Morgunblaðið - 27.06.2001, Síða 19

Morgunblaðið - 27.06.2001, Síða 19
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2001 19 ÞAÐ var sannarlega happadrátt- ur hjá skipverjum á netabátnum Margréti AK frá Grindavík á dögunum en þá fengu þeir þessa myndarlegu lúðu í netin undan Staðarbergi. Lúðan vó hvorki meira né minna en 100 kíló og fengust fyrir hana um 65 þúsund krónur á fiskmarkaði. Ágætis bú- bót það! Þeir félagar fá þó nokk- uð af lúðu í netin þótt flestar séu þær mun smærri. Þó fékkst ein 60 kílóa þung ekki alls fyrir löngu. Á myndinni eru þeir Sigurður Hafsteinn Guðfinnsson, Daníel Þorgeirsson og Ingi Sturlaugsson kampakátir með flykkið. Ljósmynd/Stefán Jónsson Ágætis búbót! HUGINN VE, nýtt nóta- og tog- veiðiskip Hugins ehf. í Vestmanna- eyjum, tók olíu í St. John’s í Kanada um helgina og hélt þaðan á sunnu- dagsmorgun. Skipið er nú á leiðinni til Íslands frá Chile þar sem það var smíðað. Skipið er væntanlegt til heimahafnar í Vestmannaeyjum á föstudagsmorgun. Skipið hefur nú lagt að baki rúmlega 6.000 sjómílna siglingu frá því að það lagði af stað frá Chile þann 3. júní sl. Ómar Steinsson, stýrimaður, segir sigl- inguna sækjast vel og samkvæmt áætlun. „Lífið um borð er mun bærilegra eftir að við komum svona norðarlega því þá kólnaði snögg- lega. Það var ansi erfið vistin um borð þegar við sigldum í gegnum Panamaskurðinn og í Karabíska hafinu en þá fór hitinn vel yfir 40 gráður og rakinn var nánast óbæri- legur.“ Ómar segir að í Vestmannaeyjum verði þegar hafist handa við að koma skipinu til veiða og því verði það komið á loðnu- eða kolmunna- veiðar áður en langt um líður. Ljósmynd/Grímur Gíslason Áhöfnin á Hugin fagnar því að vera komin yfir miðbaug. Fv. Grímur Magnússon, Gylfi Viðar Guðmundsson, Ómar Steinsson, Grímur Gísla- son, Guðmundur Ingi Guðmundsson, Guðmundur Huginn Guðmunds- son, Guðjón Sveinsson, Willum Andersen og Páll Grétarsson. Sækist vel AFLAHEIMILDIR í nokkrum fiski- stofnum við Nýja Sjáland verða skornar niður um allt að 20% til að vernda stofnana eftir mikla ofveiði á 9. áratugnum. Sjávarútvegurinn í landinu hefur nú varið nærri fjórum milljörðum króna í rannsóknir og uppbyggingu stofnanna. Nýsjálendingar stjórna nýtingu auðlinda hafsins með kvótakerfi, líkt og gert er á Íslandi. Áform um nið- urskurð aflaheimilda verða rædd inn- an fiskiðnaðarins áður en endanlegar ákvarðanir um heildarafla verða teknar. Hokinhali (hoki) er mikilvæg- asta tegundin, bæði hvað snertir magn og verðmæti, og hefur sjávarút- vegsráðherra landsins, Pete Hodg- son, sagt að hann sætti sig við um allt að 50 þúsund tonna niðurskurð af um 200 þúsund tonna heildarkvóta í hok- inhala. Það myndi hinsvegar hafa veruleg áhrif á fiskiðnaðinn í landinu. Niðurskurðurinn hefði einnig í för með sér að færri erlend skip stund- uðu hokinhalaveiðar við Nýja Sjáland en innan greinarinnar búast menn við að skipin verði í staðinn notuð til veiða á öðrum tegundum, svo sem smokk- fiski og makríl. Kvótinn skertur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.