með 36½ vinning og í þriðja
sæti varð B-sveit Heiðrúnar með 30½
vinning. Lokaúrslit mótsins urðu
þessi:
Heiðrún-A 39½ v.
2. Dýónýsus-A 36½ v.
3. Heiðrún-B 30½ v.
4. BDTR 29 v., 5. Mállöggurnar
26½ v., 6. Dýónýsus-B 21 v., 7. Heið-
rún-C 19 v., 8. Iðnskólaklúbburinn
18½ v., 9. Fjórir stakir 14½ v., 10.
Verð líka að fara 14 v. , 11. Peðaklúbb-
urinn 13½ v., 12. SVR 2½ v.Bestum
árangri á fyrsta borði náðu Magnús
Örn Úlfarsson og Helgi Áss Grétars-
son en þeir hlutu báðir 10 vinninga af
11 mögulegum. Bestum árangri á
öðru borði náði Stefán Kristjánsson
með 10½ v. Efstu þrjár sveitir voru
þannig skipaðar:
Heiðrún A
Jón Viktor Gunnarsson 9 v., 2. Stef-
án Kristjánsson 10½ v., 3. Bragi Þor-
finnsson 10 v., 4. Arnar Gunnarsson
10 v.
Dýónýsus A
Magnús Örn Úlfarsson 10 v., Sig-
urbjörn Björnsson 9 v., Páll Þórarins-
son 7 v., Róbert Harðarson 9½ v.
Heiðrún B
Bergsteinn Einarsson 5 v., Björn
Þorfinnsson 8 v., Sigurður Páll Stein-
dórsson 7½ v., Ingvar Þór Jóhann-
esson 9 v.
Úr mótaáætlun
Skáksambandsins
26.4. SA. 45 ára og eldri. 10 mín.
27.4. Hellir. Uppskeruhátíð
28.4. SÍ. Íslandsm. barnask.sveita
28.4. SÍ. Helgarskákmót
29.4. SA. 45 ára og e. gegn yngri
29.4. Hellir. Netskákmót
Lenka hárs-
breidd frá
landsliðsflokki
Páll Agnar Þórarinsson og Lenka Ptacnikova við upphaf annarrar ein-
vígisskákarinnar.
SKÁK
T a f l f é l a g
R e y k j a v í k u r
7.–15.4 2001
SKÁKÞING ÍSLANDS
Daði Örn Jónsson