Morgunblaðið - 24.04.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.04.2001, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Allar frekari upplýsingar eru veittar á Fasteignasölunni BYGGÐ, Strandgötu 29, Akureyri. Opið virka daga frá kl. 9-12 og 13-17. Sími 462 1744 og 462 1820 Til sölu í miðbæ Akureyrar tvær nýstandsettar þriggja herbergja íbúðir á frábærum stað í listagilinu á Akureyri. Íbúðirnar eru kjörnar sem orlofsíbúðir. KONRÁÐ Alfreðsson, for- maður Sjómannafélags Eyjafjarðar, segir að stað- an í kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna valdi áhyggjum nú þegar verk- fall hefur staðið í þrjár vikur og fátt bendi til að vilji sé meðal útvegs- manna til að leysa deiluna. Samninganefnd Sjó- mannafélags Eyjafjarðar kom saman til fundar á Akureyri í gær þar sem farið var yfir stöðuna og segir Konráð að baklandið sé sterkt og mikill vilji til þess meðal sjómanna að deilan leysist. „Við verðum hins vegar að leysa þetta mál sjálfir og það verður bara að taka þann tíma í að leysa það sem þarf. Það er mjög mikilvægt,“ sagði Konráð. Vilja knýja fram samn- inga um stöðnun í kjaramálum Á fundinum var fullri ábyrgð lýst á hendur út- gerðarmönnum vegna verkfallsins á fiskiskipa- flotanum. „Viljaleysi til að leysa deiluna með kjara- samningi hefur einkennt framkomu útgerðarmanna við samningaborðið und- anfarnar vikur og náði há- marki með svokölluðu til- boði þeirra um verð- myndunarmál síðastliðinn fimmtudag. Þar kom ber- legar í ljós en áður að markmið útgerðarmanna við samningaborðið er að knýja sjómenn til að skrifa undir samning um stöðnun í kjaramálum og í sumum tilfellum hreina launa- lækkun,“ segir í ályktun fundarins og einnig að undir slíkt muni sjómenn aldrei skrifa. Lýsti samn- inganefnd Sjómannafélags Eyjafjarðar yfir fullum stuðningi við samninga- nefnd Sjómannafélags Ís- lands sem taldi að með til- boðinu hefðu útgerðar- menn slitið viðræðunum. „Þetta var fáheyrt tilboð sem okkur var gert þarna og við getum ekki dregið af því aðrar ályktanir en að útgerðarmenn séu að bíða eftir einhverju öðru,“ sagði Konráð. Í ályktuninni er það orð- að svo að staðan í kjara- deilunni sé grafalvarleg og „tímabært að öllu daðri út- gerðarmanna við lagasetn- ingu til lausnar deilunni verði hætt“. Konráð segist trúa því að kjarasamningar náist, en taka verði tíma í að fara yfir málin og þann tíma verði menn að gefa sér. Samninganefnd Sjó- mannafélags Eyjafjarðar lítur svo á að útgerðar- menn hafi það í hendi sér hvernig viðræðum verði komið af stað á nýjan leik, en til þess þurfi skýrari samningsvilja en síðasta tilboð sýndi. Ávísun á launalækkun Benti fundurinn á að aðrir launþegar hafi samið um slysatryggingar, sér- eignasparnað í lífeyrissjóð, starfsaldurstengt orlof, uppsagnarfrest, hækkun kaupliða og kauptrygging- ar og um þessi atriði þurfi sjómenn einnig að semja. Sérmál sjómanna sem lýt- ur að verðmyndun sjávar- afla þurfi einnig að vera til umræðu en þar sé lág- markskrafa sjómanna sú að ná aftur þeirri stöðu sem var 1996. Frá þeim tíma hafi bilið aukist um 25% milli verðs á fiski í beinni sölu og á markaði og eina lausnin sé sú að verðmyndun á fiski taki í öllum tilfellum mið af markaðsverði. Þá segir Konráð að út- gerðarmenn verði að draga til baka hugmyndir um fækkun í áhöfnum skipanna. Næði krafa þeirra um færri menn í áhöfn fram að ganga væri það ávísun á launalækkun sjómanna og eins væri slíkt ávísun á það að brjóta vökulög. Ljóst væri að slíkt hefði í för með sér að sjómenn yrðu að vinna meira en lög leyfa. Samninganefnd Sjómannafélags Eyjafjarðar fór yfir stöðu mála í kjaradeilu við útvegsmenn Öllu daðri við laga- setningu verði hætt Morgunblaðið/Rúnar Þór Samninganefnd Sjómannafélags Eyjafjarðar fundar. Konráð Alfreðsson formaður er við borðsendann. TRILLUSJÓMENN hafa verið að róa út frá Sandgerðisbót á Akur- eyri síðustu daga þó svo að yfir standi sjómannaverkfall. Þeir hafa verið að fá svolítið af þorski og ýsu og var hann Björn Gunnarsson, fyrrverandi starfsmaður í Krossa- nesi, að viðra sig á bryggjunni í gær og fylgjast með aflabrögðunum þegar bátarnir komu að. Hann var svo stálheppinn að ná í spriklandi væna ýsu sem væntanlega hefur lent ofan í potti þegar leið að kvöldi. Morgunblaðið/Rúnar Þór Spriklandi ýsa í soðið í Sand- gerðisbót BÆJARSTJÓRN Akureyrar hefur samþykkt byggingaleyfis- og þjón- ustugjöld fyrir jafnt íbúðarhúsnæði, atvinnu- og þjónustuhús og stofnan- ir. Gjald fyrir byggingaleyfi er ný- mæli og er 60.000 krónur fyrir ein- býlishús, 50.000 krónur fyrir íbúð í parhúsi, tvíbýlishúsi og raðhúsi á einni hæð og frá 30.000–42.000 krón- ur fyrir íbúð í raðhúsum á fleiri en einni hæð og fjölbýlishúsum. Byggingaleyfisgjöld fyrir atvinnu- og þjónustuhúsnæði og stofnanir eru frá 60.000–80.000 krónum, eftir stærð. Gatnagerðargjöld eru óbreytt en slíkt gjald fyrir einbýlishús er rúmlega 1,3 milljónir króna. Hins vegar hefur staðfestingargjald vegna lóðaúthlutunar verið lækkað úr 30.000 krónum niður í 10.000 krónur. Þá þarf samkvæmt þessum nýju gjöldum að greiða 10.000 krón- ur í framkvæmdaleyfi, 6.000 krónur fyrir hverja endurskoðun aðalupp- drátta, 10.000 krónur fyrir aukavott- orð um byggingarstig og stöðuúttekt og þá kostar endurnýjun leyfis án breytinga 4.000 krónur. Dan Brynjarsson, fjármálastjóri Akureyrarbæjar, sagði að bygginga- leyfis- og þjónustugjöldin ættu að endurspegla tilfallandi kostnað bæj- arins. Hann nefndi sem dæmi að fara þurfti 11 sinnum yfir teikningu af fjölbýlishúsi, þar sem gerðar voru athugasemdir sem voru aðeins að hluta lagfærðar í hvert skipti. „Það gengur ekki að byggingadeild bæj- arsins standi í hönnunarvinnu án þess að það kosti neitt. Þannig að ef teikning er ekki fullnægjandi í upp- hafi þarf að greiða sérstaklega fyrir nýja yfirferð aðaluppdrátta. Flestir hönnuðir skila reyndar vönduðum uppdráttum þannig að ekki reynir á það að fara þurfi margoft yfir upp- drætti. Innifalið í byggingaleyfisgjaldinu er, eins og fram kemur í gjaldskrá, gjald vegna útmælingar og hæðar- setningar, byggingareftirlits, lög- bundinna úttekta, fokheldisvottorðs og vottorðs vegna lokaúttektar. Akureyrarbær auglýsti á dögun- um lausar til umsóknar 19 einbýlis- húsalóðir og tvo raðhúsareiti við Klettaborg. Umsækjendum um ein- býlishúsalóðirnar er gert skylt að leggja fram greiðslumat frá viður- kenndri fjármálastofnun á greiðslu- getu sinni fyrir húsnæði að verðmæti allt upp í 15 milljónir króna og er það nýmæli að leggja skuli fram slík gögn. Þá þurfa umsækjendur um raðhúsareitina að leggja fram stað- festingu viðskiptabanka á greiðslu- getu sinni. Dan sagði að með því að óska eftir greiðslumati væri m.a. verið að fá fólk til þess að sýna fram á að það geti ráðist í byggingaframkvæmdir og að alvara sé á bak við umsókn- irnar en ekki séu fengnir vinir og kunningjar til að sækja um eftirsótt- ar lóðir til þess að auka líkurnar á að hreppa lóð þegar dregið er úr um- sóknum. Húsbyggjendur greiði byggingaleyfisgjald KENNSLA um búddíska hug- leiðingu verður á Akureyri fimmtudaginn 26.apríl en hún ber yfirskriftina „Eight Steps to happiness“. Kennari er búddamunkurinn Venerable Kelsang Drubchen sem er kennari hjá Karuna í Reykjavík, samfélagi Mahay- ana-búddista á Íslandi. Kennslan fer fram á ensku og verður haldin að Glerárgötu 32 (gengið inn að austanverðu) og hefst kl. 20.30. Aðgangseyrir er kr. 1000 en kr. 500 fyrir námsmenn og öryrkja. Allir eru velkomnir. Kennsla um búddisma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.