Morgunblaðið - 24.04.2001, Side 4

Morgunblaðið - 24.04.2001, Side 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ VW Passat 1800 Turbo, nýskráð- ur 07.01.2000, 4 dyra, leðurinn- rétting, sóllúga, 18 tommu felgur, spoiler, þjófavörn, samlitur. Ásett verð 2.520.000. Ath. skipti á ódýrari. GUÐJÓN Valur Sigurðsson var hetja KA-manna í handbolta á laugardag þegar hann tryggði liðinu sæti í úrslitum um Íslands- meistaratitilinn með vítakasti í bráðabana gegn Aftureldingu eft- ir tvíframlengdan leik. Áður hafði hann tryggt KA fyrri fram- lenginguna með ótrúlegu jöfn- unarmarki beint úr aukakasti. Guðjón Valur skoraði alls 13 af 29 mörkum KA og mun sennilega seint gleyma þessum leik, hvað þá aukakastinu. Þegar Morgunblaðið ræddi við Guðjón Val í gær var hann heima í rólegheitum í faðmi fjölskyld- unnar á Akureyri. Hann er að leika sitt þriðja tímabil með KA en haustið 1998 fluttist hann norður ásamt unnustu sinni, Guð- björgu Þóru Þorsteinsdóttur, og á Akureyri eignuðust þau barn sitt, hana Dagbjörtu Ínu sem ný- lega varð tveggja ára. Guðjón Valur og Guðbjörg Þóra kynntust í handboltanum hjá Gróttu svo hann segir að unnustan sýni góð- an skilning á handboltaiðkuninni í dag – og hann fái einnig harða gagnrýni þegar við á. Guðjón Valur fæddist í Reykja- vík 8. ágúst 1979 og er því á 22. aldursári. Hann ólst upp á Sel- tjarnarnesi frá tveggja ára aldri en það var samt hjá KR sem hann kynntist handbolta fyrst eða níu ára gamall. Þremur árum síðar skipti hann yfir í Gróttu og lék með félaginu upp í meistaraflokk. Fyrsti meistaraflokksleikur hans með Gróttu hefur skemmti- lega þýðingu í dag en hann var 16 ára þegar leikið var gegn KA á Akureyri. Búningar Gróttu gleymdust fyrir sunnan svo Guð- jón Valur og félagar urðu að fá varabúninga KA lánaða. Eftir að Guðjón Valur hafði leikið einn vetur með Gróttu/KR í 2. deild höfðu KA-menn samband við hann og fengu hann norður. „Ég sé ekki eftir því í dag að hafa flutt norður og skipt yfir í KA. Okkur hefur verið vel tekið og við lifum hérna þægilegu fjöl- skyldulífi. Hér er mjög gott að vera. Liðið hefur líka verið jafnt og þétt á uppleið. Fyrsta tímabil mitt með KA komumst við í 8 liða úrslit, annað tímabilið í undan- úrslit og núna erum við komnir í úrslitin. Næsta verkefni er bara að vinna titilinn. Eini titillinn sem ég hef unnið í handbolta var með Gróttu í 4. flokki þegar við urð- um bikarmeistarar." Hann sagði leikinn gegn Aftur- eldingu á laugardag líklega þann æsilegasta sem hann hefur spilað, þótt KA hefði tvisvar áður farið í bráðabana – og reyndar tapað í bæði skiptin. Nú var kærkomin tilbreyting að sigra í bráðabana og aukakastinu sagðist Guðjón Valur ekki gleyma svo létt í bráð. „Ég reyndi að horfa yfir varn- arvegginn en sá ekki markið. Þetta var í rauninni hið eina sem kom til greina, að stíga til hliðar og skjóta hægra megin framhjá veggnum, og sem betur fór tókst það svona vel með léttum snún- ingi. Eftir leikinn sögðu sumir mér að þetta hefði verið ólöglegt mark en dómararnir dæmdu markið gilt og ég læt mér það nægja.“ Gleymir auka- kastinu ekki í bráð Morgunblaðið/Rúnar Þór Guðjón Valur Sigurðsson ásamt unnustu sinni, Guðbjörgu Þóru Þor- steinsdóttur, og tveggja ára dóttur þeirra, Dagbjörtu Ínu. Sú litla er þegar farin að handleika knöttinn sem fer svo vel í hendi foreldranna en þau kynntust á sínum tíma í handboltanum hjá Gróttu á Seltjarnarnesi. MORGUNBLAÐIÐ er lesið eitt- hvað í viku hverri af 80,3% lands- manna samkvæmt nýrri fjölmiðla- könnun Gallup sem unnin var í mars fyrir samstarf Sambands ís- lenskra auglýsingastofa og helstu fjölmiðla landsins. Í síðustu könn- un í október var þetta hlutfall 81,65%. Meðallestur á hvert tölu- blað Morgunblaðsins er 60,3% en var í október 61,5%. Könnunin fór fram 16. til 22. mars meðal 1.500 manna úrtaks. Raunúrtak var 1.347 manns, fjöldi svara 790 og svarhlutfall 59%. Voru gögn send í pósti og hringt í stóran hluta úrtaksins á fyrsta degi til að hvetja fólk til að svara. Meðallestur á DV 35,1% Alls lesa 63,51% DV eitthvað í viku hverri en meðallestur á tölu- blað er 35,1%, sem er það lægsta sem mælst hefur. Meðallesturinn var 40,3% í október og þá lásu 64,9% DV eitthvað í viku hverri. Mest er Morgunblaðið lesið á föstudögum en þá lásu 66,2% svar- enda blaðið. Í öðru sæti er lestur á sunnudögum eða 64,7% og laug- ardagsblaðið lesa 61,6%. Minnst er blaðið lesið á miðvikudögum eða af 55,4% svarenda. Minnsti lestur á DV er einnig á miðvikudögum eða 31,1% en flestir svarenda lesa það á laugardögum, 43,5%. Á mánu- dögum lesa 35,6% svarenda DV. Sé litið á áskrifendur kemur í ljós að 61,5% eru áskrifendur að Morgunblaðinu og 21,8% að DV. Hlutfall áskrifenda Mbl. er 71,3% í Reykjavík og á Reykjanesi en 40,8% á landsbyggðinni. Þeir sem svöruðu heimsækja netmiðil Morgunblaðsins, mbl.is, að meðaltali 2,3 sinnum í viku hverri en heimsóknir voru 2,0 sinnum í síðustu könnun og visir.is er heimsóttur 2,0 sinnum að með- altali og fjölgaði heimsóknum úr 1,7 í síðustu könnun. Þá er leit.is heimsóttur 1,6 sinnum, strik.is 0,7 sinnum, torg.is 0,4 sinnum og ruv.- is 0,1 sinni. Spurt var einnig hversu vel net- miðlarnir höfða til fólks og kom leit.is þar best út með einkunnina 4,1. Næstur var mbl.is með 4,0 og síðan visir.is með 3,9. Fókus hefur vinninginn í lestri fjögurra vikublaða með 38,3% hlutfall, Viðskiptablaðið er lesið af 8,9% og Fiskifréttir lesa 7,8%. Skjár 1 sækir í sig veðrið Í könnuninni kemur einnig fram meðaltalshlutfall þeirra sem horfa á sjónvarp. Þannig horfa 60% á Ríkissjónvarpið en hlutfallið var 63% í október, 52% á Stöð 2, sem er það sama og í október, en Skjár 1 sækir í sig veðrið með aukningu úr 26% í 32%. Meðaláhorf á fréttir Ríkissjónvarpsins var 37,2% mánudaginn 19. mars og 27,5% á fréttir Stöðvar 2. Þá horfðu 10,9% á fréttir á Skjá einum og 23,8% á tíufréttir Ríkissjónvarpsins. Með- aláhorf á þátt Stöðvar 2, Í býtið, var 7,4% þann dag. Í tímaritaflokki var hlutfall þeirra sem lásu eða litu í síðasta tölublað hæst hjá Dagskrá vikunn- ar eða 46,6% og 44% hjá Sjón- varpshandbókinni. Sem dæmi um önnur tímarit má nefna að Séð og heyrt lásu 31,9%, Lifandi vísindi lásu 25,3%, Hús og hýbýli 23,3%, Nýtt líf 21,2% og Vikuna lásu 13,2%. Meðalhlustun á Rás 1 virka daga var 29,5%, 35,9% hlusta á Rás 2 og á Bylgjuna hlusta 24,8%. Morgunblaðið mest lesið á föstudögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup                                                             !  "#   $%                     80,3% lesa Morgunblaðið eitthvað í viku hverri MAÐURINN sem lést í vélsleðaslysi á Öxarfjarðar- heiði á laugardag hét Þorlák- ur Sigtryggsson, til heimilis að Svalbarði í Þistilfirði. Hann var 45 ára gamall, fæddur 18. júní 1955. Þorlák- ur lætur eftir sig eiginkonu og sex börn. Slysið varð skömmu fyrir hádegi. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni á Þór- höfn var Þorlákur þá ásamt öðrum á leið á björgunar- sveitaræfingu. Við Múlakvísl ók hann sleðanum ofan í þröngt gil þar sem hann kast- aðist af sleðanum og er talinn hafa látist samstundis. Lögreglan kallaði út þyrlu Landhelgisgæslunnar en eftir að læknir frá heilsugæslu- stöðinni á Þórshöfn hafði úr- skurðað hann látinn var þyrl- unni snúið við. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var lágskýjað og slæmt skyggni á Öxar- fjarðarheiði þegar slysið varð. Lést í vél- sleða- slysi Hetja KA-manna gegn Aftureldingu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.