Morgunblaðið - 27.06.2001, Page 6

Morgunblaðið - 27.06.2001, Page 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRIÐBERT Traustason, for- maður Sambands íslenskra bankamanna, segir að það sé al- veg ný stefnumótun varðandi sölu á ríkisbönkunum að ætla að selja svona stóran eignarhlut einum aðila og horfa sérstaklega til útlanda í þeim efnum. „Eftir því sem kom fram á fundi okkar með ráðherra þá horfir ríkisstjórnin fyrst og fremst til Norðurlandanna og vill kanna áhuga fyrirtækja þar og banka, hvort þeir séu tilbúnir til þess að koma hingað. Miðað við það sem hefur gengið á á Norð- urlöndunum, þar sem hafa verið kaup þvers og kruss á landa- mæri og það hvernig þeir bankar hafa haldið á starfsmannamál- um, líst okkur ekkert illa á þessa hugmynd,“ sagði Friðbert. Hann sagði að þar hefði verið farið mjög varlega í öllum starfs- mannamálum og ekki komið til uppsagna heldur hafi í öllum slíkum sameiningum verið gefn- ar út yfirlýsingar um það að starfsmannaveltan verði látin stjórna því ef það þurfi að fækka fólki. Sársaukaminna en sameiningar innanlands „Að því leytinu til, ef til kemur að norrænn banki komi hér inn, þá líst okkur ekki illa á þá hug- mynd. Okkur finnst líklegt að það sé að því leytinu til sárs- aukaminna hvað varðar starfs- menn heldur en hugsanlega stór- ar sameiningar hér innanlands,“ sagði Friðbert. Hann benti jafnframt á að þeir renndu afskaplega blint í sjóinn í þessum efnum. Sambandið væri hins vegar í miklu norrænu sam- starfi. Þau sætu tvö á vegum SÍB í stjórn norrænna starfs- manna fjármálafyrirtækja, þar sem allir bankastarfsmenn á Norðurlöndunum væru innan- borðs. Aðalmunurinn á aðkomu starfsmanna þar og hér að þess- um málum væri að atvinnulýð- ræði þar væri afskaplega sterkt. Starfsmenn ættu fulltrúa í stjórnum og aðild að ákvarðana- töku á vegum viðkomandi fyr- irtækja. Líst ekki illa á erlendan aðila „Okkur þætti ekki verra ef slíkt yrði innleitt hér og höfum meðal annars verið að beina því til ráðherra í þessari lagasetn- ingu að slíku yrði komið inn í lög hér, en það hefur nú ekki fengist í gegn,“ sagði Friðbert. Hann sagði aðspurður að svo framarlega sem hagsmuna starfsmanna yrði gætt þá litist þeim ekki illa á þó erlendur aðili kæmi inn á markaðinn hér. Hins vegar legðu þau áherslu á að varfærni yrði gætt í þessum efn- um og starfsmenn yrðu hafðir með í ráðum eins og mögulegt væri. Friðbert Traustason, formaður Sambands íslenskra bankamanna Líst ekki illa á að norrænn banki komi inn HALLDÓR J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, segir að sala á þriðjungshlut til kjölfestufjárfestis samrýmist því markmiði sem sett var í upphafi um dreifða eignaraðild að Landsbankanum og jafnframt um það að fá erlenda bankastofnun að Landsbankanum. Halldór segir að Landsbankinn búi yfir sterkum al- þjóðlegum viðskiptasamböndum sem ættu að geta auðveldað frekari vinnu í þessu máli. Bankinn hafi unnið mikla grein- ingarvinnu á helstu kostum í þessu efni og stjórnendur bankans hafi áhuga á að leggja það allt inn í þá vinnu sem framundan sé. Verið að tala um virkan eignarhlut í Landsbankanum „Ég tel hins vegar brýnt að gerður sé greinarmunur á óbeinni fjárfest- ingu, innlendri eða erlendri, sem samkvæmt lögum er skilgreind sem öll fjárfesting sem er minni en 10% í bankanum, og hins vegar þegar virk- ur eignarhlutur er keyptur en það er samkvæmt lögum eignarhlutur sem er meiri en 10% en ekki ráðandi, þ.e. 50% eða meira. Með kjölfestufjár- festi í almennri umræðu er átt við að- ila sem á umtalsverðan virkan eign- arhlut í banka en ekki ráðandi hlut. Þannig samrýmist slík aðild mark- miðinu um dreifða eignaraðild.“ Halldór segir að ríkisstjórn og bankaráð Landsbankans hafi lýst því yfir við upphaflega sölu hlutabréfa í Landsbankanum og skráningu á verðbréfaþingið haustið 1998 að tví- þætt markmið væru ráðandi varð- andi eignarhald í Landsbankanum. Þau markmið hafi síðan verið ítrek- uð í sölulýsingu við sölu á 15% hlut ríkisins í bankanum í des- ember 1999. Í fyrsta lagi það að tryggja dreifða eignaraðild að bankanum. „Stjórnendur bankans hafa fundið fyrir miklum áhuga almennings og fagfjárfesta á að eiga hlut í bank- anum. Við teljum að tekist hafi vel til með upphaflega sölu hvað varðar dreifða eignaraðild og teljum sömu- leiðis að dreifð eignaraðild hafi styrkt viðskiptalega stöðu Lands- bankans og sjálfstæði hans á íslensk- um fjármálamarkaði. Þetta hefur ekki hvað síst verið jákvætt að því er snertir víðtækt eignarhald starfs- fólks að bankanum. Við teljum að Landsbankinn hafi bæði sögulega og viðskiptalega sérstöðu á íslenskum bankamarkaði sem gerir slíka dreifða eignaraðild að honum mjög æskilega. “ Frá upphafi litið til erlendra banka „Í öðru lagi og samhliða þessu var því lýst yfir að könnuð yrði forsenda þess að fá kjölfestufjárfesti að bank- anum. Í því efni var frá upphafi verið að líta til möguleika á því að fá er- lenda fjármálastofnun sem kjölfestu- fjárfesti að Landsbankanum og eink- um horft til erlends banka þar sem það gæti best styrkt rekstrarlega stöðu og starfsemi bankans.“ Hall- dór segir að viðskiptalegar forsend- ur fyrir því að fá slíkan kjölfestu- fjárfesti að Landsbankanum séu auðvitað að hann hafi alþjóðlegt afl, öfluga fjárfestingabanka- og sjóða- starfsemi og hátt tæknistig sem geti nýst Landsbankanum í því að bæta þjónustuna við viðskiptavinina hér á íslenskum fjármálamarkaði. „Það hefur ávallt verið áhugamál Landsbankans og stjórnenda hans að fá slíkan kjölfestufjárfesti því það getur best tryggt uppbyggingu á sviði upplýsingavinnslu sem er auð- vitað mjög kostnaðarsöm í minni banka eins og Landsbankanum og gott að geta deilt slíkum kostnaði með stærri banka. Þetta á raunar einnig við á sviði eignastýringar og sjóðalausna en þar getur samstarf við stóran banka tryggt betri lausnir fyrir viðskiptavini okkar. Með hlið- sjón af þessum meginmarkmiðum tveimur er það mikið fagnaðarefni fyrir okkur að nú verði stigið mjög ákveðið skref í þá átt að ná þessu síð- ara eigendamarkmiði, þ.e. að fá al- þjóðlegan banka til þess að kaupa allt að þriðjungshlut í Landsbankan- um, jafnframt sem það samræmist einnig fyrra markmiðinu um dreifða eignaraðild. Við teljum að ef vel tekst til varð- andi það að fá kjölfestufjárfesti að Landsbankanum þá muni það styrkja mjög starfsemi Landsbank- ans og við fögnum þessu skrefi sem slíku, “ segir Halldór. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans Samrýmist upphafleg- um markmiðum um dreifða eignaraðild Halldór J. Kristjánsson ÁKVEÐIÐ var á fundi ríkisstjórn- arinnar í gærmorgun að selja ráð- andi hlut, þriðjung eða meira, í Landsbanka Íslands hf. til erlends kjölfestufjárfestis og standa vonir til þess að gengið verði frá sölunni fyrir lok ársins. Í tilkynningu vegna sölunnar seg- ir: „Viðskiptaráðherra hefur ákveð- ið að hafinn verði undirbúningur á sölu á umtalsverðum hlut af eign- arhlut ríkisins í Landsbanka Íslands hf. til kjölfestfjárfestis. Með umtals- verðum hlut er átt við ráðandi hlut eða að minnsta kosti þriðjung hluta- fjár í félaginu. Ráðgert er að salan fari fram fyrir árslok 2001. Skilyrði samkvæmt ákvörðun ráðherra er að sala á slíkum hlut leiði til aukinnar samkeppni á íslenskum fjármagns- markaði og auki samkeppnishæfni hans. Framkvæmdanefnd um einka- væðingu hefur verið falið að annast framkvæmd sölunnar.“ Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið að mjög góð sam- staða hafi verið í ríkisstjórn um þessa niðurstöðu og hún sé mjög ánægð með hana. „Miðað við skil- yrðin sem sett eru, sem eru þau að salan auki samkeppnishæfni félags- ins og einnig samkeppnishæfni ís- lensks fjármagnsmarkaðar, erum við að tala um erlendan kaupanda,“ sagði Valgerður. Hún sagði að það væri jákvætt vegna þess að það yki erlenda fjár- festingu í landinu, sem ekki væri vanþörf á, auk þess sem það yki al- þjóðavæðingu atvinnulífsins. Þá mætti einnig gera ráð fyrir því að það myndi bæta lánshæfismat bank- ans. Valgerður sagði að það fyrsta sem myndi gerast í þessum efnum væri að leitað yrði tilboða í ráðgjöf varð- andi söluna. Framkvæmdanefnd um einkavæðingu myndi síðan fara með framkvæmd málsins og vinna frek- ari útfærslur í samvinnu við það fyr- irtæki sem myndi fá ráðgjafarhlut- verk við söluna. „Við gerum okkur vonir um að þessi sala muni geta átt sér stað á árinu,“ sagði Valgerður. Hún sagði að allur alþjóðamark- aðurinn kæmi til álita í þessum efn- um. Flestir litu hins vegar fyrst til Norðurlandanna og Norður-Evr- ópu, en auðvitað kæmu Bandaríkin og aðir aðilar til greina. Þetta væru hins vegar framkvæmdaatriði sem yrðu í höndum einkavæðingar- nefndar og þess fyrirtækis sem fengi verkið. Ráðandi hlutur gerir bankann áhugaverðari Aðspurð hvort orðið hefði vart áhuga erlendra aðila á kaupum í bankakerfinu, en fyrir nokkrum ár- um síðan sýndi sænski SE-bankinn áhuga á íslenska fjármálamarkaðn- um, sagði Valgerður að þau hefðu hugmyndir um að það hefði verið fyrir hendi áhugi og einmitt fyrir kaupum á stærri hlut en fram að þessu hefði verið í umræðunni af hálfu eigandans. „Þetta skref sem við stígum núna með því að gefa kost á ráðandi hlut í bankanum breytir mjög stöðunni og gerir bankann áhugaverðari,“ sagði Val- gerður. Hún sagði að lögð væri áhersla á að fá hámarksverð fyrir eignarhlut- inn í bankanum, þar sem þarna væri um að ræða sölu í einu lagi til eins aðila. Miðað við það markaðsvirði sem væri í dag mætti áætla að verð- mæti bankans í heild væri um 21 milljarður króna. Valgerður sagðist ekkert sjá sem mælti gegn því að eignarhlutur í Landsbankanum kæmist í hendur erlendra aðila. Þetta styrkti sam- keppnisstöðuna hér á landi og yki alþjóðavæðingu efnahagslífsins, auk þess sem það væri mikilvægt vegna efnahagsástandsins eins og það væri, þótt það hafi verið búið að móta þessa stefnu í raun áður en gengið fór að síga, en línur þessa efnis hafi verið lagðar fram í frum- varpinu um söluna í janúar. Ríkið á tæplega 70% í Lands- bankanum. Valgerður sagði að ákvarðanir um frekari sölu á eign- arhlut í bankanum hefðu ekki verið teknar. Sala til almennings og til- boðssala kæmi að sjálfsögðu til greina og væri líkleg, en hvenær til þess kæmi væri óljóst á þessari stundu. Ríkisstjórnin ákveður að selja þriðjungshlut eða meira í Landsbankanum Morgunblaðið/Billi Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, átti fund með Friðberti Traustasyni, formanni Sam- bands íslenskra bankamanna, og Helgu Jónsdóttur, formanni Félags starfsmanna Landsbanka Íslands, í hádeg- inu í gær eftir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um sölu á ráðandi hlut í Landsbankanum lá fyrir. Leitað tilboða frá erlend- um kjölfestu- fjárfesti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.