Morgunblaðið - 27.06.2001, Side 23

Morgunblaðið - 27.06.2001, Side 23
Myndlistarkonurnar eru allar út- skrifaðar úr Myndlista- og handíða- skóla Íslands og hafa haldið fjölda einka- og samsýninga hérlendis sem erlendis. Þær hafa allar vinnustofur á Korp- úlfsstöðum og verk eftir þær eru m.a. á Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur og Hafnarborg, menn- ingar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Sýningin er opin alla daga frá kl. 11.-17. og lýkur 22. júlí. Í NORSKA húsinu í Stykkishólmi stendur nú yfir sýningin Fimm sinn- um fimm. Myndlistarkonurnar Ása Ólafsdóttir, Bryndís Jónsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Magdalena Margrét Kjartansdóttir og Þorgerð- ur Sigurðardóttir sýna hver um sig fimm verk (5X5). Á sýningunni má sjá leirverk, myndvefnað, tréristur og einþrykk af tréplötum, akríl á pappír, þurrnál, dúkristu, ætingu og olíu á striga. Fimm listakonur í Norska húsinu Listakonurnar Magdalena, Þorgerður, Bryndís, Ása og Kristín. LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2001 23 NÚ stendur yfir sýning á myndum eftir Svavar Guðnason í Pakkhús- inu á Höfn í Hornafirði. Myndirnar eru hluti af nýlegri gjöf Ástu Eiríksdóttur ekkju Svavars en á undanförnum árum hefur hún gefið sveitarfélaginu fjölda mynda eftir eiginmann sinn. Einnig hafa vinir þeirra hjóna afhent margar myndir að gjöf. Svavar Guðnason fæddist á Höfn í Hornafirði 18. nóvember 1909. Hann hélt til Kaupmannahafnar ár- ið 1935 og stundaði listnám og list- sköpun. Þegar seinni heimsstyrj- öldin braust út lokaðist hann inni í Kaupmannahöfn. Á þessum útlegð- arárum hófst eitt frjóasta skeiðið í sköpunarferli Svavars. Svavar lést 25. júní 1988. Menningarmiðstöð Hornafjarðar varðveitir listaverkin en þau eru að staðaldri til sýnis í Ráðhúsi Horna- fjarðar. Pakkhúsið er opið alla daga kl. 14-18. Í júlí verður opnunartím- inn lengdur til kl. 21. Sýningin stendur til 5. júlí. Myndir Svavars Guðnasonar á Höfn EYÞÓR Ingi Jónsson heldur org- eltónleika í Akraneskirkju í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Á efnis- skránni eru verk eftir J.S. Bach, Georg Böhm, Francois Couperin, Felix Mendelssohn, Bartholdy og Otto Olsson. Eyþór lauk kantorsprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar 1998 og er nú við nám við kirkjutónlist- ardeild Tónlistarháskólans í Piteå í Svíþjóð. Aðgangseyrir er 800 kr. Orgeltónleikar á Akranesi Hafnarborg Sýningum Werner Möllers, Andreas Green og Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur lýkur á mánudag. Sýning Werners nefnist Arpegg- ien - tónraðir og endurómun og gefur þar að líta 30 lítil akrýlmál- verk og eitt stórt textílverk. Andr- eas hefur starfað við ljósmyndun, grafík og málverk. Sýningin hefur yfirskriftina Hringur og lína. Mag- dalena Margrét nefnir sýningu sína Rispur og er hún á kaffistofu Hafnarborgar. Hafnarborg er opin alla daga, nema þriðjudaga, kl. 11-17. Listhús Ófeigs Sýningu Margrétar Magnúsdótt- ur í Listhúsi Ófeigs við Skóla- vörðustíg lýkur í dag, miðvikudag. Þar sýnir Margrét málverk og þrí- víða hluti. Gallerí Sölva Helgasonar Sýningu Þorra Hringssonar í Gallerí Sölva Helgasonar að Lón- koti í Skagafirði lýkur á laugardag. Á sýningunni eru vatnslitamynd- ir unnar á árunum 1999-2001. Sýningum lýkur ♦ ♦ ♦ AÐRIR tónleikar í tónleikaröðinni Bláa kirkjan á Seyðisfirði verða í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30. Þá mun Ceilidh-band Seyðisfjarðar leika keltneska og íslenska tónlist, þjóðlagadansa, söngtónlist og dæg- urlög. Félagar í Ceilidh-band eru Árni Jón Sigurðsson, harmonika, Guðni Sigmundsson, bassi, Muff Worden, hljómborð, „pennywhistles“ og kelt- nesku trommur, Sigurður Hauks- son, gítar. Gestaleikari er Anna Lilja Karlsdóttir, trompett. Keltnesk lög á Seyðisfirði ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.