Morgunblaðið - 24.04.2001, Page 22

Morgunblaðið - 24.04.2001, Page 22
VIÐSKIPTI 22 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ NORSK Hydro skilaði betri afkomu en vænst var á fyrsta fjórðungi árs- ins og tekur Eivind Reiten því við góðu búi af Egil Myklebust þegar hann sest í forstjórastólinn í næstu viku. Hagnaður Norsk Hydro fyrir skatta á fyrstu þremur mánuðum þessa árs nemur um 73 milljörðum íslenskra króna en sérfræðingar höfðu búist við um 65 milljarða króna hagnaði. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn 59 milljörð- um íslenskra króna. Hátt verð á olíu og gasi, hátt gengi bandaríkjadals og góður árangur af endurskipulagn- ingu landbúnaðardeildar Hydro og áburðarframleiðslu, Hydro Agri, eru ástæður góðrar afkomu á tímabilinu, að sögn talsmanna Hydro. Góð afkoma Hydro mestu leyti frá móttökugjöldum vegna urðunar og endurvinnslu- stöðvunum. Rekstrargjöld jukust einnig, um tæp 12%, og eru gjöldin mest vegna móttöku- og urðunar- kostnaðar og kostnaðar vegna rekstrar endurvinnslustöðva. HAGNAÐUR af rekstri Sorpeyðing- ar höfuðborgarsvæðisins b.s. jókst um 84% á milli áranna 1999 og 2000, fór úr 31 milljón króna í 57 milljónir króna. Rekstrartekjur félagsins jukust um rúm 10% en tekjurnar koma að 2 "     , 1 3#4),  /  )          ! !         "! !    #  !   $%!%  !&      '&%  ' (!& )       *  !&!  # + !&, '  !% ! *  !% ! ) ! ! ()* ++*  ,- *- - (  .)/ ++/ )*+ )*, 01 112*3 )2(3 +1 - -    .            /                        !""#$  $ !""#$  $ !""#$  $       *)4)-4 *)4)-4          84% hagnaðaraukning LÍNA.NET gekk í gær frá samningi um kaup á búnaði frá Ascom til gagnaflutnings í gegnum rafdreifi- kerfi en stefnt er að því að u.þ.b. 20% heimila á höfuðborgarsvæðinu geti nýtt sér rafdreifikerfið til netnotkun- ar í sumar. Settur verður upp bún- aður til gagnaflutnings í 70 spenni- stöðvar á höfuðborgarsvæðinu í sumar og munu fyrstu notendurnir geta tengst þjónustunni í júnímánuði. Kostnaður af verkinu er áætlaður um 60 milljónir króna, að sögn Alfreðs Þorsteinssonar, stjórnarformanns Línu.Nets. Þetta er í fyrsta sinn sem almenn- ingi á Íslandi verður gert kleift að tengja heimilistölvur sínar við Netið í gegnum rafmagnsinnstungur í stað símatengla en tengingin fer um fyr- irliggjandi rafdreifikerfi Orkuveitu Reykjavíkur á höfuðborgarsvæðinu. Notendur kerfisins verða með þessu sítengdir við Netið í stað þess að hringja inn um símalínu til að fá teng- ingu. Lína.Net getur með þessari tækni boðið, að sögn Eiríks Bragasonar, framkvæmdastjóra Línu.Nets, upp á mun hraðvirkari gagnaflutninga en áður hefur þekkst hérlendis auk þess sem símgjöld af netnotkun heyra sögunni til. Hann segir mánaðargjald fyrir svokallaða Raflínu með aðgangi að 4,5 Mbps-tengingu verða 3.990 krónur. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort um ákveðið stofn- gjald verður að að ræða en það gæti að sögn Eiríks numið um 20 þúsund krónum. Niðurstöður úr ársreikningi Línu.- Nets hf. fyrir sl. ár voru einnig kynnt- ar í gær en árið 2000 var fyrsta heila árið sem félagið var í rekstri. 471 milljónar króna tap varð af rekstri félagsins en þar af nemur afskrifuð viðskiptavild 435 milljónum króna. Tap af reglulegri starfsemi nam því um 36 milljónum króna og er það í samræmi við áætlanir félagsins, að því er fram kom í máli stjórnarfor- manns þegar niðurstaðan var kynnt. „Ákveðið var að afskrifa viðskipta- vild, sem er verðmæti viðskipta sem tekin voru yfir árið 2000, að fullu sama ár, meðal annars vegna þess að félagið fer væntanlega á markað á þessu ári. Viðskiptavild sem er af- skrifuð er vegna kaupa á örbylgju- kerfinu Gagnaveitunni, örbylgjukerfi Skýrr og vegna Tetra-kerfis Irju,“ segir í tilkynningu frá Línu.Neti en samkvæmt upplýsingum frá stjórn félagsins er hlutur Irju um 35–40% af afskriftunum. Eiríkur lýsti ánægju sinni með af- komu Línu.Nets á árinu 2000 og sagði marga stóra samninga hafa verið gerða um gagnaflutninga. Jafn- framt sagði hann að útlit væri fyrir að áætlun um tekjur ársins 2000, um 590 milljónir króna, myndi ganga eftir. Stefnt er að hlutafjárútboði í maí nk. eins og áður hefur komið fram og skráningu félagsins á hlutabréfa- markað í lok árs. Varðandi það sagði Helgi Hjörvar að ljóst hefði verið frá upphafi að Orkuveitan yrði ekki meirihlutaeigandi í félaginu til fram- tíðar og sú stefna væri óbreytt. Afkoma Línu.Nets árið 2000 í samræmi við áætlanir Gagnaflutningur um raf- dreifikerfið hefst í sumar Morgunblaðið/Golli Stjórnarmennirnir Helgi Hjörvar, Guðmundur Þóroddsson og Alfreð Þor- steinsson kynntu í gær ásamt Eiríki Bragasyni framkvæmdastjóra afkomu Línu.Nets og áætlanir um að hefja nettengingar um rafdreifikerfið í sumar. !  "             ! !         "! !     #%  " 0        &   " "     "! !(( 1  # $        '(  %& :"%$  ;  %%& "       ""#$  ) ARNGRÍMUR Jóhannsson, for- stjóri og annar aðaleigenda flug- félagsins Atlanta, segir að sam- starf Atlanta og Flugleiða gæti mögulega aukist á sviðum eins og viðhaldi og þjálfunarmálum flug- manna, en það sé hins vegar af og frá að félögin séu að fara að sam- einast. Ákveðið hafi verið að for- svarsmenn félaganna tali saman enda kaupi Atlanta þjónustu af Flugleiðum á Keflavíkurflugvelli. Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Flugleiða, segir að fundur hafi verði fyrirhugaður síðastliðinn föstudag en honum hafi verið frestað. Þar hafi verið ætlunin að ræða flugafgreiðslu í Keflavík. Flugleiðir hafi í gegnum tíðina átt ágætt samstarf við mörg innlend sem erlend flugfélög, einkum í því augnamiði að minnka kostnað. Hann segir að Flugleiðir og Atlanta séu í eðli sínu mjög ólík félög sem starfa á ólíkum mörk- uðum og því sé ekki líklegt að sameining geti skilað mikilli hag- ræðingu. Samstarf Atlanta og Flugleiða Sameining við Flug- leiðir ekki á döfinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.