Morgunblaðið - 27.06.2001, Page 4
FRÉTTIR
4 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Suður-Ameríkuævintýri
á verði sólarlandaferðar í Evrópu
í sumarsól á suðurhveli í nóv. 2001
RIÓ de Janeiro - fegursta borg heims – höfuðborg
hins ljúfa lífs!
Iguazu-fossar - kannski fegursta náttúruundur
heimsins?
Buenos Aires - Ein mesta glæsiborg heimsins höfuð-
borg S.Am. lista- og menningar
Veldu aðra eða báðar
skemmtilegustu borgir heims
á ótrúlegri kjörum en heyrst
hafa og stíl Heimsklúbbsins
með Ingólfi og völdum farar-
stj. 14./15. nóv. - 10 ógleym-
anlegir dagar beint um Lond-
on (1 millilending), frábært
flug með BA/VARIG.
Fá sæti laus á tilboði - frá kr.
149.900 + flugvsk., gildir að-
eins til 3. júlí!
PÖNTUNARSÍMI 562 0400
ÍSLAND, Noregur og Liechtenstein,
EFTA-ríkin þrjú sem eiga aðild að
samningnum um Evrópska efnahags-
svæðið (EES), eru að velta fyrir sér
möguleikum á að fá samninginn upp-
færðan. Þessu til grundvallar liggur
ný sérfræðingaskýrsla, þar sem bent
er á margar veikar hliðar hans. Í
framkvæmd kann þetta að þýða að
semja verði um EES-samninginn upp
á nýtt.
Niðurstöður skýrslunnar voru
ræddar á kvöldverðarfundi utan-
ríkisráðherra Íslands, Noregs og
Liechtenstein í Lúxemborg í fyrra-
dag, í beinu framhaldi af fundi ráð-
herraráðs EES, sem ráðherrarnir
þrír sátu auk fulltrúa ESB, þeim
Önnu Lindh, utanríkisráðherra Sví-
þjóðar sem gegnir formennskunni í
ESB þetta misserið, og Chris Patten,
sem fer með utanríkismál í fram-
kvæmdastjórn ESB.
Sérfræðingaskýrslan sem lá á
borði Halldórs Ásgrímssonar utan-
ríkisráðherra og starfs-
félaga hans frá Noregi
og Liechtenstein hefur
ekki enn verið gerð
formlega opinber. Hún
var unnin af sérskipuð-
um hópi manna af aðal-
skrifstofu EFTA og
háttsettum fulltrúum ís-
lenzkra, norskra og
liechtensteinskra
stjórnvalda, en meðal
helztu niðurstaðna
hennar eru þessar:
Innri þróun ESB frá
því EES-samningurinn
var gerður hefur haft
veruleg áhrif á sam-
starfið innan EES og varpað ljósi á
vissa vankanta samningsins, svo sem
varðandi ákvarðanatöku og ófull-
nægjandi pólitískt samráð við ESB.
Til að mæta þessu ástandi er mælt
með því að EFTA-EES-löndin kanni
hvort þau geti ekki nýtt betur þau
tæki sem samningurinn inniheldur. Í
fyrsta lagi ætti að nýta til hins ýtrasta
gildandi ákvæði um möguleika
EFTA-ríkjanna á að hafa áhrif á mót-
un nýrra EES-gerða. Í þessu skyni
skuli hleypa meira lífi í pólitíska um-
ræðu um Evrópumál, bæði innan
EFTA og gagnvart ESB. Þá þurfi Ís-
land, Noregur og Liechtenstein að
verða duglegri við að lögfesta nýjar
Evróputilskipanir. Og loks skuli
kannað hvort fýsilegt sé að gera
„tæknilega uppfærslu“
á EES-samningnum,
með hliðsjón af þeim
breytingum sem orðið
hafa á „ESB-stoð“
EES-samstarfsins.
Sumt ekki bætt
nema samið sé
Í samtali við Morg-
unblaðið segir Halldór
Ásgrímsson að sú þró-
un sem orðið hefur inn-
an ESB frá því lokið
var við EES-samning-
inn árið 1992 hafi
minnkað möguleika
EFTA-ríkjanna í EES
til að hafa áhrif á gerð nýrrar Evr-
ópulöggjafar sem þau eru skuldbund-
in til að taka hvert í sína þjóðarlög-
gjöf. Sérfræðingaskýrslan lýsi
vissum staðreyndum sem stjórnvöld
ríkjanna þriggja verði að bregðast
við.
„Það er ýmislegt sem við getum
gert betur með því sem við höfum, en
sumt getum við ekki bætt nema með
nýjum samningum við Evrópusam-
bandið,“ segir Halldór.
Í skýrslunni séu tíunduð ýmis
vandamál sem eru því fylgjandi að
ekki hefur verið hægt að breyta
EES-samningnum í samræmi við
breytingar sem orðið hafa á skipulagi
ESB. Mestu skipti stofnsáttmála-
breytingar ESB sem kenndar eru við
Maastricht, Amsterdam og nú síðast
Nice. Þessar breytingar hafi minnkað
vægi framkvæmdastjórnarinnar í
ákvarðanatöku og styrkt hlutverk
Evrópuþingsins og ráðherraráðsins,
stofnunum sem EFTA-ríkin hafa
engan beinan aðgang að samkvæmt
EES-samningnum.
Með nýju sérfræðingaskýrsluna á
borðinu ræddu Halldór og EFTA-
starfsbræður hans hvort og hvernig
hægt væri að bæta úr þessu ástandi.
„Okkur lízt ekki á að endursemja
EES-samninginn,“ tekur Halldór þó
fram. Vænlegra sé að fara þess á leit
við ESB að gerðar verði afmarkaðar
breytingar á honum sem tækju mið af
breytingunum sem orðið hafa innan
ESB. Um það hvort ráðamenn ESB
séu tilbúnir til slíkra samninga vill
Halldór ekki fullyrða, en „ég trúi því
að þeir vilji hlusta“, segir hann.
„Margir búast við því að ESB muni
á næstunni fara fram á að EFTA-rík-
in í EES greiði í styrkjasjóði sem m.a.
eru notaðir til að hjálpa væntanlegum
nýjum aðildarríkjum að ESB – og
EES – að búa sig undir aðildina,“
bendir Halldór á. Eðlilegt sé að þegar
ESB komi fram með slíkar beiðnir
fari EFTA-ríkin fram á að rætt sé um
hagsmunamál hinna síðarnefndu.
Halldór segir að á næstu vikum og
mánuðum muni stjórnvöld á Íslandi, í
Noregi og Liechtenstein leggja það
betur niður fyrir sér hvað skuli gert í
framhaldinu.
Ráðherrar Íslands, Noregs og Liechtenstein ræða stöðu EES-samstarfsins
Samið við ESB um upp-
færslu EES-samningsins?
Halldór Ásgrímsson
ÞESSI glaðlegu börn voru úti að hjóla á Flókagötu í
góðviðrinu. Þau voru að sjálfsögðu vel búin undir hjól-
reiðaferð, með hjálma á höfði og hjálpardekk á hjól-
unum sér til fulltingis.
Morgunblaðið/Sverrir
Hjólað í Norðurmýrinni
ANNAR tveggja starfsmanna
kerfóðrunar, sem brenndist í
slysinu í álverinu í Straums-
vík sl. föstudag og hefur
gengist undir langa aðgerð á
gjörgæsludeild Landspítalans
við Hringbraut, þarf væntan-
lega ekki á fleiri skurðað-
gerðum að halda næstu daga,
samkvæmt tilkynningu frá
sjúkrahúsinu.
Í aðgerð, sem samtals tók
26 klukkustundir, hefur
gervihúð verið komið fyrir á
sárum hans en hann brennd-
ist á 80% líkamans. Breskur
ráðgjafi, sem fylgst hefur
með ágræðslu gervihúðarinn-
ar, hélt af landi brott í gær
en kemur aftur síðar í vik-
unni. Líðan sjúklingsins er
sæmileg miðað við aðstæður,
samkvæmt upplýsingum frá
sjúkrahúsinu.
Hinn maðurinn, sem slas-
aðist og brenndist á 35% lík-
amans, er enn á gjörgæslu-
deild og er líðan hans eftir
atvikum.
Ekki þörf
á fleiri að-
gerðum
næstu daga
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
breytingar á reynsluákvæði um
rýmri veitingatíma áfengis, sem
upphaflega var samþykkt 20. júlí
1999 og mun breytingin taka gildi 1.
júlí nk.
Í stað ótakmarkaðs veitingatíma
áfengis um helgar verður veitinga-
tími takmarkaður við kl. 05.30
aðfaranótt laugardags, sunnudags
og almennra frídaga. Þá verður
heimilaður veitingatími áfengis að-
faranótt föstudags takmarkaður við
kl. 02.00 í stað kl. 01.00 áður. Þau
svæði sem breytingin nær til eru
miðbæjarkjarni, verslunar- og at-
hafnasvæði í miðborg Reykjavíkur,
en á þessu sama svæði var veitt leyfi
fyrir ótakmörkuðum veitingatíma
árið 1999.
Þá mun sá tími, sem rekstrarað-
ilar vínveitingastaða hafa til slita á
skemmtun eftir að heimiluðum veit-
ingatíma áfengis lýkur verða lengd-
ur úr hálfri klukkustund í eina
klukkustund og gildir það um alla
vínveitingastaði í borginni.
Breytingarnar munu gilda til 1.
október 2001, en til 1. september að
því er tekur til rýmri veitingatíma
áfengis aðfaranótt föstudags.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis-
flokks gagnrýna vinnubrögð í tengsl-
um við breytingarnar og benda á að
„engin greinargerð eða úttekt á
reynslunni af breyttum afgreiðslu-
tíma liggi fyrir og heldur ekki rök-
stuðningur fyrir þeirri tillögu að
leyfisveiting verði til kl. 05.30“, segir
í bókun þeirra frá í gær. Borgarráðs-
fulltrúar Reykjavíkurlistans benda
hins vegar á að nú liggi fyrir ítarleg
áfangaskýrsla lögreglu auk álits
miðborgarstjórnar, nokkurra veit-
ingamanna í borginni og minnis-
punktar frá formanni og fram-
kvæmdastjóra Þróunarfélags mið-
borgar. „Flestir þeir aðilar sem um
málið hafa fjallað hafa verið þeirrar
skoðunar að „endapunkt“ þyrfti að
setja og er það niðurstaða verkefnis-
stjórnar að sá endapunktur verði
05.30,“ segir í bókun frá Reykjavík-
urlistanum.
Borgarráð samþykkir takmörkun
veitingatíma áfengis
Opið til hálf
sex um helgar
RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi
sínum í gær að greiða viðbótarstyrk
til eigenda húseigna sem eyðilögðust
í jarðskjálftunum á Suðurlandi síð-
asta sumar. Alls er um fimmtán
eignir að ræða. Styrkurinn nemur
samtals um 26,3 milljónum króna.
Nemur lægsta upphæðin tugum þús-
unda króna en sú hæsta á fjórðu
milljón króna.
Viðkomandi aðilar fá tilkynningu
um bæturnar á allra næstu dögum
að sögn Guðmundar Árnasonar,
skrifstofustjóra forsætisráðuneytis-
ins.
Að sögn Guðmundur kemur styrk-
urinn til vegna þess að eigendur hús-
eigna sem eyðilögðust í skjálftanum
fengu mismunandi bætur frá Við-
lagatryggingu eftir því hvernig hús-
eignirnar voru metnar til brunabóta.
Eignirnar sem eyðilögðust í skjálft-
anum voru þannig ýmist metnar eft-
ir gömlu brunabótamati eða nýju
brunabótamati.
Þær sem voru metnar eftir gamla
matinu voru lægra metnar en þær
sem voru metnar eftir nýja matinu.
Styrkinum er ætlað að brúa þetta
bil. Þannig verða allar eignirnar sem
eyðilögðust í skjálftanum metnar
eftir sama matinu, svokölluðu af-
skrifuðu nývirðismati.
Viðbótarstyrkur greiddur vegna
jarðskjálftanna á Suðurlandi