Morgunblaðið - 24.04.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.04.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ AGÚRKUR kostuðu 389 krónur kílóið í verslunum Hagkaupa síð- ustu vikuna í marsmánuði, en ekki 317 krónur, eins og hermt var hér í Morgunblaðinu sl. fimmtudag, sam- kvæmt upplýsingum frá Hagkaup- um. Kostnaðarverð Hagkaupa á kílóið var 190 krónur. Smásölu- álagning Hagkaupa á agúrkur síð- ustu vikuna í mars var því ekki 46,3% eins og stóð í súluriti um verðmyndun á agúrkum, heldur 79,5%. Samkvæmt því sem Finnur Árna- son, framkvæmdastjóri Hagkaupa, segir, var um ásláttarvillu að ræða, sem gerði það að verkum, að fyr- irtækið lét Morgunblaðinu ekki í té réttar upplýsingar. Af þeim sökum verða endurbirt þau samanburðarsúlurit sem voru í fimmtudagsblaðinu, þar sem bornar voru saman þær upplýsingar sem Hagkaup veittu Morgunblaðinu um sundurgreindar kostnaðarupplýs- ingar um álagningu á agúrkum við upplýsingar sem Morgunblaðið birti um verðmyndunina 12. apríl sl. Meðaltalsálagning er á bilinu 40–45% Finnur sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að þótt þessi mistök hafi átt sér stað, þá standi hann við þau orð sín hér í Morgunblaðinu sl. fimmtudag, að meðalálagning á ávexti og grænmeti í verslunum Hagkaupa sé á bilinu 40% til 45% yfir árið. Samkvæmt sundurliðun frá Hag- kaupum var kostnaðarverð við inn- kaup á agúrku í marsmánuði 190 krónur á kílóið. Smásöluverð var 1. mars til 12. mars 386 krónur kílóið, 13. mars til 18. mars 289 krónur kílóið og 19. mars til 31. mars 389 krónur kílóið. Agúrkur kost- uðu 389 krónur í Hagkaupum                                    !  " #$ "$  % $& "$ '  $ & (  $) * +$ ,      &  " #$   !"# $  % &'#      ! (    MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá Hagkaupum: Þar sem forráðamenn Hagkaupa hafa orðið varir við, að verið er að dreifa til fjölmiðla sölunótum frá fyr- irtækinu, sem sýna allt að 300% álagningu á einstaka vöruliði á ein- staka tímum, óska Hagkaup eftir að koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri um verðmyndun á græn- meti og ávöxtum: 1. Hagkaup hefur skýrt frá að meðalálagning á ávexti og grænmeti á ársgrundvelli sé á bilinu 40–45%. 2. Þessi álagning er fyrir rýrnun, sem er að meðaltali 6–9%. 3. Framangreind álagning er einn- ig fyrir allan kostnað við rekstur verslunar. 4. Hagkaup hefur afhent Sam- keppnisstofnun og Morgunblaðinu sundurliðaðar upplýsingar um kostnaðarverð og verðmyndun á ýmsum tegundum af grænmeti. Hagkaup er eitt fyrirtækja á smá- sölumarkaði sem hefur afhent slíkar upplýsingar til fjölmiðla. Nú ber svo við að aðilar á þessum markaði hafa verið að dreifa upplýs- ingum til fjölmiðla, þar á meðal ein- stökum nótum með upplýsingum um kostnaðarverð. Þessar upplýsingar stangast ekki á við áður framlögð gögn. Þessum upplýsingum er ber- sýnilega dreift með það að markmiði, að valda Hagkaupum tjóni. Hagkaup leggja áherslu á, að þrátt fyrir að dæmi séu um verulega álagningu á einstaka vöruliði á ákveðnu tímabili, þá stendur fullyrðing fyrirtækisins, að meðalálagning á ávexti og græn- meti á ársgrundvelli er á bilinu 40– 45%. Fréttatilkynning frá Hagkaupum Sölunótum dreift til fjölmiðla NEMENDUR í 10. bekk grunn- skólans tóku í gærmorgun sam- ræmt próf í íslensku, en 3.736 nemendur á landinu öllu voru skráðir í prófið að þessu sinni.Alls eru 3.879 nemendur í 10. bekk. Nemendur fá þrjár klukkustundir í hvert próf og á morgun munu þeir taka próf í ensku, á miðviku- daginn í Norðurlandamálum og prófunum lýkur síðan á fimmtu- daginn með prófi í stærðfræði. Prófið er framkvæmt með nýju sniði núna því nemendur geta val- ið að sleppa prófum í einstökum greinum. Sigurgrímur Skúlason, sviðsstjóri samræmdra prófa hjá Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála, sagði að nokkuð mismunandi væri eftir fögum hversu margir skráðu sig í prófin. Flestir nemendur eru skráðir í íslensku Flestir væru skráðir í íslensku eða rúmlega 96% nemenda, en fæstir í próf í Norðurlandamálum, þ.e. dönsku, sænsku og norsku, eða tæplega 93% nemenda. Tæp- lega 96% nemenda eru skráðir í stærðfræði og ensku að þessu sinni. Sam- ræmdu prófin eru hafin Morgunblaðið/Ásdís Nemendur í Tjarnarskóla þreyttu samræmt próf í íslensku í gærmorgun. MIKLAR sveiflur eru í smásölu- álagningu grænmetis og ávaxta hér á landi. Samkvæmt gögnum sem Morgunblaðið hefur aflað sér var smásöluálagning á einum tilteknum degi í marsmánuði í einni verslun Hagkaupa allt frá því að vera nei- kvæð (þannig að verslunin þurfti að gefa með vörunni) upp í það að vera 218%. Gögnin gefa til kynna að með- altal álagningarinnar þennan dag hafi verið nálægt því að vera 70%. Það skal áréttað að hér er um upp- lýsingar að ræða, sem einungis ná til eins dags í einni verslun Hagkaupa og í öllum tilvikum var um innflutt grænmeti og ávexti að ræða. Upplýs- ingarnar sem slíkar gefa því ekki til kynna hver álagningin er á árs- grundvelli. Stórmarkaðirnir láta gera fyrir sig verðkönnun með reglulegu millibili. Ein slík var gerð 30. mars sl. Miðað við þá verðkönnun var smásölu- álagningin hjá ofangreindri verslun Hagkaupa 83% á blaðlauk, 30% á blómkál, 26% á kínakál, 30% á lauk, 67% á rauð vínber, 33% á græna papriku, 60% á tómata og 218% á hvítlauk svo nokkur dæmi séu tekin. Álagningin á rauða papriku reyndist aftur á móti vera neikvæð um 9,6% þennan dag, því heildsöluverðið var 740 krónur fyrir kílóið, smásöluverð- ið var 778 krónur og þá er eftir að draga frá 14% virðisaukaskatt. Smá- söluálagningin á gula papriku reynd- ist aftur á móti vera 9%. Einingaverð í grænum eplum var 94 krónur kílóið, smásöluverð var 185 krónur fyrir kílóið og smásöluálagningin því 72%. Einingaverð af Jonagold-eplum var 52 krónur kílóið, smásöluverð var 147 krónur kílóið og smásöluálagn- ingin því 151%. Rauð epli frá Banda- ríkjunum voru hins vegar með ein- ingaverðinu 120 krónur kílóið, smásöluverð var 185 krónur og smá- söluálagningin því 35%. Smásöluálagning á appelsínur var 90%, einingaverð þeirra var 97 krón- ur kílóið og smásöluverð 185 krónur. Sítrónur voru með 195% smásölu- álagningu, blá og græn vínber og kiwi-ávöxturinn með 53% smásölu- álagningu og smásöluálagning á rauðlauk var 148% þennan umrædda dag. Morgunblaðið birti úttekt um verðmyndun á grænmetis- og ávaxtamarkaðnum 12. apríl sl. þar sem fram kom að álagning stórmark- aða væri á bilinu 60% til 80%. Sam- kvæmt þeim gögnum sem vitnað er til hér að ofan, var smásöluálagning í ofangreindri verslun Hagkaupa að meðaltali nálægt því að vera um 70% á grænmeti og ávexti þann dag sem gögnin ná yfir, eins og fram kemur hér að ofan. Meðalálagning um 70% einn tiltekinn dag Smásöluálagning grænmetis og ávaxta í einni verslun Hagkaupa HAGKAUP hafa látið Morgun- blaðinu í té sölutölur yfir ávexti og grænmeti í átta verslunum sínum fyrstu þrjá mánuði ársins. Finnur Árnason, framkvæmdastjóri Hag- kaupa, segir tölurnar sanna fyrri orð sín um að meðalálagning yfir ár- ið á ávöxtum og grænmeti sé á bilinu 40 til 45%. Uppsöfnuð framlegð á þessu tímabili af 234 tegundum ávaxta og grænmetis sé 32,3% að meðaltali sem Finnur segir að jafn- gildi 47–48% álagningu. „Við erum með hærri álagningu yfir vetrartímann þó að við bjóðum lægra verð. Við höfum minna upp úr sölu á grænmeti og ávöxtum frá ís- lenskum framleiðendum yfir sumar- tímann. Ég stend enn við þau orð að meðalálagningin á ársgrundvelli sé 40 til 45%. Á einhverjum tímapunkti borgum við með vörunni en á öðrum tíma er álagningin mikil á einhverri annarri vöru,“ segir Finnur. Tölurnar sýna að í verslunum Hagkaupa fyrstu þrjá mánuðina voru tæp 700 tonn af ávöxtum og grænmeti seld fyrir um 166 milljónir króna með virðisaukaskatti. Án skatts nam salan 145 milljónum króna og þar af var kostnaðarverð 98,2 milljónir, samkvæmt upplýsing- um Hagkaupa. Framlegðin, eða það sem Hagkaup fengu í sinn hlut, var 46,8 milljónir eða 32,3% af allri sölu án vsk. Vegna trúnaðar við birgja sína vildi Finnur ekki að verðmynd- un einstakra vörutegunda yrði birt þar sem um viðkvæmar viðskipta- upplýsingar væri að ræða. Tölurnar sýna ákaflega mismikla sölu eftir einstökum tegundum þessa þrjá mánuði, allt frá kílói af parahnetum upp í 85 tonn af banön- um. Hagkaup birta tölur um sölu ávaxta og græn- metis fyrstu þrjá mánuði ársins Meðalálagningin var 47–48% SEX ára drengur hjólaði út á götu og í veg fyrir bíl á Akureyri rétt fyrir klukkan 18 í gær. Í fyrstu leit út fyrir að hann hefði slasast talsvert en að sögn lögreglunnar virðist betur hafa farið en á horfðist. Pilturinn, sem var hjálmlaus, mun hafa hjólað af göngustíg og út á göt- una Grænumýri og skollið þar á hlið bíls. Vankaðist hann við höggið. Drengur fyrir bíl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.