Morgunblaðið - 27.06.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.06.2001, Blaðsíða 17
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2001 17 OPNAÐ hefur verið glæsilegt nýtt verslunarminjasafn á Hvolsvelli. Safnið er til húsa í Sögusetrinu og er samvinnuverkefni kaupfélaganna á Suðurlandi, þ.e. Kaupfélags Árnes- inga, Kaupfélags Rangæinga, Kaup- félags Vestur-Skaftfellinga og Kaup- félagsins Þórs á Hellu. Upphafið að stofnun Kaupfélags- safns má rekja til síðasta stjórnar- fundar Kaupfélags Rangæinga en þá var þeim Margréti Björgvinsdóttur og Matthíasi Péturssyni falið að safna gömlum munum er tengdust rekstri félagsins. Starfsmannafélag kaupfélagsins ákvað síðan að verja eigum sínum til að koma upp safni er segði 77 ára sögu Kaupfélags Rang- æinga. Þann 13. febrúar 1999 var opnað Kaupfélagssafn í Sögusetrinu. Kaupfélag Árnesinga ákvað síðan að sögusafn þess skyldi einnig vera á Hvolsvelli og var þá ákveðið að stækka safnið og byggja upp heil- steypt safn um sögu kaupfélaganna á Suðurlandi. Hið nýja safn er í 200 fm húsnæði sem er í eigu Hvol- hrepps. Kaupfélagssafnið leitast við að bregða upp svipmynd af verslunar- háttum fyrri tíma á Suðurlandi og störfum þeirra er þar lögðu hönd á plóg. Safnið samanstendur af mynd- um og textum er spanna sögu félag- anna í grófum dráttum og einnig er mjög mikið af munum sem tilheyrðu verslunarrekstri og skrifstofuhaldi fyrri tíma. Á safninu má einnig sjá skrifstofur nokkurra kaupfélags- stjóra s.s. Ingólfs Jónssonar á Hellu, Egils Thorarensens á Selfossi og Guðbrandar Magnússonar sem var kaupfélagsstjóri í Hallgeirsey. Þau Margrét Björgvinsdóttir og Matthías Pétursson hafa borið hit- ann og þungann af uppsetningu safnsins með aðstoð góðra iðnaðar- manna og starfsmanna Hvolhrepps en List og Saga hefur skipulagt safn- ið en aðalhönnuður var Björn G. Björnsson. Sagnfræðingarnir Stefán Pálsson og Erlingur Brynjólfsson sömdu og tóku saman sýningartexta. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Jón Örn Ingólfsson, sonur Ingólfs Jónssonar kaupfélagsstjóra á Hellu, kona hans Ástríður Jónsdóttir og Ísólfur Gylfi Pálmason alþingismaður, lengst til hægri, rifja upp gamla tíma í kaupfélaginu. Verslunarminja- safn opnað í Sögusetrinu Jón Guðjónsson bóndi í Hallgeirsey, Erna Geirdal og Benedikt Árnason leikari. Jón gaf safninu gamla sementstunnu sem fannst í fjörunni þar sem skipað var upp vörum meðan kaupfélagið var í Hallgeirsey. Óli Rúnar Ástþórsson framkvæmdastjóri KÁ og Erlingur Loftsson stjórn- arformaður KÁ virða fyrir sér gamlar ritvélar á kaupfélagssafninu. Hvolsvelli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.