Morgunblaðið - 24.04.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.04.2001, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI 22 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ NORSK Hydro skilaði betri afkomu en vænst var á fyrsta fjórðungi árs- ins og tekur Eivind Reiten því við góðu búi af Egil Myklebust þegar hann sest í forstjórastólinn í næstu viku. Hagnaður Norsk Hydro fyrir skatta á fyrstu þremur mánuðum þessa árs nemur um 73 milljörðum íslenskra króna en sérfræðingar höfðu búist við um 65 milljarða króna hagnaði. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn 59 milljörð- um íslenskra króna. Hátt verð á olíu og gasi, hátt gengi bandaríkjadals og góður árangur af endurskipulagn- ingu landbúnaðardeildar Hydro og áburðarframleiðslu, Hydro Agri, eru ástæður góðrar afkomu á tímabilinu, að sögn talsmanna Hydro. Góð afkoma Hydro mestu leyti frá móttökugjöldum vegna urðunar og endurvinnslu- stöðvunum. Rekstrargjöld jukust einnig, um tæp 12%, og eru gjöldin mest vegna móttöku- og urðunar- kostnaðar og kostnaðar vegna rekstrar endurvinnslustöðva. HAGNAÐUR af rekstri Sorpeyðing- ar höfuðborgarsvæðisins b.s. jókst um 84% á milli áranna 1999 og 2000, fór úr 31 milljón króna í 57 milljónir króna. Rekstrartekjur félagsins jukust um rúm 10% en tekjurnar koma að 2 "     , 1 3#4),  /  )          ! !         "! !    #  !   $%!%  !&      '&%  ' (!& )       *  !&!  # + !&, '  !% ! *  !% ! ) ! ! ()* ++*  ,- *- - (  .)/ ++/ )*+ )*, 01 112*3 )2(3 +1 - -    .            /                        !""#$  $ !""#$  $ !""#$  $       *)4)-4 *)4)-4          84% hagnaðaraukning LÍNA.NET gekk í gær frá samningi um kaup á búnaði frá Ascom til gagnaflutnings í gegnum rafdreifi- kerfi en stefnt er að því að u.þ.b. 20% heimila á höfuðborgarsvæðinu geti nýtt sér rafdreifikerfið til netnotkun- ar í sumar. Settur verður upp bún- aður til gagnaflutnings í 70 spenni- stöðvar á höfuðborgarsvæðinu í sumar og munu fyrstu notendurnir geta tengst þjónustunni í júnímánuði. Kostnaður af verkinu er áætlaður um 60 milljónir króna, að sögn Alfreðs Þorsteinssonar, stjórnarformanns Línu.Nets. Þetta er í fyrsta sinn sem almenn- ingi á Íslandi verður gert kleift að tengja heimilistölvur sínar við Netið í gegnum rafmagnsinnstungur í stað símatengla en tengingin fer um fyr- irliggjandi rafdreifikerfi Orkuveitu Reykjavíkur á höfuðborgarsvæðinu. Notendur kerfisins verða með þessu sítengdir við Netið í stað þess að hringja inn um símalínu til að fá teng- ingu. Lína.Net getur með þessari tækni boðið, að sögn Eiríks Bragasonar, framkvæmdastjóra Línu.Nets, upp á mun hraðvirkari gagnaflutninga en áður hefur þekkst hérlendis auk þess sem símgjöld af netnotkun heyra sögunni til. Hann segir mánaðargjald fyrir svokallaða Raflínu með aðgangi að 4,5 Mbps-tengingu verða 3.990 krónur. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort um ákveðið stofn- gjald verður að að ræða en það gæti að sögn Eiríks numið um 20 þúsund krónum. Niðurstöður úr ársreikningi Línu.- Nets hf. fyrir sl. ár voru einnig kynnt- ar í gær en árið 2000 var fyrsta heila árið sem félagið var í rekstri. 471 milljónar króna tap varð af rekstri félagsins en þar af nemur afskrifuð viðskiptavild 435 milljónum króna. Tap af reglulegri starfsemi nam því um 36 milljónum króna og er það í samræmi við áætlanir félagsins, að því er fram kom í máli stjórnarfor- manns þegar niðurstaðan var kynnt. „Ákveðið var að afskrifa viðskipta- vild, sem er verðmæti viðskipta sem tekin voru yfir árið 2000, að fullu sama ár, meðal annars vegna þess að félagið fer væntanlega á markað á þessu ári. Viðskiptavild sem er af- skrifuð er vegna kaupa á örbylgju- kerfinu Gagnaveitunni, örbylgjukerfi Skýrr og vegna Tetra-kerfis Irju,“ segir í tilkynningu frá Línu.Neti en samkvæmt upplýsingum frá stjórn félagsins er hlutur Irju um 35–40% af afskriftunum. Eiríkur lýsti ánægju sinni með af- komu Línu.Nets á árinu 2000 og sagði marga stóra samninga hafa verið gerða um gagnaflutninga. Jafn- framt sagði hann að útlit væri fyrir að áætlun um tekjur ársins 2000, um 590 milljónir króna, myndi ganga eftir. Stefnt er að hlutafjárútboði í maí nk. eins og áður hefur komið fram og skráningu félagsins á hlutabréfa- markað í lok árs. Varðandi það sagði Helgi Hjörvar að ljóst hefði verið frá upphafi að Orkuveitan yrði ekki meirihlutaeigandi í félaginu til fram- tíðar og sú stefna væri óbreytt. Afkoma Línu.Nets árið 2000 í samræmi við áætlanir Gagnaflutningur um raf- dreifikerfið hefst í sumar Morgunblaðið/Golli Stjórnarmennirnir Helgi Hjörvar, Guðmundur Þóroddsson og Alfreð Þor- steinsson kynntu í gær ásamt Eiríki Bragasyni framkvæmdastjóra afkomu Línu.Nets og áætlanir um að hefja nettengingar um rafdreifikerfið í sumar. !  "             ! !         "! !     #%  " 0        &   " "     "! !(( 1  # $        '(  %& :"%$  ;  %%& "       ""#$  ) ARNGRÍMUR Jóhannsson, for- stjóri og annar aðaleigenda flug- félagsins Atlanta, segir að sam- starf Atlanta og Flugleiða gæti mögulega aukist á sviðum eins og viðhaldi og þjálfunarmálum flug- manna, en það sé hins vegar af og frá að félögin séu að fara að sam- einast. Ákveðið hafi verið að for- svarsmenn félaganna tali saman enda kaupi Atlanta þjónustu af Flugleiðum á Keflavíkurflugvelli. Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Flugleiða, segir að fundur hafi verði fyrirhugaður síðastliðinn föstudag en honum hafi verið frestað. Þar hafi verið ætlunin að ræða flugafgreiðslu í Keflavík. Flugleiðir hafi í gegnum tíðina átt ágætt samstarf við mörg innlend sem erlend flugfélög, einkum í því augnamiði að minnka kostnað. Hann segir að Flugleiðir og Atlanta séu í eðli sínu mjög ólík félög sem starfa á ólíkum mörk- uðum og því sé ekki líklegt að sameining geti skilað mikilli hag- ræðingu. Samstarf Atlanta og Flugleiða Sameining við Flug- leiðir ekki á döfinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.