Morgunblaðið - 27.06.2001, Page 13

Morgunblaðið - 27.06.2001, Page 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2001 13 ÚTSALA – ÚTSALA Ótrúlega lágt verð 60-80% afsláttur Dæmi um verð Áður Nú „Slinky“ bolur kr. 3.700 kr. 1.400 Dömurúllukragapeysa kr. 4.900 kr. 1.500 Twill gallajaki kr. 4.400 kr. 1.400 Tunika m/satíni kr. 3.900 kr. 1.400 Dömubolur kr. 2.400 kr. 900 Hlýrabolur kr. 1.900 kr. 700 Kápa kr. 7.800 kr. 1.400 Dömubuxur kr. 3.900 kr. 1.600 Sumarkjóll kr. 3.700 kr. 1.500 Sítt pils kr. 2.900 kr. 900 Herraskyrta kr. 2.900 kr. 1.200 Herrakaðlapeysa kr. 5.900 kr. 2.300 Einnig fatnaður í stærðum 44-52. Opið frá kl. 10.00 til 18.00 Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík. Á BILINU 400 til 450 börn á aldr- inum 6 til 12 ára tóku þátt í dorg- veiðikeppni sem Æskulýðs- og tóm- stundaráð Hafnarfjarðar stóð fyrir á Flensborgarbryggju í gær. Óhætt er að segja að veðrið hafi leikið við keppendur þótt veiðimenn taki alla jafnan súld eða rigningu fram yfir glampandi sólskin. Að sögn Geirs Bjarnasonar, um- sjónarmanns keppninnar, veiddist nokkuð vel samanborið við árið í fyrra. Þegar keppnin hafði staðið yfir í rúman hálftíma hafði einum keppanda tekist að hala inn 17 fiska en til samanburðar var aflakóng- urinn í fyrra með 8 fiska veidda þegar keppni lauk. Að sögn Geirs eru veitt verðlaun fyrir stærsta fiskinn og fjölda veiddra fiska. Krakkarnir fengu veiðarfæri og beitu á staðnum og var ýmist notuð rækja eða gular maísbaunir. Veiðarfæri voru frum- stæð en stóðu fyrir sínu; spýta með girnisspotta og róbolti fyrir sökku. Sumir krakkanna höfðu þó afráðið að taka með sér eigin búnað og gátu fyrir vikið kastað lengra út. Krakkarnir höfðu rúman klukku- tíma til stefnu og nutu aðstoðar unglinga úr vinnuskólanum. Björg- unarsveitin Fiskaklettur var ekki langt undan og sá til þess að allt gengi vel fyrir sig. Meðal þeirra sem reyndu fyrir sér í dorgveiðinni voru þær stöllur Kristrún Helga Árnadóttir og Margrét Sif Magnúsdóttir. Kristrún og Margrét drógu á land kola og höfðu pakkað honum inn í dagblað. Ætlunin var að láta vigta fiskinn en allir fiskar eru vigtaðir og þeir skráðir áður en þeim er sleppt að nýju. Annars staðar á bryggjunni flatmagaði Egill Fannar Alfreðsson, 7 ára. Egill hafði veitt einn fisk og var þegar búinn að sleppa honum. Mikil stemmning var í smábáta- höfninni í gær og handagangur í öskjunni enda tíminn knappur. Ljóst var á handbragði krakk- anna að mörg þeirra voru vanir veiðimenn og játtu mörg hver að hafa oft komið niður á höfn til að veiða. Sum barnanna sögðust meira að segja hafa rennt fyrir fisk í al- vöru laxám. Dorgveiðikeppni 6 til 12 ára barna á Flensborgarbryggju 17 fiskar á rúmum hálftíma Morgunblaðið/Golli Kristrún Helga Árnadóttir og Margrét Sif Magnúsdóttir, 8 ára stöllur, veiddu kola í höfninni í gær og voru ánægðar með aflann. Morgunblaðið/Golli Silja Vignisdóttir veiddi stærsta fiskinn, marhnút, sem vó 482 g. Andri Jónsson veiddi flesta fiskana, 32 talsins, en Ólafur Sigurjónsson veiddi 31 fisk og lenti í öðru sæti. Skúli Ragnarsson, Dagbjört Baldvinsdóttir og Fannar Jónsson deildu þriðja sætinu með níu fiska hver. Eins og sést á myndinni voru bryggjurnar þétt setnar í gær. Hafnarfjarðarhöfn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.