Morgunblaðið - 24.04.2001, Blaðsíða 58
DAGBÓK
58 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Detti-
foss, Helgafell og North-
ern Loknes koma í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Lagarfoss, Rexnes,
Olchan og Nordstar
komu í gær. Arctic Swan
kemur í dag.
Fréttir
Kattholt. Flóamarkaður
í Kattholti, Stangarhyl 2,
opinn þriðjud. og
fimmtud. frá kl. 14–17.
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs, Hamraborg
20a. Fataúthlutun kl. 17–
18.
Mannamót
Árskógar 4. Kl. 9–16.30
opin handavinnustofan,
áhersla á bútasaum, kl.
9–12 bókband og öskju-
gerð, kl. 9.30 dans-
kennsla, kl. 13–16.30 op-
in smíðastofa, trésmíði/
útskurður, kl. 9 hár- og
fótsnyrtistofur opnar.
Aflagrandi 40. Enska kl.
10 og kl. 11. Farið verður
í leikhúsið fimmtud. 26.
apríl í Loftkastalann að
sjá „Sniglana“. Rútuferð
frá Aflagranda. Miðvi-
kud. 25 apríl verður farið
um Borgarfjörð. Lagt af
stað kl. 10. Uppl. og
skráning í Aflagranda
sími 562-2571.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8
hárgreiðsla, kl. 8.30 böð-
un, kl. 9–9.45 leikfimi, kl.
9–12 tréskurður, kl. 9–16
handavinna og fótaað-
gerð, kl. 10 sund, kl. 13–
16 leirlist.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið á
Hlaðhömrum er á
þriðjud. og fimmtud. kl.
13–16.30, spil og föndur.
Leikfimi í íþróttasal á
Hlaðhömrum, þriðjud.
kl. 16. Uppl. hjá Svan-
hildi í s. 586 8014 kl. 13–
16.
Félagsstarf aldraðra,
Dalbraut 18–20. Kl. 9
hárgreiðsla og böðun, kl.
10 samverustund, kl. 14
félagsvist.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun,
kl. 10 hársnyrting, kl. 13
föndur og handavinna.
Kl. 14.45 söngstund í
borðsal með Jónu
Bjarnadóttur.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Saumur kl. 13, bridge kl
13:30. Á morgun verður
línudans kl 11, mynd-
mennt kl. 13 og píla
kl.13:30. Leikhúsferð í
Þjóðleikhúsið að sjá-
„Syngjandi í rigning-
unni“ 4. maí nk. Sækið
pantaða miða í Hraunsel
milli kl. 13.30 og 16.
Skoðunarferð í Þjóð-
menningarhúsið10. maí.
Skráning hafin í Hraun-
seli sími 555- 0142
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Þriðjudagur:
kl. 10.30. fara Göngu-
Hrólfur í göngu með
sænskum gestum. Kl.
10.30 koma sænskir eldri
borgarar í heimsókn.
Gengið verður um Laug-
ardalinn. Hádegisverður
í Ásgarði kl. 12. Erindi
flytja Ólafur Ólafsson
formaður FEB og Bene-
dikt Davíðsson frá LEB.
Dansað undir harm-
ónikuleik Ólafs B. Ólafs-
sonar. Skák kl. 13.30 og
alkort spilað kl. 13.30.
Miðvikud: Baldvin
Tryggvason verður til
viðtals um fjármál og
leiðbeiningar um þau
mál á skrifstofu FEB kl.
10.30–11.30. Panta þarf
tíma. Dagana 27.–29.
apríl verður 3ja daga
ferð á Snæfellsnes.
Brottför frá Ásgarði
Glæsibæ 27. apríl kl. 9.
Allra síðasti skráning-
ardagur. 9. maí Garð-
skagi-Sandgerði-
Hvalnes. Brottför frá
Glæsibæ kl. 13. Skráning
hafin. Opnunartími skrif-
stofu FEB er kl. 10–16.
Uppl. í síma588 2111.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
opin vinnustofa, tré-
skurður og fleira, kl. 9–
17 hárgreiðsla, kl. 10
leikfimi, kl. 12.45 Bón-
usferð.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9–16. 30 vinnustofur
opnar, kl. 13 boccia, Veit-
ingar í kaffihúsi Gerðu-
bergs. Föstudaginn 27.
apríl kl. 16 verður opnuð
myndlistasýning Gunn-
þórs Guðmundssonar,
m.a. syngur Gerðubergs-
kórinn undir stjórn Kára
Friðrikssonar. Undir-
leikarar eru Benedikt
Egilsson og Unnur Ey-
fells, félagar úr Tónhorn-
inu leika létt lög. Allir
velkomnir. Allar upplýs-
ingar um starfsemina á
staðnum og í s. 575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Leikfimi kl. 9.05, kl. 9.50
og kl. 10.45, kl. 9.30 gler-
list, handavinnustofa op-
in, kl. 14 boccia, þriðju-
dagsganga fer frá
Gjábakka kl. 14. Í tilefni
viku bókarinnar verða
lesin ljóð í Gjábakka
fimmtud. 26. apríl kl. 14,
þeir sem vilja lesa skrái
sig í afgreiðslunni.
Gullsmári, Gullsmára 13.
Kl. 9.15 postulínsmálun,
kl. 10 jóga og ganga, kl.
13–16 handavinnustofan
opin, leiðbeinandi á
staðnum, kl. 14 boccia.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
böðun, fótaaðgerðir og
leikfimi, kl. 9.45 banka-
þjónusta, kl. 13 handa-
vinna og hárgreiðsla.
Hraunbær 105. Kl. 9–
16.30 postulínsmálun, kl.
9–17 fótaaðgerðir, kl. 9–
12 glerskurður, kl. 9.45
boccia, kl. 11 leikfimi, kl.
12.15 verslunarferð í
Bónus, kl. 13–16.30
myndlist, kl. 13–17 hár-
greiðsla. Miðvikudaginn
25. apríl verður farið um
Borgarfjörð. Lagt af
stað kl. 10.30, uppl. í
síma 587-2888.
Korpúlfarnir, eldri
borgarar í Grafarvogi,
halda sinn mánaðarlega
fund í Miðgarði á morg-
un kl. 10. Nánari upplýs-
ingar veitir Þráinn Haf-
steinsson í s. 5454-500
Kirkjulundur, félags-
starf aldraðra, Garða-
bæ. Þriðjud. 24. apríl:
spilað í Kirkjuhvoli kl.
13.30, tréskurður kl.
13.30. Fimmtudaginn 26.
apríl: spilað í Holtsbúð
kl. 13.30, boccia kl. 10.30,
leikfimi kl. 12.10. Dagana
27 og 28. apríl eru upp-
skerudagar í Kirkjuhvoli
kl. 13–18, sýning á tóm-
stundavinnu aldraðra,
skemmtiatriði og veit-
ingar kl. 15 báða dagana.
Norðurbrún 1. Kl. 9–17
hárgreiðsla, kl. 10–11
boccia, kl. 9–16.45 opin
handavinnustofan, tré-
skurður.
Vesturgata 7. Kl. 9 fóta-
aðgerðir og hárgreiðsla,
kl. 9.15–12 bútasaumur,
kl. 9.15–15.30 handa-
vinna, kl. 11 leikfimi, kl.
13 bútasaumur, tréút-
skurður og frjáls spila-
mennska. Sýning á
vatnslitamyndum
(frummyndum) eftir
Erlu Sigurðardóttur úr
bókinni „Um loftin blá“
eftir Sigurð Thorlacius
verður frá 30. mars til 4.
maí virka daga frá kl. 9–
16.30. Allir velkomnir.
Vitatorg. Kl. 9 smiðjan
og hárgreiðsla, kl. 9.30
glerskurður, myndlist og
morgunstund, kl. 10 leik-
fimi og fótaaðgerðir, kl.
11 boccia, kl. 13 hand-
mennt og keramik, kl. 14
félagsvist.
Bridsdeild FEBK, Gjá-
bakka. Spilað í kvöld kl.
19. Allir eldri borgarar
velkomnir.
Félag ábyrgra feðra
heldur fund í Shell-
húsinu, Skerjafirði, á
miðvikudögum kl. 20,
svarað í síma 552 6644 á
fundartíma.
Eineltissamtökin halda
fundi á Túngötu 7, á
þriðjudögum kl. 20.
Félag áhugafólks um
íþróttir aldraðra. Leik-
fimi í Bláa salnum, Laug-
ardalshöll, kl. 12.
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra á höfuðborgarsvæð-
inu, Hátúni 12. Bingó kl.
20 í kvöld.
ITC deildin Harpa held-
ur fund í kvöld þriðjud
24.apríl kl.20 að Borg-
artúni 22. (þriðju hæð).
Fundurinn er öllum
opin.uplýsingar gefur
Guðrún í síma 553-
9004.
Hringurinn. Aðalfund-
urinn verður haldinn í
Akogessalnum við Sól-
tún miðvikudaginn 25.
apríl kl. 19.
Kvennadeild Slysa-
varnafélagsins í Reykja-
vík. Afmælis og
skemmtifundur verður
föstudaginn 27. apríl kl.
20 í Sóltúni 20. Til
skemmtunar harmóniku-
leikur, upplestur, happ-
drætti o. fl.
Kvenfélag Kópavogs.
Gestafundur verður mið-
vikudaginn 25. apríl kl.
20.30 í félagsheimilinu
Gjábakka.
Kvenfélag Hreyfils.
Kvenfélag Kópavogs
býður Hreyfilskonum í
heimsókn miðvikudaginn
25. apríl kl. 20.30 í Gjá-
bakka, Kópavogi. Ath!
fundur Kvenfélags
Hreyfils fellur niður 24.
apríl.
Í dag er þriðjudagur 24. apríl, 114.
dagur ársins 2001. Orð dagsins: Þá
sleit allt fólkið eyrnagullin úr eyrum
sér og færði Aroni.
(II Mós. 32, 3.-4.)
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið.
Víkverji skrifar...
VERKFÖLL eru tvíbent vopn aðmati Víkverja. Hann hitti ný-
lega að máli hjón, sem voru ekki hrif-
in af þessu baráttutæki. Konan er
framhaldsskólakennari og eiginmað-
urinn sjómaður. Hún var í löngu
verkfalli með tilheyrandi launamissi
í vetur og nú er hann, sem annars
þénaði mjög vel á frystitogara, kaup-
laus. Þetta setur vissulega stórt strik
í reikninginn hjá þessu fólki. Það er
ekki tekið út með sældinni að vera
launalaus vikum saman. Fæstir ráða
við það, því víða er boginn spenntur
það mikið að ekkert má út af bregða
eigi að vera hægt að standa í skilum.
Ávinningurinn af löngu verkfalli
skilar sér seint eða aldrei í launa-
umslagið.
Víkverji tekur því undir með Frið-
riki Pálssyni, stjórnarformanni SÍF,
sem hefur sagt að verkföll séu úrelt
og þurfa finni aðrar leiðir til lausnar
á kjaradeilum. Hann telur að verk-
föll eigi aðeins að nota sem neyðar-
rétt þegar allar leiðir virðast lokaðar
og mikið sé í húfi. Víkverji telur að
kjaradeila sjómanna og útvegs-
manna snúist ekki um bráðnauðsyn-
legar kjarabætur eða úrbætur af
öðru tagi. Víkverji dregur hvorki
taum útgerðarmanna né sjómanna í
þessari deilu, en hann ber hag þjóð-
arbúsins og fiskverkafólks fyrir
brjósti. Víkverja finnst rétt að benda
deiluaðilum á að þeir hafa þegar
stærsta hlutann úr þeirri köku, sem
veiðar, vinnsla og útflutningur sjáv-
arafurða er búin til úr. Þar ber fisk-
verkafólkið minnst úr býtum og nú
hafa þessir aðilar svipt það atvinn-
unni og skilið eftir á lágmarkskjör-
um eða atvinnuleysisbótum. Víkverji
vill benda deiluaðilum á að taka tillit
til þess og reyndar skilur hann ekki
að ekki skuli vera hægt eftir nærri
eins og hálfs árs samningaþref að
mætast á miðri leið.
x x x
VÍKVERJI hefur bæði gagn oggaman af göngutúrum en er því
miður allt of latur til að ganga eins
mikið og hann þyrfti, en það er hans
vandamál. Það er að mati Víkverja til
fyrirmyndar hve vel er búið að
göngufólki í Reykjavík með góðum
göngustígum út um allar trissur.
Uppáhaldsgönguleiðir Víkverja eru
um Elliðaárdalinn og Fossvogsdal-
inn enda býr hann í Fossvogi. Vík-
verji hefur líka gaman af að ganga
um bæinn, til dæmis Hljómskála-
garðinn og við Tjörnina. Honum
finnst hins vegar miður hvernig um-
gengni borgarbúa er. Allt of algengt
er að fólk fleygi frá sér rusli hvar
sem það fer og er að því mikill sóða-
skapur. Um helgina átti Víkverji
gönguleið hjá ráðhúsi Reykjavíkur.
Við húsið er lítil tjörn og er að henni
mikil prýði. Um helgina var hún
nærri vatnslaus og blasti þá við ótrú-
legur sóðaskapur. Tjörnin var hrein-
lega full af rusli. Líklega hefur vatni
verið hleypt úr henni til að hreinsa
hana og var ekki vanþörf á. Þeir sem
ganga um á þennan hátt hendandi
rusli um allt ættu að skammast sín.
Hið fagra umhverfi okkar á slíkt
ekki skilið og framferði eins og þetta
lýsir mest innra manni þeirra sem
svo haga sér. Sóðaskapur er þeim
sem hann ástunda til skammar.
ÉG heyrði í fréttum að ein
hver úr hópi þjóðernissinna
hefði hótað manni og hann
kærði hann. Ég hef unnið
með erlendu fólki, sem
kemur víða að og flest af
því hefur verið gott og dug-
legt fólk. Hvað er svona
sérstakt við það að vera Ís-
lendingur? Erlent fólk
kann þó mannasiði og það
er meira en hægt er að
segja um marga landa vora.
Indíánar til forna kölluðu
hvíta manninn bleiknefja
og eitt er víst að í gegnum
aldirnar hafa bleiknefjar
verið mjög frekir og níðst á
fólki af öðrum kynþáttum.
Það er óþolandi að hér skuli
kynþáttafordómar vera
ríkjandi núna þegar 21. öld-
in er gengin í garð. Fólk,
sem er svona þenkjandi,
þyrfti að taka vel til í sál-
artetrinu og skríða út úr
miðaldakofunum. Öll erum
við bræður og systur og
jöfn fyrir augliti guðs. Við
eigum að taka vel á móti er-
lendu fólki og skapa því
sömu tækifæri og menntun
og Íslendingum. Því miður
vinnur margt af þessu er-
lenda fólki þau erfiðu störf,
sem Íslendingar eru of fínir
til að vinna. Því miður má
finna kynþáttafordóma í
öllum stéttum þjóðfélags-
ins. Grímur.
Þjóðlendur
Í TILEFNI vinnu þjóð-
lendunefndar um mörk
þjóðlendna finnst mér rétt
að ef landeigendur geta
sannað eign sína á landi
skuli þeir halda því hversu
stórt sem það kann að vera,
en ef sönnun á landi liggur
ekki fyrir eigi það að vera
eign þjóðarinnar. Beitar-
réttindi býla eru viður-
kennd á almenningum og
afréttarlöndum en það er
ekki það sama og eignar-
hald á því landi. Ég vona að
þjóðlendunefnd sjái sóma
sinn í því að verja eign
þjóðarinnar svo hún verði
ekki gefin til manna sem
ekki geta sannað eign sína
á landinu.
Pétur Sigurðsson,
kt. 250944-4709.
Enn einn Hafnar-
fjarðarbrandarinn
ÞAÐ er boðinn út einka-
skóli í Hafnarfirði og viti
menn, formaður Heimilis
og skóla er til í að græða
peninga á einkageiranum
við að uppfræða börnin í
Hafnarfirði.
Guðmundur Guðmunds-
son, Hraunbæ 178.
Er Morgunblaðið að
skreppa saman?
SAMKVÆMT lauslegu
mati voru eftirtaldir kálfar
Morgunblaðsins með 20
blaðsíðum vikulega, Ferðir,
Bílar, Barnablaðið og Kvik-
myndir. Nú er búið að
slengja þessum kálfum inn
í aukablað sunnudagsins.
Það blað taldi að jafnaði 24-
32 blaðsíður, svo ef ofan-
taldir kálfar dragast frá er
aukablaðið aðeins 4-8 blað-
síður. Er Morgunblaðið að
skreppa saman?
Lesandi.
Regnbogablómin
MÓÐIR 9 ára drengs hafði
samband við Velvakanda
og langaði að koma á fram-
færi árangri af frábæru
kremi. Drengurinn er mjög
slæmur af exemi og hún
datt niður á krem sem heit-
ir Regnbogablómin. Krem-
ið er unnið úr íslenskum
jurtum og framleitt af
Skipholtsapóteki. Þetta er
algjört kraftaverkakrem.
Eftir tvo daga var strax
sjáanlegur munur á
drengnum. Hún er búin að
prófa mörg krem, en þetta
slær þau öll út. Vill hún
benda fólki á þetta.
Tapað/fundið
Svunta af Brio-
barnavagni tapaðist
BLÁ svunta af Brio-barna-
vagni með böngsum í rauð-
um buxum tapaðist laugar-
daginn 7. apríl sl. í
Engjaseli. Hún hefur
sennilega fokið af vagnin-
um. Þetta er mikill missir,
því hætt er að selja þessa
tegund af vögnum. Vinsam-
legast hafið samband í síma
699-0273.
Barnagullarmband
fannst í Garðabæ
BARNAARMBAND með
áletruninni Valentína Erla
fannst á leiksvæðinu á milli
Krókamýrar og Löngu-
mýrar í Garðabæ fyrir
rúmri viku. Upplýsingar í
síma 565-6124.
Rauð Pokemon-húfa
í óskilum
RAUÐ Pokemon-húfa
fannst við Nauthólsvík.
Á húfunni stendur Piku
Chu.
Hún er merkt Heklu.
Eigandi hafi samband í
síma 896-2956 eða 695-
1418.
Nokia-sími
í óskilum
NOKIA GSM-sími fannst á
leik Hauka og Vals á Ás-
völlum, sunnudagskvöldið
22. apríl sl. Upplýsingar í
síma 569-1201 eða 551-
0085.
Dýrahald
Svartur og hvítur
hundur í óskilum
SVARTUR og hvítur, lág-
fættur hundur er í óskilum
á Hundahótelinu að Leir-
um.
Eigandi vitji hans strax.
Upplýsingar í síma 566-
8366 eða 698-4967.
Rósa
er fundin
ÞAKKIR til allra þeirra er
aðstoðuðu við að leita henn-
ar.
Sérstakar þakkir til Vel-
vakanda, það var honum að
þakka að hún fannst.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Bleiknefjar
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 ánægð, 4 dý, 7 ber, 8
skríll, 9 nugga, 11 stela,
13 brumhnappur, 14
streyma, 15 harðfrosið
snjókorn, 17 hlykk, 20
elska, 22 þuklar, 23 á ný,
24 magrar, 25 hreinar.
LÓÐRÉTT:
1 styggir, 2 ánægja, 3
galdrakvendi, 4 ata út, 5
kyrrt vatn, 6 ræktuð
lönd, 10 þyngdareining-
in, 12 kraftur, 13 hrygg-
ur, 15 matgráðugur mað-
ur, 16 spakur, 18 skrifar,
19 söngflokkar, 20 rán-
fuglar, 21 boli.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 rembihnút, 8 undur, 9 arfur, 10 iðn, 11 dýrið,
13 aumum, 15 dalla, 18 slota, 21 fet, 22 lokka, 23 æfast,
24 hrossatað.
Lóðrétt: 2 eldur, 3 berið, 4 hrana, 5 úlfum, 6 mund, 7
hrum, 12 ill, 14 ull, 15 dóla, 16 lýkur, 17 afans, 18 stæka,
19 okana, 20 atti.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16