Morgunblaðið - 27.06.2001, Side 32

Morgunblaðið - 27.06.2001, Side 32
✝ Ólafur Ó. John-son fæddist í Reykjavík 19. apríl 1931. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut að morgni 18. júní. For- eldrar Ólafs voru Ólafur Þ. Johnson, stórkaupmaður í Reykjavík, f. 29.5. 1881, d. 9.11. 1958, og Guðrún Árna- dóttir, frá Geita- skarði í Húnavatns- sýslu, f. 27. 5. 1902, d. 11.9. 1973. Ólafur var yngstur í stórum hópi systk- ina, þau eru: Agnar, læknir, f. 1908, d. 1990, Friðþjófur, for- stjóri, f. 1909, d. 1955, Pétur, hag- fræðingur, f. 1912, d. 1996, Örn, f. 1914, d. sama ár, Örn, forstjóri, f. 1915, d. 1984, Hannes, forstjóri, f. 1923, og Helga Hersey, húsfreyja, f. 1930. Fyrri eiginkona Ólafs Þ. var Helga Thorsteinsson, f. 22.1. 1884, d. 22.9. 1918. Ólafur kvæntist 20.3. 1954 Guð- rúnu Gunnlaugsdóttur, f. 21.3. 1933. Foreldrar hennar voru þau Gunnlaugur Loftsson, kaupmað- ur, f. 22.4. 1901, d. 15.4. 1975, og Haukur og Helga Þóra, f. 1998. Ólafur fluttist til Bandaríkj- anna með foreldrum sínum árið 1939 og bjó þar framyfir tvítugt. Hann var við nám í Valley Forge Military Academy árin 1945-1949 og tók ABA-gráðu frá Nichols College, Massachussetts, 1951. Hann stundaði nám í Adelphi Uni- versity í New York 1951-1952. Ólafur snéri heim til Íslands árið 1952 til að starfa við fjölskyldu- fyrirtækið, Ó. Johnson og Kaaber, fyrst sem sölumaður, en tók við sem forstjóri 1955 og gegndi þeirri stöðu til ársins 1991. Ólafur gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum, var m.a. trún- aðarmaður Confederation of Brit- ish Industries frá árinu 1954, sat í stjórn Árvakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins, um áratuga- skeið, sat í stjórn Flugleiða og Verslunarráðs Íslands, þar sem hann var varaformaður 1988- 1990. Þá var hann stjórnarfor- maður Ó. Johnson og Kaaber hf. og dótturfyrirtækja um árabil. Ólafur starfaði lengi með Lions-hreyfingunni og Junior Chamber á Íslandi, þar sem hann var alþjóðlegur senator og lands- forseti um tíma. Þá var Ólafur sæmdur viðurkenningunni Memb- er of the Order of the British Empire. Ólafur verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin kl. 15.00. Guðrún Geirsdóttir, húsfreyja, f. 18.12. 1908, d. 15. 9. 1988. Guðrún og Ólafur eignuðust fimm börn: 1) andvana stúlka, f. 19.10. 1954. 2) Frið- þjófur, framkvæmda- stjóri, f. 27.2. 1956, sambýliskona hans er Sigurlaug Sigurðar- dóttir, f. 25.9. 1968, þeirra dóttir er Sig- urdís, f. 2000. Sonur Friðþjófs og Kristínar Helgu Ámundadóttur er Ólafur Örn, f. 1994. Dóttir Sigurlaugar er Linda Sif Brynjarsdóttir, f. 1992. 3) Gunn- laugur, arkitekt, f. 8.6. 1957, dæt- ur hans og Védísar Skarphéðins- dóttur eru Ingibjörg, f. 1988, og Guðrún, f. 1990. 4) Ólafur, fram- kvæmdastjóri, f. 15.5. 1962, eig- inkona hans er Bjarndís Pálsdótt- ir, f. 24.8. 1962. Börn þeirra eru Ólafur Páll, f. 1985, Sigríður, f. 1988, og Guðrún María, f. 1993. 5) Helga Guðrún, fréttamaður, f. 27.8. 1963, eiginmaður hennar er Kristinn Gylfi Jónsson, f. 7.7. 1963. Börn þeirra eru Auður, f. 1991, Jón Bjarni, f. 1994, Ólafur Í dag kveðjum við tengdaföður minn, Ólaf Ó. Johnson. Hann lést 18. júní síðastliðinn, 70 ára að aldri. Óli var glæsilegur maður með einstak- lega þægilega framkomu, yfirmáta kurteis og rólegur en alltaf skemmti- legur og með brandara á takteinum. Fyrstu árin bjó Óli í Esjubergi, við Þingholtsstræti, sem síðar hýsti Borgarbókasafn Reykjavíkur. Átta ára flutti hann með foreldrum sínum til New York þar sem hann bjó til tvítugs. Hann öðlaðist fjölbreytta lífs- reynslu í Bandaríkjunum, t.d. gekk hann í herskóla og lék með farand- leikhúsi nokkur sumur. Fljótlega eftir heimkomuna til Íslands kynnt- ist hann Dúru og þau giftu sig árið 1954. Óli og Dúra bjuggu lengst af á Neshaga 8 og áttu þar fallegt heimili. Þangað kom ég fyrst fyrir 17 árum þegar ég kynntist Óla syni þeirra og var tekið opnum örmum. Fyrstu árin bjuggum við Óli í kjallaranum á Nes- haganum með Óla Pál lítinn og tel ég það ómetanlegt fyrir hann að hafa búið svo nálægt afa sínum og ömmu. Á heimili þeirra var mjög gest- kvæmt, m.a. margir erlendir við- skiptamenn og vinir sem Óli og Dúra tóku á móti af gestrisni. Hann lét sér mjög annt um fjölskyldu sína og fylgdist vel með afabörnunum í námi og leik. Óli var mikill útivistarmaður. Á sínum yngri árum stundaði hann fjallaferðir og skíðamennsku. En hin seinni ár áttu laxveiði og golf hug hans allan. Ógleymanlegar eru veiði- ferðirnar með Óla og Dúru í nátt- úruperluna Laxá í Aðaldal sem Óli þekkti mjög vel og hafði gaman af að kynna fyrir okkur. Óli var einnig heimsborgari mikill, hafði farið um heiminn þveran og endilangan. Það var gaman að ferðast með svona ver- aldarvönum manni. Í sumarbústaðnum í Mjóanesi við Þingvallavatn áttum við margar góð- ar stundir. Þar kenndi Óli barna- börnunum að veiða. Hann skapaði góða stemmningu í bátnum með því að syngja sjómannalög á meðan rennt var fyrir silung. Í júlí í fyrra var haldin fjöl- skylduhátíð í Mjóanesi í yndislegu veðri. Óli var þá orðinn mikið veikur af slæmu afbrigði Parkinsons-sjúk- dómsins (Shy Drager) sem hann háði erfiða baráttu við. En þarna skemmti hann sér mjög vel með Dúru, öllum börnunum og fjölskyld- um þeirra. Það var dansað og sungið á pallinum fram eftir kvöldi og í alla staði var þessi helgi okkur ógleym- anleg. Ég minnist Óla með virðingu, hlý- hug og þakklæti fyrir samfylgdina. Blessuð sé minning hans. Bjarndís Pálsdóttir. Genginn er mætur maður, tengda- faðir minn, Ólafur Ó. Johnson. Kynni okkar ná 20 ár aftur í tímann, eða allt frá því að ég fékk leyfi til að sitja að- alfundi verslunarinnar Geysis sem afar okkar Helgu Guðrúnar áttu báðir þátt í að stofna ásamt öðrum árið 1919. Allt frá fyrstu kynnum átti ég í Ólafi góðan vin og það var mér mikils virði hversu vel hann tók mér þegar ég síðar kom inn í fjölskyld- una. Í viðskiptum naut Ólafur virðing- ar og trausts og átti að baki glæsi- legan feril í rekstri þeirra fyrirtækja sem hann tók við forystu í ungur að árum. Það sem umfram annað ein- kenndi Ólaf var umhyggja fyrir sam- ferðafólki sínu, ekki síst starfsfólki fjölskyldufyrirtækisins, Ó. Johnson og Kaaber, og dótturfyrirtækja. Ömmusystir mín, Guðlaug Péturs- dóttir, var ein fjölmargra sem léði fyrirtækinu starfskrafta sína í yfir hálfa öld og var henni svo hlýtt til fyrirtækisins og Ólafs að hún nánast leit á hann og fjölskylduna sem sína eigin. Auk þess að stýra fjölskyldufyr- irtækinu kom Ólafur víða að í stjórn- un fyrirtækja og var áhugasamur þátttakandi í margs konar frum- kvöðlastarfi. Ólafur studdi óhikað við bakið á þeim sem hann hafði trú á og þess nutu margir. Verslun og við- skipti voru sameiginlegt áhugamál okkar tengdafeðga og oft gaf hann mér góð ráð í þeim verkefnum sem ég var að fást við. Áratugalöng reynsla af viðskiptum, ferðalög um allan heim og ótrúlegur vinafjöldi gat af sér margar góðar sögur sem gaman var að hlusta á. Hann hafði mikla og góða frásagnargáfu og gæddi hverja sögu lífi með leikræn- um tilburðum og kímni. Ólafur var mikill áhugamaður um laxveiði og var fengsæll veiðimaður á sínum yngri árum. Þær ánægju- stundir sem við áttum á árbakkanum með þeim Ólafi og Dúru og í veiði- húsunum eru ógleymanlegar þótt aflinn væri ekki alltaf stórfenglegur. Sem fjölskyldufaðir var Ólafur einstakur. Ekki einasta passaði hann vel upp á sitt fólk heldur var líka ræktarsamur við stórfjölskylduna. Hann var mikill höfðingi heim að sækja og örlátur á allt sem hann hafði að gefa. Við eigum endalausar minningar af góðum stundum í Mjóanesi, frá Flórída og af Neshag- anum, heimili Ólafs og Dúru í ríflega fjörutíu ár. Þeirra samband var alla tíð ákaflega innilegt og gott, byggt á traustum grunni, gagnkvæmri ást og virðingu. Það sást kannski einna best þegar heilsu Ólafs fór hrakandi. Þrátt fyrir mikil veikindi undir það síðasta brast aldrei þeirra styrkur eða trú. Og reisn hélt Ólafur allt fram á síðustu stund. Hans verður sárt saknað. Það hefur verið mér ákaflega dýr- mætt að kynnast þessum mæta manni og ég tel það forréttindi að hafa átt hann að vini. Guð blessi minningu Ólafs Ó. Johnson. Kristinn Gylfi Jónsson. Mig langar með þessum fátæk- legu orðum að kveðja tengdaföður minn, Ólaf Ó. Johnson, sem lést eftir harða baráttu við erfiðan sjúkdóm á Landspítalanum 18 júni sl. Fyrstu kynni okkar Ólafs voru þegar við Friðþjófur vorum að byrja okkar samband. Hlýjan og alúðin sem ég fann frá honum þá var ómet- anleg og mér leið strax sem einni af fjölskyldunni. Ólafur var glaðlyndur maður og kunni ófáar sögur og gamanmál sem rifjast upp þegar hugsað er til baka. Þá voru sérstaklega skemmtilegar margar veiðisögur hans, því Ólafur var mikill áhugamaður um laxveiði og þótti fátt betra en að dveljast úti í náttúrunni í góðra vina hópi við fal- lega á og renna fyrir lax. Einnig eru margar góðar minn- ingar úr sumarbústað þeirra hjóna að Mjóanesi í Þingvallasveit þar sem ávallt er gestkvæmt og glatt á hjalla. Það sem einkenndi Ólaf öðru fremur var góðmennska og hjálp- semi og mátti hann fátt aumt vita án þess að reyna að aðstoða á allan þann hátt sem hann gat. Ólafur var hugrakkur og ósérhlíf- inn maður og kom það glöggt í ljós í hans baráttu við þann sjúkdóm sem lagði hann að velli að lokum. Hann naut ómetanlegrar umönnunar hjúkrunarþjónustu Karítas og starfsfólks á deild 11a, Landspítala. Fyrir þá aðstoð verður seint þakkað. Ég kveð Ólaf með söknuði og bið Guð að gæta hans og gefa honum frið. Sigurlaug Sigurðardóttir. Við vorum að koma úr margra daga veiði og stóðum fyrir utan Hót- el Húsavík í þingeyskri sumar- brækju 1991. Óli og Dúra voru að renna í bæinn með klassískri við- komu á Húnavöllum en við Gulli með okkar geitur austur um land. „Hvernig væri að skiptast á tónlist?“ sagði ég með hugann við öll þessi hundruð kílómetra sem voru fram- undan. Jú, Óli rétti fram Gypsy Kings og fékk Cohen á móti, First we take Manhattan. Gulli yppti öxl- um og fannst tillagan heldur klén, ég væri bara að hafa salsatónlistina af þeim hjónum, þau sætu uppi með rás eitt alla leið í bæinn og myndu aldrei hlýða á einn tón af spólunni. En mér fannst þetta passa lygilega vel, þeir Cohen voru einhvern veginn dáldið líkir, svona ísmeygilegir, flottir og feimnir. Þegar við hittumst aftur í Reykjavík tveimur vikum síðar kom líka í ljós að hann hafði fallið í frjóan jarðveg og tengdapabbi var búinn að kaupa diskinn til fá almennilegan hljóm í tónlistina. Það var alltaf hægt að kveikja í honum með nýju efni. Það eru tíu ár síðan þetta var og þegar litið er til baka er ljóst að þá gekk Ólafur ekki fullkomlega heill til skógar. Vissulega var hann enn jafn- fyndinn, gamansamur og hlýr en áræðið og þrekið hafði þá þegar dofnað til muna. Við höfðum bara smám saman vanist því að hann héldi sig til hlés, talaði lágt og væri óör- uggur gagnvart þeim sem hann þekkti ekki. Sögurnar af ýmsum af- rekum hans og ferðum á yngri árum pössuðu ekki alveg við hann lengur, þær voru einsog sögur af öðrum manni. Næstu ár á eftir heimsóttu þau okkur reglulega til útlanda og við sáum greinilega hvernig honum fór aftur með ári hverju. Áður en yfir lauk var sjúkdómurinn búinn að leggja á hann svo öfluga fjötra að hann mátti sig hvergi hræra né held- ur gat hann gert sig skiljanlegan. Þessi fallegi séntilmaður glataði þó aldrei þeim þætti í fari sínu sem ein- kenndi hann öðrum fremur, en það var kurteisin og hlýtt viðmót, hann heilsaði alltaf og kvaddi með brosi þótt það væri veikburða. Við Ólafur vorum af ólíku bergi brotin, þó bæði Húnvetningar í móð- urætt og áttum það líka sameiginlegt að vera yngst af sjö systkinum, hann bætti því raunar við að við bærum þess líka hvorugt nokkurt merki að vera spillt af eftirlæti, ég var sam- mála því. Hann var sérlega ræktar- samur maður við ættingja sína nær og fjær og samstarfsfólk, einstak- lega umhugað um velferð sinna nán- ustu og hafði mjög ríkan metnað fyr- ir þeirra hönd. Ég held að fáir tengdasynir hafi sýnt tengdamæðr- um sínum slíka umhyggju og hann sem heimsótti hana á Hrafnistu nær því daglega árum saman. Móðir hans skipaði greinilega heiðurssess í huga hans og aldrei hef ég vitað meiri hjón en þau Dúru, þræðirnir milli þeirra voru óvenjulega þéttofnir og traust- ir. – Við biðjum Dúru allra heilla á þessum tímamótum þegar hún kveð- ur lífsförunaut sinn og fjölskyldunni guðsblessunar í bráð og lengd. Minn- ingin lifir með okkur öllum um ein- stakan fjölskyldumann, glaðan og reifan og falslausan. Védís. Kæri afi. Láttu guð passa þig og láttu þér líða vel á himnum. Vona að þér líði vel. Núna geturðu hitt pabba þinn og mömmu og dána vini. Núna getur þú leikið þér í borðtennis og gengið og talað. Ég vona að þú hafir fengið sápukúlurnar og kveðjurnar frá guði sem við sendum til þín í gær og í dag. Kveðja, Guðrún (afastelpa). Nú þegar afi minn hefur kvatt þennan heim hrannast upp minning- ar um alla skemmtilegu hlutina sem við gerðum saman. Þar sem ég er elsta barnabarnið var ég svo heppinn að fá að kynnast afa mínum mun bet- ur en hinir krakkarnir. Þegar ég var að vaxa úr grasi var hann við hesta- heilsu og mikið óskaplega var hann indæll við mig. Stundirnar mínar með afa kenndu mér margt. Að hafa mann við hlið sér sem hefur upplifað svo margt og gat miðlað reynslu sinni til mín er ómet- anlegt. Afi ferðaðist heimshornanna á milli, bjó í Bandaríkjunum sem strákur, hafði verið í herskóla og jafnvel verið leikari. Í sumarbústaðnum hjá ömmu og afa við Þingvallavatn kynntist ég því fyrst hvernig átti að veiða. Þá stóð afi með mér á bakkanum og við köst- uðum í sameiningu út í vatnið og bið- um eftir að einhver vænn silungur biti á færið. Eins voru það margir laugardagsmorgnar sem við pabbi eyddum með afa í borðtennissalnum í Kaaber þar sem þeir kenndu mér leikinn sem afi hafði svo gaman af. Heima á Neshaganum hjá ömmu og afa var alltaf svo gott að vera. Þar sátum við afi oftast inni í stofu og spiluðum og ræddum um allt milli himins og jarðar. Alltaf var amma nálægt og spjallaði við okkur og sá um að okkur vanhagaði ekki um nokkurn skapaðan hlut. Einnig voru óteljandi golfhringir sem ég rölti með afa. Þá var lífinu tekið með ró, eitt högg tekið fyrir í einu, ekkert stress og það skipti ekki máli hvort höggafjöldinn var hola í höggi eða 10 högg á braut. Það var útiveran sem skipti mestu máli og það var frábært að sjá gleðina sem skein úr andliti afa þegar hann spilaði. Afi studdi mig í öllu sem ég tók mér fyrir hend- ur, hvort sem var í skólanum, á fót- boltavellinum eða bara í lífinu. Hann óskaði mér sem öðrum alls hins besta í lífinu. Ég get vart hugsað mér skemmti- legri mann en afa. Alltaf var fólk brosandi í nærveru hans. Allar sög- urnar sem hann kunni og er þá ekki minnst á brandarana sem fengu fólk til að hlæja í marga daga. Minnis- stæðastir eru mér samt galdrarnir sem afi kunni, spilagaldrarnir og ekki síst töfrahárið sem við öll elsk- uðum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku afi, ég kveð þig nú með miklum söknuði en einnig gleði og von um að þú sért nú kominn á betri stað og sért orðinn fullhraustur á ný. Fyrir hönd barnabarnanna, Ólafur Páll Johnson. Ólafur Ó. Johnson ólst upp á stóru heimili að Esjubergi í Þingholtunum. Hann fékk fastmótað uppeldi á sínu æskuheimili, en naut þess jafnframt að vera yngstur sjö systkina. Barn að aldri fluttist hann til Bandaríkj- anna með foreldrum sínum og tveim- ur systkinum, en flutti svo aftur til Íslands að loknu framhaldsnámi. Ungur að árum tók Ólafur við starfi forstjóra Ó. Johnson & Kaaber hf. er bróðir hans Friðþjófur féll frá, langt fyrir aldur fram. Í nærfellt fjóra áratugi gegndi hann því starfi uns sonur hans Friðþjófur tók við, en var stjórnarformaður fyrirtækisins upp frá því. Auk starfa sinna við fjöl- skyldufyrirtækið sat hann til margra ára í stjórnum ýmissa annarra fyrir- tækja. Ólafur lagði mikið upp úr að rækta persónuleg viðskiptasambönd sem fyrirtækið naut góðs af. Fjöl- skyldan og fyrirtækið áttu hug hans og var hann virtur af starfsmönnum og lifir sú virðing enn. Ólafur var agaður og setti sterkan svip á umhverfi sitt. Góð kímnigáfa naut sín í snjallri frásagnarlist og oft með leikrænum tilburðum. Hann var barngóður og minnisstætt er þegar við krakkarnir hópuðumst fyrir framan Óla þar sem hann sýndi lát- bragðsatriði með svo fagmannlegum hætti að áhorfendur gleymdu stund og stað. Síðar bættist ný kynslóð aðdáenda við sem naut gamansemi Óla og hlýju. Ætíð var gott að koma á Neshagann til Óla og Dúru, enda ríkti mikil gestrisni á heimilinu. Sumarbústaðurinn við Þingvallavatn skipar líka sinn sess í minningunni og þar steig yngri kynslóðin sín fyrstu skref í silungsveiði undir nat- inni leiðsögn Óla. Ólafur sýndi systkinum sínum og frændfólki einstaka ræktarsemi með margvíslegum hætti. Í mörg ár sendi hann reglulega fréttabréf til þeirra sem bjuggu erlendis og miðlaði frétt- um af frændfólkinu. Hann fylgdist með afmælisdögum í fjölskyldunni og þau eru ófá símtölin sem hófust með afmælissöng og góðum óskum. Þeir bræður Ólafur og Hannes fóru margar gönguferðirnar á seinni ár- um meðan heilsan leyfði og árlega fóru þeir ásamt Dúru og Sirrý til Flórída þar sem tækifæri gafst til að hitta Helgu systur þeirra í Banda- ríkjunum. Systkinin Hannes og Helga lifa nú bræður sína, en auk Ólafs og Friðþjófs eru bræðurnir Örn, Agnar og Pétur einnig látnir. Ólafur kynntist mörgum á lífsleið- inni og líf hans var viðburðaríkt og ÓLAFUR Ó. JOHNSON MINNINGAR 32 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.