Morgunblaðið - 27.06.2001, Side 15
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2001 15
HÖRÐ keppni var háð á Aldurs-
flokkamóti Íslands í sundi sem
haldið var í Sundlaug Akureyrar
um liðna helgi og varð ekki ljóst
hver myndi bera sigur úr býtum
fyrr en komið var að síðustu boð-
sundum mótsins undir kvöld á
sunnudag. Það var Sundfélag
Hafnarfjarðarsem sigraði með
1176 stig eftir harða rimmu við
sundmenn úr Íþróttabandalagi
Reykjanesbæjar sem hlaut 1152
stig. Í þriðja sæti varð Sundfélagið
Ægir með 716 stig.
Þeir sundmenn sem fengu stiga-
bikar einstaklinga voru Ágúst Júl-
íusson ÍA í sveinaflokki, Ingibjörg
Ólafsdóttir SH í meyjaflokki, Birk-
ir Már Jónsson, ÍBR í drengja-
flokki, Erla Dögg Haraldsdóttir,
ÍBR í telpnaflokki, Jón Oddur Sig-
urðsson, ÍBR í piltaflokki og Íris
Edda Heimisdóttir, ÍBR í stúlkna-
flokki.
Þá voru valdir sundmenn til að
keppa á Ólympíudögum Evrópu-
æskunnar sem haldnir verða á
Spáni í lok næsta mánaðar. Stúlk-
urnar sem valdar voru til þátttöku
eru Sigrún Benediktsdóttir, Óðni,
Eva Hannesdóttir, KR og Erla
Dögg Haraldsdóttir, ÍBR. Piltarn-
ir sem keppa þar fyrir Íslands
hönd eru þeir Hilmar Pétur Sig-
urðsson, ÍBR, Hákon Jónsson,
Breiðabliki og Jón Gauti Jónsson,
ÍBR.
Loks voru á mótinu valdar tíu
stúlkur og átta piltar í svonefndan
Framtíðarhóp Sundsambands Ís-
lands, en um er að ræða æfinga-
hóp sundmanna, sem taldar eru
sterkar líkur á að skipi framtíð-
arlandslið Íslands.
Alls tóku um 300 ungmenni þátt
í mótinu og komu þau frá 19 félög-
um.
Ljósmynd/Birkir Baldursson
Framtíðarsundmenn Íslands tilkynntir að loknu Aldursflokkamóti Íslands, AMÍ.
Aldursflokkamótið í sundi fór fram í blíðskaparveðri
Úrslitin réðust
á lokasprettinum
KARLMAÐUR á þrítugsaldri
hefur í Héraðsdómi Norður-
lands eystra verið dæmdur til
að greiða 40 þúsund krónur í
sekt til ríkissjóðs vegna lík-
amsárásar. Þá var honum
gert að greiða þeim sem hann
réðst á 55 þúsund krónur í
bætur auk dráttarvaxta sem
og að greiða sakarkostnað.
Maðurinn var ákærður fyr-
ir að hafa veist að öðrum
manni á veitingastaðnum Við
Pollinn í lok október í fyrra,
tekið hann hálstaki og snúið í
gólfið með þeim afleiðingum
að hann hlaut nokkra áverka
á höfði.
Málsatvik eru þau að
mennirnir stóðu við barborð
og áttu þar stuttaraleg sam-
skipti sem lauk með áður-
greindum hætti.
Játaði maðurinn sakargiftir
fyrir dómi, en bar því við að
það hefði hann gert í varn-
arskyni því hinn hefði stokkið
á sig. Verulega bar á milli í
frásögum mannanna tveggja
um samskipti sín og þá voru
vitni að atburðinum heldur
ekki sammála í öllum atriðum
um atburði.
Héraðsdómur
Norðurlands eystra
Sekt
vegna
árásar
Akureyrarbær auglýsir
Gerðahverfi: Tillögur að
breytingum á aðalskipulagi
og deiliskipulagi
Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með tillögu að breytingu á
aðalskipulagi skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga
nr. 73/1997 m.s.b. Breytingin felst í því að reitur á horni
Hraungerðis og Dalsgerðis, sem nú er skilgreindur sem óbyggt
svæði og almennt útivistarsvæði, breytist í íbúðarsvæði.
Jafnframt er auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi þessa
svæðis skv. 1. mgr. 26. gr. sömu laga. Tillagan felur í sér að á
ofangreindum reit komi 2 einbýlishúsalóðir. Ennfremur sýnir
hún nokkrar breytingar á legu gatna, sem leiða af tengingu
Stóragerðis við Dalsbraut skv. gildandi aðalskipulagi.
Tillöguupdrættir og greinagerðir munu hanga uppi almenningi ti
sýnis í þjónustuandyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð,
næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til
fimmtudagsins 9. ágúst 2001, svo að þeir sem þess óska geti
kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar
eru einnig birtar á heimasíðu Akureyrarbæjar:
http:/www.akureyri.is/ .
Frestur ti að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl.
16.00 fimmtudaginn 9. ágúst 2001 og skal athugasemdum
skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3.
hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillögu innan
þessa frests telst vera henni samþykkur.
Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar.
Ný 6 manna fullbúin bandarísk fellihýsi á 12“ hjólbörðum
Aðeins kr.
Innifalið í verði:
1. Sjálfvirk miðstöð
2. Gluggatjöld
3. Kælibox
4. Gaseldavél
5. Gaskútur
6. Trappa
7. 48 lítra vatnstankur
8. Gasviðvörunarkerfi
9. Rafgeymabox
10. Útiljós
11. Varadekk með festingu
og hlíf (cover)
12. 50 mm kúlutengi
13. Öflugir stigalausir stál-
tjakkar á hverju horni (4)
14. Rafleiðslur í kapalhólk
um
15. Sleðar á hjólum á út
dregnum rúmum
16. Franskur rennilás vind-
ver rúmstæði
17. Krossviður í rúmbotn-
um
18. E-coat ryðvörn á undir
vagni, vatnsvarinn botn
19. Aðgengi í kæli þó
húsið sé lokað/fellt
o.m.fl.
Opnunartími
Virka daga frá kl. 10 - 18
Laugardaga frá kl. 10 - 14
Tökum pantanir núna.
Takmarkað magn á þessu verði.
Verðbylting á 50w sólarrafhlöðum aðeins kr .46.500 með stjórnstöð
Lúxus fortjöld með gluggatjöldum og ál súlum aðeins kr. 89.000
Svefntjöld kr. 9.900 stk.
Sértilboð á pakka: Fellihýsi, fortjald, 2 svefntjöld, 50w sólarrafhlaða með
stjórnstöð, rafgeymir, gasfylling og skráning kr. 699.000.
Netsalan ehf.
Garðatorgi 3, 210 Garðabæ
Sími 544 4210/565 6241
Fax 544 4211.
KARLMAÐUR um tvítugt hefur í
Héraðsdómi Norðurlands eystra
verið dæmdur til að greiða 28 þús-
und krónur í sekt til ríkissjóðs vegna
fíkniefnabrots auk þess að greiða
sakarkostnað.
Maðurinn var ákærður fyrir að
hafa verið með tóbaksblandað hass í
fórum sínum í febrúar síðastliðnum
er lögregla hafði af honum afskipti.
Maðurinn játaði brot sitt fyrir
dómi. Hann hefur áður gerst sekur
um svipuð brot og var á skilorði er
umrætt fíkniefnabrot var framið. Að
kröfu ákæruvalds voru 0,92 grömm
af hassi gerð upptæk.
Héraðsdómur
Norðurlands eystra
Sekt til ríkis-
sjóðs vegna
fíkniefna
FYRSTU tónleikarnir í djasstón-
leikaröðinni, Tuborgjazz, Heitir
fimmtudagar, verða í Deiglunni
fimmtudagskvöldið 28. júní. Tónleik-
arnir eru liður í dagskrá Listasumars
2001. Það er Tríó Sunnu Gunnlaugs
sem ríður á vaðið.
Sunna Gunnlaugs hefur verið með
annan fótinn í New York síðan 1993
ýmist við nám eða störf. Hennar
fyrsti geisladiskur Far Far Away
kom út árið1997, fór tríó hennar þá í
tónleikaferð um landið og lék m.a. á
Listasumri á Akureyri. Hún stofnaði
kvartett 1999 til upptöku á eigin tón-
smíðum. Kvartettinn lék við góðar
undirtektir hér á landi í mars 2000 og
lék á vegum Jazzklúbbs Akureyrar í
Gryfju, sal VMA, síðan kom svo
kvartettinn fram á International
Waterfront Arts Festival í Virginíu í
apríl sama ár. Miðar á þá tónleika
seldust upp og stærsta blað Virginíu,
The Virginian Pilot, valdi disk þeirra,
Mindful, sem einn af 10 bestu diskum
ársins. Mindful mun fljótlega fara í
dreifingu hér landi en verður einnig
dreift víða um heim af bandaríska fyr-
irtækinu Omnitone Records.
Auk Sunnu eru í tríóinu þeir Mc-
Lemore trommuleikari sem er eigin-
maður hennar og Gunnar Hrafnsson.
Aðgangseyrir er kr. 500 og selt er við
innganginn.
Djass í
Deiglunni
♦ ♦ ♦