Morgunblaðið - 13.05.2001, Síða 11

Morgunblaðið - 13.05.2001, Síða 11
einnig fólk eins og ég, sem er að koma sér af stað aftur. Félags- skapurinn gefur manni mikið og ég mæli með Námsflokkunum fyrir þá sem eru að byrja að hlaupa eða vilja komast aftur í gott form.“ Fyrst í mark Bára Ketilsdóttir kom fyrst af íslensku konunum í mark og var líkt og Ásta hæstánægð með hlaupið. „Það var svo gaman að mætast á leiðinni, sem var líka svo falleg,“ sagði Bára, sem er í hlaupahópi Fjölnis í Grafarvogi. „Svo var okkur boðið upp á nudd áður en við lögðum af stað í hlaup- ið og það var alveg frábært og til fyrirmyndar. Ég held að það hafi hjálpað mér mikið í hlaupinu.“ Bára er ekki ein um að hlaupa í fjölskyldu sinni því sonur hennar sem er ellefu ára hefur smitast af hlaupaáhuga móður sinnar og hljóp t.d. 10 km þegar hann var að- eins níu ára. Bára stefnir að því að hlaupa að minnsta kosti einu sinni á ári í útlöndum í framtíðinni. „Já, mig langar að safna borgum,“ sagði hún brosandi, „og hlaupa sem víðast.“ Bjartmar Birgisson náði því að verða fyrstur yfir marklínuna af Íslendingunum að þessu sinni en hann hefur æft hlaup í fimm ár. „Þetta er ungt hlaup og ekkert í ólagi sem ekki er hægt að laga á einfaldan hátt,“ sagði Bjartmar. „Hlaupaleiðin var mjög skemmti- leg og ég er sannfærður um að þetta hlaup á mikla framtíð fyrir sér. Svo er félagsskapurinn auðvit- að alveg frábær, það skiptir svo miklu máli. Andinn innan Náms- flokkahópsins smitaði mig en ég æfði eftir prógrammi þeirra í vetur fyrir þetta hlaup. Það var mjög gaman að brjóta hlaupamynstrið upp á þessum árstíma og taka þátt í hlaupinu hér í Prag, þetta skilur mikið eftir sig,“ sagði Bjartmar að lokum. Ljósmynd/Margrét Grjetarsdóttir Hópurinn áður en lagt var af stað í hlaupið. Efri röð frá vinstri: Ívar Adolfsson, Hrafn Óttarsson, Ingólfur Arnarson, Örnólfur Oddsson, Stefán Hallgrímsson, Jóhann Kristjánsson, Pétur Helgason, Trausti Valdimarsson. Fremri röð: Sig- urjón Sigurbjörnsson, Pétur Ingi Frantzson, Helga M. Gígja, Sigrún Þórarins- dóttir, Stefán Einarsson og Jón Tryggvi Þórsson.  Næst verður hlaupið í Prag hinn 20. maí, þá heilt maraþon. Hægt er að fylgjast með nið- urstöðum úr hlaupunum sem PIM skipuleggur og sjá myndir frá þeim á vefsíðunni www.pim.cz. golfi var síðan farið í heimsókn til Skotfélags Ólafsfjarðar og þar fengum við að prófa að hleypa af haglabyssu og reyna að hitta leir- dúfur. Þetta var í fyrsta skipti sem ég tók haglabyssu mér í hönd og eftir ráðleggingar góðra manna hjá skotfélaginu hitti ég leirdúfu í fyrsta skoti. Skipulagðar hesta- og fjallahjólaferðir Aðspurður um nýjungar og há- punkta í afþreyingu sumarins seg- ir Páll að dagskráin sé að mestu sniðin að fjölskyldum og útivist- arfólki. „Jónsmessuhátíðina, þar sem miðnætursólin er í aðalhlut- verki, auk gönguferða um gamla Múlaveginn má enginn láta framhjá sér fara. Sömu sögu er að segja um blúshátíðina í lok júní og skipulagðar gönguferðir til Héð- insfjarðar,“ segir Páll og bætir við að í sumar verði í fyrsta sinn boðið upp á fjallahjólaferðir og fjalla- hjólaleigu með leiðsögumönnum. Hjólað verður um dali í nágrenni Ólafsfjarðar og skroppið yfir til Héðinsfjarðar eftir skemmtilegum slóðum. Þá verður boðið upp á skipulagðar hestaferðir yfir í Héð- insfjörð en það er einnig nýjung. Fyrir þá sem hafa hug á að gista í Ólafsfirði má geta þess að þar er t.d. ókeypis tjaldstæði sem og átta nýleg og glæsileg bjálkahús við Ólafsfjarðarvatn. Bjálkahúsin eru í eigu hjónanna Sæunnar Axelsdótt- ur og Ásgeirs Ásgeirssonar en þau reka einnig Hótel Ólafsfjörð. Í einu bjálkahúsanna endaði ein- mitt ferðin í Ólafsfirði með grill- veislu. Morgunblaðið/Hrönn Indriðadóttir Bjálkahúsin átta hafa notið mikilla vinsælda en þau eru við Ólafsfjarðarvatn. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 B 11 ferðalög TVEIR kampavínsbarir eru meðal þeirra veitingastaða sem er verið að opna í London um þessar mundir. Annan þeirra, Beluga Cafe, er þegar búið að opna í 200 ára gömlu vöru- húsi í Dockland-hverfinu. Þar er hægt að fá Beluga-kavíar svokallað- an, fiskrétti og úrval af kampavíns- tegundum. Hinn kampavínsbarinn heitir eftir kampavínsframleiðandanum Boll- inger og verður opnaður við Hótel Park Lane. Kampavínsbarir opnaðir í London  Belluga Cafe Port Esat Warehouse, West India Quay, London E14 4AE Sími 0044-20-7537-4665  Bollinger Le Meridien Grosvenor House Hótel Park Lane Piccadilly London W1 Sími 0044-20-7499-6363 Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga Vikugjald 3ja vikna gjald Opel Corsa dkr. 1.975 dkr. 4.495 Opel Astra dkr. 2.175 dkr. 4.995 Opel Astra Station dkr. 2.375 dkr. 5.675 Ford Mondeo dkr. 2.545 dkr. 5.995 Opel Zafira, 6-7 manna dkr. 3.495 Fáið nánari verðtilboð Til afgreiðslu m.a. á Kastrup- og Billund flugvellir Innifalið í verði ótakmarkaður akstur og tryggingar. (Allt nema bensín). Aðrir litlir og stórir bílar, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Fáið sendan nýjasta verðlistann. Útvegum sumarhús, íbúðir og bændagistingu. Höfum íbúðir til leigu í orlofshverfum með skiptidögum samkvæmt samkomulagi, s.s. Lalandia, Dansk folkeferie og DanskeFeriecentre. Margar stærðir íbúða. Húsbílar Fáið nánari upplýsingar. Heimasíða Á heimasíðu má velja sumarhús og orlofsíbúðir, panta bílaleigubíl og fá fjölbreyttar upplýsingar. Skoðið www.fylkir.is Fylkir Ágústsson Fylkir — Bílaleiga ehf. sími 456 3745 netfang fylkirag@snerpa.is heimasíða www.fylkir.is Skólavörðustíg 12, Bergstaðastrætismegin, sími 551 9090 Næg bílastæði, Bílastæðishúsið Bergstaðir. Ekkert stöðumælagjald um helgar PS. Þú getur sparað þér sporin! Heimsendingarþjónusta, símar 561 3030 og 551 9090 Mæðradagsblómaúrvalið er hjá okkur Málsverður á Naustinu fylgir mæðradags- blómvendinum frá okkur Í tilefni dagsins 20% afsláttur af öllum gjafavörum Hamingjuóskir á mæðradaginn! Í tilefni mæðradagsins bjóðum við þér að borða á Naustinu. Með kveðjuValur og Binni Gildir til 13. júní,, alla daga, lau. og sun. fyrir kl. 20 2 fyrir 1 Bakpoki aðeins 1.600 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.