Morgunblaðið - 27.06.2001, Síða 24

Morgunblaðið - 27.06.2001, Síða 24
LISTIR 24 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ GRUNDARTANGAKÓRINN, kór starfsmanna Íslenska Járnblendi- félagsins á Grundartanga vann til þriðju verðlauna í sínum flokki í kórakeppninni Syng for oss, sem haldin var í Grieghallen í Bergen 15.- 16. júní sl. Alls tóku 50 kórar þátt í keppninni með um 1500 kórsöngvurum, en það var Kórasambandið á Hörðalandi sem stóð fyrir keppninni. Keppt var í sjö flokkum, A og B-flokki blandaðra karla- og kvennakóra, en auk þess í flokki kammerkóra. Sigurvegari í keppninni var kvennakórinn Voci Nobili frá Bergen, sem keppti í A- flokki kvennakóra, en kórinn fékk alls 139,6 stig. Grundartangakórinn keppti í B-flokki karlakóra og hreppti þriðja sætið með 94,2 stig. Grundartangakórinn var eini ís- lenski kórinn sem tók þátt í keppn- inni; einn sænskur kór keppti einnig, en allir hinir kórarnir voru norskir. Að sögn Smára Guðjónssonar, starfsmanns Járnblendifélagsins og félaga í Grundartangakórnum, var þátttaka í kórakeppninni ákveðin í fyrrasumar. „Þá kom norskur kór hingað að heimsækja okkur. Hann hafði tekið þátt í svipaðri keppni í Noregi. Þeir hvöttu okkur óspart til að koma til Noregs og taka þátt í þessari keppni og heimsækja þá í leiðinni, og það gerðum við. Við erum náttúrulega vinnustaðarkór, allir kórfélagar vinna hér, og við vorum mjög ánægðir með okkar hlut og mjög stoltir.“ Allir kórarnir sem sungu í keppninni þurftu að syngja eitt fyrirfram ákveðið lag, en auk þess söng Grundartangakórinn Krummavísur og Hver á sér fegra föðurland. „Það skemmtilegasta við þetta var að syngja í Grieg-höllinni, sem er alveg frábær; það var mikil upplifun,“ sagði Smári. Kórstjóri er Atli Guðlaugsson. Grundartangakórinn syngur til verðlauna „Ánægðir með okkar hlut og mjög stoltir“ Grundartangakórinn á söngpalli í Noregi ásamt stjórnanda sínum Atla Guðlaugssyni. Í SJÓMINJASAFN- INU í Hafnarfirði stendur nú yfir sýning á verkum Ásgeirs Guðbjartssonar. Listaverkin á sýning- unni eru af ýmsum toga. Margar mynd- irnar eru útskurður í tré, ýmist styttur eða lágmyndir. Einnig kemur útskurður í hvaltennur, gler og plexigler við sögu og ein myndin er gerð úr fjöðrum páfagauks Ás- geirs, sem er fyrir- mynd tveggja mynda. Myndefni sækir Ás- geir að öðru leyti í gamlar myndir af Reykjavík, Hafnarfirði og öðrum stöðum á Íslandi, sem og til sjávar- ins, en hann var um tíma á sjó. Myndir úr vindlahringjum Margar sjávarmyndirnar eru mál- verk sem að hluta eru gerð úr vindla- hringjum. „Sennilega manst þú ekki eftir vindlahringjum sökum aldurs,“ segir Sveinn Guðbjartsson, bróðir Ásgeirs þegar blaðamaður hittir hann að máli á sýningunni. „Slíkir hringir eru vandfundnir nú til dags.“ Um er að ræða hringi úr marglitu bréfi sem var haft utan um vindlana miðja á árum áður. Ásgeir nýtir sér þessa hringi í segl og bátsskrokka í myndverkum sínum. „Móðir okkar safnaði upphaflega þessum vindla- hringjum og gerði tvívíðar myndir úr þeim. Ásgeir erfði svo þetta safn eft- ir hana, en það var fjöldi manns sem safnaði fyrir hana þessum hringjum. Hann byrjaði þá að gera þessar hálf- þrívíðu myndir,“ útskýrir Sveinn. Óhætt er að segja að enginn annar geri slíkar myndir um þessar mundir á Íslandi. „Fólk sem hingað kemur er mjög hrifið. Myndirnar eru þó ekki til sölu, enda hefur Ásgeir ekki litið á sig sem sölulistamann. Hann hefur haft þetta að tómstundagamni til að gleðja sjálfan sig og fjölskyldu og vini.“ Það var Sveinn sem hvatti Ásgeir til að halda sýninguna í Sjóminja- safninu. Sjálfur sýnir hann einnig tréútskurð á sýningunni. Það eru gestabækur og box að norskri fyr- irmynd. „Ásgeir hefur aldrei lært myndlist. Þó held ég að fáir geti leik- ið handbragð hans eftir,“ segir Sveinn. Útskurður bræðranna ber natni merki. Trélágmyndir Ásgeirs sem eru á annan tug og sýndar í öðru herbergi safnsins, eru afar fíngerðar og nákvæmlega unnar. Þema nokk- urra þeirra er sótt í gamlar teikn- ingar af Íslandi. „Sumar þessara mynda eru teknar úr ferðabókum út- lendinga, sem komu til Íslands á nít- jándu öld,“ útskýrir Sveinn. „Aðrar eru unnar eftir ljósmyndum eða póstkortum sem hann hefur fengið send.“ Andstæðir pólar Listamannsgenið er ríkjandi í fjöl- skyldu þeirra Sveins og Ásgeirs. Svo skemmtilega vill til, að þeir eru ömmubræður tveggja íslenskra listamanna, þeirra Ólafs Elíassonar, myndlistarmanns, sem búsettur er í Þýskalandi og Ara Magg, ljósmynd- ara. Með sanni má segja að listsköp- un kynslóðanna tveggja sé talsvert ólík, en þó er víst að allir fara þeir óhefðbundnar og nýstárlegar leiðir í listsköpun sinni. Sýningin í Sjóminjasafninu er opin alla daga milli kl. 13 og 17. Henni lýkur 22. júlí. Ein af útskurðarmyndum Ásgeirs á sýningunni í Sjóminjasafninu. Ásgeir Guðbjartsson Ólíkt öllu öðru Sveinn Guðbjartsson Morgunblaðið/Sverrir Mynd eftir Ásgeir Guðbjartsson, þar sem vindlahringir eru notaðir. Í BANDARÍSKU spennumynd- inni The Watcher leikur James Spader fyrrum lögreglumann hjá FBI sem eltist svo lengi og svo ár- angurslaust við fjöldamorðingja, sem Keanu Reeves leikur, að hann hætti í löggunni, flutti í aðra borg og lagðist í þunglyndi með reglu- legum mígreniköstum. Hann er í meðferð hjá sálfræðingi, Marisu Tomei, og reynir að gera sitt besta en virðist ekki hafa árangur sem erfiði. Svo gerist það að erkióvinur hans birtist á ný og myrðir ungar konur sér til skemmtunar en til þess að auka skemmtigildið lætur hann Spader vita í hvert skipti hverja hann ætlar að myrða og hef- ur gamla löggan dagspart til þess að bjarga lífi hennar. Joe Charbanic stýrir fjöldamorð- ingjatrylli þessum án þess að finna í honum nokkra einustu spennu eða óhugnað. Persóna Spaders er sæmilega skýr en það sama verður ekki sagt um morðingjann sem Reeves leikur með aðeins rétt mátulegum áhuga; það er eins og leikarinn viti ekki í hvorn fótinn hann á að stíga í hlutverkinu. Hann virkar ekki öðruvísi en sem eitt- hvert furðufrík og tekst hvorki Reeves né leikstjóranum að gera úr honum þann ógnvald sem nauðsyn- legt er að skelfi áhorfendur. Í spennuleysinu grípur leikstjórinn til stílbragða sem aðeins virka hvimleið og hægja á atburða- rásinni. Kannski er einn gallinn líka sá að þetta virðist allt saman hafa verið gert áður og miklu betur. Það er eins og allt í þessari mynd hafi ver- ið þaulreynt í öðrum myndum. Handritið er þannig formúlukennt og þegar við bætist slöpp leik- stjórnin og áhugalítill leikur er ekki von á góðu. Úr verður furðulega lít- il spenna í verki sem annars gefur sig út fyrir að vera spennumynd. Spennulaus eltingarleikur KVIKMYNDIR H á s k ó l a b í ó Leikstjórn. Joe Charbanic. Handrit: David Elliot og Clay Ayers. Aðalhlutverk: James Spader, Keanu Reeves, Marisa Tomei og Ernie Hudson. 95 mín. „THE WATCHER“ 1 ⁄2 Arnaldur Indriðason DILBERT mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.