Morgunblaðið - 27.06.2001, Síða 21

Morgunblaðið - 27.06.2001, Síða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2001 21 Lið-a-mót FRÁ Apótekin Tvöfalt sterkara með GMP gæðastimpli 100% nýting/frásog H á g æ ð a fra m le ið sla FRÍHÖFNIN Heimsferðir bjóða nú spennandi vikuferð til þessarar heillandi borgar þann 28. ágúst. Hér getur þú kynnst fegurstu borg Evrópu, gamla bænum, Hradcany kastala, Karlsbrúnni, Wenceslas torginu, og farið í spennandi kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða. Gott úrval hótela í boði. Verð kr. 33.020 Flugsæti með sköttum, m.v. hjón með 2 börn. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 57.540 Flug og hótel í 6 nætur, m.v. 2 í herbergi, Expo, 4 stjörnur. Aðeins 28 sæti laus Vikuferð til Prag 28. ágúst frá kr. 33.020 Draumavél heimilanna! Vegleg brúðargjöf! Ísaumuð svunta með nöfnum og brúðkaupsdegi fylgir! 5 gerðir - margir litir Borgartúni 20 - sími 562 2901 og 562 2900 60 ára frábær reynsla. BANDARÍSKIR alríkislögreglu- menn fengu mikilvægar vísbend- ingar um felustaði Vladimiros Montesinos, fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustu Perú, með því að fylgjast með reikningi í banka- útibúi í Miami á Flórída, að því er The Washington Post greindi frá í gær. Montesinos flúði frá Perú fyrir átta mánuðum, en um helgina náð- ist hann í Venesúela og var fluttur aftur til Perú. Var komið með hann þangað í fyrradag. Er honum gefið að sök að hafa stjórnað dauðasveitum, selt fíkniefni og auðgast á stórfelldri spillingu í stjórnartíð Albertos Fujimoris, fyrrverandi forseta Perú, sem nú er í útlegð í Japan. Samkvæmt frétt Washington Post fór yfirmaður spillingarlög- reglu Perú, Saul Pena Farfan, þess á leit við bandarísku alrík- islögregluna (FBI) fyrir tveim mánuðum að fylgst yrði með 38 milljóna dollara reikningi í Miami- útibúi Pacific Industrial-bankans, sem skráður er á Caymaneyjum í Karíbahafi. Mánuði síðar hafði fyrrverandi leyniþjónustumaður í Venesúela samband við starfsmann bankans og reyndi að taka út peninga af reikningnum, sem talinn var vera í eigu Montesinos, og hafði verið frystur. Kvaðst Venesúelinn vera fulltrúi Montesinos. FBI hafði samband við bankastarfsmanninn og hóf að fylgjast með samtölum hans við Venesúelann. Þrýsti sá síðarnefndi á um að fá að taka út peninga með því að hóta að gera uppskátt um þær upplýsingar sem Montesinos hefði um peninga- þvætti sem stundað væri í bank- anum. Aðgerðin náði hámarki sl. föstu- dag þegar FBI-menn handtóku Venesúelann og tvo aðstoðarmenn hans þegar þeir komu inn í bank- ann. Venesúelanum var hótað kæru fyrir að reyna að þvinga út peninga, og bauðst hann þá til að búa svo um hnútana að Montes- inos næðist gegn því að fá dóms- sátt. Fól þetta samkomulag í sér að Venesúelinn gaf upp nöfn á hópi fólks sem gætti Montesinos á nokkrum felustöðum í Venesúela. Leiddi þetta til þess að Montes- inos var handtekinn í Caracas. Eftir að hann var tekinn hönd- um hefur stjórnarandstaðan í Venesúela krafist þess að fá að vita hvað Montesinos var að gera þann tíma sem hann dvaldist í Venesúela. Stjórnarandstöðuþing- maður sem áður var bandamaður Hugos Chávez forseta sakaði stjórnvöld um að „halda vernd- arhendi yfir alþjóðlegum glæpa- manni“. Stjórnin hefur ekki greint frá því hvenær henni var fyrst kunn- ugt um að Montesinos væri í land- inu. Varnarmálaráðherrann var fá- orður sl. mánudag og sagði aðeins að Perú hefði ekki beitt óvenju miklum þrýstingi til að fá Venes- úela til að handtaka Montesinos. Þegar aðstoðarinnanríkisráðherr- ann hafði lesið yfirlýsingu um framsal Montesinos svaraði hann ekki frekari spurningum frétta- manna. Chávez tók sér frí frá störfum á mánudaginn. Krafist upplýsinga um veru Montesinos í Venesúela Bankareikningur vís- bending um felustaði Reuters Vladimiro Montesinos í Lima í apríl 1998. Washington, Caracas. AFP, AP. UM 600.000 manns fögnuðu komu Jóhannesar Páls II. páfa til borg- arinnar Lvív, í vesturhluta Úkr- aínu, í gær en þar eru kaþólskir í meirihluta. Þetta er alls ólíkt þeim viðtökum sem páfi fékk í höfuð- borginni, Kíev, fyrr í vikunni en þar sóttu mun færri messu hans en við var búist. Tugir þúsunda pílagríma lögðu leið sína til Lvív frá fæðingarlandi páfa, Póllandi, til að hlýða á messu hans. Messa páfa var haldin utandyra nálægt landamærum Póllands og Úkraínu á svæði sem Pólverjar og Úkraínumenn, grísk-kaþólskir og harðlínu-rétttrúnaðarmenn, komm- únistar og þjóðernissinnar hafa í gegnum aldirnar deilt harkalega um. Í messunni hvatti páfi Úkraínu- menn og Pólverja til að stilla til friðar, gleyma ágreiningi fortíðar- innar og byggja samband sitt í framtíðinni á gagnkvæmri virðingu. „Það er kominn tími til að snúa baki við sorglegri fortíðinni,“ sagði hann í ræðu sinni. „Megi fyrirgefn- ingin breiðast út og græða sárin. Megi sögulegar staðreyndir hjálpa okkur að muna hvað sameinar okk- ur fremur en hvað sundrar okkur svo við getum byggt framtíðina á gagnkvæmri virðingu, samvinnu og einhug.“ Páfi hefur lýst því yfir að hann vilji sætta þann ágreining sem hef- ur verið á milli kaþólsku kirkjunnar og réttrúnaðarkirkjunnar frá árinu 1054 er kirkja kristinna manna klofnaði. Forseti Úkraínu, Leoníd Kútsjma, bauð Jóhannesi Páli II. páfa í heimsókn til landsins þrátt fyrir að réttrúnaðarmenn í Úkraínu legðust eindregið gegn því, en þeir hafa sakað fulltrúa Páfagarðs um að reyna að snúa rétttrúnaðarfólki. Ákvörðun forsetans er talin end- urspegla vilja framámanna í land- inu til að eiga góð samskipti við Vesturlönd. Fimm daga heimsókn páfa til Úkraínu lýkur í dag. Jóhannesi Páli II. vel tekið í vesturhluta Úkraínu Hálf milljón manna sótti messu páfa í Lvív Úkraína, Lvív. AP. AFP. Reuters Jóhannes Páll páfi blessar pílagríma í Lvív í gær. BANDARÍSKUR námsmaður, John Tobin, sem í apríl var dæmdur fyrir eiturlyfjasölu í Rússlandi á yfir höfði sér njósnaákæru. Talsmaður rúss- nesku öryggisþjónustunnar (FSB) sagði að ný sönnunargögn hefðu komið fram sem styrktu ásakanir á hendur Tobin. Tobin var dæmdur í 37 mánaða fangelsi fyrir dreifingu á marijúana í rússnesku borginni Voronezh í apríl en dómurinn var mildaður í eins árs fangelsi í gær. FSB hefur haldið því fram að Tobin sé bandarískur njósn- ari í þjálfunarferð í Rússlandi, en njósnaákæru var vísað frá dómi vegna skorts á sönnunargögnum. Hefur Tobin staðfastlega neitað ásökunum um njósnir og segir Rúss- ana vera að refsa sér fyrir að vilja ekki gerast njósnari fyrir þá. Borinn þungum sökum Ef til ákærunnar kemur mun hún byggjast á framburði rússnesks vís- indamanns, Dimitrí Kútsnetsov, en hann heldur því fram að Tobin hafi reynt að fá sig til að njósna fyrir leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Á þetta að hafa gerst meðan Kútsn- etsov sat í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir fjársvik. Hann er sérfræðingur í eiturefnum sem nota má í hernaði og á Tobin að hafa reynt að fá Kútsn- etsov til að gefa sér upplýsingar um rannsóknir hans og sambönd við aðra vísindamenn. Kútsnetsov hitti Tobin þar sem sá síðarnefndi sat í rússnesku fangelsi og sagði hann eftir fundinn að hann væri handviss um að Tobin væri sami maðurinn og hefði yfirheyrt hann í Bandaríkjunum. „Hann hefur mjög sérstakt og eftirminnilegt bros,“ sagði Kútsnetsov um Tobin. Talsmaður FSB sagði stofnunina vera að meta þessi nýju gögn. Náms- maður sakaður um njósn- ir á ný Moskva. AP, AFP. LÖGREGLA í þýsku borginni Aachen var kölluð til að skilja á milli hjóna sem hnakkrifust í rauða hverfi borgarinnar í fyrri- nótt. Hafði eiginmaðurinn lagt leið sína í hverfið í leit að félags- skap og rakst þar á eiginkonuna sem var við vinnu sem vændis- kona. Var manninum ekki kunn- ugt um þessa aukavinnu eiginkon- unnar og var því mjög brugðið og var konan sömuleiðis ósátt við hegðan eiginmannsins. Ekki fer neinum sögum af heimilisfriðnum nú þegar leyndarmálin hafa litið dagsins ljós. Hjón hittast í rauða hverfinu Aachen. The Daily Telegraph.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.